Morgunblaðið - 22.05.2006, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MAÍ 2006 37
DAGANA 13. og 14. maí fóru fram í Laug-
ardalshöllinni Íslandsmeistaramót í línudöns-
um og samkvæmisdönsum dönsuðum með
grunnaðferð. Samhliða Íslandsmeistara-
mótunum fór fram Bikarmót í samkvæm-
isdönsum dönsuðum með frjálsri aðferð. Það
var mótanefnd Dansíþróttasambands Íslands
sem bar hitann og þungann af skipulagi keppn-
innar. Fimm erlendir dómarar komu til lands-
ins til þess að dæma og voru það þau Diana
Pedersen frá Danmörku, David Trueman frá
Englandi, Trond Harr frá Noregi, Hans B.
Sandström frá Svíþjóð og Susanne Nauhaus frá
Þýskalandi.
Dagskráin hófst með keppni í línudansi.
Keppt var í tveimur aldursflokkum, þ.e. Full-
orðnir I ( 16–49 ára) og Fullorðnir II (50 ára og
eldri). Í yngri flokknum kepptu 7 hópar og
komu þrír þeirra utan af landi. Keppt var í
tveimur dönsum. Fyrst var dansaður skyldu-
dans og síðan val. Sigurvegarar voru Stælkon-
ur og Stubbarnir frá UFA. Þau hafa verið mjög
sterk á þessum mótum. Þetta er fjölmennur
hópur sem hefur stundað línudansinn af kappi á
Akureyri og er mikil dansgleði hjá þeim. Í eldri
flokknum keppti einn hópur og voru því að
sjálfsögðu Íslandsmeistarar. Það var hópur
sem kallar sig Fjögurra blaða smárar frá
Hvönn í Kópavogi.
Þegar keppendur í línudansi höfðu lokið sín-
um dansi fór fram innmars keppenda og setn-
ing móts og fánahylling. Það var formaður
Dansíþróttasambands Íslands, Birna Bjarna-
dóttir, sem setti mótið. Hún tilkynnti að hún
gæfi ekki kost á sér áfram í formannssætið á
næsta tímabili og einnig kom fram að tveir aðr-
ir stjórnarmeðlimir ætluðu ekki að gefa kost á
sér áfram. Vil ég því nota tækifærið og þakka
þeim fyrir sín störf í þágu dansins. Að setningu
lokinni fór fram danssýning. Þar komu fram
fyrrverandi heimsmeistarar atvinnumanna í 10
dönsum, þau Adam Reeve og Karen Björk
Björgvinsdóttir. Þau dönsuðu þrjá dansa við
mikinn fögnuð áhorfenda. Þau tilkynntu einnig
að þau væru hætt keppni og legðu því skóna á
hilluna. Þau hafa verið fulltrúar Dansráðs Ís-
lands á keppnum atvinnumanna undanfarin ár
og staðið sig frábærlega. Dansráð Íslands er fé-
lag danskennara og atvinnumanna í dansi á Ís-
landi og er aðili að alþjóðafélaginu World
Dance & Dance Sport Council en það félag
stendur fyrir dansmótum fyrir atvinnumenn í
samkvæmisdansi.
Síðan hófst keppni í samkvæmisdönsum.
Keppendum er skipt eftir aldri og síðan er
keppendum skipt í þrjá flokka innan hvers ald-
ursflokks. Fyrstu keppendur sem mættu inn á
dansgólfið voru í B-riðlum. Þar eru dansarar
sem eru að stíga sín fyrstu skref á danskeppni
og voru skráð 79 pör til leiks. Það er gaman að
fylgjast með þessum hópi og þá sérstaklega
yngstu flokkunum, þar sem ýmislegt úr um-
hverfinu fangar athygli barnanna og er þá
dansinn ekki endilega efstur í huga, þurfa þau
t.d. að veifa til mömmu eða pabba í miðjum
dansi. Þarna má oft sjá efnilega dansara sem
gætu orðið okkar bestu í framtíðinni.
