Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Páll Jóhann Einarsson skrifar
um trú og vísindi.
Gunnar Jóhannesson skrifar
um trú og vísindi.
Guðjón Sveinsson: Rík þjóð
en fátæk í anda.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Í ÖLLUM nálægum ríkjum þar
sem lýðræði er meira en nafnið
tómt þykja símahleranir stjórn-
valda eða stjórn-
málaflokka hjá lýð-
ræðislegum
fjöldahreyfingum póli-
tískra andstæðinga
þeirra vera bæði
ósæmilegar og lít-
ilmótlegar. Má í þeim
efnum nefna Water-
gatehneykslið í
Bandaríkjunum, sem
á sínum tíma varð
Richard Nixon forseta
þar vestra að falli, og
innbrot starfsmanna
sænska Þjóðarflokks-
ins nú á dögunum inn í tölvukerfið
hjá þarlendum sósíaldemókrötum.
Í maímánuði nú í vor lagði Guðni
Th. Jóhannesson sagnfræðingur
fram óyggjandi sannanir fyrir því
að á árunum 1949–1968 hefði ís-
lenska dómsmálaráðuneytið alloft
haft forgöngu um símahleranir hjá
pólitískum andstæðingum þáver-
andi ríkisstjórnarflokka svo og hjá
Alþýðusambandi Íslands og Verka-
mannafélaginu Dagsbrún. Ekki var
látið nægja að hlera síma á skrif-
stofum viðkomandi félagasamtaka
heldur voru heimasímar einnig
hleraðir, þar á meðal hjá nokkrum
alþingismönnum.
Ég sem þetta rita var á árunum
1960–1962 fram-
kvæmdastjóri Sam-
taka hernámsandstæð-
inga og á árunum
1962–1968 fram-
kvæmdastjóri Samein-
ingarflokks alþýðu-
Sósíalistaflokksins. Í
þeim gögnum sem
Guðni Th. Jóhann-
esson lagði fram í vor
sést að dómsmálaráðu-
neytið lét hlera síma á
skrifstofu minni 1961,
1963 og 1968 og þess
vegna verulegar líkur
á að ég hafi verið einn þeirra sem
ráðuneytið lét njósna um með hler-
unum á mínum heimasíma.
Í beiðnum sínum til sakadóms
um heimild til allra þessara hler-
ana mun dómsmálaráðuneytið jafn-
an hafa vísað í lagagrein þar sem
kveðið var á um slík úrræði „þegar
öryggi landsins krefst þess“. Ásak-
anir ráðuneytisins í garð okkar
sem fyrir símahlerununum urðum
voru því ekki léttvægar og ekki
veigaminni en það að við vorum
talin ógna „öryggi landsins“, með
öðrum orðum sökuð um landráð.
Nú skyldi maður halda að hver
sá sem fyrir slíku verður af hálfu
dómsmálaráðuneytisins í heima-
landi sínu, án þess þó að hafa
nokkru sinni verið ákærður eða
dæmdur, eigi 40 árum síðar rétt á
að sjá öll gögn sem málið varða og
enn eru varðveitt. Mörg okkar sem
hlerað var hjá á fyrrnefndum árum
eru nú látin en við sem eftir lifum
viljum fá öll gögnin til skoðunar.
Við viljum sjá hvernig dóms-
málaráðuneytið rökstuddi hinar
þungu ásakanir sínar í okkar garð,
hvernig sakadómur rökstuddi leyf-
isveitinguna og ekki síst með hvaða
hætti upptökum af einkasímtölum
okkar var ráðstafað.
Öll þau gögn sem málið varða og
vitað er um með vissu eru nú varð-
veitt í Þjóðskjalasafni Íslands. Ég
hef nú í sumar tvisvar sinnum ritað
safninu bréf og beðið um frjálsan
aðgang að þessum gögnum með
vísan til þess að ég hefði lögvar-
inna hagsmuna að gæta í málinu.
