Morgunblaðið - 31.05.2006, Side 32

Morgunblaðið - 31.05.2006, Side 32
32 MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jónína MagneaGuðmundsdótt- ir, fv. húsmóðir í Hafnarfirði, fæddist á Grímsstaðaholti í Reykjavík 7. ágúst 1923 en ólst upp í Hafnarfirði. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi laug- ardaginn 27. maí síðastliðinn. For- eldrar Jónínu voru Guðmundur Eiríks- son sjómaður, f. á Stuðlum á Barðsnesi 22. júní 1874, d. 27. apríl 1935, son- ur Eiríks Filippussonar, f. á Hofs- sókn í Álftafirði S-Múl., d. 20. sept- ember 1918 og k.h. Guðnýjar Halldórsdóttur, f. í Skorrastaða- sókn S-Múl. 1848, d. 22. október 1948, og móðir Jónínu, Þórunn Kristjánsdóttir, f. að Kirkjuvogi í Höfnum 12. ágúst 1890, síðar í Hafnarfirði, d. 22. nóvember 1966, dóttir merkishjónanna Kristjáns Jónssonar, útvegsbónda, f. í Odda- sókn 6. maí 1860, d. 26. september 1922, og k.h., Guðbjargar Jóns- dóttur, f. í Kirkjuvogi í Hafnarhr. í Gull. 15. mars 1860, d. 29. janúar 1924. Systkini Jónínu eru Guð- mundur Guðmundsson heildsali, f. á Býjarskerjum í Miðneshr. í Gull. 6. apríl 1905, d. 9. nóvember 1967, Eiríka verslunarmaður, f. í Merki- nesi í Hafnarhr. í Gull. 5. janúar 1909, d. 21. júlí 1981; Kristín hús- freyja, f. í Merkinesi 9. júlí 1910, d. 28. apríl 1989; Guðni forstjóri, f. á Nesi í Norðfirði 14. nóvember 1912, d. 14. desember 1974; Vil- helmína húsfreyja, f. í Neskaup- stað 15. september 1914; Jóhanna húsfreyja, f. á Nesi, Neskaupstað 17. febrúar 1916, d. 5. júlí 2002; Stefanía húsfreyja, f. á Nes- kaupstað 8. október 1917; og Ólafur húsasmíðameistari, f. í Hafnarfirði 16. júní 1928. Jónína hóf sam- búð 1948 með Guð- mundi Ólafssyni, f. 14.1. 1923, bifvéla- virkja og verkstjóra. Þau giftu sig 1963. Foreldrar Guð- mundar voru Ólafur Jóhannes Guðlaugsson, f. 24.2. 1897, d. 2.1. 1959, búfræðingur og veitingamaður, og f.k.h., Sveinína Magnea Vilborg Eiríksdóttir frá Smærnavelli í Gerðahreppi, f. 22.10. 1901, d. 30.7. 1931, húsmóð- ir. Sonur Jónínu og Guðmundar er Guðmundur, f. 7.11. 1962, verk- fræðingur og gæðastjóri Siglinga- stofnunar, búsettur í Garðabæ, kvæntur Þórunni Stefánsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau saman tvo syni, Bjarka Ágúst, f. 21.12. 1993, og Hlyn Óskar f. 24.6.1996. Sonur Guðmundar Ólafssonar frá fyrri sambúð er Ólafur Grétar augnlæknir, f. í Hafnarfirði 26. febrúar 1946, bú- settur í Reykjavík. Fyrri kona hans er Lára Margrét Ragnars- dóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru Anna Kristín, f. 26. mars 1966, Ingvi Steinar, f. 24. mars 1973, og Atli Ragnar, f. 14. mars 1976. Seinni kona Ólafs Grétars er Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, f. 15. september 1962. Útför Jónínu Magneu verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Ég vil í fáeinum orðum minnast móður minnar, Jónínu Magneu Guðmundsdóttur, húsmóður í Hafn- arfirði. Jónína vann ýmis störf á yngri árum, m.a við sælgætisgerð og síðar verslunarstörf hjá bræðr- um sínum, Guðmundi og Guðna, en lengst af stundaði hún húsmóður- störf. Á árunum 1943–48 