Morgunblaðið - 12.08.2006, Side 18

Morgunblaðið - 12.08.2006, Side 18
18 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT YFIRVÖLD í Bretlandi og Pakistan yfirheyrðu í gær á fjórða tug manna sem grunaðir eru um að vera viðrið- nir áform um að sprengja flugvélar í loft upp yfir Atlantshafi á leiðinni frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Hermt er að rannsókn málsins hafi hafist fyrir um það bil ári eftir ábendingu frá breskum múslíma. Yfirvöld í Pakistan sögðust í gær hafa átt þátt í að afhjúpa hryðjuver- kaáformin með því að handtaka tvo Breta af pakistönskum ættum í vik- unni sem leið. Fimm menn til við- bótar hafa verið handteknir í Pak- istan í tengslum við rannsókn málsins. Utanríkisráðuneyti lands- ins sagði að fram hefðu komið vís- bendingar um að mennirnir tengd- ust liðsmönnum al-Qaeda í Afgan- istan. Óstaðfestar fregnir bandarískra fjölmiðla herma að fimm meintir þátttakendur í ráðabrugginu gangi enn lausir eftir að breska lögreglan handtók 24 menn í London og víðar í Bretlandi. Bankainnistæður frystar Bresk dagblöð höfðu eftir heim- ildarmönnum sínum að lögreglan hefði látið til skarar skríða gegn mönnunum 24 eftir að nokkrir þeirra fengu skilaboð frá félögum sínum í Pakistan um að hefja sprengjuárásirnar þrátt fyrir hand- tökurnar þar í landi. Hermt er að þeir hafi einnig fengið peninga frá Pakistan til að kaupa farmiða í því skyni að sprengja farþegaþotur yfir Atlantshafi. John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, hefur þakkað pakist- önskum yfirvöldum fyrir aðstoð þeirra við rannsókn málsins. Seðla- banki Bretlands frysti í gær banka- innistæður nítján af mönnunum 24 sem voru handteknir. Talið er að rannsókn á fjárreiðum mannanna og millifærslum geti skipt sköpum um það hvort lögreglunni takist að upplýsa málið að fullu. Bankinn birti einnig nöfn fang- anna nítján. Nánast allir þeirra eru múslímar og af pakistönskum ætt- um. Fangarnir eru á aldrinum 17– 35 ára. Á meðal fanganna 24 er kona með ungt barn og að minnsta kosti tveir þeirra snerust til ísl- amstrúar. Michael Chertoff, heimavarnaráð- herra Bandaríkjanna, skýrði frá því Rannsóknin hófst fyrir ári eftir ábendingu frá múslíma Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÖRYGGISVÖRÐUR á lestarstöð í Jammu á Indlandi. Bandaríska sendiráðið í landinu varaði við því í gær að erlendir hryðjuverkamenn, sem hugsanlega tengjast al-Qaeda, kunni að hafa skipulagt tvær hryðjuverka- árásir sem þeir hyggist gera á næstu dögum, líklega í Mumbai og höfuðborginni Nýju-Delhí. AP Óttast hryðjuverkaárás á Indlandi FRÉTTIR af handtöku manna í Bretlandi sem höfðu uppi áform um að fremja hryðjuverk í bandarískum flugvélum hlutu óhjákvæmilega að verða pólitískt bitbein hér vestur í Bandaríkjunum. Kannski er til marks um hið pólitíska ástand í Washington hversu fljótt skeyta- sendingar hófust milli demókrata og repúblikana og hversu mikill hiti er í þeirri umræðu, nú í aðdraganda þingkosninga þar sem hefur verið ljóst að ástandið í Írak og hið svo- nefnda stríð gegn hryðjuverkum yrðu efst á baugi. Á flugvöllum í Bandaríkjunum – en blaðamaður Morgunblaðsins fór um bæði alþjóðaflugvöllinn í Fort Lauderdale og Reagan-flugvöll í Washington í fyrradag og svo um al- þjóðaflugvöllinn í Baltimore í gær – virtist fólk tilbúið til að sýna ýtrustu þolinmæði og fæstir virtust ætla að láta fréttirnar koma sér úr jafnvægi. Umræða um 11. september 2001 hefur verið nokkur hér vestra síð- ustu vikur, enda bráðum fimm ár lið- in frá voðaverkunum. Hún tengist meðal annars frumsýningu kvik- myndar Olivers Stone, World Trade Center, sem fjallar um lög- reglumenn sem voru í eldlínunni þegar tvíburaturnarnir í New York hrundu. Fréttir fimmtudagsins hafa breytt eðli þessarar umræðu, hún hefur verið á lágstemmdum nótum; en nú eru Bandaríkjamenn hins veg- ar afskaplega varir um sig á ný, eins og fyrstu mánuði og ár eftir at- burðina 11. september. Allir þeir sem fljúga finna fyrir áhrifunum. Fyrr í vikunni var stríðið gegn hryðjuverkum mjög í forgrunni hinnar pólitísku umræðu, en þá héldu demókratar og repúblikanar víða forval vegna þingkosninga sem fara fram í nokkrum ríkjum í nóv- ember. Kastljósið var fyrst og fremst á forval demókrata í Con- necticut, en þar völdu demókratar að refsa Joe Lieberman, varafor- setaefni Demókrataflokksins í for- setakosningunum 2000, fyrir stuðn- ing hans við innrásina í Írak. Hann tapaði í forvalinu fyrir Ned