Morgunblaðið - 12.08.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 12.08.2006, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 29 heilboruð með TBM-risaborum. Það sem eftir er að vinna af öllum þessum göngum eru um 17 km, þar af 3,7 km í heilborun aðrennslis- ganga með TBM-borum. Um 200 m af göngum er eftir að sprengja, óbor- uð Jökulsárgöng eru um 9,5 km og Hraunaveitugöng verða 3,7 km að lengd. TBM-borarnir eiga sem fyrr segir eftir að bora 3.700 metra af að- rennslisgöngum virkjunarinnar und- ir Fljótsdalsheiði og miðað við fram- ganginn hingað til getur sá verkþáttur ráðið hvað mestu um hvort tekst að gangsetja virkjunina á réttum tíma. Verktakafyrirtækið Suðurverk byggir hliðarstíflur Hálslóns; Sauð- árdalsstíflu og Desjarárstíflu sem standa sín hvorum megin Kára- hnjúkastíflunnar. Sauðárdalsstífla verður 25 metra há og 1.100 metra löng en Desjarárstífla verður 68 metra há og jafnlöng og þannig önn- ur hæsta stífla landsins. Fram- kvæmdum við stíflurnar lýkur í haust, utan einhverjum frágangi fram eftir hausti. Ranghalarnir í fjallinu Stöðvarhússhellir Kára- hnjúkavirkjunar er 120 metra lang- ur, 14 metra breiður og mesta loft- hæð er 35 metrar. Mörg þjónustugöng, vatnsmiðlunargöng og ranghalar liggja að auki inni í fjallinu og er heildarlengd ganga þar um fimm kílómetrar. Steypuvinnu í stöðvarhússhelli og spennasal við hliðina lauk um mitt sumar. Fram- kvæmdir við að stálfóðra tvenn fall- göng, sem tengja aðrennslisgöngin undir Fljótsdalsheiði við stöðv- arhúsið í Fljótsdal, eru á lokastigi. Fallgöngin eru hvor um sig 425 metra há og hafa verið fóðruð neðan frá með stáleiningum. Sex vélasamstæður verða í stöðv- arhúsinu. Uppsetningu vél- og raf- búnaðar er fram haldið af fullum krafti í haust og vetur og þarf að vera lokið fyrir gangsetningu virkjunar- innar í vor. Þá er unnið að frárennsl- isskurði sem flytja mun vatnið frá stöðvarhúsinu og út í farveg Jökulsár í Fljótsdal og þaðan í Lagarfljót. Verið er að vinna í gerð sandgildra og varnargarða inni í Hálslóni og við að byggja eftirlitsveg umhverfis lón- ið. Rannsóknarverkefni er í gangi varðandi hvernig binda má ryk úr lónstæðinu þegar á þarf að halda. Þá verða í framhaldinu ummerki vinnu að virkjuninni fjarlægð, s.s. búðir og grunnar og gengið frá þannig að náttúran á þeim svæðum komist sem fyrst í upprunalegt horf. Skilyrði um- hverfismats snerust að miklu leyti um að ljúka ýmsum rannsóknum og því hefur verið fylgt eftir af sérstakri nefnd iðnaðar- og umhverfisráðu- neyta. Öllum rannsóknum í lónstæð- inu er t.d. lokið, en vöktunarrann- sóknum og fleiri rannsóknum verður fram haldið. Virkjunin að mestu á áætlun Sé á heildina litið hefur virkj- unarframkvæmdin til þessa gengið nánast eftir áætlun, sé mið t.d. tekið af óvissu um jarðfræðilegar for- sendur á einstökum stöðum, sem hnikað hafa til hönnunarþáttum að einhverju leyti eftir því sem á fram- kvæmdina hefur liðið. Þrjú banaslys hafa orðið á virkj- unartímanum og tvö lestarslys í göngum og önnur tilvik þar sem slys urðu á fólki eða skemmdir á búnaði. Andstæðingar virkjunarinnar innan lands og utan láta að sér kveða í orði og verki vegna m.a. náttúruverð- mæta sem hverfa eða raskast, eftir því hvernig á það er litið og nú eru til umfjöllunar hjá sérstakri nefnd vatnsréttindakröfur landeigenda að Jökulsá, sem hættir að renna í sínum gamla farvegi í haust og fer með tíð og tíma yfir í Lagarfljót. Þeir sem koma að hönnun og byggingu virkj- unarinnar telja hana trausta, vel hannaða og skynsamlega. Þannig takast á rök og mótrök, með eða á móti virkjunarframkvæmd, sem nú sér brátt fyrir endann á. það hefur náð fullri vatnshæð verður yfirfall við annan enda stíflunnar þar sem vatn rennur í safnþró og síðan um steypta rennu út í gljúfrið og myndar þar háan fossboga. Unnið verður að þessum þætti áfram í haust og vetur. 