Morgunblaðið - 16.09.2006, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 16.09.2006, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KOSTNAÐUR við skrifstofubygg- ingu Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls, tengibyggingu, bíla- stæðahús og lóð var 4.323 milljónir og innréttingar í skrifstofubygging- unni kostuðu 582 milljónir, sam- kvæmt upplýsingum frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, stjórnarformanni OR. Samtals eru þetta 4,9 milljarðar og þegar kostnaði við Norðurhús er bætt við nemur kostnaður við höf- uðstöðvarnar tæplega 5,9 millj- örðum. Þetta er langtum meira en upp- haflegar áætlanir gerðu ráð fyrir og einnig mun hærri tala en Alfreð Þor- steinsson, fyrrverandi stjórn- arformaður, og Guðmundur Þór- hallsson, forstjóri OR, kynntu í janúar 2005. Þá verður að hafa hug- fast að tölur Guðlaugs Þórs taka einnig til framkvæmda á árinu 2005. Á blaðamannafundi Alfreðs og Guðmundar var greint frá því að kostnaður við skrifstofubygginguna hefði verið tæplega 3,3 milljarðar og þegar kostnaði við tengibyggingu, bílastæðahús og lóð er bætt við nam kostnaðurinn rúmlega 3,7 millj- örðum. Samtals munar því 1,2 millj- örðum á þeirri tölu sem Guð- laugur Þór nefnir sem kostnað við þessar byggingar og þeirrar nið- urstöðu sem Al- freð og Guð- mundur kynntu. Þá á eftir að fjalla um kostnað við svonefnt Norðurhús sem tilheyrir höfuðstöðvunum ásamt hinum bygg- ingunum. Að sögn Guðlaugs Þórs nam kostnaður við það hús 979 millj- ónum en á blaðamannafundinum í janúar 2005 var sagt að kostnaður við breytingar á Norðurhúsi hefði numið 125 milljónum en húsið verið keypt á 397 milljónir, samtals var kostnaðurinn því 522 milljónir. Þegar allt er dregið saman segir Guðlaugur Þór að heildarkostnaður við höfuðstöðvarnar hafi numið 5.885 milljónum en á blaðamann- fundinum í janúar 2005 kom fram að heildarkostnaður hefði numið 4.256 milljónum. Munurinn er um 1,6 milljarðar, þar af eru tæplega 600 milljarðar eingöngu vegna innrétt- inga í skrifstofu. Enn munar um einum milljarði og segir Guðlaugur Þór að sá munur skýrist af stórum hluta af miklum kostnaði sem hafi fallið á Norðurhús og fleiri framkvæmdir sem hafi verið unnar á árinu 2005. Lengi gagnrýnt kostnað Guðlaugur Þór hefur lengi gagn- rýnt mikinn kostnað við byggingu nýrra höfuðstöðva og í viðtali við Morgunblaðið í janúar 2005 gagn- rýndi hann harðlega kynningu Al- freðs og Guðmundar á kostn- aðartölum. Hann sagði þá m.a. að þegar upphaflega var ákveðið að ráðast í framkvæmdirnar hafi verið sagt að sala á húseignum OR myndi duga fyrir nýrri byggingu. Söluverð þeirra á verðlagi í janúar 2005 hefði numið rúmlega 2,1 milljarði króna. Þá væri blekkjandi að nota einungis kostnað við skrifstofubygginguna enda hefði deilan ekki snúist um það, heldur heildarkostnað. Dýrar framkvæmdir 2005 Guðlaugur Þór Þórðarson. ALFREÐ Þorsteinsson, fyrrverandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykja- víkur, segir algjörlega fráleitt að gefa það í skyn að kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva OR hafi farið 4.000 milljónum fram úr áætl- un. Það hafi heldur aldrei verið gert ráð fyrir að söluverð eldri eigna myndi duga fyrir byggingu nýrra höfuðstöðva. Alfreð segir að öllum innan borg- arkerfisins hafi verið það ljóst að upphafleg