Morgunblaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 15 ERLENT EcoGreen Multi FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Vítamín, steinefniog jurtir APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR www.nowfoods.com NURI al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hét landsmönnum því í gær að hann myndi hefja nýja gagnsókn gegn hryðjuverkum af fullu afli, en ný ríkisstjórn Íraks kom saman til fundar í fyrsta skiptið í gær, eftir að þingið samþykkti hana á laugardag. „Við höfum áætlun sem við sam- þykktum fyrir upphaf þessa fundar og þessi áætlun mun hefjast á því að vernda íbúa Bagdad,“ sagði al-Mal- iki í gær. „Við munum stofna nýja sérsveit til að vernda borgina.“ Al-Maliki viðurkenndi að mikið verk biði stjórnarinnar ætti henni að takast þetta ætlunarverk sitt og sagði nýja nálgun nauðsynlega til að ná árangri. „Við munum mæta hryðjuverkum af fullu afli, en þurf- um jafnframt að stuðla að einingu þjóðarinnar.“ Forsætisráð- herrann lofaði Írökum ennfrem- ur að skipað yrði í embætti innan- ríkis- og varnar- málaráðherra á næstu dögum, en nokkrir þingmenn úr röðum súnníta gengu af fundi stjórnarinnar á laug- ardag í mótmælaskyni við að ekki skyldi hafa verið skipað í embættin. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, tjáði sig í gær um myndun fyrstu eiginlegu ríkisstjórnar Íraka frá innrás bandamanna 20. mars 2003 og sagði að hún myndi þjóna því táknræna hlutverki að vera „stór- kostlegur ósigur“ fyrir al-Qaeda og önnur hryðjuverkasamtök. Á sama tíma sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, að átök einstakra þjóðarbrota í Írak væru „verulegt vandamál“. Þá sagði Rice í samtali við Fox-sjón- varpsstöðina að al-Maliki væri „sterkur leiðtogi“ og rétti maðurinn í starf forsætisráðherra landsins. Óöldin heldur áfram Hinum megin við Atlantshafið sagði Margaret Beckett, utanríkis- ráðherra Bretlands, að breskir her- menn yrðu ekki kallaðir heim á næstunni, þrátt fyrir myndun stjórnarinnar, með þeim orðum að þeir yrðu þar eins lengi og þörf væri á. Ofbeldisaðgerðir ódæðismanna héldu áfram í Írak um helgina, en a.m.k. 20 féllu og tugir slösuðust í árásum víðsvegar um landið í gær. Þar af féllu 13 og 18 slösuðust í sjálfsmorðsárás á veitingastað í mið- hluta Bagdad í gær. Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tjáði sig um Íraksstríðið í gær og sagði að „þjóðin sem hefði hagnast mest á því væri Íran“. Þá sagði hún að hátt settur aðili innan stjórnar Bush ætti að svara bréfi Íransfor- seta til kollega síns í Hvíta húsinu. Stjórnvöld í ýmsum nágrannaríkj- um Íraks fögnuðu myndun stjórnar- innar og sendu þjóðhöfðingjar Jórd- aníu og Sýrlands al-Maliki heillaóskir, líkt og Amr Mussa, fram- kvæmdastjóri Arababandalagsins. Heitir því að beita „fullu afli“ Forsætisráðherra Íraks setur baráttu gegn hryðjuverkum í forgang Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nuri al-Maliki YFIR 100 meðlimir samtakanna People for the Ethical Treatment of Animals, PETA, sem berst fyrir verndun dýra, lögðust naktir fyrir framan St. Paul-dómkirkjuna í London í gær. Var tilgangurinn að mótmæla drápi á kanadískum