Næsti hópur sem keppti er A-riðill. Þar eru
dansarar sem hafa keppt áður í dansi og eru
farnir að æfa dans reglulega. Þar voru skráð til
keppni 63 pör. Mörg þessara para eru orðin
mjög frambærileg í dansinum og væri gaman
að sjá einhver þeirra færa sig upp í næsta
styrkleikaflokk næsta vetur.
Síðasti og sterkasti hópurinn er K-riðill. Í
þessum flokki eru dansarar sem eru farnir að
stunda dansinn sem sína keppnisgrein. Til
keppni voru skráð samtals 33 pör í alla flokka.
Þegar komið er upp í þennan flokk þá er pörum
farið að fækka í hverjum aldursflokki. Í yngsta
flokknum, sem er Börn I (9 ára og yngri) keppti
eitt par í báðum greinum, þau Pétur Fannar
Gunnarsson og Aníta Lóa Hauksdóttir frá
dansdeild ÍR. Þau dönsuðu ljómandi vel og
voru mjög krúttleg á gólfinu. Í flokknum Börn
II (10–11 ára) voru fimm pör skráð til leiks. Þar
var röðun í sæti sú sama í báðum greinum. Sig-
urvegarar voru Oliver Sigurjónsson og Re-
bekka Helga Sigurðardóttir frá dansdeild ÍR.
Þau eru mjög efnilegir dansarar og hafa sýnt
mikla framför í vetur. Í öðru sæti voru Elvar
Guðmundsson og Arna Rut Arnarsdóttir frá
Dansíþróttafélagi Kópavogs og í þriðja sæti
voru Guðlaugur Agnar Valsson og Ólöf Rún
Erlendsdóttir frá dansdeild ÍR.
Í flokki Unglinga I (12–13 ára) voru 9 pör
skráð til keppni í standard-dönsum og 13 í suð-
ur-amerískum dönsum. Sigurvegarar í báðum
greinum voru þau Pétur Geir Magnússon og
Jóna Kristín Benediktsdóttir frá Dansíþrótta-
félagi Kópavogs. Þau eru frábærir dansarar og
voru vel að sigri komin. Þau sýna mikinn lík-
amstakt í suður-amerísku dönsunum og mýkt
og yfirvegun í standard-dönsunum. Í öðru sæti
í standard-dönsum voru Þorkell Jónsson og
Malín Agla Kristjánsdóttir frá Dansíþrótta-
félaginu Gulltoppi. Þau dönsuðu ljómandi
vel og voru með gott danshald. Helst
vantaði upp á mýktina hjá þeim. Í
þriðja sæti í þessari grein voru þau
Karl Friðrik Hjaltason og Maren
Jónasardóttir, einnig frá Dans-
íþróttafélaginu Gulltoppi. Þau
náðu sér vel á strik í þessari grein
og voru mjög kraftmikil. Mér fannst
úrslitahópurinn í þessum flokki
skiptast í tvennt og þessi þrjú pör standa
upp úr. Í suður-amerísku dönsunum voru
Andri Fannar Pétursson og Lena Rut Sverr-
isdóttir frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar í 2.
sæti. Þau eru mjög stílhreinir dansarar. Í
þriðja sæti voru síðan Þorkell Jónsson og Malín
Agla Kristjánsdóttir frá Dansíþróttafélaginu
Gulltoppi. Mjög góðir dansarar en náðu sér
ekki alveg nógu vel á strik til þess að skáka hin-
um pörunum.
Í dömuflokki í Unglingar I K keppti einungis
eitt par í suður-amerísku dönsunum. Það voru
þær Inga Lóa Karvelsdóttir og Klara Svein-
björnsdóttir frá Dansíþróttafélaginu Gulltoppi.
Snaggaralegir dansarar en þurfa aðeins að
bæta fótavinnuna.
