Morgunblaðið - 31.05.2006, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.05.2006, Qupperneq 16
Reykjahverfi | Loksins hefur hlýnað í Þingeyjar- sýslu, en vorverk hafa tafist mikið vegna krapa- hríða og kulda. Snjórinn þarf sinn tíma til að fara og girðingar eru víða illa farnar. Á myndinni má sjá þá Elvar Rúnarsson og Jónas Þór Viðarsson úr Hrísateigi í girðingarvinnu en mikið er framundan hjá þeim við það verk. Þeim finnst útivistin skemmtileg enda báðir nýkomnir af skólabekk. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Girðingarvinna í hita og snjó Vorverkin Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 461-1601, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Glenn Moyle heldursýningu á ljós-myndum sínum á Hótel Ólafsvík um þessar mundir. Moyle er frá Nýja-Sjálandi en tók flestar myndirnar í nátt- úru Snæfellsness þegar hann dvaldi í Ólafsvík. Glenn Moyle sagði í samtali við fréttaritara að Snæfellsnes væri falleg- asti staður í heimi og auð- velt að ná góðum mynd- um – og litirnir væru einstaklega fallegir. Hann sagðist hafa tekið flestar myndirnar snemma á morgnana og kvöldin. Glenn starfaði sem matsveinn á Hótel Ólafs- vík í tvö sumur og féll þá algjörlega fyrir náttúru svæðisins. Sagðist Glenn hafa farið fjórum sinnum umhverfis jörðina en ekk- ert séð sem jafnaðist á við Ísland. Stendur sýningin í tvo mánuði og svo áætlar Glenn að fara með mynd- irnar til Reykjavíkur og sýna þær þar. Þá hefur hann áhuga á að setja sýninguna upp í heima- landi sínu í febrúar á næsta ári þegar hann fer aftur til Nýja-Sjálands. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Ljósmyndir Glenn Moyle við nokkur verka sinna. Ekkert jafnast á við Ísland Handjárnum ogstækkunarglerivar stolið á glæpasýningu í Þjóð- menningarhúsinu, en þar eru sýnd tæki og tól sem lögreglan notar til að hafa hendur í hári glæpa- manna. Davíð Hjálmar Haraldsson sá spaugilegu hliðina á atvikinu: Ljótur er skaði eins lögreglumanns, hann leyst fær ei gátuna stóru. Með stækkunarglerið og handjárnin hans helvískir bófarnir fóru. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd horfði á fréttatíma NFS: Fréttatíma finn ég hvern framarlega standa. Sigmundur er alltaf ern og Edda hress að vanda. Bæði kynna frábært form, fjörleg mjög í orðum. Og svo má heyra Sigga storm setja allt úr skorðum! Af glæpum pebl@mbl.is Hvammstangi | Fulltrúar Framsóknar- flokksins í sveitarstjórn Húnaþings vestra hafa tekið upp viðræður við fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um myndun nýs meiri- hluta. Framsóknarflokkur var í meiri- hlutasamstarfi með T-lista á liðnu kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkur vann á í Húnaþingi vestra og fékk flest atkvæði allra fram- boða. Fulltrúafjöldi breyttist þó ekki og eru Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokk- ur og T-listi með tvo menn hvert framboð og S-listi með einn mann. Guðný Helga Björnsdóttir og Rakel Runólfsdóttir eru fulltrúar D-lista, Heimir Ágústsson og Stefán E. Böðvarsson fulltrúar T-lista, El- ín R. Líndal og Þorleifur Karl Eggertsson af B-lista og Ágúst F. Jakobsson af S-lista. Elín R. Líndal, efsti maður á lista Fram- sóknarflokks og oddviti sveitarstjórnar, sagði að sjálfsagt hafi verið að ganga til viðræðna við D-lista eftir að hann fékk flest atkvæði í kosningunum og fulltrúar hans óskuðu eftir viðræðum um meiri- hlutasamstarf. Hún sagði að málið væri í ákveðnum farvegi og niðurstaða myndi liggja fyrir á næstu dögum. B-listi ræðir við D-lista um nýja stjórn Grindavík | Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Grindavíkur eiga í viðræðum um endurnýj- un meirihlutasamstarfs flokkanna. Samið hefur verið um að Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, efsti maður á lista Sam- fylkingarinnar, verði forseti bæjarstjórnar ef samningar takast að öðru leyti, Sigmar Eðvarðsson, efsti maður Sjálfstæðisflokks- ins verði formaður bæjarráðs og að Ólafur Örn Ólafsson verði endurráðinn bæjar- stjóri. Samkvæmt upplýsingum oddvita flokkanna standa nú yfir viðræður um mál- efnasamning og er góður gangur í þeim. Unnið að gerð málefnasamnings ♦♦♦ Sandgerði | Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og K-lista óháðra borgara hafa náð samkomu- lag um endurnýjun nýs meirihlutasam- starfs í bæjarstjórn Sandgerðisbæjar. D-listi og K-listi mynda nú meirihluta í Sandgerði og hélt meirihlutinn í kosning- unum. Strax á kosninganótt óskaði Sam- fylkingin eftir viðræðum við Sjálfstæðis- flokk um myndun meirihluta en Sjálf- stæðismenn sögðust fyrst vilja ræða við K-listann. Sjálfstæðismenn ræða við K-lista ♦♦♦ Nokkrir Öræfingar fóru í sína árlegu eggjatökuferð í Ingólfshöfða á dögunum. „Við fórum heldur með fyrra móti núna svo að fuglinn var ekki alveg orpinn, fengum um 1.100 egg sem er nokkru minna en verið hefur,“ sagði Ragnar Frank Kristjánsson, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli í samtali við vefinn hornafjordur.is. Að venju sáu þeir Ari frá Hofi og Jóhann í Svínafelli um að síga í bjargið eftir eggjunum en í það hlut- verk er ekki hver sem er gjaldgengur og al- gjört skilyrði er að sigmaðurinn sé innan við 80 kg. Ragnar sagði að eggin væru borðuð með bestu lyst enda hollur herra- mannsmatur og enginn hafði minnstu áhyggjur vegna fuglaflensu, enda búið er að aflétta hættustigi vegna hennar.    Hótel Núpur verður opnaður á Núpi í Dýrafirði um helgina. Nýir aðilar hafa tekið við rekstri hótelsins og ætla þeir að leggja sérstaka áherslu á gómsætan mat, að því er fram kemur á fréttavefnum bb.is. Tveir kokkar menntaðir í frönsku eldhúsi munu sjá um matseldina. Í tilefni opnunarinnar verður boðið upp á sex rétta máltíð nk. laugardagskvöld. Hótel Edda rak sum- arhótel á Núpi í áratug en hætti rekstri þess á árinu 2004 og var því ekkert hótel á Núpi í fyrra.    Allt er komið á fullt hjá kylfingum á Svarf- hólsvelli við Selfoss. Völlurinn kemur vel undan vetri og er í góðu standi, að því er segir á fréttavefnum sudurland.is. Völl- urinn hefur mikið verið notaður af sunn- lenskum kylfingum undanfarnar vikur þar sem hann var með fyrstu völlum sem teknir voru í notkun í vor. Það sem af er ári hafa um fimmtíu nýir félagar bæst í klúbbinn og fagna forystumenn hans því. Nú stendur yfir kvennanámskeið á Svarfhólsvelli.    Nemandi sem útskrifaðist úr Viðskiptahá- skólanum á Bifröst notaði tækifærið í út- skriftarveislunni að giftast sínum heittelsk- aða. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir útskrifaðist sem viðskiptalögfræðingur úr lagadeild Viðskiptaháskólans. Hún hlaut 8,41 í lokaeinkunn og náði annarri hæstu meðaleinkunn úr sinni deild. Á síðasta ári náði hún einnig öðrum besta árangri í sinni deild og fékk út á það námsstyrk. Þetta voru þó ekki einu gleðitíðindin í lífi Önnu Guðmundu og fjölskyldu hennar á laug- ardaginn því eftir útskriftina var brunað í sumarhús í nágrenninu þar sem séra Sig- ríður Óladóttir sóknarprestur á Hólmavík mætti og pússaði saman í hjónaband þau Önnu og Þorvald Hermannsson. Þetta vissu fáir um fyrirfram og kom gestum í útskrift- arveislunni á óvart, að því er fram kemur á fréttavefnum strandir.is. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Su›urlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími 540 7000 • www.falkinn.is BÍLAVÖRUR • Legur • Höggdeyfar • Kúplingar • Reimar • Hjöruli›ir • Hemlahlutir E in n t v e ir o g þ r ír 31 .2 94

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.