Morgunblaðið - 22.05.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.05.2006, Qupperneq 16
� �� � �� � �� �� � �� � � � �� � � � � � H E I L B R I G Ð U R E I N K A R E K S T U R - TÆKIFÆRI TIL SÓKNAR Í ÍSLENSKRI HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Morgunverðarfundur SA föstudaginn 2. júní kl. 8:15 – 9:30 Grand Hótel Reykjavík E R I N D I Sigurður Ásgeir Kristinsson, bæklunarlæknir og framkvæmdastjóri Orkuhússins. Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri Sóltúns og framkvæmdastjóri Öldungs hf. Umræður og fyrirspurnir úr sal Fundarstjóri: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. Þátttökugjald kr. 2.500. Morgunverður innifalinn og nýtt rit SA: Heilbrigður einkarekstur. Skráning á vef SA www.sa.is og í síma 591-0000. RANNSÓKNIR hafa sýnt að ofnæmi getur haft áhrif á náms- árangur barna. Sænskur barna- læknir lýsir eftir stuðningi skólastjóra og kennara við þau börn sem þjást af ofnæmi, að því er fram kemur í Dagens Nyheter. 30% sænskra barna og ung- linga eru með einhvers konar ofnæmi, um helmingur með frjókornaofnæmi. Eitt af of- næmiseinkennunum getur verið þreyta. Ásamt með nefstíflum, hnerra og kláða í augum getur þreytan gert það að verkum að viðkomandi finnist hann vera veikur. Að mati Gunnillu Hedl- in, barnalæknis og sérfræðings í ofnæmissjúkdómum við Astrid Lindgren barnaspítalann í Stokkhólmi, ættu þau börn og unglingar sem verst líður vegna ofnæmis að fá að halda sig heima. Ofnæmi fylgja miklar bólgur í slímhúðum og upplif- unin getur verið eins og hiti, að hennar sögn. Þarf að sýna þreytunni skilning Að mati Hedlin þarf þessi hópur stuðning og skilning for- eldra, kennara og skólastjóra. Skólinn og heimilin þurfa að sýna vanlíðan þeirra og þreytu skilning en ekki vísa á að þau hafi vakað of lengi eða séu með vorkvef. Sænsk rannsókn á námsárangri barna með birkiof- næmi sýndi fram á að ofnæmið hafði áhrif á námsárangur. Tveir nemendahópar í níunda bekk voru bornir saman. Börnin í öðrum hópnum voru með of- næmi fyrir birkifrjókornum en í hinum hópnum var enginn með ofnæmi. Hóparnir tóku stærð- fræðipróf að hausti og sama próf aftur að vori þegar birki- frjó var í hámarki í loftinu. „Fríska“ hópnum gekk betur á seinna prófinu en ofnæmishóp- urinn bætti árangur sinn alls ekki. Gengið var út frá því að báðir hópar hefðu átt að bæta árangur sinn þar sem um sama próf var að ræða. Nú er rætt um niðurstöður þessarar rann- sóknar í Svíþjóð, m.a. í tengslum við samræmd próf sem fara fram að vori, yfirleitt á mesta frjókornatímabilinu. Bent er á að nemendur með frjókornaofnæmi ættu að fá leyfi til að taka próf aftur eða að flytja ætti prófatímabil út fyrir mesta frjókornatímabilið. Ofnæmi getur haft áhrif á námsárangur  HEILSA Þ unglyndi á meðgöngu og eftir fæðingu er í eðli sínu ekki svo ólíkt öðru þunglyndi og það fer ekki í manngreinarálit. Allar konur geta lent í því, óháð aðstæðum. En fæðingarþunglyndi kemur á því tímabili ævinnar þar sem konur þurfa hvað mest á fullu þreki að halda við umönnun ung- barns, samhliða að sinna öðrum skyldum. Jafnvel vægt þunglyndi á þessu tímabili getur haft óæskileg áhrif á tengsl móður og ungbarns og stundum leitt til mikillar streitu og neikvæðni í samskiptum við maka og eldri börn,“ segir Hall- dóra Ólafsdóttir yfirlæknir bráða- og ferlideildar geðsviðs LHS, en hún er einn af sérfræðingunum á bak við viðamikla rannsókn sem nýlega fór af stað hérlendis, þar sem rannsaka á meðgöngu- og fæðingarþunglyndi hjá íslenskum konum. Lyfjameðferð örugg, ef rétt lyf notuð „Það er mjög æskilegt út frá forvarnarsjónarmiði að geta greint þær konur fyrr og af meiri ná- kvæmni, sem koma til með að eiga í geðrænum erfiðleikum á með- göngu eða eftir barnsburð. Þá er frekar hægt að veita þeim aðstoð fyrr, jafnvel strax á meðgöngutím- anum. Þunglyndi á meðgöngutíma virðist auka líkur á þunglyndi eftir fæðingu, a.m.k. ef það er ómeð- höndlað. Talsvert er um það nú orðið að þunglyndar konur fái lyfjameðferð á meðgöngutíma. Lyfjameðferðin hefur verið um- deild meðal lækna út af hugs- anlegum áhrifum á fóstrið, þótt flestir telji nú orðið að meðferð sé örugg séu rétt lyf notuð. Á móti kemur að vísbendingar eru um að ómeðhöndlað þunglyndi á með- göngu sé ef til vill ekki með öllu skaðlaust fyrir fóstrið út frá áhrif- um streituhormóna sem virðast vera til staðar í auknum mæli í þunglyndi.