Til vara hef ég beðið um aðgang að
umræddum gögnum með sömu
skilmálum og Guðna Th. Jóhann-
essyni sagnfræðingi voru settir í
vor og að mér yrði kynnt hverjir
þeir skilmálar voru.
Nú hefur það furðulega hins veg-
ar gerst að í lokasvari sínu til mín,
dagsettu 5. september sl., er mér
ekki aðeins neitað um frjálsan að-
gang að umræddum gögnum, held-
ur líka neitað um þann skilyrta að-
gang að þeim sem Guðni
sagnfræðingur fékk fyrir örfáum
mánuðum. Svör við spurningu
minni til safnsins um hvaða skilyrði
Guðna voru sett reynast heldur
ekki fáanleg. Allt er þetta þeim
mun furðulegra í ljósi þess að þjóð-
skjalavörður upplýsti í fréttatíma
ríkisútvarpsins í júlílok að nafn-
greindum lögmanni hér í borg
hefði verið boðinn sams konar að-
gangur og Guðna að nefndum
gögnum.
Ég hef í áratugi átt mikil og góð
samskipti við Þjóðskjalasafn Ís-
lands. Mér dettur ekki í hug að af
hálfu starfsmanna þess sé um að
ræða einhverja persónulega mein-
bægni við mig. Að baki svörum
safnsins til mín hljóta því að vera
ábendingar eða kröfur sem koma
að utan eða ofan.
Þess vegna spyr ég mennta-
málaráðherra, Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur, æðsta yfirmann
Þjóðskjalasafns Íslands, tveggja
spurninga:
1. Telur ráðherrann að það geti
samrýmst jafnræðisreglu
stjórnarskrárinnar að mér,
sem hef lögvarinna hagsmuna
að gæta og hef reyndar há-
skólapróf í sagnfræði, sé neit-
að um sams konar aðgang að
umræddum gögnum og annar
sagnfræðingur hefur fengið?
2. Telur ráðherrann sig hafa
möguleika á að tryggja mér nú
á næstu dögum þann rétt sem
jafnræðisregla stjórnarskrár-
innar veitir mér til aðgangs að
umræddum gögnum um síma-
hleranir á árunum 1949–1968?
Fái ég ekki jákvæð svör frá ráð-
herra við báðum þessum spurn-
ingum alveg á næstunni hlýt ég að
leita réttar míns fyrir dómstólum
því að allt snýst þetta um einföld
og sjálfsögð mannréttindi.
Spurt um mannréttindi
Kjartan Ólafsson skrifar orð-
sendingu til menntamálaráð-
herra um aðgang að gögnum er
varða símahleranir
» Við viljum sjá hvern-ig dómsmálaráðu-
neytið rökstuddi hinar
þungu ásakanir sínar í
okkar garð, hvernig
sakadómur rökstuddi
leyfisveitinguna og ekki
síst með hvaða hætti
upptökum af einkasím-
tölum okkar var ráð-
stafað.
Kjartan Ólafsson
Höfundur er fyrrverandi ritstjóri og
fyrrverandi alþingismaður.
SAMKVÆMT skoðanakönn-
unum Gallup í aðdraganda borg-
arstjórnarkosninganna sl. vor tókst
Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að
tvöfalda fylgi sitt í
yngsta kjós-
endahópnum, frá því
sem var í alþing-
iskosningunum árið
2003. Úr 23% í al-
þingiskosningunum
samkvæmt kosn-
ingarannsóknum
Ólafs Þ. Harðarsonar
í rúm 50% samkvæmt
skoðanakönnun Gall-
up í aðdraganda
kosninganna. Þó síð-
ari talan feli í sér
skekkju vegna þess
að flokkurinn mælist hærri í skoð-
anakönnunum en í kosningunum
sjálfum þá sýnir þetta samt mikinn
viðsnúning í fylgi meðal yngsta
kjósendahópsins.
