Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Mynd Helgu Linnet sem fangar stökk yfirlækjarsprænu var nú í vikunni valinbesta myndin í Ljósmyndakeppnimbl.is og Hans Petersen sem staðið hefur yfir í allt sumar. Myndin var valin úr á sjötta þúsund innsendum myndum. Spurð hvort hún hafi átt von á því að vinna keppnina svarar Helga því neitandi. Segist hún hafa sent inn tvær myndir um mitt sumar og síðan hafi hún nánast „gleymt þessu aftur“ eins og hún orðar það, þar til henni var til- kynnt um úrslitin. Að sögn Helgu er myndin tekin í Eldgjá við Land- mannalaugar þar sem hún var á ferð ásamt fjöl- skyldunni í lok júlímánaðar. Á myndinni má sjá elstu dóttur Helgu, Viktotíu Rós, stökkva yfir læk- inn, á meðan litlibróðir Helgu, Logi Þröstur, gerir sig líklegan til að vaða. „Krakkarnir voru búin að koma sér í eitthvert klandur þar sem þau höfðu lent hinum megin við lækinn. Við höfðum orð á því við þau að þeim myndi aldrei takast að komast aftur yf- ir þurrfætt. Viktoría Rós var hins vegar ekkert á því og þar sem hún er mikil keppnismanneskja þá ein- setti hún sér að komast yfir þurrfætt. Ég hóf þá myndavélina á loft og ætlaði að taka mynd af því þegar hún dytti í vatnið,“ segir Helga og bætir við að dóttur sinni hafi hins vegar eftir allnokkur tilhlaup tekist að stökkva þessa tvo til þrjá metra með glans án þess að blotna í fæturna. Aðspurð segist Helga taka mikið af myndum, bæði fjölskyldumyndum og náttúrumyndum. „Hins vegar finnst mér skemmtilegast að taka skrýtnar og öðruvísi myndir og hef tekið mikið af myndum í þessum dúr áður,“ segir Helga og tek- ur fram að hún veigri sér ekkert við að liggja á fjórum fótum eða á hvolfi til þess að ná skemmti- legri mynd. Að sögn koma verðlaunin sér að góðum notum. Segist Helga eiga ágætis stafræna myndavél sem sé komin til ára sinna, þó hún virki enn vel. „Sein- ast í ágúst þegar ég átti leið um fríhöfnina á leið til útlanda hafði ég orð á því að mig langaði til þess að fjárfesta í betri myndavél, en sú hug- mynd var strax slegin út af borðinu sökum þess hversu dýrar þær eru,“ segir Helga og hlakkar auðheyrilega til þess að fara að mynda með nýju vélinni. Finnst skemmti- legast að taka skrýtnar myndir Stokkið yfir lækjarsprænu Helga Linnet hlaut fyrstu verðlaun í ljósmyndasamkeppninni fyrir mynd sem fangar einstakt augnablik. Þreytt Fanney G. Magnúsdóttir fékk önnur verðlaun fyrir mynd sína af tveimur ungum svefnpurkum í aftursæti bifreiðar. Leitað skjóls Stefán Árnason hreppti þriðju verðlaun fyrir þessa skemmti- legu rigningamynd þar sem flugvélavængur fékk óvænt nýtt hlutverk. Í HNOTSKURN »Alls bárust 5.458 myndir frá904 ljósmyndurum í Ljós- myndakeppni mbl.is og Hans Pet- ersen sem stóð yfir frá 1. júní til 31. ágúst. »Sigurvegarar í ljósmynda-samkeppninni fengu afhent verðlaun fyrir myndir sínar sl. mið- vikudag. »Fyrstu verðlaun hlaut HelgaLinnet fyrir mynd sína „Stokk- ið yfir lækjarsprænu“. Önnur verð- laun hlaut Fanney G. Magnúsdóttir fyrir myndina „Þreytt“. Þriðju verðlaun hlaut Stefán Árnason fyr- ir myndina „Leitað skjóls“. »Sigurvegarinn fékk að launumKodak EasyShare P850 staf- ræna myndavél. Fyrir annað sætið fékk sá heppni Kodak EasyShare V570 stafræna myndavél. Sá sem lenti í þriðja sæti hreppti Samsung Digimax i6 PMP stafræna mynda- vél. »Dómnefnd samkeppninnar varskipuð ljósmyndurum Morgu- blaðsins. Þeir völdu úr innsendum myndum myndir dagsins og úr þeim myndir hverrar viku. Í enda sumars settist dómnefnd síðan yfir safn mynda dagsins og valdi úr þeim þrjár vinningsmyndir. Ljósmyndir | Úrslit kynnt í Ljósmyndakeppni mbl.is og Hans Petersen ÍSLANDSFRUMFLUTNINGAR klass- ískra megintónverka voru að vonum ef ekki daglegt þá hálfsmánaðarlegt brauð fyrstu starfsár Sinfóníuhljómsveitarinnar þegar hafizt var handa úr