Morgunblaðið - 16.09.2006, Side 35
leik, önnur vegna endurbóta en
hin vegna bilunar.
Ómögulegt er að telja upp öll
björgunarafrek varnarliðsmann-
anna eða leggja mat á hvenær
mesta afrekið var unnið. Þegar
rætt var við menn sem þekkja til
á þessum vettvangi voru þó ætíð
nefnd tvö tilvik; þegar sex mönn-
um var bjargað af þaki björg-
unarskipsins Goðans í janúar
1994 og þegar eina skipverjanum
sem enn var á lífi úr áhöfn Svan-
borgar SH var bjargað við gríð-
arlega erfiðar aðstæður við Önd-
verðarnes. Björgun skipverja af
Goðanum er rakin hér til hliðar.
Aðstæður við Öndverðarnes
voru síst betri og að líkindum hef-
ur áhöfn þyrlunnar verið í enn
meiri hættu á slysstað í því tilviki.
Það segir sitt um veðurhaminn að
tvísýnt var hvort það tækist að
opna dyrnar á flugskýli björg-
unarsveitarinnar til að koma þyrl-
unni út vegna hvassviðris. Þegar
varnarliðsmennirnir lögðu upp
fengu þeir þær upplýsingar að
þeir ættu að aðstoða TF-LÍF,
þyrlu Landhelgisgæslunnar, við
björgunarstörf en stuttu áður en
TF-LÍF kom að Öndverðarnesi
varð bilun í stýrisbúnaði gæslu-
þyrlunnar og varð hún að snúa
við. Þegar þyrlan kom á staðinn
hafði þremur skipverjum þegar
skolað út en einum, Eyþóri Garð-
arssyni, hafði tekist að halda sér
á brúarþakinu. Þar gengu brims-
kaflarnir yfir hann þannig að
hann var meira og minna í kafi og
ógnarstórar öldurnar þeyttu
bátnum til og frá.
Vírinn flæktist
Flugmenn þyrlunnar héldu þyrl-
unni stöðugri á meðan sigmað-
urinn Jay Lane seig niður til Ey-
þórs. Þetta var mikið vandaverk
því bálhvasst var á slysstað og
sælöðrið gekk yfir nef þyrlunnar
á meðan hún athafnaði sig. Belgir
og brak úr skipinu þeyttust einn-
ig upp með klettaveggjunum og
taldi flugstjórinn Javier Casanova
að hætta væri á að það myndi
þeytast í hreyfla þyrlunnar. Verk-
efni sigmannsins, Jay Lane, var
sömuleiðis gríðarerfitt vegna velt-
ings og sjógangs. Í atganginum
flæktist vírinn og varð Lane að
greiða úr flækjunni áður en hægt
var að hífa þá upp. Þá tókst hon-
um með snarræði að koma í veg
fyrir að Eyþóri skolaði frá borði
þegar þungt brot gekk yfir bát-
inn.
pakkað sam-
til Bretlands
ni, sem sést í forgrunni, á flot. Yfir sveimar varnarliðsþyrlan
Ljósmynd/Alfons
og frá meðan á björguninni stóð.
Í HNOTSKURN
» Landhelgisgæslan á tværþyrlur TF-SIF af Daup-
hine-gerð sem kom til landsins
árið 1985 og TF-LÍF sem er af
gerðinni Super Puma sem kom
1995.
» Tvær þyrlur sömu gerðarverða leigðar af norskum
fyrirtækjum frá og með 1.
október næstkomandi. Valið
var bundið við þessar tegundir,
annars hefði þurft verulega
aukna þjálfun flugmanna.
» Samkvæmt upplýsingumfrá Landhelgisgæslunni
verða ekki nætursjónaukar í
Super Puma þyrlunni sem
verður leigð.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 35
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
ÞAÐ hefur reynst repúblikönum vel
í síðustu þing- og forsetakosningum
að berja á demókrötum á grundvelli
hryðjuverkaógnarinnar og saka þá
um veiklyndi andspænis íslömskum
fasistum, eins og George W. Bush
Bandaríkjaforseti hefur kallað þá.
Hafa þeir haldið því að kjósendum
að demókrötum sé ekki treystandi til
að standa vörð um öryggi Banda-
ríkjamanna í því hryðjuverkastríði
sem nú geisi. Ekkert bendir til ann-
ars, en að hamra hafi átt þetta járn í
aðdraganda þingkosninga nú einnig;
en þær fara fram 7. nóvember nk.
