Morgunblaðið - 12.08.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.08.2006, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 7 7 8 SUÐURNES AKUREYRI Njarðvík | „Mér fannst mjög lær- dómsríkt að komast að því að fólk í öðrum löndum er alveg eins og við Íslendingar. Ég var líka hissa á því hvað allir eru hrifnir af Íslandi og langar til að koma hingað,“ sagði Njarðvíkurmærin Sigríður Sesselja Sæmundsdóttir, sem eyddi mestum hluta júlímánaðar í ferðalagi á veg- um Lionsklúbbsins Æsu í Njarðvík. Síðastliðið vor efndi Lionsklúbb- urinn Æsa í Njarðvík til ritgerð- arsamkeppni vegna vals á unglingi í unglingabúðir Lions í Lier í Belgíu, en hver klúbbur velur sína valleið. Ritgerðin átti að fjalla um heimabæ ritsmiðs ásamt umsögn og stuttri lýsingu á honum. Sigríður ákvað að taka þátt eftir að henni hafði verið bent á auglýsinguna og varð hlut- skörpust. „Ég vissi nú ósköp lítið um fyr- irkomulagið fyrst, vissi t.d. ekki að ég myndi dvelja hjá ókunnugu fólki til að byrja með en vissi að fram- undan væru smávegis verkefni. Ég ákvað samt að skella mér,“ sagði Sig- ríður í samtali við blaðamann. Í farteskinu voru íslenskar vörur til gjafa handa gestgjöfum og efni til Íslandskynningar í búðunum í Belgíu. Fyrst um sinn dvaldi Sig- ríður á heimili í bænum Arlon í Belgíu sem er rétt við landamæri Lúxemborgar. Þar kynntist hún stúlku frá Eistlandi, Triinu, sem var á leið í sömu búðir og hún í Lier og Sigríður sagði að þau kynni hafi breytt miklu þegar komið var í búð- irnar. „Fyrstu vikuna vorum við aðallega að leika okkur og skoða okkur um bæði í Belgíu og Lúxemborg og kynnast löndunum og fólkinu. Þá vorum við mikið saman ég og Triinu. Ég þurfti einu sinni að skipta um fjölskyldu þessa viku í Arlon og það var kannski ekkert verra því fólk var alltaf að spyrja mig um Ísland og ég var búin að tala svo mikið um það að þegar kom að Íslandskynningunni minni var ég orðin svo vön,“ sagði Sigríður og viðurkenndi að hún hafi kviðið nokkuð fyrir því að tala ensku allan tímann og halda landkynningu á ensku. Það hafi hins vegar gengið mjög vel og segir hún þá reynslu eina af þeim lærdómsríkustu í ferð- inni. Ungur Ísraeli upplifði hörmungar í búðunum Alls 38 unglingar hvaðanæva úr heiminum dvöldu í unglingabúðum Lions í Belgíu í tvær vikur í júlí. Dagskráin var þétt alla daga, mest þó í formi ferðalaga og dagurinn var tekinn snemma. Sigríður var sú eina frá Íslandi en 11 aðrir unglingar fóru í sumar frá Lionsklúbbum á Íslandi til dvalar í unglingabúðum í öðrum löndum, einn til hvers lands. Sigríður sagði það góða lífsreynslu að hafa ferðast ein, kannski sérstaklega af því að það gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Bæði seinkaði fluginu til Kaup- mannahafnar í upphafi ferðar sem gerði það að verkum að hún þurfti að gista á hóteli yfir nótt og svo hafði orðið lestarslys á leiðinni til Lier sem tafði förina frá Arlon. Sigríður sagði að þá hafi verið gott að hafa Triinu vinkonu sína með sér og ekki síst í búðunum þar sem enginn þekktist. „Við vorum nú samt fljót að kynn- ast og við Triinu kynntumst strax stelpu frá Króatíu. Við áttum öll að tala ensku en það var nokkuð um það að krakkar sem töluðu sama tungu- mál hópuðu sig saman. Mér fannst mjög lærdómsrík að geta tjáð mig á ensku og þjálfaðist mikið í því. Mér fannst líka lærdómsríkt að kynnast fólki frá ólíkum löndum og komast að því að það er alveg eins og við.“ Sigríði fannst ekki síður áhuga- vert að komast að því hvað Ísland er ofarlega á vinsældalistanum og t.a.m. hafi fólk rokið að henni eftir Íslandskynninguna til að láta í ljós aðdáun sína á landinu og löngun til að koma þangað. Það er því ekki ósennilegt að Íslandskynningin í Belgíu muni skila sér í náinni fram- tíð. Eftir dvölina erlendis sagðist Sig- ríður vera með mikla útþrá en hún sá ekki síður kostina við að búa á Ís- landi. „Það var strákur frá Ísrael með mér í búðunum og meðan við vorum þar missti hann tvo bestu vini sína í sprengjuárásum og afi hans lá særður á sjúkrahúsi. Maður veit ekkert hvort þessi strákur er á lífi í dag,“ sagði Sigríður í lokin, víðsýnni nú en fyrir mánuði og til í fleiri ferðalög. Ung Njarðvíkurmær var í unglingabúðum Lions í Belgíu í sumar Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sigld Eftir