Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 14
HLUTAFÉLAGIÐ Matís ohf. hefur verið stofnað. Það er að öllu leyti í eigu ríkisins og fór stofnfundurinn fram í sjávarútvegsráðuneytinu sl. fimmtudag. Samþykkt var í upphafi fundar sú tillaga Einars K. Guð- finnssonar sjávarútvegsráðherra að nafni félagsins yrði breytt í Matís ohf. (í stað Matvælarannsóknir hf.) Í Matís ohf. sameinast starfsemi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Matvælarannsókna Keldnaholti, sbr. samstarfssamning milli Iðn- tæknistofnunar og Landbúnaðarhá- skólans, og Rannsóknastofu Um- hverfisstofnunar. Breytingarnar munu taka gildi um næstu áramót og eru í samræmi við 1. grein nýrra laga um stofnun Matvælarannsókna hf. Andri Árnason hæstarétt- arlögmaður stýrði stofnfundinum og kynnti hann í upphafi fundar stofn- skrá félagsins sem sjávarútvegs- ráðherra undirritaði. Þá voru sam- þykktir félagsins kynntar og skrifaði sjávarútvegsráðherra einnig undir þær. Eignir og skuldir metnar Félagið er stofnað með hlutafé, sem er að fjárhæð fimm milljónir kr., og verður það greitt úr sjóðum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Endanlegt stofnfé verður ákveðið þegar fyrir liggur mat á eignum og skuldum sem tengjast rekstri þeirra stofnana og deilda sem eiga að sam- einast í Matís ohf. Í stjórn félagsins voru skipuð: Friðrik Friðriksson, Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, Jón Eð- vald Friðriksson, Sigríður Sía Jóns- dóttir, Einar Matthíasson, Arnar Sigurmundsson og Ágústa Guð- mundsdóttir. Stofnanir sameinaðar Morgunblaðið/Ásdís Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra undirritaði stofnskrána. Matís tekur við af þremur rannsóknastofnunum um áramót 14 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VIÐAMIKIL rannsókn á heilbrigði, lifnaðarhátt- um og félagslegum aðstæðum Íslendinga er í þann mund að hefjast, en að sögn Rúnars Vilhjálms- sonar, prófessors í heilsufélagsfræði og stjórn- anda könnunarinnar, verður í henni tekið á ýms- um þáttum sem tengjast heilbrigði og aðstæðum í daglegu lífi meðal þjóðarinnar. Könnunin á sér ákveðnar fyrirmyndir erlendis, en þetta er í fimmta sinn frá árinu 1987 sem Rúnar leggur fyrir stóra könnun af þessu tagi. Síðustu kannanir á þessum málum, sem Rúnar framkvæmdi, voru gerðar 1998 og 1999. Rúnar segir að í könnuninni verði bæði skoðað mat fólks á eigin heilbrigði og líðan en einnig lifn- aðarhættir og félagslegar aðstæður. Þátttakendur verði til að mynda spurðir um álag í daglegum að- stæðum og þann stuðning sem þeir fái. Þá verði rannsakað hvernig fólk nýti sér þjón- ustu í heilbrigðiskerfinu, til að mynda hvert það leiti. „Einnig verður lagt mat á það hvort fólk telji sig hafa þörf fyrir þjónustu og hvort henni sé mætt við núverandi aðstæður,“ segir Rúnar. Verulegur misbrestur hafi verið á því í könnunun- um 1998 og 1999. „Umtalsverður hópur fólks taldi sig ekki fá þá heilbrigðisþjónustu sem það taldi sig hafa þörf fyrir.