Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 47 KIRKJUSTARF Barnastarfið að hefjast í Selfosskirkju Á sunnudaginn kemur, 17. sept- ember, hefjast barnaguðsþjónustur í Selfosskirkju. Á hverjum sunnudegi er messa í kirkjunni kl. 11. Þá geta börn og foreldrar (eða afar og ömmur – og aðrir ættingjar!) komið til kirkj- unnar. En barnastundin í lofti safn- aðarheimilisins byrjar raunar ekki fyrr en kl. 11.15. Þeir, sem kjósa að koma þá, geta – ef þeir vilja – geng- ið upp á loftið safnaðarheim- ilismegin. Börnin fá í hendur bók og biblíumyndir til þess að líma inn í hana. Guðspjall dagsins er útlistað í máli og myndum, börnunum eru kenndar bænir og þau syngja sam- an sálma og barnasöngva. Eygló Jóna Gunnarsdóttir, djákni Selfosskirkju, hefur veg og vanda af barnastarfinu, ásamt með Guðbjörgu Arnardóttur guðfræð- ingi og fleirum. Enginn efi er á því, að bæði börn og fullorðnir hafa ánægju og upp- byggingu af samkomum á borð við þessar. Eftir barnasamkomuna gefst börnunum og foreldrum þeirra kostur á að setjast að léttum hádeg- isverði, sem borinn er fram í safn- aðarheimili kirkjunnar. Ástæða er til að hvetja sem flesta foreldra til þess að koma til kirkj- unnar með börnin, því að slíkar samverustundir eru mjög mikilvæg sáning til framtíðar. Gunnar Björnsson, sókn- arprestur. Vetrarstarf Akureyrar- kirkju að hefjast VETRARSTARF Akureyrarkirkju hefst formlega sunnudaginn 17. september með fjölskylduguðsþjón- ustu í kirkjunni klukkan 11, sem prestar kirkjunnar og starfsfólk sunnudagaskólans annast. Stúlkna- kór Akureyrarkirkju syngur og börn fá afhenta kirkjubók fyrir sunnudagaskólann. Væntanleg fermingarbörn og foreldrar þeirra eru hvött til að koma. Að guðsþjónustu lokinni verður opið hús í Safnaðarheimilinu til klukkan 13 þar sem gestir geta kynnt sér blómlegt vetrarstarfið. Stúlknakórinn syngur og bornar verða fram léttar veitingar. Klukkan 13 verður svo fundur í kirkjunni með foreldrum vænt- anlegra fermingarbarna. Sr. Kjartan Jónsson í Hafnarfjarðarkirkju Sr. Þórhallur Heimisson prestur við Hafnarfjarðarkirkju verður í feðra- orlofi fram eftir hausti. Sr. Kjartan Jónsson mun gegna störfum hans þar til hann kemur aftur til starfa. Sr. Kjartan varði nýlega dokt- orsritgerð í mannfræði við Háskóla Íslands sem fjallar um sérstakar siðvenjur karlmanna í Kenía. Hann dvaldi þar í landi í heil tólf ár með fjölskyldu sinni og starfaði sem kristniboði og prestur. Hann hefur einnig verið framkvæmdastjóri K.F. U.M og K. um árabil og sinnt preststörfum hérlendis. Sr. Kjartan er kvæntur Valdísi Magnúsdóttur kennara og eiga þau þrjú uppkomin börn. Sr. Kjartan er boðinn hjartanlega velkominn til starfa við Hafnarfjarðarkirkju. Þess er vænst að honum gefist tæki- færi til þess að miðla af víðtækri sérþekkingu sinni af kristniboðs- og hjálparstarfi. Gunnþór Þ. Ingason sókn- arprestur. Barnastarf Fríkirkj- unnar í Reykjavík FYRSTA barnaguðsþjónusta haustsins hefst í Fríkirkjunni kl. 14. Auk Ásu Bjarkar fríkirkjuprests sjá um stundina þau Nanda María og Pétur Markan, sunnudagaskóla- kennarar. Einnig koma leikbrúður í heimsókn og þá er sérstaklega spennandi að fá fagra fuglsungann, hana Engilráð, til okkar. Helgisag- an, leikrit og söngur verða á sínum stað auk gömlu góðu biblíumynd- anna sem margt fullorðið