dvöl í unglingabúðum Lions í Belgíu segist Sigríður Sesselja Sæmundsdóttir vera ánægð með að búa á Íslandi. Hana langar samt í fleiri ferðalög. Hér er hún heima í Njarðvík á fallegum sumardegi. Útþráin mikil eftir ferðina Eftir Svanhildi Eiríksdóttur GRÍÐARLEG aðsókn var að sýn- ingum Leikfélags Akureyrar á síð- asta leikári. Aldrei hafa fleiri sótt sýningar leikhússins á Akureyri en til viðbótar sóttu þúsundir leik- húsgesta sýningar leikhússins í Reykjavík. Tvær sýningar voru á fjölum syðra í vor, Fullkomið brúð- kaup og Litla hryllingsbúðin. Til að mæta fjölda áskorana verða örfáar aukasýningar á verkunum nú í haust. Fullkomið brúðkaup verður sýnt í Austurbæ í ágúst en Litla hryllingsbúðin snýr aftur til Ak- ureyrar í september. Fullkomið brúðkaup er löngu orðin vinsælasta sýning LA frá upp- hafi. Hún sló öll aðsóknarmet á Ak- ureyri og setti einnig sölumet þegar sala hófst á sýningar á stóra sviði Borgarleikhússins. Þegar sýningum lauk í lok júní var enn mikil eft- irspurn eftir miðum. Fyrsta sýn- ingin verður laugardaginn 12. ágúst en sýnt verður í þrjár helgar. Edda Björg Eyjólfsdóttir tekur við hlut- verki brúðarinnar af Esther Thalíu Casey en hún er ófrísk og getur því ekki leikið í hinum ærslafulla gam- anleik. Litla hryllingsbúðin var sýnd fyrir troðfullu húsi á Akureyri síðastliðinn vetur og komust færri að en vildu. Var allt að sjö sýn- ingum í viku en dugði samt ekki til. Sýningin naut einnig mikilla vin- sælda þegar hún var í Íslensku óperunni í maí og júní. Tekist hefur að bæta þremur sýningarhelgum við á Akureyri í byrjun september og eru þetta allra síðustu sýningar á verkinu en þá víkur hún fyrir nýj- um uppsetningum LA. Fyrsta sýn- ingin verður laugardagskvöldið 2. september en þegar er orðið upp- selt á þá sýningu. Birna Hafstein og María Þórðardóttir taka við hlut- verkum Esther Thalíu Casey og Ar- dísar Ólafar Víkingsdóttur. Sem fyrr segir er Esther ólétt en Ardís er að flytjast af landi brott í lok ágúst og geta þær því ekki tekið þátt í aukasýningum verksins. Nýtt leikár verður kynnt í lok ágúst og hefst þá sala áskrift- arkorta. Fjórar nýjar frumsýningar verða hjá LA á leikárinu auk gesta- sýninga og fjölda annarra fjöl- breyttra viðburða. Hryllingsbúðin sýnd fyrir norðan og Brúðkaupið syðra SKÓLADEILD Akureyrar efnir til námskeiðs fyrir alla kennara grunn- skólanna á Akureyri, um 230–250 manns, það fjallar um samkynhneigð og verður á mánudag, 14. ágúst í sal Brekkuskóla. Öðrum starfsmönnum skólanna, sem ekki eru komnir til starfa, er heimilt að sækja námskeið- ið en þeir munu hljóta sambærilega fræðslu síðar. Viðfangsefni á námskeiðinu er samkynhneigð einkum með tilliti til skóla. Það er stefna skóladeildarinn- ar og skólastjóranna að taka upp kennslu þar sem fjallað verður um samkynhneigð og samkynhneigt fjölskylduform eins og hvert annað lífsform í samfélaginu og þetta mun verða gert á öllum skólastigum grunnskólans að því er fram kemur í frétt um námskeiðið. Það er haldið til þess að búa kenn- ara og aðra starfsmenn skólanna undir þá nýjung, að talað verði um samkynhneigð í skólanum en ekki þagað yfir henni skipulega, og eins að búa þá betur undir að takast á við vandamál sem upp kynnu að koma og tengjast kynhneigð. Á námskeið- inu verður jafnframt gerð grein fyrir hugmyndum um kennsluefni og kennsluaðferðir, sem stefnt er að því að taka upp innan skamms. Fyrirlesarar á námskeiðinu verða Ingunn Snædal kennari, Guðmund- ur Páll Ásgeirsson námsráðgjafi og Helga Margrét Clarke háskólanemi. Fundarstjóri verður Sverrir Páll Er- lendsson, sem tekið hefur þátt í und- irbúningsstarfinu. Sigurlína Jóns- dóttir mun gera grein fyrir námsefnisgerð. Þá verður lagður fram á námskeiðinu splunkunýr bæklingur, Undir regnboganum, en það er ýmis fróðleikur sem Sverrir Páll hefur tekið saman fyrir kennara og starfsfólk skólanna um samkyn- hneigð og skóla á Íslandi. Sverrir Páll segir um algert frum- kvöðlastarf að ræða, en fræðsla um samkynhneigð hefur ekki enn verið sett inn í námskrá grunnskóla, þótt að því hafi verið stefnt. Skóladeild og skólastjórar grunnskóla á Akureyri gangi því fram í merkilegu forystu- hlutverki og jafnréttismálum. Að tala en þegja ekki skipulega um samkynhneigð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.