kostnaðaráætlun ætti að- eins við um skrifstofubygginguna sem nú er risin við Bæjarháls. Þegar hafist var handa við byggingu húss- ins hafi þegar verið búið að kaupa svonefnt Norðurhús og kostnaður vegna þess hafi því aldrei verið inni í kostnaðaráætlun vegna skrif- stofubyggingarinnar. Það væru því engar forsendur til þess að bæta kostnaði vegna Norðurhúss inn í samanburð við upphaflegu kostn- aðaráætlunina. Sama ætti við um tengibygginguna, kostnaður vegna hennar hefði verið inni í áætlunum um Norðurhús en ekki skrif- stofubyggingarinnar. „Menn verða að bera saman sambærilega hluti,“ segir Al- freð. „Það var bara gerð kostn- aðaráætlun um þessa skrif- stofubyggingu og í ársbyrjun 2005 nam kostnaður- inn tæplega 3,3 milljörðum, eða 500–600 milljónum meira en áætlanir gerðu ráð fyrir.“ Þegar hornsteinn var lagður að nýrri skrifstofubyggingu OR við Réttarháls árið 2002 var sagt að kostnaður við húsið myndi nema 2,3 milljörðum. Alfreð segir að seinna hafi verið ákveðið að stækka húsið um 1.000 fermetra og vegna þess hafi verið gerð ný kostnaðaráætlun sem hafi, framreiknuð á verðlag 1. janúar 2003, numið tæplega 2,7 milljörðum. Kostnaðurinn nam á endanum tæp- lega 3,3, milljörðum, 588 milljónum meira en áætlunin gerði ráð fyrir. Á blaðamannafundi sem Alfreð og Guðmundur Þórhallsson, forstjóri OR, héldu í janúar 2005 var sagt að heildarkostnaður vegna höfuðstöðv- anna væri 4,2 milljarðar. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórn- arformaður OR, greindi hins vegar frá því í gær að heildarkostnaður væri 5,8 milljarðar miðað við áramót- in 2005/2006. Tæplega 600 milljónir skýrast af því að Guðlaugur Þór tekur tillit til kostnaðar við innréttingar í skrif- stofubyggingunni en það gerðu þeir Alfreð og Guðmundur ekki. Að- spurður segir Alfreð að ekki sé venj- an að taka tillit til innréttinga í kostnaðaráætlunum sem þessum. En jafnvel þó að kostnaður við inn- réttingar sé ekki inni í tölum Guð- laugs Þórs munar enn um einum milljarði króna. Spurður um hvernig standi á því segir Alfreð að hann hafi ekki séð þessar tölur Guðlaugs Þórs, en eftir þeim upplýsingum sem hann hafi fengið hjá forstjóra OR, skýrist munurinn á því að Guðlaugur taki til- lit til ýmissa þátta sem ekki hafi verið í kostnaðaráætlun og hafi ekki átt þar heima, t.a.m. búnaður fyrir verk- stæði, vararafstöð og fleira. Ósambærilegar tölur Alfreð Þorsteinsson. Morgunblaðið/ÞÖK Milljarðar Fyrir utan skrifstofur OR eru sænsk hallargarðstré og er gert ráð fyrir þeim í 5,8 milljarða heildarkostnaði við höfuðstöðvarnar. ALFREÐ Þorsteinsson sendi í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Í Morgunblaðinu 15. september er viðtal við Guðlaug Þór Þórðarson nýjan stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur um kostnað við höfuðstöðvar fyr- irtækisins á Bæjarhálsi. Er fullyrt að byggingin hafi farið 4 milljarða króna fram úr kostnaðaráætlun. Hér er um svo grófa fölsun að ræða að engu tali tekur. Hið rétta er að deilur um kostnað við nýjar höfuðstöðvar OR snérust um aðalbygginguna en ekki um önnur hús á svæðinu né búnað í byggingunum. Samkvæmt svari forstjóra OR við fyrirspurn sjálfstæð- ismanna í stjórn OR í ársbyrjun 2005 var kostnaður við aðalbygginguna rúmir 3,2 milljarðar króna en endurskoðuð kostnaðaráætlun nam 2,7 millj- örðum króna. Þar