Morgunblaðið - 31.05.2006, Side 20

Morgunblaðið - 31.05.2006, Side 20
MEÐ því að halda skrifborðinu hreinu vinnur maður sér inn a.m.k. eina klukkustund á dag, að sögn ráðgjafans Eija Källi sem rætt er við í Svenska Dagbladet. Hún kenn- ir fólki að hafa röð og reglu á papp- írunum sínum. Hreint skrifborð gefur vinnufrið því pappírshaugar, staflar og óflokkaður póstur getur valdið streitu. Vandinn er að halda borðinu hreinu en lykillinn er að breyta venjum og þora að fjarlægja staflana.  Fyrsta skrefið er að losa sig við alla gulu minnismiðana því þeir eru truflandi. Þegar verið er að vinna að einu verkefni og augun hvarfla að gulum miða sem minnir á annað verkefni hverfur einbeitingin og það tekur tíma að ná henni aftur.  Lausir pappírar eiga að fara í möppur og í staðinn fyrir gulu minnismiðana á að skrifa minn- islista sem er stöðugt uppfærður.  Allt sem þarf að gera á að skrifa inn í dagatal og taka frá sérstakan tíma.  Það getur líka verið drasl í tölv- unni og pósthólfið fullt af lesnum og ólesnum tölvupósti. Källi mælir með að pósthólfið sé ekki opið öll- um stundum, heldur að tekinn sé frá tími til að lesa tölvupóst og svara, einu sinni eða oftar yfir dag- inn, þannig truflar tölvupósturinn ekki einbeitinguna. Óreiða truflar einbeitingu  SKIPULAG „ÞETTA byrjaði á að ég var að rappa um hamingjudagana, svo raulaði ég þetta í nokkra daga og þá var ég búin að finna laglínuna og svo fór pabbi að spila undir,“ segir Daníel Birgir Bjarnason, tólf ára gamall drengur sem átti vinnings- lagið í keppninni um Hamingjulagið 2006 á Hólmavík. „Ég ætlaði fyrst að hafa þetta rapplag en þá vildi enginn syngja það. Það var erfiðast að gera text- ann en pabbi fínpússaði hann og fór yfir.“ Daníel segist hafa gert lítið af því að yrkja ljóð, það hafi aðallega þá verið í skólanum. Það voru systir Daníels, Að- alheiður Lilja Bjarnadóttir, og pabbi hans, Bjarni Ómar Haralds- son, sem sungu lagið á laga- samkeppninni sem fram fór á Hólmavík á laugardagskvöldið. Það vantaði því bara mömmuna Öldu Guðmundsdóttur í fjölskylduna þeg- ar tekið var á móti sigurlaununum, en hún var að sjálfsögðu út í sal og studdi sitt fólk. Hissa þegar hann vann Sigurlag Daníels heitir Á Ham- ingjudögum en keppnin er haldin í tilefni Hamingjudaga á Hólmavík sem haldnir verða í annað sinn 29. júní - 2. júlí í sumar. „Mér fannst Hamingjudagarnir í fyrra góðir og hvet alla til að koma,“ segir Daníel. Hann tók þátt í laga- keppninni í ár ásamt nokkrum öðr- um hólmvískum höfundum sem samtals sendu ellefu lög í keppnina og fengu áhorfendur að greiða at- kvæði um sigurlagið. Nafnleynd ríkti í keppninni sem gerði hana enn meira spennandi. „Ég var soldið hissa þegar ég vissi að ég hefði unn- ið,“ segir Daníel. Verðlaunin fyrir lagið eru krónur 50 þúsund sem varið verður til að útsetja lagið endanlega og taka það upp í stúdíói. Aðspurður segist Daníel bara hafa samið eitt rapplag áður og var það flutt á menning- arhátíð félagsmiðstöðvarinnar Ózon. Tónlist hefur samt lengi verið áhugamál hjá honum. „Ég er búinn að læra á trommur í nærri fjögur ár en áður spilaði ég á gítar. Ég er samt ekkert búinn að ákveða hvort ég ætla að verða tónlistarmaður.“ Tekur upp stuttmyndir Daníel hefur búið á Hólmavík í þrjú ár en fluttist þangað frá Rauf- arhöfn. Á Hólmavík er tónlistarskóli innan grunnskólans og mikill fjöldi nemenda sem stundar þar nám. Tónlistarkennari Daníels er einmitt faðir hans Bjarni Ómar sem kennir við skólann ásamt Stefaníu Sig- urgeirsdóttur. Þegar skóla líkur segist Daníel helst nota tímann til að vera í fót- bolta og leika sér með vinum sínum. „Við erum líka stundum að taka upp stuttmyndir og klippa þær, þær hafa verið sýndar í skólabúðunum í Reykjaskóla og á menningarhátíð- inni hjá Ózon.“ Aðspurður um hvort hann geti hugsað sér að vinna við tónlist og kvikmyndir í framtíðinni segir Daníel að það sé aldrei að vita og þar með er hann farinn í fótbolta í góða veðrinu.  