engu, ólíkt nágranna- löndunum í suðri er höfðu 100–150 ára for- skot í sinfónískum hljómsveitarrekstri. Hin seinni ár hefur að sömu vonum liðið æ lengra á milli slíkra viðburða, og mun núorð- ið oftar en ekki um smærri meistara að ræða þegar erlend sinfónía er flutt hér í fyrsta sinn. Engu að síður voru heil tvö slík verk frumflutt á Íslandi í fyrradag. Og þó að enn megi deila um heimsstöðu brezka tónskálds- ins Malcolms Arnold (f. 1921), véfengir eng- inn lengur sess Dmitrís Sjostakovitsj (1906– 75) meðal öndvegistónskálda samtímans, enda af mörgum talinn fremsti sinfónisti 20. aldar. Raunar jafnaðist innbyrðis hlutur þeirra Arnolds í þessu vali nokkuð af því að 5. sinfónían er talin meðal hans fremstu af níu, meðan sú 12., „Árið 1917“, er sú minnst flutta af 15 eftir Sjostakovitsj og ku þykja með veigaminnstu hljómkviðum sovézka meistarans. Hún var frá upphafi (nema í Sovét) afskrifuð sem óinnblásin flokks- skylduvinna til heiðurs Lenín og í þokkabót kynnt vestan tjalds á versta mögulega tíma kalda stríðsins eða á Kúbudeiluárinu 1962. Ýmsum þætti eflaust undarlegt að veðja þannig á enn frekar ókunnan nútímahöfund og klénasta verk rakins stórmeistara á einni og sömu dagskrá, enda skilaði það engum húsfylli. Á hinn bóginn vita reyndustu hlust- endur að höfuðskáld hálistanna njóta sín ekki til fulls nema í samanburði við smærri spámenn, enda yrði arnarskógurinn fljótt þögull án smáfuglanna. Auk þess réttlættist Tólfa Sjostakovitsjar fyrir fram af yfirstand- andi heildaryfirferð SÍ á sinfóníum hans fimmtán sem lýkur á þessum komandi vetri, en Fimma Arnolds væntanlega af áðurget- inni minnispámannaástæðu – ef þá ekki líka af því að hinn drifmikli brezki aðalstjórnandi hljómsveitarinnar hefur skv. tónleikaskrá þegar stjórnað öllum níu hljómkviðum landa síns erlendis og því ugglaust hæg heimatök- in. Hvað sem annars má segja um verðleika beggja verka, þá varð hvorki á stjórnanda né hljómsveit klínt að smíðarnar þyrftu að sæta slælegri túlkun. Þvert á móti var helj- arlangt síðan maður hafði heyrt jafninnlif- aðan lífróðursflutning utan lárviðarkrýnd- ustu máttarstólpa sígildra tónbókmennta. Það fór varla fram hjá neinum, allra sízt þeim er upplifað hafa jafnt beztu sem verstu augnablik íslenzka tónlistarflaggskipsins, að hér skilaði hver einasti maður sínu ýtrasta án þess að hirða um hvort tilefnið væri hugsanlega nægt eða ekki. Spilamennskan var glæsileg eftir því, og undirtektirnar sömuleiðis. Hins vegar lenti ég aldrei þessu vant í hrópandi skoðunarandstöðu við höfund tón- leikaskrár. Sinfónían eftir Arnold, að sögn e.t.v. vanmetnasta tónskáld 20. aldar, kom fyrir sem vissulega bráðvel orkestruð smíð, full skemmtilegra eyrnaglenna og snarpra andstæðna. Á hinn bóginn saknaði maður þeirrar markvissu úrvinnsluframvindu sem jafnvel „slappasta“ verk Sjostakovitsjar gat státað af – auk þess sem tónamál Rússans var sýnu ósligaðra af lag- og hljómrænum klisjum Bretans er á köflum hljómuðu líkt og skopstælingar á slitnustu kraunarabal- löðum gamla Broadways. Meðan Arnold stóð í mesta basli við að halda uppi efnistengdri framvindu, án þess oftast að verka meira en sem epísódísk kvik- myndatónlist við slitróttan söguþráð, þá þótti mér öllu meiri og frumlegri heild- arbragur á Rússanum, jafnvel þótt hann stæði stöku sinni í stað með óhóflegu hjakki á sama stefi og kódi lokaþáttar væri í teygð- ara lagi. Hér skipti greinilega mestu að gleyma öllu um Lenín – og leyfa í staðinn tónlistinni að njóta sín eins og hún kom af skepnunni. Tvær sjald- heyrðar sinfóníur TÓNLIST Háskólabíó Arnold: Sinfónía nr. 5. Sjostakovitsj: Sinfónía nr. 12. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Rumon Gamba. Fimmtudaginn 14. september kl. 19:30. Sinfóníutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.