sýndi Jón- ína dans opinberlega ásamt Ólafi, bróður sínum. Þau nefndu sig Nínu og Óla. Eflaust muna margir eftir þeim frá tímum kabarettanna, s.s. Hallbjargar og Fischers, Kristjáns Kristjánssonar og Músík Kabar- ettsins. Móðir mín veiktist af berklum tuttugu og þriggja ára gömul og má segja að það hafi haft mikil áhrif á hennar líf fram eftir aldri. Ég ólst upp við mikinn móðurkær- leik enda held ég að hún hafi ekki reiknað með að geta eignast börn. Þegar ég kom heim úr skólanum var hún alltaf til staðar og gætti þess að ég fengi það sem ég þurfti. Við ferðuðumst mikið með föður mínum, Guðmundi Ólafssyni. Hann lést árið 2004 og var það mikill missir fyrir móður mína. Farið var í margar ferðir um landið og má segja að ekki hafi verið margir staðir sem ekki voru heimsóttir. Ekkert land komst með tærnar þar sem Ísland hafði hælana að hennar mati. Árið 1990 komu faðir minn og móðir í heimsókn til mín til Álaborgar í Danmörku þar sem ég var að ljúka námi og fórum við víða bæði um Danmörku og Þýska- land. Þegar þau komu til baka til landsins góða þá fannst nú móður minni vanta skóginn fallega sem hún sá í Danmörku. Móðir mín saumaði, heklaði og prjónaði og má sjá mörg hagleiks- verkin eftir hana enn í dag. Eftir að synir mínir komu í heim- inn heimsóttu þeir ömmu Nínu oft og þótti þeim þá gott að fá kex og vera með ömmu og afa. Þegar þeir urðu eldri var passað upp á að þeir fengju fræðslu í tölvunum hans afa og amma bakaði fínar kökur. Elsku mamma, við Þórunn, Bjarki Ágúst og Hlynur Óskar kveðjum þig með söknuði og biðj- um þig að hafa það sem allra best hjá afa Guðmundi. Minning þín lifir með okkur. Guðmundur. Jónína mágkona mín er farin „heim“. Ég hitti hana fyrst fyrir meira en 50 árum er við hjónin heimsóttum hana þar sem hún lá á Vífilsstöð- um. Hún var þá að koma frá Ak- ureyri vegna aðgerðar á lungum sem sá ágæti læknir Guðmundur heitinn Karl framkvæmdi. Aðgerð- in tókst vel og Jónína sigraði berkl- ana með Guðs hjálp og góðra manna. Jónína var gift Guðmundi Ólafs- syni, en hann lést hinn 30. mars 2004. Þau bjuggu í Hafnarfirði all- an sinn búskap lengst af á Mela- braut 7 og síðan á Álfaskeiði 96. Heimili þeirra var skreytt með fal- legu handverki hennar. Guðmundur vann lengi hjá „Vita- mál“ og vegna vinnu hans dvöldu þau smátíma á hinum ýmsu stöðum á landinu, eftir því hvar verkefnið var, s.s. Ísafirði eða Grímsey svo eitthvað sé nefnt. Hún eignaðist góða vini bæði þar og annarsstaðar. Þegar Nína eignaðist vini, voru það vinir hennar alla tíð. Hún var mjög vinaföst, hreinskiptin og frændræk- in. Jónína og Guðmundur eignuðust einn son en Guðmundur átti fyrir soninn Ólaf, hann er augnlæknir. Sonur þeirra hjónanna er Guð- mundur. Hann er verkfræðingur. Það er sagt að börnin séu eins og óskrifað blað en mér fannst svo snemma að hann skrifaði á sitt blað bæði manndóm og dugnað, ekki að- eins í námi heldur ýmsu öðru, nú síðast en ekki síst sú umhyggja sem hann sýndi móður sinni sem hefur verið rúmliggjandi sjúklingur meira en tvö ár. Hún þráði að vera heima á sínu heimili. Hann vitjaði hennar daglega