“ Rúnar segir að verulegur aldurs- munur hafi komið í ljós í þessum efnum, staðan hafi verið best í elsta aldurshópnum, en lökust hjá fólki á aldrinum 18–24 ára. „Þar virðist aðgengi að þjónustunni vera minnst,“ segir hann. Það hafi líka komið í ljós í fyrri könnunum að karlar leituðu seinna eða síður eftir aðstoð og sömuleiðis fólk sem var í fullri vinnu. „Okkur langar að skoða hvort það sé að verða breyting til hins verra eða hvort ástandið sé að batna,“ segir Rúnar. Vitað sé að vissar hækkanir hafi orðið, bæði á lyfjum og öðrum þjónustugjöld- um sjúklinga og vissar vísbendingar séu um að að- gengisvandi gæti hafa aukist. „En á móti er meiri notkun á afsláttarkortum og lyfjaskírteinum sem gæti vegið upp á móti þessu. En við vitum ekki hver heildaráhrifin eru,“ segir Rúnar. Hann segir að ekki liggi fyrir jafnóðum nægar upplýsingar um afleiðingar ýmissa stjórnvaldsákvarðana er lúta að heilbrigðismálum. Nefna megi sem dæmi ákvarðanir um að hækka kostnaðarhlutdeild sjúk- linga í lyfjum. „Við gefum okkur t.d. að sjúklingar geti vel borið ákveðna hækkun en svo kemur það kannski í ljós nokkrum árum seinna að það hafi haft ákveðin áhrif,“ segir Rúnar. Stuðningskerfi vina og vandamanna að rýrna? Skoða eigi í könnuninni hvort hið óformlega stuðningskerfi samfélagsins hafi breyst. „Við er- um með erlendar rannsóknir sem benda til að það sé að draga úr samskiptum fólks við nána vini og að stuðningskerfi vina og vandamanna sé að rýrna. Það er spurning hvort þetta eigi við um okkar samfélag,“ segir Rúnar. Reynist þetta rétt kunni þetta að verða til þess að fólk fái ekki aðstoð þegar þess þurfi, eða það leiti meira til hins form- lega kerfis. 3.000 manns á aldrinum 18–75 ára eru í úrtaki vegna könnunarinnar en Háskóli Íslands fram- kvæmir hana í samstarfi við Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð sem munu nýta hluta niður- staðnanna í starfi sínu. Rannsakar daglegt líf og aðstæður Í́slendinga Morgunblaðið/Ásdís Könnun Rúnar Vilhjálmsson prófessor stýrir viðamikilli athugun á aðstæðum í daglegu lífi. efla samstarf ríkjanna á sviði mennta- og vísindamála. Chen Zhili og Zhou Ji lýstu yfir áhuga Kín- verja á að starfrækja s.k. Konfúsí- usar-miðstöð á Íslandi. Um 100 slík- ar miðstöðvar eru starfræktar í heiminum, þar af um tuttugu í Evr- ópu en markmið þeirra er að miðla kennslu í kínverskri tungu og efla þekkingu á kínverskri menningu. Menntamálaráðherra Kína hvatti jafnframt til eflingar samskipta á sviði vísindarannsókna m.a. með ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra er ásamt Kristjáni Arasyni eiginmanni sínum í opinberri heimsókn í Kína dagana 14.-19. september í boði Sun Jiazheng menningarmálaráðherra Kína. Er með heimsókninni verið að endurgjalda heimsókn kínverska ráðherrans til Íslands árið 2003. Menntamálaráðherra átti fund með Sun Jiazhengt í gær, föstudag- inn 15. september. Ræddu ráðherr- arnir samstarf ríkjanna á sviði menningarmála, m.a. á vettvangi UNESCO. Einnig var undirritað samkomulag um menningar- samskipti Íslands og Kína árin 2007-2010. Hyggjast stjórnvöld beggja ríkja stuðla að og greiða fyrir beinum tengslum og skipti- heimsóknum listamanna og stjórn- enda á listasviðinu sem og háskóla- kennara og námsmanna milli Kína og Íslands. Menntamálaráðherra átti jafn- framt fund með Chen Zhili, fyrrum menntamálaráðherra og fulltrúa í kínverska ríkisráðinu. Chen er önn- ur valdamesta kona Kína og er æðsti yfirmaður mennta- og