72 kílómetrar af jarðgöngum Jarðgöng virkjunarinnar eru fjöl- mörg. Aðrennslisgöngin frá Hálslóni eru 39,7 km löng, aðrennslisgöng frá Ufsarlóni 13,3 km og fern aðgöng vegna aðrennslisganganna nema samtals rúmum 7 km. Þá eru ótalin tvenn hjágöng fyrir Jöklu, bergþétt- ingargöng undir Kárahnjúkastíflu, sveiflugöng, tvenn göng í Hraun- aveitu, aðkomugöng að stöðvarhúsi, frárennslisgöng og strengjagöng. Jarðgöng verða alls um 72 km þegar allt kemur til alls, sprengd, boruð og Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir ljúfrum, eða Dimmugljúfrum, eftir því hvað m sem eru pínulitlir tilsýndar efst á stíflunni.      #     !                   " )     ! #     !   !  "#$  "#$ "#$     1 (         f borvinnu neðanjarðar steinunn@mbl.is „ÞAÐ er bara meiriháttar fínt að vera hérna, svaka mikið að gera alltaf og búið að koma margt ferðafólk hér í sumar,“ segir Berglind Inga Guðmundsdóttir kennari, sem starfar ásamt Sunnu Björk Ragn- arsdóttur nema í ferðamannasjoppunni í Laug- arásþorpinu skammt frá virkjunarsvæðinu. „Við þurf- um nú eiginlega að vita allt milli himins og jarðar hér um virkjunarframkvæmdirnar, en ferðafólkið hefur nú samt yfirleitt svo grunna þekkingu á framkvæmdinni að við höfum hingað til ekki verið reknar alvarlega á gat í svörum,“ segir Sunna. Þær segja erilinn hjaðna um kvöldmatarleytið og þá taki „heimamenn“ að drífa að, starfsmenn úr búðum Impregilo og Landsvirkjunar, svona til að ná sér í nammi eða tóbak og fá sér „einn hammara“. Að auki sjá þær um póstinn og menn eru sífellt að detta inn úr dyr- unum til að spyrja hvort þeim hafi borist sending. „Jú, maður þarf nú að hafa sterk bein til að þola at- hyglina,“ segir Sunna og bætir því við að á Kára- hnjúkum séu allar konur fallegar og eftirsóknarverðar, því svo fáar séu þær miðað við karlana á staðnum. „Þeir eru nú yfirleitt bara kurteisir, en uss, um daginn vorum við kallaðar ljótum nöfnum og vorum næstum farnar að berja frá okkur,“ segir Berglind, sem verður eitthvað fram á veturinn í sjoppunni, en Sunna fer í skóla í ágúst. Galvaskar Þær eru bæði ánægðar með vinnustaðinn og launin, Sunna Björk Ragnarsdóttir og Berglind Inga Guðmundsdóttir, sem vinna í ferðamannasjopp- unni og pósthúsinu á Kárahnjúkum. Er komið bréf til mín? „FRAMKVÆMDIN öll gengur vel fyrir sig,“ segir Yrsa Sigurðardóttir, verkfræðingur og rithöfundur, en hún starfar sem tæknistjóri við framkvæmdaeftirlit Kárahnjúkavirkjunar og skrifar glæpasögur og barna- bókmenntir í hjáverkum. „Við stefnum að því að hefja vatnssöfnun í Hálslón eftir 15. september, þ.e. þegar rennsli Jöklu er komið niður fyrir ákveðin mörk. Heil- borun hefur tafist um tvo mánuði en við sjáum það ekki sem stórt vandamál heldur bregðumst við því með samhliða aðgerðum við frágang.“ Verktakar fjarlægja búnað Að sögn Yrsu er Impregilo búið að taka niður búnað innan lónstæðisins, svo sem grjótmulningsstöð og steypustöð og mun halda áfram í haust, þó að ekki sé byrjað að flytja tæki úr landi. TBM 1 borinn lýkur sínu verki í lok mánaðarins og verður þá byrjað að rífa hann í sundur til útflutnings, en slíkt tekur um 3 mán- uði. TBM 2 verður dreginn út í október og borar í jarð- göngum inneftir Fljótsdalsheiði í byrjun næsta árs og TBM 3 á að ljúka sínu í nóvemberbyrjun og verður þá dreginn út, tekinn í sundur og fluttur úr landi. Fosskraft er einnig byrjað að taka saman tæki og tól og mun afhenda sinn verkhluta við stöðvarhús virkj- unarinnar í lok mánaðarins. Eins og fram hefur komið lýkur Suðurverk hliðarstíflunum báðum í haust og verður því á bak og burt með mest af sínu hafurtaski fyrir veturinn. Í nógu að snúast Yrsa Sigurðardóttir verkfræðingur með hundinn sinn Palla, sem fylgir henni í fram- kvæmdaeftirlitinu. Verktakar byrjaðir að fjarlægja búnað HRAUNAVEITA er framkvæmd austan Snæfells, á milli Eyjabakka og Hrauna og mun miðla vatni í að- rennslisgöngin u.