Morgunblaðið - 12.08.2006, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.08.2006, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 11 FRÉTTIR VIÐ anddyri aðseturs Landsbankans fyrir ofan gjána í Hamraborg í Kópa- voginum varð það atvik í vikunni að roskin kona sem þar átti leið um fékk útidyrnar í hlið sér og skelltist upp að vegg. Konan lemstraðist eitthvað við áfallið en taldist óbrotin. „Við hörm- um þetta atvik mjög,“ segir Sigríður Pálmadóttir, formaður rekstrarfélags fasteignarinnar og hjúkrunarforstjóri hjá Heilsugæslunni, sem einnig er þar til húsa. „Þessi hurð hefur verið okkur áhyggjuefni frá því að Heilsugæslan flutti hingað inn. Það renna á annað hundrað manns í gegnum þessar dyr daglega og sumir þeirra eru fatlaðir eða aldraðir eða fólk með börn og það tekur þetta fólk oft lengri tíma en aðra að komast í gegn,“ segir Sigríður og útskýrir að dyrnar séu með sjálf- virkum opnara og lokist því einnig sjálfkrafa, en það er einmitt þegar hurðin lokast skyndilega sem fólk lendir í hættu á að verða fyrir höggi. „Við erum að skoða ýmsa mögu- leika til að bæta úr þessu. Það er ekki hægt að hafa hreyfiskynjara því það er hraðbanki í anddyrinu sem má því ekki opnast sjálfkrafa um miðja nótt þegar fólk tekur út peninga. Eins höf- um við reynt að stilla opnunartíma hurðarinnar, þ.e. hversu lengi hún stendur opin í hvert skipti. Best væri að skipta um dyr þarna en til þess þarf að fá samþykki frá arkitekt húss- ins,“ segir Sigríður. Þessi mál standi vonandi öll til bóta. Þá bendir Sigríð- ur á að ef fólk styðji á hnapp sem opni hurðina sjálfvirkt þá haldist hún opin í ákveðinn tíma, óháð því hvort hún sé þegar opin þegar ýtt er á hnappinn. Þessi tími ætti svo að nægja fólki að komast slysalaust inn um dyrnar. Fékk sjálf- virka hurð í hlið sér HINIR sívinsælu Stuðmenn munu ljúka ferð sinni um landið með stór- tónleikum í Ölfushöll í kvöld. Að sögn Jakobs Frímanns Magnús- sonar verða tónleikarnir stór- brotnir og merkilegir fyrir þær sakir að með þeim mun lands- byggðarstefna Stuðmanna kveðja sér hljóðs í fyrsta sinn. Spurður um hina nýju stefnu segir Jakob Frí- mann að til standi að bjóða öllum íbúum norðvestur- og norðaustur- kjördæmis ókeypis á tónleikana, þar sem Stuðmenn hafi ekki getað sinnt svæðunum nægilega vel í sumar þrátt fyrir góðan ásetning. „Allir þeir sem búa norðan Akra- ness og Hafnar í Hornafirði geta mætt á svæðið og framvísað skil- ríkjum og verða þeir boðnir vel- komnir í kjölfarið,“ segir Jakob. Á tónleikunum mun Trabant deila sviðinu með Stuðmönnum „ekki síst vegna þess að Stuðmenn finna sig allir í einhverjum ljóðlínum lags þeirra Nasty Boy“, að sögn Jakobs. Sumartónleikaröð Stuðmanna hefur gengið fanta vel fyrir sig og að sögn Jakobs hefur stemningin ekki verið betri í hópnum síðan á fyrstu árum hljómsveitarinnar. Í sumar hefur gamla kempan Val- geir Guðjónsson lagt Stuðmönnum lið, ásamt þeim Birgittu Haukdal og Stefáni Karli. „Við vissum svo sem að Birgitta myndi hrífa unga sem aldna nú sem fyrr, en við vorum ekki jafnvissir um hvernig fólk tæki Stefáni. Hann hefur hins vegar staðið fyllilega undir væntingum og þau bæði hafa