Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 24
|laugardagur|16. 9. 2006| mbl.is daglegtlíf Hún bragðar ekki á sykri en töfrar engu að síður fram meist- ararétti. » 28 matur John Rocha kann að vera hálf- gerður hippi sjálfur en hann kann samt að hanna hátískufatnað sem fellur vel í kramið. » 32 tíska Það er margt sem getur leynst í venjulegri kventösku og því kemur sér vel að í ár eiga þær að vera stórar og miklar. » 32 töskur Í KR-akademíunni spila allir með; stjórnin, þjálfararnir og knattspyrnumenn- irnir ungu. » 26 daglegt Það er notalegt um að litast í aðstöðu starfsmanna á nátt- úruleikskólanum Hvarfi, því þar á fólki að líða vel. » 30 hönnun Ég hef verið að sanka að mér notuðumbókum og svo verða auðvitað á boð-stólum allar nýjar íslenskar bækursem hafa komið út undanfarin ár,“ segir Ösp Viggósdóttir bókasafnsfræðingur sem hyggst opna netbókaverslunina Harald íkorna í byrjun október. „Hugmyndin hefur blundað í mér í töluverð- an tíma og undanfarin tvö ár hef ég unnið að undirbúningi verslunarinnar. Ég er komin með gott safn af notuðum bókum sem ég set í gagnagrunn og svo býð ég auðvitað nýjar bæk- ur líka.“ Gott fyrir bókaorma – En hvar geymir þú allar þessar bækur sem þú ætlar að bjóða á netinu? „Þú ættir að sjá heimilið mitt. Þar geymi ég bækurnar eins og stendur og þú getur rétt ímyndað þér að þar er gott fyrir bókaorma að vera.“ Ösp segir að notuðu bækurnar berist til sín eftir ýmsum leiðum og sumir vilji einfaldlega losna við bækur og gefi henni þær. „Þetta eru bækur um allt milli himins og jarðar, vasabrotsbækur, skáldskapur, fræðirit, kennslubækur, ljóð og svo mætti áfram telja. Ég er meira að segja með litabækur og teikni- myndasögur.“ Ösp er bókasafnsfræðingur og segir það nýtast sér vel í að flokka bækurnar í gagna- grunn. En hún er líka rithöfundur og fyrsta bókin hennar kom út fyrir síðustu jól, Hjarta- hreinir ævidagar úlfs. Þegar hún er spurð að því hvers konar bækur eigi helst upp á pall- borðið hjá henni sjálfri segist hún vera alæta á bækur þó hún viðurkenni fúslega að góð saka- málasaga sé líklega það sem veiti henni mesta ánægju. Klængur sniðugi En hvernig datt henni í hug að nefna búðina sína Harald íkorna? „Upphaflega var ég að hugsa um að nefna hana Klæng sniðuga en sá í hendi mér að eng- inn myndi taka mark á búð með því nafni. Har- aldur íkorni var næsta val en báðir þessir kar- akterar koma fyrir í jóladagatali sjónvarpsins og hafa verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér.“ Ösp vinnur þessa dagana ötul að opnun búð- arinnar en segir að þangað til sé bókaglöðu fólki boðið að heimsækja slóð verslunarinnar, www.haraldur.is og hita upp með nýjum áhugaverðum bókum sem boðnar eru með 20% afslætti. Þar eru einnig þúsund eintök af not- uðum bókum á sérstökum tilboðskjörum. Þúsundir bóka hjá Haraldi íkorna Bækur Viðskiptavinir geta tekið forskot á sæluna og kíkt á netverslunina. M or gu nb la ði ð/ Á sd ís Bókaormur Ösp Viggósdóttir ætlar að selja bæði notaðar og nýjar bækur á netinu. Netbókaverslunin Haraldur íkorni verður formlega opnuð þriðjudaginn 3. október á www.haraldur.is. HVER árstíð hefur sín sérkenni. Þegar húmar að á haustin kveikjum við á ljósunum eftir bjart sumarið og látum þau loga á myrkum vetri. Kertaljós hefur allt aðra náttúru en raflýsing, það veitir annars konar birtu og yl. Þar sem ljós logar í rökkri er hægt að útiloka myrkrið og einbeita sér að ljósinu, horfa í bjartan logann, slaka á í amstri dagsins skamma stund og leiða hugann að því sem hverjum finnst skipta máli. Slíkar ljós- mínútur eru lífsgæði sem allir geta veitt sér. Órafmagnaðar ljósmínútur Blómlegt kertapottur, 699 kr. Debenhams. Morgunblaðið/Golli Fjólublátt Kertastjakar 200 kr. Tiger. Kaffiilmur Ílangur bakki, 675 kr. Byggt og búið, kerti 188 kr. Sostrene Grenes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.