þ.b. í þeim miðjum, við Axará á Fljótsdalsheiði. Sveinn Þórarinsson, verkfræðingur hjá fram- kvæmdaeftirliti með Hraunaveitu, segir hana muni leggja til um fjórðung af heildarvatnsmagni Kára- hnjúkavirkjunar. „Framkvæmdir hér eru í fjórum liðum og er Arn- arfell verktaki í þeim öllum,“ segir Sveinn. Fyrst er um að ræða 3,5 km af 13 km Jökulsárganga sem veita munu vatninu í aðrennslisgöng virkjunarinnar, gerð inntaks og 14 km langs Hraunavegar. Þá er bygging Ufsarstíflu, yfirfalls og yfirfallsskurðar ásamt frágangi botnrásar. Þriðji verkþátturinn er Kelduár-, Grjótár- og Sauðárstífla ásamt skurðum og í fjórða lagi Keldu- ár- og Grjótárgöng og skurðir. Um helmingur er búinn af fyrsta verkþættinum, vinna er nýlega hafin við ann- an og þriðja verkþátt og sá fjórði ekki hafinn.“ Sveinn segir að samtals nemi framkvæmdirnar um 5 millj- örðum króna. TBM2 risaborinn mun heilbora það sem eftir er Jökulsárganga, eða 9,5 km. Með mikilli einföldum má segja að vatni úr Sauðá, svokallaðri innri Sauðárveitu, sé beint í Grjótá og þær báðar stíflaðar, þaðan er vatninu miðlað í Kelduárlón og áfram þaðan í Ufsarlón, þaðan sem það rennur um Jökulsárgöng í hin stóru aðrennslisgöng Kára- hnjúkavirkjunar undir Fljótsdalsheiði. Gangamunni Sveinn Þórarinsson verkfræðingur stendur hér við inntak Jökulsárganga, sem verða 13 km löng. Arnarfell er þarna búið að bora um 1.700 metra. Stórvirki austan Snæfells „VIÐ erum að líta í kringum okkur hér á Kára- hnjúkasvæðinu og m.a. að skoða hugsanlegt vegstæði frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal og upp að aðkomugöngum 4,“ segir Guðni Nikulásson hjá Vegagerðinni. Þeir Ein- ar Þorvarðarson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, segja kaflann þar á milli um 9 km langan og þar af séu 3 km illfærir. Nú sé spurningin hvort vegur á þessari leið þurfi að fara í umhverfismat. Vilji heimamanna stendur til að gerð verði vegteng- ing frá aðkomugöngunum og niður í Hrafnkelsdal en með því yrði til auðveld fólksbílafær hringleið sem myndi aftur tengjast líklegri miðstöð Vatnajökuls- þjóðgarðs í Hrafnkelsdal. Umferð á stífluna næsta sumar Almenn umferð verður ekki leyfð á Kárahnjúkastíflu í vetur vegna framkvæmda þar, en vonir standa til að opnað verði fyrir hana fyrri hluta næsta sumars. Brúin yfir Jöklu í stæði Hálslóns verður fjarlægð í næsta mánuði. Undirstöður brúarinnar verða þó skildar eftir og látnar hverfa í lónið. Orðið hefur að loka brúnni þrjú kvöld í sumar þegar rennslið nam um 500 rúmmetrum á sekúndu. Henni var líka lokað í fyrrasumar og sum- arið þar áður, í fyrra vegna mikils hlýindakafla og fór þá rennslið í yfir 900 rúmmetra. Nú er hins vegar búið að taka önnur hjárennslisgöng árinnar framhjá Kára- hnjúkastíflu sem botnrás fyrir stífluna og þurfti því minna vatnsmagn til að brúin lokaðist nú. Þeir Einar og Guðni höfðu einnig á orði að í framtíð- inni yrði hugsanlega gerður vegur frá Kárahnjúkum inn í Arnardal og myndi þar einnig opnast skemmtileg hringleið fyrir ferðafólk. Vegagerð Þeir Guðni Nikulásson og Einar Þorvarð- arson umdæmisstjóri hjá Vegagerðinni huga að veg- tengingum við Kárahnjúkavirkjun. Vegstæði úr Hrafnkelsdal inn í Kárahnjúka tsdals- hæst. magn til 50 km ru byggð- a ári og róatísks möstrin og urnar ema yfir s og línurnar það gert rkið er arf að kellur á. að lín- rið. nar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.