ef ekkert alveg sér- stakt hindraði. Hann verslaði fyrir hana og sá um öll hennar mál. Þór- unn tengdadóttir hennar og dreng- irnir Bjarki og Hlynur komu að sjálfsögðu einnig í heimsókn eftir atvikum. Guðmundur var að sjálf- sögðu augasteinninn hennar og þau foreldrarnir fylgdust með honum alla tíð í námi. Þau ferðuðust ekki mikið til útlanda en fóru til Dan- merkur þegar hann útskrifaðist sem verkfræðingur. Við Nína mágkona mín höfðum mikið samband í gegnum árin nú síðustu misserin oft í gegnum síma. Hún hafði gaman af að rifja upp ýmislegt frá liðnum tíma og var stálminnug. Á kveðjustund er margs að minnast. Þau glöddu börnin mín með ýmsum hætti er þau misstu pabba sinn á viðkvæmum aldri. Á þessum árum voru margvísleg sam- skipti, enda stutt á milli „bæja“. Elsku Nína, nú er bara að kveðja um stund. Þú áttir trúna og baðst fyrir öllu þínu fólki. Við áttum bænastund áður en þú kvaddir. Er ég fór veifaðir þú yfirleitt glaðlega og sagðir: „Ég bið að heilsa öllu fólkinu mínu“. Hugsunin var skýr og tryggðin óbilandi. Ég kem þeirri kveðju, hér með til skila. Jesús sagði: Sá sem lifir og trúir á mig, skal aldrei að eilífu deyja. (Úr Jóhannesarguðspjalli.) Við munum sjást á ný. Þökk fyrir allt og allt. Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda. Jóhanna F. Karlsdóttir. JÓNÍNA MAGNEA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Ágústa Þórðar-dóttir fæddist 5. desember 1927. Hún lést 18. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Magn- ea Vilborg Magnús- dóttir, f. 6.8. 1899, d. 7.9. 1959, og Þórður Jónsson. f. 21.9. 1893, d. 7.9. 1962. Ágústa giftist Skúla Magnússyni verkstjóra, f. 3.5. 1927, d. 19.2. 1998, og áttu þau saman dótturina Guðlaugu Ragnheiði Skúladóttur. Guðlaug var gift Kristjáni G. Þor- valdz sem nú er lát- inn. Synir þeirra eru: 1) Skúli K. Þor- valdz kennari, kvæntur Ingibjörgu Sif Antonsdóttur og eiga þau soninn Atla Hrafn Skúlason. 2) Ólafur Steinar K. Þorvaldz leikari. Ágústa var ein af sjö systkinum. Af þeim eru fjögur eft- irlifandi. Útför Ágústu var gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku Gústa frænka, þú varst ein af þeim sem geta breytt and- rúmsloftinu í kringum sig með nærveru sinni. Þú gast breytt hverju boði úr vandræðalegu eða leiðinlegu yfir í þægilegt og skemmtilegt. Ef maður vildi vera þar sem eitthvað skemmtilegt var að gerast eða bara vildi láta sér líða vel þá settist maður við hliðina á þér. Þannig hefur það verið alla mína ævi og þannig hélt ég að það yrði áfram. Samband þitt við pabba var al- veg sérstakt, hvernig þú stríddir þínum annars skapmikla bróður og hann þér var yndislegt að fylgjast með, svo ekki sé talað um sam- band þitt við mömmu. Við hvern talar mamma nú nokkrum sinnum á dag? Arnór, sonur minn, kynntist þér eitt sumar á Siglufirði, kom til Sví- þjóðar yfir sig hrifinn af afasystur sinni og spurði hvort ég vissi hversu skemmtileg og æðisleg hún væri. Eftir margra daga samvistir, margar sögur og samræður um líf- ið og tilveruna, kom hann heim með vasaúr sem þú hafðir gefið honum og fallegar sögur um þig og