Svartbjörnum, en skinnið af þeim er m.a. notað í hatta innan breska hersins. AP Mótmæla drápi á Svartbjörnum Madrid. AFP. AP. | Jose Luis Rodrigu- ez Zapatero, forsætisráðherra Spán- ar, lýsti því yfir í gær að hann myndi í næsta mánuði tilkynna um upphaf friðarviðræðna við aðskilnaðarsam- tök Baska (ETA). Átök stjórnarinn- ar og ETA hafa staðið yfir í áratugi og eru vonir bundnar við að viðræð- urnar geti bundið varanlegan enda á vopnaða baráttu samtakanna. Zapatero lýsti þessu yfir á fundi flokks síns, Sósíalistaflokksins, í bænum Barakaldo, norðarlega á svæði Baska, í gær og sagði að við- ræðurnar myndu standa yfir í „að minnsta kosti þrjú eða fjögur ár“. Stjórn Zapateros hefur á undan- förnum tveimur mánuðum fylgst grannt með svæði Baska til að ganga úr skugga um hvort raunverulegur vilji sé á bak við yfirlýsingu ETA 22. mars um „varanlegt vopnahlé“, eftir nær 40 ára baráttu sem hefur kostað yfir 800 manns lífið. Ekki eru allir sannfærðir um að sannur friðarvilji búi að baki yfirlýs- ingu ETA og í gær gagnrýndu tals- menn Þjóðarflokksins (PP), sem er í stjórnarandstöðu, Zapatero fyrir að vera tilbúinn til að ræða við samtök- in á meðan þau er enn undir vopnum, í staðinn fyrir að beita hana pólitísk- um þrýstingi. Boðar frið- arviðræður við ETA Zapatero hyggst ræða við aðskiln- aðarsamtök Baska New Orleans. AP. AFP. | Demókratinn Ray Nagin var í fyrradag endurkjörinn borgar- stjóri New Orleans, eftir spennandi kosn- ingabaráttu gegn flokksbróður sínum Mitch Landrieu. Nag- in á erfitt verk fyrir höndum, enda mikið starf enn óunnið við að endurbyggja ýmis svæði New Orleans, eftir eyðilegginguna af völdum fellibylsins Katrínar í ágúst sl. „Þetta er frábær dagur fyrir borgina New Orleans,“ sagði Nagin í sigurræðu að kvöldi laugardags. „Kosningarnar eru að baki og nú er kominn tími fyrir þetta samfélag að byrja að láta sárin gróa,“ sagði Nagin, sem þannig vísaði til deilna vegna afleiðinga fellibylsins. Landrieu lagði einnig ríka áherslu á einingu borgarbúa í ræðu sinni, en þar sem frambjóðendurnir voru sammála í helstu málum þóttu kosningarnar snúast upp í val kjós- enda á milli persóna þeirra tveggja. Þá lagði Nagin áherslu á mik- ilvægi þess að borgarbúar samein- uðust á ný, en margir blökkumenn í borginni voru ósáttir við viðbrögð hans og alríkisstjórnarinnar við af- leiðingum Katrínar. Naumur sigur Nagins Að sögn Greg Rigamer, stjórn- mála- og kosningaráðgjafa, endur- speglaði útkoma kosninganna íbúa- samsetningu borgarinnar, en alls fékk Nagin 52,3 prósent atkvæða og Landrieu 47,7 prósent. Um 38 prósent kjósenda mættu á kjör- stað. Meira en helmingur 465.000 íbúa borgarinnar er enn á víð og dreif um Bandaríkin eftir að hafa misst heimili sín af völdum Katrínar og mætti fjöldi kjósenda á kjörstað í rútum frá Atlanta og Houston Nagin endurkjör- inn borgarstjóri Á erfitt verk fyrir höndum við endurbyggingu New Orleans AP Nagin var sigurreifur á laugardag Zagreb. AFP. | Hagstofa Króatíu var- aði við því í gær að íbúum landsins kynni að fækka um tæpan þriðjung fram til ársins 2051 frá því sem nú er vegna lágrar fæðingartíðni kvenna í landinu. Þannig mun