Morgunblaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.05.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 31 MINNINGAR ✝ Othar BernhardHansson fæddist í Reykjavík 9. júní 1934. Hann lést í Bandaríkjunum 11. apríl síðastliðinn. Foreldrar Othars voru hjónin Arndís Skúladóttir, f. 20. janúar 1911, d. 5. maí 1988, og Hans Guðmundsson, f. 24. nóvember 1914, d. 27. maí 1967. Systur Othars eru Elín, f. 1938, Lára, f. 1940, og Hrafnhildur, f. 1943. Othar kvæntist 1955 Elínu Þor- björnsdóttur, f. 23. apríl 1934. Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörn Jóhannesson kaupmað- ur í Borg, f. í Reykjavík 10. mars 1912, d. 4. júlí 1989, og Sigríður Hulda Einarsdóttir, f. í Reykjavík 22. desember 1913, d. 1. febrúar 2001. Synir Othars og Elínar eru: a) Pétur Óli lögfræðingur í New Jersey, f. 27.6. 1958, maki (1) Abba Wyatt, þau skildu. Dætur þeirra eru Rakel, f. 13.6. 1990, og Katr- ín, f. 25.1. 1994. Maki (2) María Sverrisdóttir (Georgsson), læknir í New Jersey. Dætur þeirra eru Sara Björk, f. 9.7. 2001, og Anna Elín, f. 15.9. 2003. b) Þor- björn yfirverkfræð- ingur í New York, f. 7.3. 1960. c) Hans tölvufræðingur í Boston, f. 19.10. 1962, maki Sonia Chavarria, þau skildu. Dætur þeirra eru Kristín Sigríður, f. 26.11. 1988, Elín Þor- björg, f. 10.3. 1990, og Arndís Ýr, f. 7.7. 1991. d) Othar doktor í tölvufræðum í Kaliforníu, f. 27.2. 1965, maki (1) I-Chun Lin doktor í þjóðfélagsfræðum, látin. Maki (2) Ellen Hansson. Minningarstund um Othar verður í safnaðarheimili Háteigs- kirkju í dag og hefst hún klukkan 15. Othar Hansson helgaði sig hlut- verki föður og eiginmanns af ást- ríki. Við lærðum svo margt af hon- um að það er erfitt að finna nokkur svið þar sem áhrifa hans gætir ekki. Pabbi kenndi okkur stærð- fræði á servíettum yfir kvöldmatn- um þegar við vorum krakkar, rök- ræddi um stjórnmál við okkur þegar við vorum rétt að verða upp- reisnargjarnir unglingar, og blés okkur í brjóst löngun til að verða vel upplýstir, virðingarverðir, hugs- unarsamir og örlátir fulltíða menn. Við vissum alltaf að hann var stoltur af okkur, gladdist yfir smæstu sigrum okkar. Og við fund- um alltaf fyrir skilyrðislausu ástríki hans og stuðningi. Pétur Óli, Þorbjörn, Hans Bern- hard, Othar og fjölskyldur. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Í dag höldum við minningarstund um Othar. Hann var elstur okkar systkina, fjórum árum eldri en ég. Það var ekki alltaf auðvelt að vera borinn saman við hann hvað varðaði getu eða þroska. Hann var æv- inlega efstur í sínum bekk, ekki ég. Hann átti auðvelt með að fara eftir reglum, ekki ég. Hann var hinn fullkomni sonur okkar góðu for- eldra. Hann byrjaði snemma að vinna, var sendill hjá Silla og Valda frá níu ára aldri. Og fyrir tólf ára afmæli sitt skrifaði hann þeim upp- sagnarbréf sem þeir varðveittu um árabil. Othar kvæntist Ellý strax eftir stúdentspróf. Þeirra hjónaband var farsælt og þau eignuðust fjóra syni. Þau bjuggu lengst af í Bandaríkj- unum. Ég mun sakna vitsmuna hans, vináttu og kaldhæðni og minnast hans sem góðs bróður. Elín Hansdóttir. Othar Hansson hafði ég þekkt alla ævi, við vorum systrasynir. Móðir Othars var Arndís og móðir mín Brynhildur, Skúladætur, fædd- ar á Blönduósi 1911 og 1915, en lét- ust í Reykjavík. Þar höfðu þær búið frá því um 1926, þegar móðir þeirra Elín Theódórsdóttir fluttist þangað með börnum sínum. Auk