Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning „VIÐ vorum ungar vin- konurnar, svona rétt um þrítugt, þegar við sáum auglýsingu, sem vakti forvitni okkar: Kamm- ermúsíkklúbbur! Kannski eitthvað fyrir okkur! Við vorum ekki músíkmenntaðar, en höfðum þvílíkt yndi af að hlusta á tónlist að við settum alltaf plötu á fóninn þegar við hitt- umst. Við áttum Bach, Beethoven og Mozart en fáa aðra. Og þarna birt- ist heillandi auglýsing: Kammermúsik! Við viss- um lítið annað um kammertónlist en það að furstar og fyrirmenn höfðu fengið tónskáldin til að semja og leika ljúfa stofutónlist sér og hirð sinni til ununar. Nú eru um 50 ár liðin síðan við stöllur lásum auglýsinguna og það er skemmst frá því að segja að við gerðumst stofnfélagar. Í 50 ár höf- um við notið þess að vera með. Vissulega er kammertónlistin ljúf, en ekkert léttmeti. Hún er bæði krefjandi og gefandi. En einmitt það veitti okkur ánægju. Við féllum í stafi yfir leikni flytjendanna og fögnuðum kynnum af tónskáldum og verkum þeirra, sem við áður höfðum ekki haft nein kynni af. Tónheimurinn var, og er, töfrandi og við tímum ekki að missa af einum einustu tónleikum. […] Við þökkum allar ógleymanlegu ánægjustundirnar, sem klúbburinn hefur veitt okkur í hálfa öld og óskum honum langra lífdaga.“ | www.kamm- er.is Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞEGAR boðað var til fyrstu tónleika nýstofn- aðs Kammermúsíkklúbbs í upphafi árs 1957, gerði slíkt ofsaveður að allar samkomur féllu niður í Reykjavík. Hinn 7. febrúar höfðu veð- urguðirnir tekið starfsemina í sátt og höfðust ekki frekar að. Að kvöldi þess dags hlustuðu á annað hundrað tónleikagestir í Melaskólanum á Tríó Tónlistarskólans, þá Árna Kristjánsson [píanóleikara], Björn Ólafsson [fiðluleikara] og Einar Vigfússon [sellóleikara], leika tríó í B- dúr, opus 97, eftir Beethoven, Erkihertogatríó- ið. Síðan bættust Jón Sen og Erwin Köppen í hópinn og var þá fluttur kvintett í A-dúr, opus 114, eftir Schubert, Silungskvintettinn. Þetta kvöld óraði fáa fyrir því að starfseminni yrði haldið áfram óslitið næstu hálfa öldina en þá sem oftar var fall fararheill.“ Þannig mælist Guðmundi W. Vilhjálmssyni stjórnarmanni í Kammermúsíkklúbbnum á nýj- um vef klúbbsins. Það er í vetur sem hálfa öldin verður fyllt í Kammermúsíkklúbbnum, og vonandi að veð- urguðirnir sýni blíðu sína á afmælistónleikum í febrúar, því þá verður frumfluttur nýr píanó- kvintett sem klúbburinn bað Þorkel Sig- urbjörnsson að semja í tilefni af afmælinu. Þor- kell er eitt okkar mætustu tónskálda, og afmælistónleikarnir verða vafalítið stór- viðburður í tónlistarlífinu. Með nýja verkinu á tónleikunum verður Beethovenkvartett í cís- moll opus 131, en það eru góðkunningjar úr klúbbnum sem spila; þau Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla; Zbigniew Dubik, fiðla; Þórunn Ósk Mar- inósdóttir, víóla; Bryndís Halla Gylfadóttir, selló og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó. Eitt það ánægjulegasta sem starfsemi Kammermúsíkklúbbsins hefur leitt af sér er að þar hefur skapast vettvangur til að leiða saman yngri tónlistarmenn og þá reyndari. Á öðrum tónleikum haustsins, 29. október, leikur nýbak- aði „Evrópumeistarinn“ okkar, Elfa Rún Krist- insdóttir með Sif Tulinius, Þórunni Ósk Mar- inósdóttur, Sigurgeir Agnarssyni og Eddu Erlendsdóttur, vel blönduðum hóp að reynslu. Þá verða einungis verk eftir Schumann á efnis- skránni, Fantasiestücke op. 88, Píanókvartett í Es-dúr, op. 47 og Strengjakvartett nr. 3 í A-dúr, op. 41; en það er gott að fá af og til að heyra heila tónleika með verkum eins tónskálds – það gefur betri sýn á tónskáldið, aðra mynd en þeg- ar verkum fleiri tónskálda er blandað saman. Góðir gestir að utan sækja klúbbinn heim í nóvember, Cuvilliés-kvartettinn frá München, sem leikur með Sigurði I. Snorrasyni klarin- ettuleikara. Verkin eru eftir Mozart og Beetho- ven. Sigurður Ingvi leikur með í Klarinettukv- intett Mozarts. Camerarctica eru líka gamalkunnir gestir í Kammermúsíkklúbbnum og hafa lag á því að koma oft með eitthvað óvænt og spennandi, sem ekki heyrist oft ella. Í janúar