fólk man vel eftir. Mætum í nýtt og öflugt barna- starf. Barnaguðsþjónusturnar verða 1. og 3. sunnudag í mánuði. Minnum á bænastundir í safn- aðarheimilinu á þriðjudögum kl. 11.30 og kyrrðarstundir með alt- arisgöngu á fimmtudögum kl 12. Starfsfólk. Sporin 12 í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði ENN á ný býður Fríkirkjan í Hafn- arfirði upp á þetta vinsæla sjálf- styrkingarnámskeið sem kallað er sporin 12, andlegt ferðalag. Sporin 12, andlegt ferðalag er sjálfstyrkingarnámskeið og leið- sögn fyrir fólk sem mætt hefur mis- jöfnu á lífsleiðinni og vill bæta líðan sína eða sættast við fortíðina. Þótt í þessu starfi sé byggt á reynslu- sporum AA-samtakanna er ekki verið að glíma hér við alkóhólisma heldur hvers kyns annað mótlæti sem fólk kann að hafa orðið fyrir. Reynslusporin 12 og boðskapur trú- arinnar hafa reynst fólki vel í slíku uppbyggingarstarfi. Starfið fer fram í safnaðarheimili Fríkirkjunnar við Linnetsstíg á fimmtudagskvöldum yfir vetr- artímann og var fyrsti kynning- arfundurinn 14. september. Fyrstu þrír fundirnir eru opnir kynning- arfundir en síðan tekur fólk ákvörðun um það að halda áfram til vors. 60 af ára afmæli Kirkjukórs Hveragerðis- og Kotstrandarsókna KIRKJUKÓR Hveragerðis- og Kot- strandarsókna var formlega stofn- aður í september 1946. Kórinn er því 60 ára um þessar mundir. Kór- félagar fagna þessum tímamótum næsta sunnudag, 17. september, með hátíðarmessu í Hveragerð- iskirkju kl. 11. Til messunnar er boðið prestum og organistum sem starfað hafa við sóknirnar. Sókn- arnefndarmenn, gamlir kórfélagar og aðrir velunnarar kirknanna og kórsins eru velkomnir og vonumst við til að sjá sem flesta. Eftir messu verður boðið upp á veitingar. Þann 15. október nk. verða svo afmælistónleikar sem kynntir verða þegar nær dregur. Stjórnin. Æðruleysismessur í Dómkirkjunni NÚ haustar að og æðruleysismess- urnar í Dómkirkjunni eru að byrja á ný. Sú fyrsta verður nk. sunnudag kl. 20. Og verður ein æðruleys- ismessa næstsíðasta sunnudag í hverjum mánuði héðan í frá fram í maí á næsta ári. Það var ánægjuleg nýbreytni þegar sr. Jakob dóm- kirkjuprestur og fleiri komu þeim á laggirnar. Æðruleysismessurnar hafa verið haldnar á hverjum vetri undanfarin ár og fjöldinn allur af fólki sótt þær. Í æðruleysismessunum hefur ver- ið leitast við að hafa fjölbreytni í tónlistinni og margir tónlistarmenn hafa tekið þátt í þeim. Í messunni á sunnudaginn mun Bræðraband þeirra Harðar Bragasonar, Birgis Bragasonar og Hjörleifs Valssonar annast undirleik, en Anna Sigríður Helgadóttir mun leiða sönginn og syngja einsöng. Prestarnir sem munu koma að messunum í vetur eru Anna Sigríð- ur Pálsdóttir, Hjálmar Jónsson, Jakob Ágúst Hjálmarsson og Karl V. Matthíasson. Oftast er boðið upp á fyrirbænir í lok æðruleysismess- anna en þá ganga þeir sem vilja upp að altarinu og leggja ýmis bæn- arefni sín fram. Kvöldmessa með Þorvaldi Halldórssyni í Seljakirkju MESSUR hefjast aftur í Seljakirkju eftir sumardvala sunnudagskvöldið 17. september kl. 20 með tónlistar- manninum Þorvaldi Halldórssyni. Þessar kvöldmessur eru sem fyrr þriðja sunnudagskvöld í hverjum í mánuði í kirkjunni í vetur og alltaf kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason pré- dikar og kirkjukórinn undir stjórn Jóns Bjarnasonar