“ Vantar vitneskju um umfang vandans „Með þessari rannsókn ætlum við meðal annars að komast að því hvaða þættir það eru sem spá fyrir um þunglyndi og kvíða á með- göngu og eftir fæðingu,“ segir Halldóra sem hóf störf á Geðdeild Landspítalans fyrir tuttugu árum, en þá var hún meðal annars ráð- gefandi geðlæknir fyrir Kvenna- deildina. „Þá sá ég í fyrsta sinn að heilmikið var um geðræn vandamál hjá konum, bæði eftir barnsburð og á meðgöngu. Ég hafði verið í sérnámi í Bandaríkjunum en þá var lítið sem ekkert farið að ræða þessi mál þar, en það hefur reynd- ar gjörbreyst. Ég fékk strax mik- inn áhuga á þessum fræðum og eftir að hafa komið að lækningum á þunglyndi kvenna á með- göngutíma og eftir barnsburð í fjöldamörg ár, er ánægulegt að þessi rannsókn er loks að líta dagsins ljós. Okkur hefur meðal annars vantað nákvæmar tölur hérlendis um tíðni fæðingar- þunglyndis og þar af leiðandi vant- ar okkur vitneskju um umfang vandans.“ Sálfélagslegir þættir líka skoðaðir Linda Bára Lýðsdóttir sálfræð- ingur, sem verkefnastýrir rann- sókninni, segir að það sé mikilvægt að geta greint þær konur sem kljást við þunglyndi, frá þeim sem eru að reyna að laga sig að því breytta hlutverki sem nýju barni fylgir. „Sem betur fer er öll um- ræða miklu opnari um þessi mál en áður var. Nú eru ungar konur mun meðvitaðri um þetta og betur upplýstar. Þær eru ófeimnar við að ræða þessi mál og leita sér að- stoðar. Með þessari rannsókn ætl- um við að skoða fjölmarga sálræna og félagslega þætti og tengsl þeirra við þunglyndi. Til dæmis ætlum við að skoða kvíða á með- göngunni og sjá hvort um tengsl er að ræða við þunglyndi seinna meir. Við ætlum líka að skoða notkun geðlyfja, vímuefna og áfengisneyslu á meðgöngu. Við ætlum að skoða foreldrastreitu og sálfélagslega þætti hjá þunguðum konum, eins og álag, áföll, fé- lagslegan stuðning, sjálfsmynd og fleira.“ Tengsl þunglyndis mæðra við þroska barna Fylgst verður með þeim konum sem taka þátt í rannsókninni, frá sextándu viku meðgöngu, út alla meðgönguna og þar til ár er liðið frá fæðingu. „Það stendur líka til að kanna tengsl fæðingarþung- lyndis við þroska barna við eins og fjögurra ára aldur, en rannsóknir hafa sýnt tengsl þunglyndis mæðra við þroska barna. Alvarlegt ómeð- höndlað þunglyndi getur haft nei- kvæð áhrif á þroska ungbarnsins og truflað tengsl móður og barns. Með góðum og skjótum bata af þunglyndinu og með góðum fé- lagslegum stuðningi, eru miklu minni líkur á því að þannig fari.“ Grátur á sæng er eðlilegur „Margar konur kannast við svo- kallaðan sængurkvennagrát, en hann er mjög algengur og er alveg eðlilegt fyrirbæri. Hann kemur oft- ast fram fáeinum dögum eftir fæð- ingu og lýsir sér með því að konan verður viðkvæm í skapi og brestur gjarnan í grát af litlu eða engu til- efni. Þetta varir vanalega stutt, allt frá nokkrum klukkutímum upp í nokkra daga. Sængurkvennagrát- urinn er talinn stafa af þeim skyndilegu breytingum á blóð- þéttni kvenhormóna sem verða eft- ir barnsburð. Aftur á móti eru tengslin milli hins eiginlega fæð- ingarþunglyndis og kvenhorm- ónanna óljósari, enda kemur fæð- ingarþunglyndið oftar en ekki seinna fram.“ Í erlendum rannsóknum kemur fram að helsti áhættuþáttur fæð- ingarþunglyndis er ef konan hefur sögu um fyrra þunglyndi og ef saga þunglyndis er í ætt hennar. Áríðandi að konur taki þátt Rannsókn þessi er fyrst og fremst samstarfsverkefni Heilsu- gæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og geðsviðs LSH, en Halldóra og Linda segja að þetta sé mjög stórt verkefni sem margir aðrir komi að, s.s ljósmæður og starfsfólk sem vinnur við ungbarnaeftirlit, Kvennadeild LSH, Mæðravernd og Háskóli Íslands. „Við gerðum litla forrannsókn í fyrrasumar í samstarfi við kvenna- deild LSH og fengum afar góðar undirtektir hjá þeim konum sem tóku þátt og erum mjög þakklátar fyrir það. Nú þegar þessi stóra rannsókn fer af stað vonumst við eftir að fá jafngóðar undirtektir og að sem flestar konur sjái sér fært að taka þátt.“  RANNSÓKN | Meðgöngu- og fæðingarþunglyndi kannað ítarlega Áríðandi að greina konur fljótt Morgunblaðið/Árni Sæberg Linda Bára Lýðsdóttir sálfræðingur og Halldóra Ólafsdóttir yfirlæknir. Eftir Kristín Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Daglegtlíf maí

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.