Ástæður eru margar, en ekki er
ólíklegt að markvisst starf Heim-
dallar með ungu fólki í Reykjavík
sl. tvö starfsár og kröftug kosn-
ingabarátta Heimdallar á sl. vori
hafi átt þar einhvern þátt.
Áherslur í starfi
Heimdallar
Sá hópur sem staðið hefur að
stjórn Heildallar sl. tvö ár, hefur
lagt megináherslu á að færa starf
félagsins nær ungu fólki í Reykja-
vík. Lögð hefur verið áhersla á
hagsmunamál ungs fólks, svo sem
menntamál, húsnæðismál og marg-
vísleg mannréttindamál. Þetta hef-
ur þó ekki verið á kostnað hinna
stærri mála í pólitíkinni sem einnig
hafa fengið verðskuldaða athygli
og haldnir voru fjölmennir fundir
með okkar færustu
sérfræðingum og for-
ystufólki Sjálfstæð-
isflokksins.
Í aðdraganda borg-
arstjórnarkosninganna
sl. vor ákvað stjórn
Heimdallar að beina
öllu starfi félagsins inn
í kosningabaráttuna og
rak sjálfstæða kosn-
ingabaráttu þar sem
yfir eitt hundrað sjálf-
boðaliðar störfuðu.
Í öllu þessu hefur
verið reynt að virkja
sem flesta, öllum finnist þeir vel-
komnir og ná góðum tengslum inn
í framhaldsskóla og háskóla borg-
arinnar. Þröng frjálshyggjuímynd
Heimdellinga breyttist í það sem
við viljum vera, frjálslynt umbóta-
afl með ríka félagslega réttlæt-
iskennd í anda kjörorðs Sjálfstæð-
isflokksins um stétt með stétt.
Framboð Erlu Óskar
og félaga
Nk. fimmtudag kl. 15:00 og fram
eftir því síðdegi verður haldinn í
Valhöll aðalfundur Heimdallar. Þar
mun m.a. bjóða sig fram aftur hluti
núverandi stjórnar ásamt öflugum
liðsauka einstaklinga og er for-
mannsefni hópsins Erla Ósk Ás-
Styðjum Erlu Ósk
og félaga til for-
ystu í Heimdalli
Bolli Thoroddsen fjallar um
stjórnarkjör í Heimdalli
Bolli Thoroddsen
FYRIR nokkrum dögum var þess
minnst að 5 ár voru liðin frá hryðju-
verkunum í Bandaríkjunum. Talið er
að tæplega 2.800 óbreyttir borgarar
hafi látið lífið í árásunum. Víst er að
mikil samstaða er um það að for-
dæma hryðjuverkin þar og annars
staðar og vinna bug á
þeim sem standa fyrir
óhæfuverkunum, en
jafnvíst að það er flókið
og vandasamt verk-
efni. Andstæðingurinn
er hvorki ríki né sýni-
legur her og hann
ræðst að almenningi.
Þetta minnir að
nokkru leyti, þótt í
miklu minna mæli sé, á
öfgasinnaða hópa á átt-
unda áratugnum sem
störfuðu í nokkrum
Evrópuríkjum.
Átökin snúast um hugmyndir og
viðhorf og aðstæður sem færa öfga-
mönnum hljómgrunn fyrir hryðju-
verkum með sjálfsmorðsárásum.
Augljóslega er víða frjór jarðvegur í
múslimalöndum sem skapar hættu
fyrir almenning í mörgum löndum.
Það er ekki líklegt að mikill árangur
náist í baráttunni gegn hryðjuverk-
unum fyrr er jarðvegurinn breytist
og almennur stuðningur við málstað-
inn þverr. Að því eiga Vesturlönd að
einbeita sér, að taka réttlætinguna
frá hryðjuverkamönnunum. Stærsta
hreyfiaflið er án efa málefni Palest-
ínuaraba og ná þarf niðurstöðu þar
sem þeir sætta sig við. Óbilgirni
Bandaríkjamanna og Ísraelsmanna
gagnvart Palestínumönnum er ein
stærsta ógnin við öryggi Vest-
urlandabúa.