Flokkur Unglinga II (14–15 ára) var mjög
jafn í báðum greinum og þá sérstaklega í suður-
amerísku dönsunum. Sigurvegarar í stand-
ard-dönsum voru þau Fannar Örvarsson og
Hjördís Hjörleifsdóttir frá Dansíþrótta-
félaginu Hvönn. Mér fannst þau jöfnust í
öllum dönsunum. Í öðru sæti voru Arnar
Hrafn Snorrason og Björg Guðlaugsdóttir frá
Dansíþróttafélaginu Gulltoppi. Þau dönsuðu
ágætlega og voru þessi pör örugglega nokkuð
jöfn. Í þriðja sæti voru síðan þau Einar Örn
Guðnason og Kristrún Sveinbjörnsdóttir frá
Dansíþróttafélaginu Gulltoppi. Í suður-
amerísku dönsunum sigruðu þau Orri Jónsson
og Erna Dögg Pálsdóttir þau voru mjög
örugg og vel í takt við tónlistina. Í öðru sæti
voru Arnar Hrafn Snorrason og Björg Guð-
laugsdóttir frá Dansíþróttafélaginu Gull-
toppi. Þau voru mjög ákveðin en notuðu
stundum of mikinn kraft. Í þriðja sæti voru
þau Gunnar Ingi Friðriksson og Bergþóra
Bergsdóttir, einnig frá Dansíþróttafélaginu
Gulltoppi. Þau voru nokkuð jöfn í öllum döns-
unum en mættu rétta betur úr hnjám í Cha
cha cha og Rúmbu.
Í öðrum aldursflokkum í K-riðli kepptu
ýmist eitt eða tvö pör.
Í lokin fór fram bikarkeppni í dansi með
frjálsri aðferð og þar voru skráð til keppni 42
pör. Sú keppni var mjög spennandi þó að það
hafi vantað einhver pör í hópinn vegna próf-
lesturs.
Keppnin gekk að mestu leyti hnökralaust
fyrir sig. Það var að vísu eitthvað um að
klæðnaður keppenda væri ekki eftir settum
reglum. Það er mikilvægt að þjálfarar og
kennarar keppenda séu vel upplýstir um
þessar reglur og passi upp á að keppendur
séu klæddir og dansi samkvæmt reglum.
Það kemur í veg fyrir að það þurfi að gera
breytingar á keppnisdegi. Mér finnst
stundum eins og fólk sé alltaf að
leita eftir glufum í klæðareglum
í staðinn fyrir að fylgja þeim.
David Trueman, dómarinn
frá Englandi, sagði að í heild-
ina hefði keppnin verið í
háum gæðaflokki en honum
fannst vanta upp á að pörin
væru í réttum takti og dönsuðu í
réttu hljómfalli við tónlistina. Hann
sagði að til þess að ná árangri í dansinum þá
væri mikilvægt að læra réttan grunn og
tækni og taka það fram yfir sporin. Dans-
sporin gerðu mann ekki að meistara
heldur danskunnáttan.
Nú er vetrarstarfi lokið og sum-
arið framundan með fríi. Samt
reikna ég með að einhver paranna
noti sumarið til þess að undirbúa sig
enn frekar fyrir næsta vetur. Óska ég
öllum góðs gengis og gleðilegs sumars.
Hægt er að sjá öll úrslit á heimasíðu
Dansíþróttasambands Íslands:
www.danssport.is.
Síðasta danskeppni vetrarins
DANS
Laugardalshöllinni
Pétur Geir og Jóna Kristín, Íslandsmeist-
arar í báðum greinum Unglinga I-K.
Stælkonur og Stubbarnir, Íslandsmeistarar í línudansi.
Birna, Svanhildur og Friðrik, fráfarandi stjórnarmeðlimir Dansíþróttasambands Íslands.
Björn og Hanna Rún, bikarmeistarar Ung-
menna í báðum greinum í F-riðli.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Adam og Karen í
Quickstep-sveiflu.
Kara Arngrímsdóttir
ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í DANSI