vís- indamála í Kína. Hún er væntanleg til Íslands í heimsókn í næstu viku og mun þá m.a. kynna sér starfemi íslenskra háskóla. Einnig átti ráðherra fund með Zhou Ji, menntamálaráðherra Kína, og Shang Jong, ráðherra vís- inda- og tæknimála. Á fundum með kínverskum ráð- herrum kom í ljós mikill áhugi á að sameiginlegum rannsóknarverk- efnum íslenskra og kínverskra vís- indamanna og háskóla. Þá hafa Kínverjar hug á að kínverskir há- skólar geti boðið upp á sameig- inlegar námsgráður í samvinnu við íslenska háskóla. Kennsla hafin í íslensku Fimmtudaginn 14. september var haldin athöfn í Beijing Foreign Stu- dies University. Nú í haust hófst þar kennsla í íslensku í fyrsta skipti og af því tilefni afhenti mennta- málaráðherra fyrir hönd íslensku þjóðarinnar bókagjöf til handa há- skólanum. Alls er um 1.600 bækur að ræða, sem flestar eru gefnar af íslenskum bókaútgefendum, og munu að stofni til mynda eitt stærsta íslenska bókasafn Asíu. Tók Hao Ping rektor BFSU á móti bóka- gjöfinni í athöfninni. Samskipti Íslands og Kína í menntamálum hafa aukist hröðum skrefum undanfarin ár, ekki síst vegna stóraukinna viðskipta ríkjanna sem kallar á sérhæft starfsfólk er hefur þekkingu á menningu og tungu Kína. Íslenskir háskólar eiga í margvíslegum sam- skiptum við kínverska háskóla og stunda nú tugir íslenskra náms- manna nám í Kína. Menntamálaráðherra mun í heimsókn sinni heimsækja Háskól- ann í Shanghai en þar mun dr. Tryggvi Þór Herbertsson flytja fyr- irlestur um íslenskt efnahagslíf. Þá mun ráðherra funda með ráða- mönnum Shanghai-borgar. Í fylgdarliði ráðherra eru Guð- mundur Árnason ráðuneytisstjóri, Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoð- armaður ráðherra, Karitas H. Gunnarsdóttir skrifstofustjóri menningarskrifstofu og Hellen Gunnarsdóttir deildarstjóri há- skólamála í menntamálaráðuneyt- inu. Tugir Íslendinga stunda nám í háskólum í Kína Menntamálaráðherra í heimsókn Aukið samstarf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra með Chen Zhili, fyrrv. menntamálaráðherra og fulltrúa í ríkisráðinu Kína. HERDÍS Á. Sæmundardóttir sæk- ist eftir að skipa 2. sæti á lista Fram- sóknarflokksins í Norðvesturkjör- dæmi. Í tilkynningu um framboð Herdís- ar kemur fram að sem formaður stjórnar Byggða- stofnunar telur Herdís sig þekkja vel aðstæður at- vinnulífs og skil- yrði til búsetu og þróunar byggðar á landsbyggðinni. Herdís hefur jafnframt verið sveitarstjórnar- maður til fjölda ára í Skagafirði og er nú formaður ráðgjafarnefndar Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga. Við síðustu alþingiskosningar skipaði hún 3. sæti á lista flokksins og er því 1. varaþingmaður Framsóknarflokks- ins í Norðvesturkjördæmi. Á vett- vangi Alþingis og landsmála hefur Herdís beitt sér fyrir atvinnu- og byggðamálum. Uppbygging menntastofnana á landsbyggðinni og betra aðgengi að menntun á öllum skólastigum er Herdísi hugleikið sem og greiðari samgöngur og bætt fjarskipti á landsbyggðinni, sam- kvæmt upplýsingum um framboð Herdísar. Gefur kost á sér í 2. sæti Herdís Á. Sæmundardóttir LOKSINS FÁANLEG AFTUR Á ÍSLANDI BÓKIN SEM BREYTT HEFUR LÍFI MARGRA TIL HINS BETRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.