skeikar um 500 milljónir króna en ekki 4 milljörðum. Þá er rétt að halda því til haga að því hefur aldrei verið haldið fram að sala á eldri eignum ætti að dekka allan kostnað við aðalbygginguna heldur ætti söluandvirðið að ganga upp í byggingarkostnað nýrra höfuðstöðva. Samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hlýtur að spyrja sig hvort vinnubrögð formanns OR séu til marks um vinnubrögð sem eigi að innleiða á öðrum sviðum. Alfreð Þorsteinsson fyrrverandi formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.“ Yfirlýsing ARI Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að „glannalegar umræður“ um framtíð sjónvarpsstöðvarinnar NFS og aðra miðla fyrirtækisins skapi „bagalega óvissu“ fyrir starfsfólk þessara miðla. „Þannig að við þurf- um að reyna að skýra sem fyrst hvaða ákvarðanir séu líklegar í þess- um efnum,“ sagði Ari í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann vildi ekkert segja um hvenær slíkra skýringa væri að vænta, „bara sem fyrst“. Ekki hafa verið teknar ákvarð- anir um róttækar breytingar Ari sagðist ennfremur ekkert hafa staðfest í viðtölum við fjölmiðla í gær um framtíð NFS. „Ég hef sagt við alla að ákvarðanir um róttækar breytingar á rekstrinum hafi ein- faldlega ekki verið teknar, og á með- an þær hafa ekki verið teknar er ekki hægt að lýsa innihaldi þeirra.“ Frétt Blaðsins í gær sé röng hvað þetta varðar. „Það hefur ekkert ver- ið fjallað um málið í stjórn Dags- brúnar, sem er stefnumarkandi fyrir reksturinn, það er að segja, það hafa engar eiginlegar tillögur verið lagðar fram um stefnuna í þeim þáttum reksturs- ins sem verið er að skoða.“ Ari sagði enn- fremur að sér sýndist að „þeir sem eru að fara fram úr sér í umræðunum“ væru að blanda saman „því sem við höfum sagt um að reksturinn sé til skoð- unar og eigin ímyndun um hvert það leiði.“ Lakari rekstrarárangur Það hafi komið fram opinberlega að eitt af meginviðfangsefnum 365 miðla á næstu mánuðum sé að bæta reksturinn. Svokölluð EBITDA- framlegð af 365 hafi verið um 15% í fyrra, en sem komið hafi fram var hún um 7% á fyrstu sex mánuðum ársins af Dagsbrún í heild. „Þetta gefur skýrar vísbendingar um að rekstrarárangur er lakari á þessu ári en síðasta, og þar ræður miklu að tekjur af nýjum miðlum sem stofnaðir voru á síðasta ári hafa ekki verið eins miklar og menn höfðu vænst, en kostnaður hefur verið á áætlun.“ Fram hafi komið á kynningafundi á þriðjudaginn að stefnt væri að því að rekstur 365 miðla á Íslandi á næsta ári skilaði yfir 10% EBITDA- framlegð eða meiru, „þannig að af þessu má draga þá ályktun að við þurfum að taka til í rekstrinum, og það blasir við að það verður ekki gert nema að skoða hvernig rekstri NFS verður fyrir komið“. Skýra sem fyrst ákvarð- anir um framtíð NFS Ari Edwald. Í HNOTSKURN »Sjónvarpsstöðin NFS hófútsendingar 18. nóvember í fyrra. Stöðin sendir út fréttir og fréttatengt efni frá morgni til kvölds. »Forstöðumaður stöðv-arinnar sagði starfsmenn hennar vera alls um 85, þar af um 50 fréttamenn. NEMENDUR úr fimmta bekk nokkurra grunnskóla í Reykjavík tóku í gær þátt í átakinu Hreins- um heiminn og gengu og hreins- uðu fjörur meðal annars í Graf- arvogi, en alþjóðlegi umhverfisverndardagurinn var í gær. Morgunblaðið/Eyþór Hreinsuðu strendurnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.