Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 37
HEIMURINN yrði ekki örugg- ari án trúarbragða. Þvert á móti myndi dýpri þekking og innilegri guðrækni verja okkur gegn því að bregðast við ótta með örþrifaráðum. Þetta segir Raymond Hel- mick prófessor sem ásamt Rodney L. Pet- ersen framkvæmda- stjóra tekur þátt í ráð- stefnu um sáttaleið til friðar, sem Kjal- arnesprófastsdæmi efnir til í Hafnarfjarð- arkirkju 22. þessa mánaðar. Helmick bendir á að öll trúarbrögð feli í sér eiginleika sem oft skapi sterka sjálfs- mynd hjá áhangend- um. Valdsmenn hafi af þeim ástæðum til- hneigingu til að mis- nota trúarsamfélagið og reyna að nýta sam- stöðu þess í þágu hat- ursherferða, hernaðar- aðgerða eða útþenslustefnu. En þetta ferli er að hans dómi fremur félagslegt en trúarlegt: Þegar deilur taka á sig trúarlegt yfirbragð er oft- ar en ekki önnur rót að þeim en hin trúarlega. Trúin hefur þá verið „sjanghæjuð“ til þess að þjóna öðr- um málstað og ofbeldisfyllri en henni er ætlað. Og trúarleiðtogar láta sig í þeim tilvikum meira skipta bitlinga og greiðasemi valdhafa en umhyggju fyrir þeim sem eru í neyð og hættu. Þetta er aðeins lítið dæmi um þá tegund umræðu sem þeir Helmick og Petersen standa fyrir. Þeir hafa hvor með sínum hætti þróað kenn- ingar um hvernig best sé að setja niður deilur og koma á raunveru- legu sáttaferli eftir erfið og langvinn átök. Í störfum sínum fyrir guð- fræðideild Boston-háskóla og Guð- fræðistofnunina í Boston hafa þeir átt hlut að mikilvægri útgáfustarfsemi á þessu sviði. Helmick hefur auk þess reynslu af sáttamiðlun í Norð- ur-Írlandi, Líbanon, Ísrael og Palestínu, löndum fyrrum Júgó- slavíu, Austur-Tímor og Suður-Afríku, og með Kúrdum í Írak og Tyrklandi. Þetta eru því ekki bara kenning- arsmiðir úr „fílabeinst- urni“ háskólasamfélags heldur menn með reynslu frá erfiðum átakasvæðum. Í heimsókn þeirra gefst frekara tækifæri til þess að kynnast því hvað felst í kenningum þeirra um félagslegt sáttaferli og hvernig fyrirgefning, sátt- argerð og réttlæti geta leitt til heilbrigðs sam- félags. Deilurnar fyrir botni Mið- jarðarhafs virðast engan endi ætla að taka og erfitt er að koma auga á sáttaleiðir. Hvað hafa guðfræðing- arnir frá Boston fram að færa sem gæti verið upphaf að sáttaleið til friðar og heilbrigðs samfélags í Pal- estínu og Líbanon? Og geta þeir gefið okkur Íslendingum vísbend- ingar um hvernig við ættum á al- þjóðavettvangi að leggja lóð á vog- arskálar friðar og sátta? Sáttaleið til friðar EINAR Karl Haraldsson skrifar um ráðstefnu með guðfræðingum frá Boston » Þegar deilurtaka á sig trúarlegt yf- irbragð er oftar en ekki önnur rót að þeim en hin trúarlega. Einar Karl Haraldsson Höfundur er kirkjuþingsmaður. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.