ÁHUGAMÁLIÐ | Tólf ára drengur vann samkeppnina um Hamingjulagið á Hólmavík Byrjaði að rappa og raula Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Daníel hefur lært á trommur í nokkur ár og spilar líka á gítar. Eftir Kristínu Sigurrós Systkinin Aðal- heiður Lilja og Daníel Birgir ásamt föður sín- um Bjarna Óm- ari eftir að úr- slitin voru ljós. HEILABLÓÐFALL er algengur sjúkdómur því árlega greinast að minnsta kosti sex til sjö hundruð manns með hann á Íslandi. Lang- flestir þeirra sem verða fyrir því að fá heilablóðfall hafa að minnsta kosti einn áhættuþátt sjúkdómsins. Helstu áhættuþættir eru hár aldur, reyk- ingar, háþrýstingur, sykursýki og gáttatif. „Besta leiðin til að afstýra heilablóð- falli er að sinna forvörnum vel með til- liti til þeirra áhættuþátta sem hægt er að hafa áhrif á. Það er hægt að gera með því að reykja ekki, hreyfa sig, halda sér í kjörþyngd og láta fylgjast reglulega með blóðþrýstingi og blóð- sykri. Fyrir þá sem greinast með syk- ursýki, háþrýsting eða gáttatif er mik- ilvægt að vera undir eftirliti sérfræðings og vera í réttri lyfja- meðferð,“ segir Jón Hersir Elíasson, sérfræðingur í taugalækningum. Margvísleg einkenni „Við heilablóðfall verður truflun á blóðflæði til heilans og einkennin sem koma fram geta verið margvísleg og fara eftir staðsetningu blóðflæðistrufl- unarinnar í heilanum. Ef einkennin eru áberandi, eins og t.d. meðvitund- arleysi eða algjör lömun í öðrum lík- amshelmingi, er flestum ljóst að hringja þarf í Neyðarlínuna, 112. Í vægari tilfellum getur verið erfiðara fyrir leikmenn að átta sig á hvað er að gerast og þá getur „brosa-tala-lyfta“- spurningalistinn komið að gagni, enda hefur hann sannað ágæti sitt,“ segir Jón Hersir. Á sjúkrahús án tafar Allir sem fá heilablóðfall eiga að koma á sjúkrahús án tafar því með- ferð getur skipt sköpum, að sögn Jóns Hersis. „Ef sjúklingur kemst undir læknishendur innan þriggja klukku- stunda frá því að einkenni byrja er í sumum tilfellum hægt að beita svo- kallaðri segaleysandi meðferð. Slík meðferð eykur verulega batahorfur sjúklinga, en er þó alls ekki trygging fyrir góðum bata.“  HEILSA | Draga má úr afleiðingum heilablóðfalls með réttum viðbrögðum Brosa, tala og lyfta Regluleg hreyfing er ein af forvörnunum gegn heilablóðfalli. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell HEILABLÓÐFALL dregur suma til dauða, en lamar aðra. Hægt er að snúa afleiðingum heilablóðfalls við ef sjúklingurinn kemst nógu fljótt undir læknishendur. Galdurinn er að greina blóðfallið og koma sjúk- lingnum á sjúkrahús innan þriggja klukkustunda. En hvernig geta leikmenn þekkt einkenni heilablóðfalls? Það má t.d. gera með því að tileinka sér „brosa-tala-lyfta“-spurningalistann og spyrja viðkomandi „sjúkling“ þriggja einfaldra spurninga.  Biddu viðkomandi að BROSA.  Biddu manneskjuna að TALA eða segja einfalda setningu í sam- hengi.  Biddu hana/hann um að LYFTA báðum handleggjum upp. Ef viðkomandi manneskja á í vandræðum með að framkvæma eitt eða fleiri þessara fyrirmæla skal hringja í 112 og lýsa einkennum. Með því er hugsanlega hægt að bjarga mannslífi. Þrjú mikilvæg skref TANNHVÍTTUN er orðin algengari en áður var og m.a. er hægt að gera tennurnar hvítari sjálfur heima í stofu með til þess gerðum efnum sem hægt er að kaupa úti í búð. Í frétt Svenska Dagbladet kemur fram að talsverð áhætta fylgi slíku athæfi ef efnin innihalda mikið vetnisperoxíð. Búist er við að viðmiðunargildi vetnisperoxíðs í tannhvíttunarefnum verði hækkað innan ESB og varar sænska tannlæknasambandið við því. Frá árinu 1993 hefur hámarkshlutfall vetnisperoxíðs af efninu verið 0,1% en búist er við að viðmiðið hækki upp í 6%. Hollenskir tannlæknar hafa einnig varað við tannhvíttunarefnum af þessu tagi þar sem rannsóknir hafi sýnt fram á bólgur, auk enn meiri hættu á skemmdum og kuli í tönnum. Hingað til hafa bara sérfræðingar mátt meðhöndla tannhvíttunarefni þar sem vetnisperoxíð er yfir 0,1% en með nýjum reglum koma slík efni á almennan markað, jafnvel í haust, að því er fram kemur í SvD. Tannhvítt- unarefni getur verið varasamt  HEILSA maí Daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.