Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 33
Þegar tíundi ára- tugurinn rann upp var hans tími hins vegar kominn og árið 1993 var hann útnefndur tískuhönn- uður ársins á bresku tískuverðlaunahátíð- inni. Eftir það hefur leiðin aðeins legið upp á við. „Ég hef mjög alþjóð- legan bakgrunn, segir hann og vísar þar til fyrir í tískuheiminum og hefur ver- ið verðlaunaður fyrir og sú sem hann nefnir einfaldlega John Rocha. Meðal viðskiptavina hans nú eru stjörnur eins og Angelica Houston, Sinead O’Connor, Marianne Faith- ful, Ronan Keating og meðlimir hljómsveitarinnar U2 auk þess sem fatnaður frá John Rocha hefur prýtt síður tískutímarita eins og Vogue. Innan skamms mun úrval úr hátískulínu hans fást hér á landi í nýrri verslun, 3 hæðir, sem verð- ur á Laugavegi 60. Velgengnin hefur ekki stigið John Rocha til höfuðs og hann er trúr rótum sínum. „Ég kem úr fá- tækri fjölskyldu en mín bernskuár bjuggum við í Hong Kong. Amma mín, sem var búddatrúar og hefur alla tíð haft mjög mikil áhrif á mig, var kjólameistari og saumaði fötin á mig þegar ég var strákur. Það er raunveruleg ástæða þess að ég hóf að hanna og sauma föt, ég lærði það af ömmu.“ Á áttunda áratugnum fór Rocha til Lundúna í nám í tísku- og fata- hönnun en áratugirnir sem á eftir komu féllu ekki að hans stíl með allri sinni litagleði, glans og gliti. kínversks föður síns og portú- galskrar móður. Ég hef búið í Hong Kong og London en nú hef ég fest rætur á Írlandi. Þar get ég unnið að þeim hugðarefnum sem mér finnst skipta máli eins og handverkinu. Við lifum í veröld sem er á svo mikilli hraðferð að stundum gleymum við að varð- veita og þróa það handverk sem við höfum lært í aldanna rás. Ef við gerum það ekki þá gleymist það og þegar frá líður eigum við eftir að verða full eft- irsjár. Hið gamla handverk veitir mér mikilvægan innblástur.“ Bít í línunni hjá eilífðarhippanum Rocha hefur ákveðnar skoðanir á tísku. „Mér finnst að tíska eigi að láta fólki líða vel með sjálft sig, það á ekki að upplifa tísku sem hindr- un. Jafnvel þótt ég sé hönnuður þá finnst mér að fólk eigi að kaupa fatnað sem því líður vel í og finnst líta vel út á sér í frekar en að sækj- ast eftir ákveðnum merkjum, hvað þá að klæðast því sama frá toppi til táar. Klæðnaður fórnarlamba tísk- unnar getur oft verið mjög óviðeig- andi. Mér finnst að fólk eigi heldur aldrei að þröngva sér í klæðnað sem því líður ekki vel í jafnvel þótt hann sé í tísku. Ég trúi á það sem ég er að gera og það er að hanna fatnað sem dregur fram það besta í fari fólks, persónuleika þess, eins ólíkur og hann getur verið. Og fólk er líka ólíkt í vaxtarlagi.“ Haust- og vetrarlína Rocha í ár er sérlega kvenleg, rómantísk og hlýleg þótt svart og hvítt séu að venju ráðandi litir. „Ég er nú óvenjulitaglaður í vetur, nokkrar flíkur eru rauðar að lit,“ segir hann og kímir. Hann hefur húmor fyrir sjálfum sér. „Það er mikið af prjónuðum fatn- aði, bæði peysum húfum, slám og treflum. Á Írlandi er prjón alda- gamalt handverk og ég hef verið að nota það og þróa í minni hönnun. Ég sæki hugmyndir að sniðum til sjötta áratugarins en uppfæri þær vitaskuld og færi í nútímabúning auk þess sem ég nota mynstur og vefnað til þess að ná fram þeim sérkennum sem mér finnast áhrifa- rík. Það er sennilega svolítið bít í línunni minni núna,“ segir eilífð- arhippinn og brosir. „Ætli ég myndi ekki lýsa henni sem nútíma- legri, sígildri og þægilegri hátísku sem fer vel á manneskjum.“ En skyldi veran á Íslandi hafa haft einhver áhrif á hönnuðinn? „Undirmeðvitund mín er sífellt að störfum og það er aldrei að vita nema að náttúrunni ykkar, sjálf- stæða fólkinu og öllum fallegu, lit- ríku húsunum í þorpunum á lands- byggðinni, skjóti einhvers staðar upp í hönnuninni.“ Það er því aldrei að vita nema vetrarlína John Rocha árið 2007– 2008 verði ef til vill oggulítið ís- lenskuskotin … Áhrifarík Svart og hvítt eru einkennislitir Rocha sem í hönnun sinni leik- ur sér frekar með efni og áferð, snið og mynst- ur á áhrifaríkan hátt. Í ár fékk rauður litatónn þó sitt rými og gaf lín- unni svo sannarlega nýj- ar víddir. Catwalking.comCatwalking.com MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 33 Ítískuvöruverslunum úir og grú-ir af haustfatnaði. Fylgihlutireins og töskur setja að sjálf- sögðu sinn svip á tískuna. Núna eru þær stórar og veglegar og hafa mik- ið geymslurými. En hvað geyma konur í töskunum sínum? Getur ver- ið að það fari eftir tísku hvaða nauð- synjahlutir fylgja kvenfólki hverju sinni? Eitt árið eru allar töskur litl- ar, sem hlýtur að þýða að einungis það allra nauðsynlegasta fái að fljóta með. Það næsta er þessi ómissandi partur af tilveru kvenna af miðl- ungsstærð en í vetur skulu þær kon- ur sem tolla vilja í tískunni að gjöra svo vel og skarta einni af stærri gerðinni. Það getur vissulega verið kostur að vera með stóra tösku. Geta geymt alla mögulega og ómögulega hluti í henni, allt frá glossi til skóp- ars og þurfa ekki að skera nauð- synjavörurnar við nögl. Henda bara öllu gumsinu ofan í og vera við öllu búin, rétt eins og skátarnir og Mary Poppins. Hið besta mál! Skemmti- legar skjóður Eftir Katrínu Brynju Hermannsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.