þeirra Arndísar og Brynhildar voru það Þorvaldur, síðar listmálari, Theó- dór, síðar læknir, og Guðrún, sem fluttist með dönskum eiginmanni sínum til Danmerkur þar sem hún lézt fyrir fáum árum. Faðir þeirra systkina var Skúli Jónsson, síðast kaupfélagsstjóri á Blönduósi, sem lézt á bezta aldri þegar yngsta barnið, móðir mín, var enn reifa- barn. Að Skúla stóðu fyrst og fremst bændaættir í Húnavatns- sýslum, en í móðurætt þeirra systk- ina voru svo margir prestar, að móðir mín sagði það fólk eiginlega vera allsstaðar að af landinu, enda fluttust prestar tíðum á milli brauða. Föðurætt Othars var úr Reykja- vík, Hans faðir hans Guðmundsson var sonur Sesselju Stefánsdóttur og Guðmundar Jónssonar verkstjóra, sem tíðum var kenndur við móður sína Salvöru Guðmundsdóttur og kallaður Söllu-Gvendur. Erfitt er að ráða í „ættanna kynlega bland“, þó er víst að föðurfólk Othars og þeirra systkina, sem er allmikill ættbogi í Reykjavík og víðar um lönd, hefur haft á sér það orð að vera einstaklega orðheppið dugn- aðarfólk. Hef ég ávallt haft það fyr- ir satt að leiftrandi gáfur Othars frænda míns hafi frekar verið úr ætt verkafólksins í Reykjavík og Grímstaðarholti en prestanna og verzlunarmannanna fyrir norðan, þótt ég vilji alls ekki varpa neinni rýrð á móðurfólk mitt. Ég sagði fyrr, að Othar hefði ég þekkt alla ævi og hef líka verið að þiggja og læra af honum allan þennan tíma. Í bernsku fékk ég úr fórum hans spennandi bækur og vildi því eins og margir íslenzkir á þeim tíma helzt verða miðskipsmað- ur á freigátum hans hátignar, sem börðust við þrælasala, fransmenn og annað illþýði eins og greint var frá í sögum þess merka kafteins Fredericks Marryatt, fara í sigl- ingar með Pétri Most frá Óðins- véum eða bjarga skipbrotsmönnum á józku ströndinni með Sandhóla- Pétri. Síðar uppfræddi Othar mig um íslenzk og bandarísk stjórnmál og þess vegna til dæmis hef ég allt- af eins og hann verið hallur undir demókrata í Bandaríkjunum og haft ímigust á repúblikönum og öðrum afturhaldsmönnum. (Othar var eins og margir úr föðurætt hans verkalýðssinnaður sjálfstæðis- maður.) Því miður lærði ég ekki af honum ótrúlegan dugnað hans og iðjusemi. Hann byrjaði að vinna með skóla þegar hann var átta eða níu ára, en á þeim árum þótti sómi að því að börn ynnu á heimili eða utan þess, enda ekkert sjónvarp, tölvur eða i-pod og engum datt í hug að það væri óhollt. Margvísleg- um störfum, launuðum og ólaun- uðum, sinnti hann síðan þar til fyrir örfáum árum, þegar heilsan brast. Othar starfaði meginhluta starfs- ævinnar erlendis og bjó í Banda- ríkjunum nærfellt síðustu 40 árin, var því fjörður milli frænda og vík milli vina. Þrátt fyrir það hittumst við alloft eða töluðum saman í síma á seinni árum. Þótt Othar gæti verið háðskur og jafnvel kaldranalegur var hann ein- staklega hjartahlýr, örlátur og hjálpfús. Að leiðarlokum þakka ég frænda mínum samfylgdina og votta Ellý konu hans og sonunum Pétri Óla, Þorbirni, Hans og Othari samúð mína. Jakob R. Möller. Othar Hansson var heimsborgari, sem gat starfað og skarað framúr allsstaðar. Eftir að hafa starfað í ábyrgðarstöðum á Íslandi og í Bretlandi varð hann forstjóri Ice- land Products, Inc. í Bandaríkjun- um, sem var dótturfélag SÍS. Þótt við værum keppinautar, þá tókst með okkur vinátta, sem varð ævilöng. Hann dró aldrei dul á skoðanir sínar í íslenzkum stjórn- málum, sem tæplega stuðluðu