Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 37
HEIMURINN yrði ekki örugg-
ari án trúarbragða. Þvert á móti
myndi dýpri þekking og innilegri
guðrækni verja okkur gegn því að
bregðast við ótta með
örþrifaráðum. Þetta
segir Raymond Hel-
mick prófessor sem
ásamt Rodney L. Pet-
ersen framkvæmda-
stjóra tekur þátt í ráð-
stefnu um sáttaleið til
friðar, sem Kjal-
arnesprófastsdæmi
efnir til í Hafnarfjarð-
arkirkju 22. þessa
mánaðar.
Helmick bendir á að
öll trúarbrögð feli í sér
eiginleika sem oft
skapi sterka sjálfs-
mynd hjá áhangend-
um. Valdsmenn hafi af
þeim ástæðum til-
hneigingu til að mis-
nota trúarsamfélagið
og reyna að nýta sam-
stöðu þess í þágu hat-
ursherferða, hernaðar-
aðgerða eða
útþenslustefnu. En
þetta ferli er að hans dómi fremur
félagslegt en trúarlegt: Þegar deilur
taka á sig trúarlegt yfirbragð er oft-
ar en ekki önnur rót að þeim en hin
trúarlega. Trúin hefur þá verið
„sjanghæjuð“ til þess að þjóna öðr-
um málstað og ofbeldisfyllri en
henni er ætlað. Og trúarleiðtogar
láta sig í þeim tilvikum meira skipta
bitlinga og greiðasemi valdhafa en
umhyggju fyrir þeim sem eru í neyð
og hættu.
Þetta er aðeins lítið dæmi um þá
tegund umræðu sem þeir Helmick
og Petersen standa fyrir. Þeir hafa
hvor með sínum hætti þróað kenn-
ingar um hvernig best sé að setja
niður deilur og koma á raunveru-
legu sáttaferli eftir erfið og langvinn
átök. Í störfum sínum fyrir guð-
fræðideild Boston-háskóla og Guð-
fræðistofnunina í Boston hafa þeir
átt hlut að mikilvægri
útgáfustarfsemi á
þessu sviði. Helmick
hefur auk þess reynslu
af sáttamiðlun í Norð-
ur-Írlandi, Líbanon,
Ísrael og Palestínu,
löndum fyrrum Júgó-
slavíu, Austur-Tímor
og Suður-Afríku, og
með Kúrdum í Írak og
Tyrklandi. Þetta eru
því ekki bara kenning-
arsmiðir úr „fílabeinst-
urni“ háskólasamfélags
heldur menn með
reynslu frá erfiðum
átakasvæðum.
Í heimsókn þeirra
gefst frekara tækifæri
til þess að kynnast því
hvað felst í kenningum
þeirra um félagslegt
sáttaferli og hvernig
fyrirgefning, sátt-
argerð og réttlæti geta
leitt til heilbrigðs sam-
félags. Deilurnar fyrir botni Mið-
jarðarhafs virðast engan endi ætla
að taka og erfitt er að koma auga á
sáttaleiðir. Hvað hafa guðfræðing-
arnir frá Boston fram að færa sem
gæti verið upphaf að sáttaleið til
friðar og heilbrigðs samfélags í Pal-
estínu og Líbanon? Og geta þeir
gefið okkur Íslendingum vísbend-
ingar um hvernig við ættum á al-
þjóðavettvangi að leggja lóð á vog-
arskálar friðar og sátta?
Sáttaleið til friðar
EINAR Karl Haraldsson
skrifar um ráðstefnu með
guðfræðingum frá Boston
» Þegar deilurtaka á sig
trúarlegt yf-
irbragð er oftar
en ekki önnur
rót að þeim en
hin trúarlega.
Einar Karl Haraldsson
Höfundur er kirkjuþingsmaður.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 37