Morgunblaðið - 22.05.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 22.05.2006, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DAGUR B. Eggertsson segir að ef ekki væri fyrir undanskot ríkisins á þeim skatti sem safnast í Fram- kvæmdasjóð aldraðra, eins og hann kemst að orði, væri hægt að eyða biðlistum eftir plássi á hjúkrunar- heimilum aldraðra. „Þessi sjóður er fyrst og fremst stofnaður til að fjármagna byggingu dagvista og stofnana fyrir aldraðra, en stjórnvöld hafa nýtt sér klausu í lögum um sjóðinn, klipið af eignum hans og varið til annarra hluta,“ seg- ir Dagur. Framkvæmdasjóður aldraðra starfar í dag samkvæmt lögum um málefni aldraðra frá 1999 og er fjár- magnaður með nefskatti sem árið 2006 nemur 6.075 kr. og leggst á alla sem fæddir eru 1936 eða síðar og hafa tekjustofn hærri en 900.732. Dagur segir það hafa viðgengist í fimmtán ár að veita fjármagn úr sjóðnum til annarra verkefna en byggingarverkefna og nefnir að í fjárlögum þessa árs sé aðeins 58% af þeim sköttum sem greiddir eru í sjóðin varið til uppbyggingar hjúkr- unarheimila. Öðrum eignum sjóðsins er varið í ýmsan rekstur á velferð- arþjónustu aldraða, en Dagur telur óeðlilegt að slík þjónusta sé ekki fjármögnuð með sama hætti og annar rekstur velferðarkerfis- ins. „Kjarni máls- ins er að Íslend- ingar hafa verið að greiða sérstak- an skatt til sér- stakra framkvæmda og flestir vænt- anlega gert það með glöðu geði enda mikilvægt mál. Ríkisstjórnin hefur hins vegar notað peningana í aðra hluti,“ segir Dagur. „Einu tilvikin þar sem sérstakur nefskattur getur verið réttlætanlegur er í stórum mál- um þar sem átaks er þörf, enda nef- skattur ekki til þess fallinn að dreifa skattbyrðinni á sanngjarnan hátt. Þess vegna er ólíðandi að þegar ver- ið er að innheimta sérskatta af þessu tagi séu þeir notaðir í eitthvað allt annað. Ef þeir peningar sem færðir hafa verið til annarra mála hefðu runnið í það sem Framkvæmdasjóðnum var upphaflega ætlað að sinna væri í dag enginn að bíða eftir að komast að á hjúkrunarheimili enda hægt að byggja öll þau 400 rými sem nú vant- ar.“ Oddviti Samfylkingarinnar gagnrýnir stefnu stjórnvalda í öldrunarmálum Rétt nýting Fram- kvæmdasjóðs gæti eytt biðlistum Dagur B. Eggertsson Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is SAMNINGAR um vegagerð mili Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð voru undirritaðir á Siglufirði á laugardag, en sam- kvæmt samningnum er kostnaður af vegagerðinni og gerð tvennra ganga, um 10,3 kílómetrar að lengd, samtals rúmir 5,7 milljarðar króna. Fulltrúar verktakafyrirtækjanna Háfells og tékkneska fyrirtækisins Metrostav annars vegar og Vega- gerðarinnar ásamt samgönguráð- herra hins vegar undirrituðu samn- inginn um vegtenginguna. Var það gert í Bátahúsinu í Siglufirði og var fjöldi íbúa Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar viðstaddur ásamt þingmönn- um og ráðherrum. Samningsupphæðin er sú hæsta sem Vegagerðin hefur samið um. Göngin verða samtals 10,3 km löng, 3,7 km milli Siglufjarðar og Héðins- fjarðar og 6,9 km milli Héðinsfjarð- ar og Ólafsfjarðar með um 450 metra vegskálum. Þá felur vega- gerðin í sér einnig að nýr vegur, 3,3 km langur, verður lagður og ný brú verður smíðuð í Héðinsfirði. Hæsta samningsupphæðin Leiðin milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar verður alls 15 kílómetrar að lengd, en ef farið er um Lágheiði er vegalengdin 62 km. Leiðin um Öxnadalsheiði milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er hins vegar 234 km löng. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í júlí í sumar og sprengingar vegna ganganna í september í haust. Verkinu á að vera lokið síðla árs 2009, eftir rúmlega þrjú og hálft ár. Um 35 starfsmenn vinna að verkinu og mun tékkneska fyrirtæk- ið sjá um boranir og sprengingar, en starfsmenn Háfells um aðra þætti verksins. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði við þetta tækifæri að með framkvæmdinni myndu byggð- ir tengjast betur og eflast um leið. Sagði hann þessa undirritun sögu- legan áfanga í samgöngumálum. Runólfur Sigurðsson, bæjarstjóri Siglufjarðar, kvaðst þakklátur stjórnvöldum fyrir að verkið væri nú komið af stað og sagðist finna fyrir vaxandi skilningi meðal landsmanna á þörf þess að tengja byggðarlögin með þessum hætti. Samningar um vegtengingu milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri og fulltrúar verktakafyrirtækjanna undirrituðu samningana á Siglufirði á laugardag, að viðstöddum forystumönnum bæjarfélaganna á svæðinu. 5,7 milljarðar fyrir veg og 10,3 km löng göng Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ALÞJÓÐLEG kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, stóð fyrir hádeg- isverðarboði á veitingastað á hinni frægu strandlengju í Cannes í gær, en þar stendur nú yfir árleg kvik- myndahátíð með um þrjátíu þúsund gestum. Meðal fjölda gesta voru serbneski kvikmyndaleikstjórinn Goran Paskaljevic, Klaus Eder for- seti samtaka kvikmyndagagnrýn- enda og stjórnendur frá kvik- myndahátíðum víða um heim, s.s. New York, Varsjá, Toronto og Montreal. Blaðamennirnir Derek Malcolm frá Guardian og Derek Elly frá Variety voru auk þess við- staddir, með ljósmyndara sína, og sjónvarpsstöðvarnar NBC og BBC mynduðu viðburðinn. Af Íslend- ingum á svæðinu má nefna Sig- urjón Sighvatsson, Jón Ólafsson, Sólveigu Anspach og Erlu Skúla- dóttur leikstjóra. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Valgerður Sverrisdóttir kynnti fyr- ir hádegisverðargestunum það sem Ísland hefur upp á að bjóða við gerð kvikmynda. En sem kunnugt er eiga kvikmyndagerðarmenn þess kost að fá 12% endurgreiðslu á öll- um framleiðslukostnaði sínum í landinu. „Íslendingar hafa notið þess að vinna með mörgum stórgóðum kvikmyndargerðarmönnum síðan þessu [átaki] var hrint í fram- kvæmd árið 2002. Á síðustu árum hafa bíógestir um allan heim séð Ísland í margs konar hlutverkum,“ sagði Valgerður og tíndi til myndir á borð við James Bond, Tomb Raider, Last winter og Batman begins auk myndar Clint East- wood, Flags of our fathers sem voru allar að hluta til teknar upp á Íslandi. Sveigjanleiki og góður liðsandi „Velgengni Íslands við að laða til sín kvikmyndaverkefni felst þó ekki einungis í fallegu landslagi og töku- stöðum eða þeim hvata sem endur- greiðsla á 12% framleiðslukostn- aðar felur í sér, heldur einnig í þeim hæfileikum og reynslu sem er að finna í hinum skapandi íslenska kvikmyndaiðnaði,“ sagði ráðherra. Hún nefndi sveigjanleika, góðan liðsanda og helgun að verkefnum sem mikilvæga þætti kvikmynda- gerðar á Íslandi, bæði þegar kæmi að lokaútkomu verkefnisins og fjár- hagnum. Athyglin beinist að Íslandi í Cannes Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Dimitri Eipides, dagskrárstjóri og sérstakur ráðgjafi kvikmyndahátíðar, Valgerður Sverrisdóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, og Hrönn Mar- inósdóttir, stjórnandi alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík. Eftir Soffíu Haraldsdóttur í Cannes soffia@islandia.is SIV Friðleifsdóttir heilbrigðisráð- herra hefur falið forsvarsmönnum heilbrigðisstofnana á Siglufirði, Dal- vík og Ólafsfirði að kanna möguleika á auknu samstarfi stofnananna eftir að Héðinsfjarðargöng, sem tengja byggðirnar saman, verða tekin í notkun, til að efla heilbrigðisþjón- ustu við íbúa á svæðinu. Samstarfsferlar endurskoðaðir Ráðherra tilkynnti þessa ákvörð- un sína á laugardag þegar hann heimsótti Heilbrigðisstofnunina á Siglufirði, en í bréfi ráðherra af þessu tilefni segir: „Ráðuneytið felur því framkvæmdastjórum heilbrigð- isstofnana ríkisins á Dalvík, Ólafs- firði og Siglufirði að skila ráðuneyt- inu álitsgerð, þar sem fram komi greining þeirra á því hvernig eðlileg- ast og réttast sé að haga samstarfi þessara stofnana eftir að jarðgöngin hafa verið tekin í notkun. Núgildandi samstarfsferlar verði endurskoðað- ir. Við þessa skoðun verði gert ráð fyrir að grunnþjónusta, heilsugæsla verði veitt eins og áður en þeir sam- starfsfletir sem munu skapast verði skoðaðir nánar, svo sem samnýting stoðþjónustu, sérfræðiþjónustu, inn- kaup á vörum og þjónustu o.þ.h.“ Vinnuhópinn skipa þau Ásrún Yngvadóttir, framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík, Konráð Baldvinsson, framkvæmda- stjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Siglufirði, og Rúnar Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslu- stöðvarinnar á Ólafsfirði. Heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi Aukin samvinna þeg- ar jarðgöngin koma UNA María Óskarsdóttir, sem skip- ar þriðja sætið á lista Framsóknar- flokksins í Kópavogi, fékk símtal frá kosningaskrifstofu Sjálfstæðis- flokksins þar sem hún var hvött til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í bæjar- stjórnarkosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn hafa starfað sam- an í meirihluta í Kópavogi undanfar- in ár. Una María segist vera undrandi á vinnubrögðum sam- starfsflokks síns í kosningabarátt- unni. Sjálfstæðismenn hafi að und- anförnu hringt í íbúa Kópavogs og tekið allan heiður af uppbyggingu í bænum síðustu 15 ár. Una María segir mjög sérstakt „ef sjálfstæðis- menn eru farnir að segja sínu út- hringingafólki að það eigi að segja við fólk að þeir eigi allan heiðurinn af uppbyggingu í bænum þegar Gunn- ar I. Birgisson hefur einungis verið bæjarstjóri í eitt ár.“ Hún sagði enn- fremur að fleiri aðilar hefðu kom- ið að máli við sig og haft svipaða sögu að segja og sagði hún marga vera slegna yfir slíkum hringingum þar sem þetta væri alls ekki rétt. Una María ætlaði ekki að leita viðbragða hjá Sjálfstæð- isflokknum þar sem henni ofbyði þessi vinnubrögð Sjálfstæðisflokks- ins í þessu máli og fleirum. Aðspurð hvort henni hafi ekkert litist á stefnu samstarfsflokksins þegar hún var kynnt í símtalinu sagði hún nei, hún ætlaði að kjósa Framsóknarflokkinn. Hvött til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn Una María Óskarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.