að vinsældum hjá eigendum félagsins, en það var þeim og honum til sóma að samvinna þeirra var samt með ágætum. Þegar kom að starfslokum hans hjá Iceland Products, þá bað ég hann að taka að sér sölustjórn hjá Coldwater Seafood Corp. sem var dótturfélag Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna og eitt stærsta fisksölufyrirtæki í Bandaríkjunum. Othar starfaði við það í rúman ára- tug og á því tímabili varð mesta söluaukning og vöxtur í sögu þess félags. Okkur var tamt að segja að fá væru mein sem ekki læknuðust af aukinni sölu og þess vegna var árangur Othars svo mikilvægur. Auk sölustjórnar þá sóttist Othar eftir öðrum verkefnum. Þegar Coldwater hóf innflutning á fersk- um fiski með flugvélum frá Íslandi þá tók Othar að sér að skipuleggja það. Hann sá um að leigja flugvélar til þess og það var erilsamt og bættist við önnur störf hans. Othar hafði afar skemmtilega kímnigáfu og gat verið háðskur, sem flestir en ekki allir kunnu að meta. Hann varð oft persónulegur vinur fjölmargra viðskiptavina sinna, sem gátu ævinlega treyst á hreinskilni hans og heiðarleika. Ég minnist samstarfs okkar með mikilli virðingu, það var alltaf ánægjulegt að vinna með honum. Við Marianne vottum Elínu og fjölskyldunni samúð okkar. Þorsteinn Gíslason. Síminn hringir. Í símanum er Styrmir vinur minn Gunnarsson. Alvarlegur í bragði segir hann: „Othar lést í nótt á spítala í New York.“ Þögn. Við sem komin erum á efri ár sjáum oft á ári hvernig vinir okkar og samferðamenn kveðja. Þeir hverfa yfir móðuna miklu. Eftir sitjum við sem enn lif- um með minningarnar og arfleifð- ina í ýmsum myndum. Samfylgd okkar Othars í lífi og starfi varði í rúma hálfa öld. Misjafnlega náið eins og gerist í nútímaheimi. Þá eru Ellý, eiginkona hans, og Vildís, systir mín, nánar vinkonur allt frá skólaárum þeirra í Verzlunarskóla Íslands upp úr 1950. Þau voru bekkjarsystkini. Othar var frábær nemandi. Að loknu stúdentsprófi árið 1956 fóru þau Ellý vestur um haf til Banda- ríkjanna, þar sem hann nam fisk- iðnfræði í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna í einhverjum besta háskóla í heimi í þessum fræðum. Að námi loknu sneru þau Othar og Ellý aftur heim til Íslands. Þótt margt væri gott í atvinnulífi landsmanna á þessum tíma var ým- islegt vanþróað í framkvæmd mála. Á menntunarsviði Othars biðu mörg verkefni, sérstaklega í tengslum við sjávarútveg og fisk- iðnað. En áður en nánar verður vik- ið að þeim þætti í lífshlaupi Othars skal horft nokkuð til baka til skóla- áranna í Verzló og stjórnmálalegra afskipta hans í Heimdalli, FUS í Reykjavík. Í þann félagsskap gekk Othar mjög ungur að árum. Þegar á fyrstu skólaárunum varð hann virkur í félagsstarfi skólans. Í MFVÍ lét hann mikið að sér kveða. Var afburða snjall ræðumaður sem gat í senn verið fyndinn og skemmtilegur en jafnframt sposkur ef ekki hæðinn, ef því var að skipta. Ég býst við að nú myndi Othar hafa sagt: „Guðmundur minn, vertu nú ekki of hátíðlegur.“ Othari var margt til lista lagt. Fyrir utan sköruglega félagsmála- forystu í Verzló skrifaði hann frá- bærar greinar í Verzlunarskóla- blaðið, um myndlist, stjórnmál og verslunarfrelsið. Í greinarlokum um verslunarbaráttu Íslendinga kemst Othar svo að orði: „Nú árið 1951 horfir þunglega í verslunar- málum –en enginn ætti að örvænta því að þjóð sem lifað hefur af móðuharðindi og einokun, neitar því að deyja. Með öruggri trú á Guð, landið sem Guð gaf okkur og fólkið sem byggir það getur æskan horft vonglöð til framtíðarinnar.