afa sinn þegar þið voruð lítil. Hann var fullur aðdáunar á afasystur sem nennti að gefa sér tíma til að tala við hann og horfa á sjónvarps- þætti sem hann hélt að enginn fullorðinn hefði áhuga á. Við systurnar höfðum mjög gaman af því þegar þú varst til í að spá fyrir okkur og síðast þegar við hittumst ákváðum við að hitt- ast bráðlega aftur og þú ætlaðir að spá. En nú erum við í sitt hvorum heiminum og enginn veit hvenær við fáum tækifæri til þess. Faðmaðu Þórð fyrir okkur og alla hina sem við þekkjum. Við skulum faðma Gullu fyrir þig og alla sem við þekkjum í þessum heimi. Elsku Gulla og synir, þið hafið misst svo mikið á svo stuttum tíma. Megi guð vera með ykkur og leiða ykkur í gegnum sorg ykkar. Hrönn Harðardóttir. Elsku Gústa, það var aldrei leið- inlegt þegar þú komst í heimsókn til foreldra minna. Þá var alltaf mikið hlegið og þú sagðir svo skemmtilegar sögur. Þegar þú bjóst í Laugarnesinu fór ég oft ásamt einhverri systra minna í heimsókn til ykkar með pabba. Þá þurfti ég að hlaupa við fót til að halda í við hann og þó að þetta væri góður spölur vildi ég ekki missa af þessum heimsóknum. Ég hafði mjög gaman af því þegar þú komst á Sigló með mömmu og pabba, þau gistu hjá Hödda bróður og fjölskyldu en þú gistir hjá mér. Þetta voru skemmtilegir dagar, þó að bakið á þér hafi eitthvað verið að angra þig. Ekki grunaði mig það, þegar ég hitti þig í jarðarför- inni hjá Kristjáni tengdasyni þín- um 31. mars, að þetta væri í síð- asta sinn sem við sæjumst. Gústa mín, það sem skipti þig mestu í lífinu var hún Gulla einka- dóttir þín og hennar fjölskylda, þú varst svo stolt af þeim öllum. Elsku Gulla mín og fjölskylda, þið hafið misst svo mikið á stuttum tíma. Guð veri með ykkur. Megi góðar minningar um Gústu frænku og Kristján hugga og ylja. Helga Magnea Harðardóttir. ÁGÚSTA ÞÓRÐARDÓTTIR Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi, ANDRÉS HAFLIÐASON flugvirki, Háaleitisbraut 22, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju fimmtu- daginn 1. júní kl. 13.00. Anna Hafliðadóttir, Sigfús Hreiðarsson, Hafliði Sigfússon, Katherine Davidson, Hildur Sigfúsdóttir, Edda Sigfúsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ANDRÉS GUNNARSSON, Erluhrauni 10, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 1. júní kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Auður Eiríksdóttir, Elísabet Andrésdóttir, Erlendur Karlsson, Eiríkur Hjörtur Andrésson, Marianne Andersen, Gunnar Andrésson, Valgerður Auður Andrésdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför sonar míns, stjúpsonar og bróður okkar, PÁLS GUNNARSSONAR, Katrínarlind 6, Reykjavík. Edda Björgmundsdóttir, Bragi Björgvinsson, Einar Már, Kristín, Guðbjartur og Jóakim. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA M. ÓLAFSDÓTTIR, Smiðjugötu 11, Ísafirði, sem lést fimmtudaginn 25. maí verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 3. júní kl. 14.00. Soffía Bergmannsdóttir, Einar Jónsson, Ólöf Bergmannsdóttir, Guðjón Kr. Harðarson, Elías Bergmannsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.