Klofningur milli Hvíta hússins og
áhrifamikilla repúblikana í öldunga-
deildinni setur þó strik í reikninginn;
en klofningurinn afhjúpaðist í fyrra-
dag þegar hermálanefnd öldunga-
deildarinnar, sem John Warner fer
fyrir, samþykkti frá sér frumvarp er
fjallar um meðferð meintra hryðju-
verkamanna og sem gengur þvert
gegn því sem Bush-stjórnin hefur
beitt sér fyrir í þeim efnum.
Auk Warners ræðir hér um þá
John McCain og Lindsay Graham,
en allir eiga þeir það sameiginlegt að
hafa þjónað í Bandaríkjaher. Og
hvað John McCain áhrærir þá var
hann ekki aðeins lengi fangi óvinar-
ins í Víetnam-stríðinu, hann sætti
pyntingum í þeirri prísund. Á hann
er því hlustað þegar mál af þessum
toga koma til umræðu.
3. greininni kastað fyrir róða?
McCain og félagar eru ósáttir við
tilraunir Bush-stjórnarinnar til að
grafa undan Genfar-sáttmálunum,
en fyrir þinginu liggur frumvarp er
varðar málsmeðferð meintra hryðju-
verkamanna sem McCain, Warner
og Graham telja að myndi hafa þær
afleiðingar, að lífum bandarískra
hermanna og leyniþjónustumanna á
erlendri grundu yrði stefnt í hættu.
Eru rök þeirra þau, að ef Banda-
ríkjamenn heimili grimmdarlausari
meðferð á föngum í sinni umsjá muni
aðrir gera slíkt hið sama gagnvart
bandarískum hermönnum, sem
teknir séu á vígvellinum.
Forsaga málsins er sú, eins og
Katherine Newell Bierman hjá
Mannréttindavaktinni (Human
Rights Watch) útskýrði fyrir blaða-
manni Morgunblaðsins nýverið, að
Bush ákvað á sínum tíma að ekki
einu sinni 3. grein Genfar-sáttmál-
anna yrði látin ná til fanga sem hand-
samaðir hafa verið í hinu svonefnda
hryðjuverkastríði og geymdir á stöð-
um eins og Guantanamo á Kúbu.
Meginhluti Genfar-sáttmálanna
fjallar um réttindi hefðbundinna
stríðsfanga, þ.e. fanga sem tilheyra
her tiltekins ríkis og hafa þar til-
tekna tign. Ekki er óeðlilegt að
Bandaríkjastjórn skyldi ákveða, að
þeir textar ættu ekki við um liðs-
menn al-Qaeda. Þriðja grein Genfar-
sáttmálanna – en hún er stutt og
skorinort í samanburði við aðra kafla
sáttmálanna – fjallar hins vegar um
aðra aðila, mætti því hugsa sér að
hún ætti við óeinkennisklædda fylg-
ismenn stríðsherra í tilteknu landi,
svo einhver dæmi séu tekin.
Bandaríkjaher hefur alltaf notast
við 3. greinina sem eins konar lág-
marksviðmið um það hvernig fara
skuli með fanga í þeirra vörslu.
„Það var því stórmál þegar Bush
forseti sagði að ekki einu sinni 3.
greinin myndi verða látin ná til liðs-
manna al-Qaeda-hryðjuverkasam-
takanna. Það gekk gegn allri venju
innan Bandaríkjahers. Tilgangurinn
var sá einn að gera mönnum kleift að
nota aðferðir við yfirheyrslur og vist-
un manna, sem að öðrum kosti hefðu
aldrei talist standast alþjóðalög [um
stríð],“ sagði Newell Bierman.
Segir hún að þar ræði um yfir-
heyrsluaðferðir sem venjulegt fólk
myndi aldrei álíta annað en pynting-
ar; en sem Bush-stjórnin hefði talið
að mætti réttlæta með lagatæknileg-
um skilgreiningum á hvað nákvæm-
lega teldust pyntingar og hvað ekki.
Stefna Bush hvað þetta varðar
beið hins vegar skipbrot þegar
hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurð-
aði að 3. greinin skyldi ná til al-
Qaeda-liða og annarra þeirra manna,
sem eru í haldi Bandaríkjamanna.