“ Á næstu árum tók Othar virkan þátt í félagi ungra sjálfstæðismanna, Heimdalli FUS, og var í stjórn þess. Skeleggur baráttumaður fyrir frelsi einstaklingsins í orði og æði og hvikaði aldrei í baráttunni gegn kommúnistum. Var tryggur stuðn- ingsmaður fyrir aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Einn skólabróðir Othars sagði við mig nokkrum dögum eftir and- lát hans: „Við bjuggumst við því á sínum tíma að Othar færi út í stjórnmálin.“ En svo varð ekki. Hann stefndi á önnur mið. Othar varð það sem á nútímamáli nefnist útrásarmaður á erlendum vett- vangi. Hann varð einn af útrás- armönnum í að ryðja frystum sjáv- arafurðum útfluttum frá Íslandi brautina í Bandaríkjunum og Evr- ópu. Það var stórsókn, byggð á traustum grunni útgerðar og fisk- iðnaðar á Íslandi. Fyrirtæki SH og Sjávarafurðadeildar SÍS, heima fyrir og erlendis, voru þar í far- arbroddi. Árið 1959 var Othar Hansson ráðinn til SH. Starfsvettvangur var fólginn í því að setja á laggirnar eftirlit með framleiðslu hraðfrystra sjávarafurða í frystihúsum SH í þeim tilgangi að afurðirnar full- nægðu ítrustu kröfum kaupenda, hvað varðaði gæði og allan umbún- að. Í blaðinu Frost, sem SH gaf út á þessum tíma, segir svo í septem- berblaðinu 1962: „Othar Hansson, fiskvinnslufræðingur sem veitt hef- ur gæða- og framleiðslueftirliti SH forustu undanfarin ár, hætti störf- um hjá SH í ágúst sl., þar sem hann tók við forstjórastarfi Bæj- arútgerðar Hafnarfjarðar. Othar er frystihúsamönnum vel kunnur fyrir dugnað sinn við að hrinda í fram- kvæmd gæðaeftirlitskerfi því sem húsin innan SH starfa eftir. Það hefur stórum bætt framleiðslugæð- in og aukið vöruvöndun. Þótt ungur sé að árum, hefur Othar með störf- um sínum hjá SH lagt fram merkan skerf í uppbyggingu hraðfrystiiðn- aðarins. Honum fylgja góðar óskir um árangursríkt starf eins af stærstu útgerðarfélögum landsins.“ Þegar á átti að herða undi Othar sér ekki sem forstjóri í bæjarút- gerð. Um mitt árið 1963 er hann aftur ráðinn til SH, sem aðstoðarmaður Björns Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra sölumála. Þeim var vel til vina. Í fyrra starfi hafði Ot- har starfað undir umsjón þessa mikla drengskaparmanns. Í september 1963 flyst Othar og fjölskylda til Englands. Þar hefur hann störf fyrir SH. Af persónu- legum ástæðum ákvað hann að snúa aftur heim til Íslands árið 1966. Í framhaldi af því réðst hann til Sjávarafurðadeildar SÍS. Starf- aði hann hér heima og í Bandaríkj- unum þar sem hann var forstjóri fyrirtækis SÍS þar í landi. Í byrjun mars 1975 var Othar Hansson ráð- inn aðalsölustjóri Coldwater Sea- food Corp. SH í Bandaríkjunum sem starfaði þá undir stjórn Þor- steins Gíslasonar. Árið 1986 ákveður hann að hætta hjá Coldwa- ter og hefja eigin umboðsviðskipti með sjávarafurðir. Othar var þá búinn að starfa í 27 ár í þágu ís- lensks hraðfrystiiðnaðar. Það var á blómaskeiði hraðfrystihúsanna. Framundan var mikið breytinga- skeið. Frystingin var að færast meira út á sjó. Frystitogararnir voru að koma til skjalanna. En eft- ir sem áður gilti gamla lögmálið: Að framleiða gæðavöru, bestu fisk- afurðir sem völ væri á, á hæsta verði. Kvaddur er góður drengur. Hann var ósérhlífinn í störfum sínum í þágu annarra. Vinur vina sinna. Ellý stóð ætíð bjargföst við hlið