Króötum fækka úr 4,4 milljónum í um 3,1 milljón gangi spár hagstofunnar eft- ir, ef miðað er við manntal árið 2001. Segja sérfræðingar að fæðingar- tíðni króatískra kvenna, sem er nú 1,3 börn á hverja konu, sé ekki nóg til að viðhalda íbúafjölda landsins. Til samanburðar er fæðingartíðni í Frakklandi og Skandinavíu 1,7 börn annars vegar og 1,9 börn hins vegar. Allt frá næstsíðasta áratug hefur Króötum stöðugt fækkað og er talið líklegt að þessi þróun haldi áfram, því að þótt fæðingum fjölgi munu þær ekki ná 50.000 á ári, og það veg- ur ekki upp á móti fjölda dauðsfalla. Þriðjungs fækkun? Colombo, Batticaloa. AFP. AP. | Einn helsti herforingi tamílsku Tígranna á Sri Lanka var skotinn til bana í gær af liðsmönnum Karuna liðþjálfa á yfirráðasvæði Tígranna á austur- hluta eyjarinnar. Herforinginn, sem gengur undir nafninu Ramanan, var á ferð í héraðinu Vavunathivu þegar hann var myrtur, þar sem hreyfing Tígranna klofnaði með stofnun her- deildar Karuna liðþjálfa í mars 2004. Talsmaður herdeildar Karunas, Thuiyan, staðfesti í gær að hún bæri ábyrgð á morðinu á Ramanan og 10 liðsmönnum hans, en margir her- menn á svæðinu eru aðeins þekktir að fornafni. Að sögn Thuiyan reyndu liðsmenn Karunas, sem eru alls um 6.000, fyrst að myrða Ramanan með jarðsprengju, þar sem hann fór á mótorhjóli, en skutu hann svo til bana. Réðust Tígrarnir á skrifstofur hjálparsamtaka? Ramanan er einn hæst setti með- limur Tígranna sem fellur fyrir hendi morðingja síðan hreyfingin undirritaði samkomulag um vopna- hlé 2002. Óhætt er að segja að morð- ið komi á afar viðkvæmum tíma, því að Tígrarnir hafa hótað að grípa til aðgerða muni Evrópusambandið (ESB) skilgreina Frelsishreyfingu Tamíla, LTTE, sem hryðjuverka- samtök, en Tígrarnir vilja sjálfstæði frá stjórninni á Sri Lanka. Þá særðust tveir vegfarendur og serbneskur hjálparstarfsmaður þeg- ar handsprengjum var varpað inn á skrifstofur þrennra erlendra hjálp- arsamtaka á Sri Lanka í dag. Ekki hefur verið staðfest hverjir báru ábyrgð á árásunum, en grunur leikur á að það hafi verið Tígrarnir. Anton Balasingham, talsmaður Tígranna, hefur verið harðorður í garð ESB að undanförnu og sagt að forysta LTTE muni ekki láta undan þrýstingi sambandsins um að skil- greina hana sem hryðjuverkasam- tök. „Slíkt skref myndi ganga gegn markmiðum sínum,“ segir Balasing- ham á vefsíðu Tígranna. „Andspænis alþjóðlegri einangrun og auðmýk- ingu kann LTTE að þurfa að forðast frekari friðarviðræður.“ Myrtu einn helsta herforingja Tígranna Nicosia. AFP. | Stjórnin á Kýpur treysti stöðu sína eftir þingkosningar í gær, en stjórnmálaskýrendur túlk- uðu þær sem prófstein á stuðning kjósenda við andstöðu Tassos Pa- padopoulos forseta gegn hugmyndum SÞ um að sameina íbúa eyjarinnar. Þannig fékk miðjuflokkur Papado- poulos, DIKO, 17,9 prósent atkvæða en stjórnarsamstöðuflokkur hans AKEL 31,2 prósent. Þá fékk flokkur sósíalista, EDEK, sem er með þeim í stjórn, 8,9 prósent atkvæða. Úrslitin komu á óvart, en stjórnin vill ekki sameinast tyrkneska minnihlutanum, sem lýsti yfir sjálfstjórn 1983. Stjórnin á Kýpur hélt velli ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.