Lamont, sem er andstæðingur Íraksstríðsins. Segja ekki hægt að treysta demókrötum Repúblikanar höfðu gripið tíð- indin af tapi Liebermans á lofti sem merki um að demókratar væru veik- ir í heimavarnarmálum; úrslitin sýndu að ekki væri hægt að treysta þeim til að tryggja öryggi Banda- ríkjamanna á þessum viðsjárverðu tímum. Fréttirnar á fimmtudag um samsærið í Bretlandi urðu síðan ein- ungis til að magna þá umræðu. Repúblikanar eru þegar teknir að segja, að fréttirnar sýni nauðsyn þess að Bandaríkjaforseti beiti öll- um ráðum í baráttu sinni við „ísl- amska fasista“ – dagblaðið Wash- ington Times spurði í leiðara í gær hvort menn gætu ekki nú orðið sam- mála um að rétt hefði verið hjá Bush að fyrirskipa leynilegt eftirlit með fjarskiptum sem mannréttinda- frömuðir og frjálslyndir telja brot á réttindum fólks, hvort vel heppnuð aðgerð bresku lögreglunnar sannaði ekki réttmæti þess háttar eftirlits. Demókratar segja fréttirnar hins vegar sýna og sanna að framganga Bush-stjórnarinnar hafi alls ekkert tryggt öryggi bandarísku þjóð- arinnar betur, raunar að hið and- stæða sé raunin. Leggja verði meiri áherslu á að draga úr reiði múslíma í Evrópu í garð Bandaríkjanna og Vesturlanda almennt og breyta þurfi stefnu Bandaríkjastjórnar í mál- efnum Íraks. Hryðjuverkasamsærið orðið pólitískt bitbein Repúblikanar segja málið sýna fram á nauðsyn hlerana AP Lögreglumaður lætur hund skoða farangur á Los Angeles-flugvelli. Eftir Davíð Loga Sigurðsson í Washington david@mbl.is að sprengjur hefðu fundist á heim- ilum nokkurra fanganna. Sagði frá grunsemdum um kunningja sinn Dagblaðið The Times sagði að minnst einn fanganna hefði tekið skilaboð upp á myndband sem hann hefði ætlast til að yrði birt eftir fyr- irhuguð hryðjuverk. Algengt er að hryðjuverkamenn taki upp svoköll- uð „píslarvættismyndbönd“ áður en þeir gera sjálfsmorðsárás. The Washington Post sagði í gær að rannsóknin í Bretlandi hefði haf- ist skömmu eftir hryðjuverkin í London 7. júlí á liðnu ári þegar 56 manns biðu bana. Tilefni rannsókn- arinnar var ábending frá breskum múslíma sem hringdi í lögregluna og lét í ljós grunsemdir um að kunn- ingi sinn kynni að vera viðriðinn hryðjuverkasamtök. Upplýsingarnar frá múslímanum voru óljósar en reyndust mjög mik- ilvægar. Um síðustu áramót var rannsóknin orðin svo umfangsmikil að nokkur hundruð rannsóknar- manna í þremur heimsálfum tóku þátt í henni. Þeir höfðu eftirlit með tugum manna mánuðum saman áð- ur en lögreglan hóf handtökurnar. Fregnir um hvenær mennirnir hafi ætlað að láta til skarar skríða eru misvísandi. The Washington Post sagði að mennirnir hefðu ætlað að æfa árásirnar nú um helgina. Breska blaðið The Independent sagði á hinn bóginn að þeir hefðu verið handteknir eftir að fram hefðu komið upplýsingar um að þeir kynnu að ætla að fremja hryðju- verkin innan tveggja daga. Haft er eftir rannsóknarmönnum að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað að nota algeng rafeindatæki til að sprengja sprengiefni í vökvaformi í því skyni að granda allt að tíu far- þegaþotum yfir Atlantshafi. John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að öryggis- viðbúnaðurinn yrði áfram í hámarki á flugvöllum landsins. Viðbúnaður- inn olli enn töfum á millilandaflugi í gær en þjónusta flugfélaga var að færast í eðlilegt horf. GETA vísindamenn þróað tækni sem gerir flugfélögum kleift að bjóða flug með þotum sem ekki er hægt að ræna? Evrópskir vísindamenn reyna nú að þróa slíka tækni. Verður m.a. þróaður búnaður til að greina grun- samlega hegðun farþega og verið er að kanna möguleika á að þróa tölvu sem stýrir þotum sjálfkrafa að næsta flugvelli sé þeim rænt. Þeir hófu verkefnið 2004 en búist er við að kerfið verði sett á markað eftir 4-6 ár. Gert er ráð fyrir að það muni kosta um 3,2 milljarða króna.  $  + )*$ ; 7 1  C C/  7B  B 7  7 1B8 G 5I 7G7 B 11 I /O B  GB ?C  B 9 G7 7: ,-  #    )* (0581 7     7 08: '8   B  ? B  B C 899F 7 8 /5 7 <7 B   5B  /O 1 9 : .  (  G 5I 7  /DPBA   7  B7  B 7  78   / B8  7?  : / *' $ +  # -      *    -  $#   ( ) $   -   # #    #'  0 $      #  $$  (- -            ! " #$%&#$'  )  $ . 7   7G7 078 D 719  DP71   88 7B 7DP7 1)  $ $    > B7I7  8 ?8 7  /=  7  /  B7  B : ::  7 G 7 B D= ?8 C <G8: 1+   $  ! 7 C  7 87   7?   B 7GD B /57 5 D  7 K ?8 : 0  +  ! 7 G7 /57 C    7 K 5I I C    17CB  : 23 - 4 >  B B /8  8 97    8 5B <7 7 7/BB: Örugg vörn möguleg?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.