„Samkvæmt bandarískum lögum er
bannað að brjóta gegn 3. grein Genf-
ar-sáttmálanna,“ segir Newell
Bierman. „Menn vöknuðu því upp
við vondan draum þegar hæstiréttur
felldi úrskurð sinn. Þetta þýddi
nefnilega að hægt yrði að höfða mál
gegn einstaklingum [í leyniþjónust-
unni, CIA] sem fylgt hefðu stefnu
[að því er varðar yfirheyrslur]
stjórnvalda fram.“
Lagafrumvarp það sem Hvíta
húsið hefur lagt fram, og sem full-
trúadeild Bandaríkjaþings mun lík-
lega samþykkja eftir helgi, felur í sér
viðbrögð við þessu; þar eru yfir-
heyrsluaðferðir þær sem CIA hefur
(að því er fullyrt er) beitt gegn föng-
um í sinni umsjá (s.s. Abu Zubaydah,
Ramzi Binalshibh og Khalid Shekh
Mohammed sem nú hafa verið fluttir
til Guantanamo) skilgreindar og
sagðar uppfylla það ákvæði Genfar-
sáttmálanna, að fangar verði að
hljóta „mannúðlega meðferð“.
McCain, Warner og Graham segja
þær útleggingar ekki ganga upp og
að Bandaríkin eigi yfirhöfuð ekki að
reyna með lagaklækjum að komast
undan skuldbindingum sínum skv.
Genfar-sáttmálunum.
Bush-frumvarpið myndi enn
fremur skapa grundvöll fyrir því að
hægt yrði að rétta yfir föngunum
fyrir sérstökum herdómstólum, þar
sem stuðst yrði við leynileg gögn er
vörðuðu sekt fanga sem fangar hins
vegar fengju ekki að sjá. Frumvarp
sem McCain, Warner og Graham
hafa samþykkt úr hermálanefnd öld-
ungadeildarinnar veitir föngum
betri réttindi hvað þetta varðar.
Eykur efasemdir
Andstæðingar McCains í þessum
efnum innan Repúblikanaflokksins
viðurkenna að fáir njóti meiri virð-
ingar en hann þegar umræðuefnið
séu stríðsfangar og pyntingar. „Ég
tel að John McCain hafi rangt fyrir
sér í þessu máli. Ef við handsömum
[Osama] bin Laden á morgun og
verðum að halda höfði hans (með
valdi) ofan í vatni til að fá að vita hve-
nær næsta árás verður gerð, þá ætti
okkur að vera kleift að gera einmitt
það,“ hefur New York Times hins
vegar eftir fulltrúadeildarþingmann-
inum Peter T. King. Og Bush forseti
lagði sjálfur áherslu á það í gær að
það yrði að vera hægt að beita þeim
brögðum sem dygðu til að afstýra
hryðjuverkaárásum. Það hefðu yfir-
heyrslur CIA yfir hryðjuverka-
mönnum þegar gert.
McCain bættist hins vegar öflug-
ur liðsmaður þegar Colin Powell,
fyrrverandi utanríkisráðherra í
stjórn Bush, lýsti yfir stuðningi við
afstöðu hans. Powell sagði í bréfi til
McCains að hann vildi mótmæla því
að menn reyndu að endurskilgreina
3. grein Genfar-sáttmálanna. „Ver-
öldin er byrjuð að efast um siðferði-
legan grundvöll baráttu okkar gegn
hryðjuverkum. Ef menn endurskil-
greina 3. greinina mun það auka á
þær efasemdir,“ sagði Powell.
Áhrifamenn rísa
upp gegn Bush
Fréttaskýring | John
McCain keppti við
George W. Bush um út-
nefningu Repúblik-
anaflokksins vegna for-
setakosninganna 2000.
Nú fer hann fyrir hópi
repúblikana sem ganga
gegn stefnu forsetans í
hryðjuverkastríðinu.
AP
Gamlar stríðshetjur John Warner og John McCain, sem báðir sitja í her-
málanefnd öldungadeildarinnar, ræða við fréttamenn í vikunni.
Mætir andstöðu George W. Bush Bandaríkjaforseti heimsótti þinghúsið
í Washington í fyrradag til að reyna að fá þingheim á sitt band.
AP
þeim
ð hverfa
ylgi var
yrlum
n þær
él Land-
yrlan
x klukku-
g þá
„Hefðum
m þeirra
g farið
rkustu
inar
um að
ð á lífi
A. Sills,
rsveit-
rðinni.
0 sjó-
ík-
upa öfl-
ki