reynst frábærir liðs- menn og skemmtilegir samstarfs- menn,“ segir Jakob. Stuðmenn koma svo fram á Menningarnótt Reykjavíkur um næstu helgi en síð- ustu tónleikar sumarsins verða hin- ir árlegu Gróttutónleikar sveit- arinnar á Seltjarnarnesi 26. ágúst. Stuðmenn kveðja landsbyggðina með myndarbrag Morgunblaðið/ÞÖK Stuðmenn verða með tónleika í Ölfushöll í kvöld. „ÞAÐ hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur á Umhverfisstofnun síð- ustu tvo daga varðandi afgreiðslu veiðikorta“ segir Bjarni Pálsson, verkefnisstjóri hjá stofnuninni. Hann segir að yfirleitt sé mikið að gera við afgreiðslu kortanna á þessum tíma árs, enda margir að endurnýja kortin sín fyrir veiðar sem hefjast 20. ágúst á grágæs og heiðagæs og 1. september á öðrum fuglum að rjúpunni undan- skilinni. Bjarni segir þó fullljóst að umsóknaskriðurinn hefjist fyrr en vanalega og er ekki í nokkrum vafa um hann tengist fréttaflutningi af lundaveiðum Einars K. Guðfinnsson- ar sjávarútvegsráðherra og félaga hans. „Það hefur reyndar alltaf verið þannig að þegar fréttir berast sem tengjast veiðikortunum finnum við fyrir mikilli aukningu umsókna,“ seg- ir Bjarni. Að sögn Kristínar Völundardóttur, sýslumanns á Hólmavík, er búið að gefa lögreglu fyrirmæli um að hefja opinbera rannsókn á lundaveiðum í Strandasýslu. Rannsóknin beinist annars vegar að því hvort veiðar án korts hafi verið stundaðar um langt skeið í sýslunni og hins vegar hinu einstaka tilviki sem fjallað var um í Fréttablaðinu á dögunum, þar sem hópur fólks, þar á meðal sjávarút- vegsráðherra, var við lundaveiðar í Grímsey í Steingrímsfirði. „Ég sem lögreglustjóri hef þeirri skyldu að gegna að rannsaka meint brot ef ábendingar berast um það og við bíð- um ekkert eftir kærum hvað það varðar“ segir Kristín, en í fjölmiðlum hefur verið fjallað um að Umhverf- isstofnun hefði til skoðunar að kæra ráðherra og hópinn sem hann til- heyrði fyrir veiðar án korts. Kristín telur að um fyrsta mál sinnar tegund- ar sé að ræða hjá sýslumannsembætt- inu. Hún segir að rannsóknin gæti dregist fram í ágúst, enda er lögreglu- lið á Hólmavík fámennt og forgangur verkefnisins ekki mikill þar sem veið- arnar eru yfirstaðnar. Veiðimenn vakna af værum blundi Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is REGLUGERÐIR um skemmtibáta eru til vinnslu hjá samgönguráðu- neytinu samkvæmt tilkynningu á vef þess. Munu reglurnar annars vegar ná til björgunar- og öryggisbúnaðar skemmtibáta og hins vegar til breyt- inga á reglugerð um skoðanir á skip- um og búnaði þeirra. Leitað hefur verið álits fulltrúa skemmtibátaeiganda og Siglinga- ráðs á reglugerðardrögunum en þeim sem málið varðar er einnig gef- inn kostur á að kynna sér drögin og gera athugasemdir við þau. Frestur rennur út 15. september. Málið hefur verið í vinnslu frá árinu 2004 er samgönguráðuneytið fól Siglingastofnun að kanna með hvaða hætti skemmtibátar væru skráðir í nágrannalöndunum og hvaða kröfur væru gerðar til þeirra þar. Þeim sem vilja kynna sér reglu- gerðardrögin er bent á heimasíðu samgönguráðuneytisins. Nýjar reglur um skemmtibáta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.