hans. Við Ragnheiður vottum Ellý, sonum þeirra og fjölskyldu innilega samúð. Guðmundur H. Garðarsson. OTHAR HANSSON Guð geymi þig og með þá trú í hjarta að við hittumst síðar á betri stað. Þín Lilla og afastrákarnir þínir, Þorbjörg Björk Tómas- dóttir, Róbert og Bjarki Þór. Kæri bróðir, ég man eftir þér þeg- ar þú fæddist, faðir okkar kom heim slasaður þegar móðir okkar var ófrísk af þér og gekk hann aldrei heill til heilsu eftir það. Þú sast á skólabekk innan við fermingaraldur með fullorðnum mönnum, í kvöld- skóla og lærðir teikningu og fékkst góða einkunn. Fyrst eftir að þú komst til Íslands lærðir þú á bíla- verkstæði, vannst svo allan þinn ald- ur sem borgarstarfsmaður. Þú varst einn á gröfu, þar sem tveir ættu að vera til skiptanna. Þú varst yngstur sex lifandi systkina. Sem barn gætt- ir þú barna hjá elsta bróður þínum og mágkonu. Ég man er þið krakk- arnir voruð í leikjum og deilur komu upp þá settir þú saman vísu og allir fóru að hlæja og ósættið var búið. Á 16. ári kemur þú til Íslands fullur af eldmóði æskunnar með veganesti af trúarinnar uppeldi og hefur staðið óstuddur í lífbaráttunni möglunar- laust sem góður íslenskur þegn. Það veit guð hvaða sannkallaðan húskross þú barst vegna heilsuleysis eiginkonu. Er þið eignuðust ykkar börn varst þú allan þinn frítíma með þeim í öllu heimilishaldi. Börnin, barnabörnin og barnabarnabörnin voru þitt lífsgildi. Að lokum var það þitt mikla hjarta sem gaf sig. Þú lést verkin tala alla tíð, ósérhlífinn, greiðvikinn við þitt tengda- og venslafólk. Að ógleymdri bílavið- gerðakunnáttu. Traustur, staðfastur starfskraftur mest allan þinn starfs- aldur hjá Reykjavíkurborg varstu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Kveð ég þig með því hugarfari sem þú lifðir í, er Kristur kenndi, fyrirgefum svo okkur sé fyrirgefið. og systurdóttir. Við Erla systurdótt- ir þín sendum samúðarkveðju til af- komenda þinna allra og eiginkonu. Þín elskandi systir Jóna. þú farin frá okkur en það er huggun fyrir okkur að vita að nú ert þú á góðum stað uppi á himn- um. Heimsóknirnar til þín í Stiga- hlíðina eru ógleymanlegar því þú tókst alltaf svo vel á móti okkur. Oft fórum við í göngutúra um hverfið þar sem þú sagðir okkur ýmsar sögur. Á leiðinni heim kom- um við svo oftast við á kjúklinga- staðnum á horninu og vorum við orðin fastagestir þar eins og í strætó því oftar en ekki tókum við þá niður að Tjörn til að gefa önd- unum. Við munum nú eftir því þegar mamma var á Akureyri í skóla og pabbi í vinnunni að þú komst alltaf til okkar á daginn og passaðir upp á að við hefðum nú örugglega eitt- hvað gott að borða þegar við kæm- um heim úr skólanum. Okkur þótti mjög vænt um það. Hún Hanna frænka var afar góð manneskja sem þótti vænt um allt og alla. Aldrei heyrðum við hana kvarta né kveina út af nokkrum sköpuðum hlut. Hún sætti sig við lífið eins og það var og er því vert að taka þessa frábæru manneskju til fyrirmyndar. Hún Hanna frænka var alltaf svo mikill barna- og dýravinur að þegar hún sá börn eða dýr ljómaði hún öll og komst ekki hjá því að brosa og tala við þau. Minningar um Hönnu frænku munum við alltaf eiga í hjarta okk- ar. Hún var okkur krökkunum alltaf eins og amma og erfitt er að hugsa sér jól og afmælisveislur án henn- ar. Við biðjum guð að gæta henn- ar. Hanna Sigrún, Sigríður Ösp og Guðberg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.