syngur. Allir vel- komnir. Auður Eir predikar – altarisdúkur helgaður í Langholtskirkju VIÐ hátíðamessu í Langholtskirkju 17. september kl. 11, á kirkjudegi safnaðarins, verður nýr alt- arisdúkur helgaður, en sóknarbarn hefur saumað fagran dúk og gefur kirkjunni. Séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir predikar og þjónar ásamt sr. Jóni Helga Þórarinssyni og sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur. Kór Langholtskirkju syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar. Barna- starfið hefst í kirkjunni. Eftir messuna verður boðið upp á kaffi og tertur. Allir velkomnir. Norðurlandameistarar í Laugarneshverfi VIÐ messu sunnudagsins kl. 11 í Laugarneskirkju mun skáklið Laugalækjarskóla verða heiðrað, en Laugnesingar eru að vonum stoltir af sínum mönnum sem annað árið í röð hafa nú landað Norð- urlandameistaratitli. Munu pilt- arnir, Aron Ellert Þorsteinsson, Daði Ómarsson, Einar Sigurðsson, Matthías Pétursson og Vilhjálmur Pálmason, koma fram fyrir söfn- uðinn við upphaf messunnar svo að sunnudagaskólabörnin og fjöl- skyldur þeirra geti líka barið þá augum. Samvera eldri borgara í Laugarneskirkju NÚ hefjast samverur eldri borgara að nýju í Laugarneskirkju, og er allt fólk sextugt og eldra hvatt til þátttöku. Fundir okkar fara fram í safnaðarheimili kirkjunnar annan hvern fimmtudag kl. 14 og standa til kl. 15.30 með fjölbreyttri dag- skrá og kaffiveitingum. Að jafnaði er það sr. Bjarni Karlsson sem stýr- ir samverunum en þjónustuhópur kirkjunnar og kirkjuvörður hafa veg og vanda af öllum viðurgjörn- ingi og margvíslegum undirbún- ingi. Á fimmtudaginn kemur mun Gunnar Gunnarsson organisti haldaeinn af sínum vinsælu söng- fundum, sem slógu svo rækilega í gegn í fyrra. Allir velkomnir. Andlegt ferðalag FARIÐ verður af stað með Tólf spora hópastarf á vegum Garða- prestakalls í Vídalínskirkju með kynningarfundi þriðjudaginn 19. september kl. 20. Þetta hópastarf eins og það hefur verið unnið í kirkjum víða hefur þegar sannað ágæti sitt og margir hafa fundið þarna leið til að ná betri andlegri líðan. Eins og allir vita eru Tólf sporin upphaflega komin frá AA- hreyfingunni og hafa þar gert þús- undum kleift að lifa góðu lífi án efnaneyslu, en þau hafa líka reynst mjög vel til að takast á við ýmis önnur vandamál en efna- og áfeng- isfíkn. Í andlega ferðalaginu í kirkj- unni höfum við ekki skilgreint nein sérstök vandamál heldur stundum talað um að við komum með okkar sködduðu tilfinningar til að leita eftir bata. Unnið er markvisst skriflega og undir leiðsögn eftir vinnubókinni Tólf sporin – Andlegt ferðalag sem byggir á reynslu fólks sem hefur glímt við lífið og tilveruna á marg- víslegan hátt. Ákveðið hefur verið að starfið verði á þriðjudagskvöldum í vetur milli kl. 20 og22. Nánari upplýs- ingar gefa Jóhanna í síma 865 3691 og Margrét í síma 692 0532. Dómkirkjan – ferming- arbörn í messu EINN þáttur fermingarfræðslu- nnar er þátttaka fermingarbarna í guðsþjónustum kirkju sinnar. Þessi þáttur er að hefjast hjá okkur í Dómkirkjunni og eru ferming- arbörn næsta vors sérstaklega boð- uð til messunnar á morgun ásamt fjölskyldum sínum. Sr. Hjálmar Jónsson predikar og sr. Jakob Á. Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Í messunni syngur Dómkórinn undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar. Messan hefst kl. 11. Eftir messu verður stuttur fundur með fermingarbörnunum og foreldrum þeirra. Allir velkomnir. Prestarnir. Námskeið um tilgang lífsins og tilvist Guðs ÞRIÐJUDAGINN 19. september hefst í Íslensku Kristskirkjunni námskeið um það sem margir álíta mikilvægustu viðfangsefni tilver- unnar – þ.e. spurningarnar um til- gang lífsins og tilvist Guðs. Íslenska Kristskirkjan, Fossa- leyni 14, Grafarvogi, vill leggja sitt af mörkum í umræðunni og því býð- ur hún til þessa námskeiðs sem gengur undir nafninu Alfa. Alfa er fyrsti stafurinn í gríska stafrófinu og er það skírskotun til þess að námskeiðinu er ekki ætlað að setja endapunktinn við sannleiksleit okk- ar heldur að bjóða til fræðslu og umræðu um viðfangsefnið. Meðal kennara er Friðrik Schram, prest- ur safnaðarins, en hann hefur und- anfarin ár fjallað um þessi mál frá ýmsum hliðum í sjónvarpsþættinum „Um trúna og tilveruna“ á sjón- varpsstöðinni Omega. Námskeiðið stendur yfir næstu 10 þriðjudagskvöld. Skráning stendur yfir á skrifstofu Íslensku Kristskirkjunnar. Allir velkomnir. Alfa námskeið hjá KFUM OG KFUK Eins og undanfarin ár mun KFUM og KFUK bjóða upp á Alfa nám- skeið. Námskeiðið er um meg- inatriði kristinnar trúar. Alfa nám- skeiðið er alþjóðanámskeið sem haldið er í yfir 150 löndum. Á nám- skeiðinu er spurningin um lífið og tilveruna rædd út frá ýmsum sjón- arhornum. Allar spurningar eiga rétt á sér og gefst fólki því kostur á að spyrja spurninga um það sem því liggur á hjarta. Að þessu sinni er boðið upp á þrjú Alfa námskeið. Þau verða á eftirfarandi tímum: Alfa að degi til. Á miðvikudögum frá kl. 11:30–14:30. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 20. september kl. 11:30. Alfa að kvöldi til. Á mið- vikudögum frá kl. 19:00–22:00. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 20. september kl. 19:00. Alfa á ensku. Á mánudögum frá kl 19:00–22:00 Námskeiðið hefst 18. september kl 19:00. Námskeiðin eru haldin á Holta- vegi 28 í Reykjavík. Leiðbeinandi verður Ragnar Snær Karlsson. Nánari upplýsingar um námskeið er finna á heimasíðu KFUM og KFUK www.kfum.is og á heima- síðu Alfa www.alfa.is Skráning á námskeiðið fer fram í síma 588- 8899. TheAlpha Course in English at the YMCA / YWCA in Reykjavik The Alpha Course is an Int- ernational course that is held in over 150 countries. Over 8 million people have now attended an Alpha course. The course is running in tens of thousands of churches of all denominations across the world. The Alpha course is an opportunity for anyone to explore the Christian faith in a relaxed, non-threatening setting over ten thought-provoking weekly sessions, with a day or weekend away. It is low-key, fri- endly and fun – and is supported by all the main Christian denom- inations. The course will be held at the YMCA /YWCA at Holtavegur 28 in Reykjavik on the 18th of Sept- ember at 19:00 For more inform- ation and registration please con- tact Ragnar Snær Karlsson at telephone: 588-8876 or 898- 7148 or you can send an e-mail to rsk@kfum.is . For more inform- ation about the Alpha Course please look at www.alpha.org Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Selfosskirkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.