Innrásin í Afganist-
an var að mörgu leyti
skiljanleg og hægt að
færa sannfærandi rök
fyrir henni. Öðru máli
gegndi um innrásina í
Írak. Spyrja má enn í
dag – til hvers var ráð-
ist inn í Írak? Eftir því
sem tímar líða verðum
við enn fjær því að fá
svör við spurningunni.
Ástæðurnar sem upp
voru gefnar hafa
reynst upplognar og
tilbúnar. Það voru engin kjarnavopn
í Írak. Það voru engin tengsl milli
Saddam Hussein og Al Kaida. Al-
mennt eru sérfræðingar á þeirri
skoðun, samkvæmt fréttum í gær, að
innrásin hafi aukið á hryðjuverka-
hættuna fremur en minnkað hana.
Svo tortryggnir eru Bandaríkja-
menn orðnir á eigin stjórnvöld að
um það bil þriðjungur þeirra trúir
því að þeirra eigin menn hafi staðið
fyrir árásunum, Blair, forsætisráð-
herra Bretlands er rúinn trausti
vegna Íraksstríðsins og pólitískur
ferill hans senn á enda og Bush
Bandaríkjaforseti stendur höllum
fæti sem aldrei fyrr og þingkosn-
ingar framundan. Í báðum þessum
löndum hefur mistekist að viðhalda
stuðningi almennings við Íraks-
stríðið af þeirri einföldu ástæðu að
ekki hefur tekist að svara spurning-
unni: til hvers var ráðist inn í Írak?
Undansláttur, villandi upplýsingar
stjórnvalda í þessum löndum og
hrein ósannindi hafa grafið undan
tiltrú almennings. Því er svo komið
sem raun ber vitni.
Til eru samtök sem nefnast Iraq
body count. Þau safna m.a. upplýs-
ingum um fallna í Írak. Frá því að
innrásin var gerð í marsmánuði 2003
telja samtökin sig hafa staðfestar
upplýsingar um að 41.751–46.420
óbreyttir borgarar hafi fallið í Írak.
Að auki hafa fallið fjölmargir her-
menn og aðrir sem eru undir vopn-
um þannig að heildarfjöldi fallinna
er hærri. Það hafa sem sé fallið 15–
17 sinnum fleiri óbreyttir borgarar í
Írak en í árásunum í Bandaríkj-
unum. Hvenær verður minning-
arathöfnin um þá og munu þeir Blair
og Bush koma þangað?
Það sem verra er að fjöldi fallinna
fer vaxandi. Á fyrsta árinu eftir að
innrásinni lauk, frá 1. maí 2003 til 19.
mars 2004 er talið að 6.331 óbreyttur
borgari hafi fallið. Næsta árið voru
þeir 11.312 og þriðja árið, reyndar
frá 20.3. 2005 til 1.3. 2006, féllu
12.617 óbreyttir borgarar í Írak.
Fyrsta árið féllu að meðaltali 20
óbreyttir borgarar á dag, en þriðja
árið var meðaltalið komið upp í 36
manns á dag. Hver er árangurinn af
innrásinni? Svarið er augljóst: eng-
inn og reyndar verri en enginn,
borgarastyrjöld geisar í Írak og
Bandaríkjaher hvorki ræður við
ástandið né getur farið burt. Hvert
er hlutverk innrásarhersins ef hann
getur ekki tryggt öryggi Íraka og
ekki öryggi Bandaríkjamanna og
vera hans í Írak kallar á dagleg
hermdarverk?
Írak – til hvers?
Kristinn H. Gunnarsson
fjallar um Íraksstríðið
» Það hafa sem sé fall-ið 15–17 sinnum
fleiri óbreyttir borgarar
í Írak en í árásunum í
Bandaríkjunum.
Kristinn H. Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður.
vaxtaauki!
10%
Frábært TILBOÐ! Kynntu þér málið á spron.is
A
RG
U
S
/
06
-0
47
2