spilar hópurinn verk eftir Tékkann Zelenka og barrokkmeist- arann Telemann, sem hvorugur geta talist fastagestir í Kammermúsíkklúbbnum, en lýkur tónleikunum með Strengjakvartett nr. 4 í D- dúr, op. 83 eftir eitt af afmælisbörnum ársins, Dimitri Sjostakovitsj. Sjostakovitsj verður líka á dagskrá á loka- tónleikum klúbbsins í mars, sem búast má við að verði spennandi og fjölsóttir. Þá koma hingað Erling Bløndal Bengtsson og tengdadóttir hans píanóleikarinn Nina Kavtaradze, og spila með Einari Jóhannessyni. Efnisskráin er hlaðin meistaraverkum, sellósónötu eftir Beethoven, op. 69 í A; Brahms tríói í a-moll og Sjostako- vitsj-sónötu op. 40. Nina er fantagóður píanó- leikari, og þau tengdafeðgin algjört úrvalsdúó. Einar Jóhannesson verður engin liðleskja í leik með þeim. Kræsingar afmælisársins hefjast hins vegar nú á sunnudagskvöldið, með tónleikum Trio Nordica, sem skipað er þeim Monu Sandström píanóleikara, Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara, og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara. Sjostakovitsj verður þar á dagskrá, Tríó í e-moll op. 67, og Tríó í B-dúr, op. 99, eftir Schubert. Tónleikar Kammermúsíkklúbbsins eru alltaf í Bústaðakirkju á sunnudagskvöldum, og hefj- ast kl. 20. Tónlist | Sjostakovitsj er áberandi í dagskrá fimmtugs Kammermúsíkklúbbsins Nýtt verk eftir Þorkel Sigur- björnsson á af- mælistónleikum Stjórnin Þeir eru potturinn og pannan í starfsemi Kammermúsíkklúbbsins, frá vinstri: Run-ólfur Þórðarson, Guðmundur W. Vilhjálmsson, Sigurður Steinþórsson, Halldór Hauksson,Valdemar Pálsson, Helgi Hafliðason og Einar B. Pálsson. Ljúf en ekkert léttmeti Á vef Kammermúsíkklúbbsins er fróðleikur af ýmsu tagi um músík og sögu klúbbsins. Þar er líka lítið hlýlegt bréf til klúbbs- ins frá konum sem hafa verið áskrifendur frá stofnun, fyrir fimmtíu árum, og við kíkjum í það með góðfúslegu leyfi bréfrit- ara, kennaranna Pálínu Jónsdóttur og Rannveigar Löve. Erkihertogaæfing Guðmundur W. Vilhjálmsson tók þessa mynd á æf- ingu fyrir fyrstu tónleika Kammermúsíkklúbbsins í febrúar 1957. Á henni er Tríó Tónlistarskólans í Reykjavík: Björn Ólafsson fiðluleik- ari, Árni Kristjánsson píanóleikari og Einar Vigfússon sellóleikari. „MÁLARAR geta dáið en ekki mál- verkið sem slíkt; allar staðhæfingar um slíkt eru þvættingur,“ segir Tilo Baumgartel annar þýsku myndlist- armannanna sem opna sýningu í Safni, Laugavegi 37, klukkan 16 í dag. Baumgartel og félagi hans, Martin Kobe, tilheyra hópi svokallaðra Leip- zig-málara, sem vakið hafa umtals- verða athygli í evrópsku myndlist- arlífi á síðustu árum. Listamennirnir í hópnum koma allir frá Leipzig, þeirri fornfrægu menningarborg. Eru ekki náskyldir Á sýningunni í Safni má glögglega sjá einkenni þeirra hugmynda og vinnuaðferða sem vakið hafa athygli á listamönnunum; þetta eru fígúratíf verk sem sækja til hefðarinnar í þýsku málverki síðustu áratuga, en um leið eru í verkunum galsi og ír- ónía. Félagarnir sýna bæði stór verk og lítil, málverk, grafík, teikningar og myndbönd. Christian Ehrentraut, galleristi Baumgartel og Kobe í Berl- ín, segir sýninguna leiða í ljós að verk Leipzig-hópsins eru ekki í einni stefnu. „Þetta eru ólíkir listamenn; milli þeirra liggja ákveðnir þræðir en þeir eru ekki náskyldir.“ „Fjölmiðlum finnst bara þægilegt að spyrða okkur saman,“ bætir Kobe við. „Aðalmálið er að við vorum kapp- samir listamenn og við vildum vinna saman í að koma okkur á framfæri. Og svo erum við einfaldlega frá Leip- zig; þar sameinumst við.“ Félagar hópsins sýna víða þessi misserin, í söfnum og galleríum aust- an hafs og vestan en Kobe segir þá reyna að halda áfram að vinna á sinn hátt og stökkva ekki á öll tilboð sem berast. „Við verðum bara að vera svalir og mála okkar myndir,“ segir hann og brosir. Verðum bara að vera svalir Þýskir listamenn sýna málverk í Safni Morgunblaðið/Einar Falur Leipzig-búar „Málverkið hefur haldist sterkt í Þýskalandi, hefðin er sterkari þar en í sumum nágrannalandanna,“ segja galleristinn Ehrentraut og myndlistarmennirnir Baumgartel og Kobe.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.