Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | „Þetta er próf á róttæka hugarfarsbreytingu,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, sem stýrði borgarafundi um umferðarmál í Fjölbrautaskóla Suðurlands síðastliðinn fimmtu- dag. Hann sagði komið að því að al- menningur hugleiddi fyrir alvöru þær fórnir sem umferðin krefðist og vottaði með því virðingu þeim sem látist hefðu í umferðinni. „Áhættuhegðun í umferðinni hefur í för með sér miklar fórnir,“ sagði Ólafur sem flutti ávarp sam- gönguráðherra á fundinum þar sem fram kom meðal annars að mælingar sýna að mikill fjöldi öku- manna ekur á ofsahraða. Ofsaakstur ógnar umhverfinu Séra Kristinn Friðfinnsson flutti bæn, minntist látinna og þeirra sem eiga um sárt að binda vegna umferðarslysa. Hann lagði út af orðunum: Allt sem þér viljið að aðr- ir menn gjöri yður skuluð þér og þeim gjöra. Kór Fjölbrautaskólans söng á fundinum sem var ágætlega vel sóttur. „Mannleg mistök eru orsök allra slysa og orsök þeirra er vanmat ökumanna á aðstæðum og eigin getu. Þetta fer saman með of mikl- um hraða,“ sagði Jón Gunnar Þór- hallsson, lögregluvarðstjóri á Sel- fossi, sem sagði frá aðstæðum sem mæta lögreglumönnum og björg- unarliði þegar slys verða. Hann sagði að svo virtist sem aðal- áhyggjuefni ökumanna væri að fá sekt eða punkta en ekki hverjar af- leiðingar ofsaaksturs gætu verið. „Það er mikilvægt að fólk leiði hug- ann að umhverfinu og að það eru ekki eingöngu ökumenn sem eru í hættu heldur líka þeir sem eru í umhverfinu og eiga sér einskis ills von,“ sagði Jón Gunnar sem hvatti til þess að ungt fólk fengi aukna fræðslu um umferðarmál. „Það er alveg á hreinu að menn voru ekki með hugann við akstur- inn,“ sagði Davíð Örn Ingvason sem sagði frá því er hann fyrir sex árum lenti í bílslysi og missti annan fótinn við hné. Hann var að aðstoða fólk á biluðum bíl þegar ekið var á bíl hans svo hann klemmdist á milli tveggja bíla. Mæðir mikið á fjölskyldunni „Það mæðir mikið á fjölskyldu manns og vinum þegar svona ger- ist og það tekur langan tíma að komast aftur í gang,“ sagði Davíð Örn Ingvason þegar hann fjallaði um afleiðingar slysanna og benti á að sumir kæmust aldrei aftur í gang eftir bílslys. „Ég bið ykkur öll að hafa hugann við það sem þið eruð að gera og aka varlega,“ sagði Davíð og lagði áherslu á að það væri grátlegt að saklausir vegfarendur lentu oftast í alvarlegum afleiðingum umferðar- slysa þar sem orsökin væri hrað- akstur. Fundurinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands var alvöruþrunginn enda borinn uppi af nauðsyn þess að stemma stigu við dauðaslysum og óhöppum í umferðinni sem snerta mjög marga með óbætan- legu tjóni. Hið óbætanlega tjón lifir með þeim sem það þurfa að bera og er ekki mjög í umræðunni. Davíð Örn Ingvason flutti varnaðarorð til ökumanna á borgarafundi á Selfossi Hafið hugann við það sem þið eruð að gera og akið varlega Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Frummælendur Ólafur Helgi Kjartansson, Davíð Örn Ingvason og Jón Gunnar Þórhallsson fluttu áhrifarík erindi á fundi um umferðarmál. Hveragerði | Sveitarstjórnarmenn á Suð- urlandi vilja að hafinn verði undirbún- ingur að stofnun hlutafélags um há- skólanám á Suðurlandi. Kemur það fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var í Hveragerði um síðustu helgi. Ársþingið vakti athygli á að háskóli á Suðurlandi yrði fjölmennur vinnustaður fyrir velmenntað starfsfólk, auki mennt- unarstig og efli fjölbreytni í atvinnulífi og menningu. Fundurinn tók undir samþykkt Atvinnuþróunarfélags Suðurlands um áætlun um að hrinda þessu í framkvæmd. Þar kemur fram að komið verði á fót verkefnisstjórn á vegum sveitarfélaganna til að skipuleggja námið. Horft er til samvinnu við Háskólann í Reykjavík um háskólanám með vinnu, tæknifræði, iðnfræði og frumgreinasvið. Litið er til samstarfs við Landbúnaðarhá- skólann um að bjóða upp á hrossabraut og umhverfisskipulag á Suðurlandi. Vilji er til að kanna fleti á samstarfi við Háskóla Íslands um mastersnám á Suðurlandi og rætt um samstarf við deildir HÍ á Suður- landi. Vilji er til þess að setja þetta verkefni í forgang innan væntanlegs vaxtarsamn- ings fyrir Suðurland. Miðað er við að starfstími verkefnisstjóra verði frá 1. október nk. og út árið 2007. Áætlaður kostnaður er um 1 milljón kr. á mánuði. Gert er ráð fyrir því að hann verði greidd- ur úr verkefnasjóði Atvinnuþróun- arfélags Suðurlands og í gegnum vænt- anlegan vaxtarsamning fyrir Suðurland. Vilja stofna hluta- félag um háskóla- nám á Suðurlandi ERLING Þór Júlínusson hætti sem slökkviliðs- stjóri á Akureyri í fyrradag eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Tilkynnti hann það þá á starfsmannafundi og hætti samdægurs. Hann segir það af persónulegum ástæðum en telur líka hentugt að hætta nú þar sem mikil uppbygging hafi átt sér stað síðan hann tók við stjórninni fyrir tæpum fjórum árum og segja megi að nýtt tímabil sé að hefjast hjá liðinu. Fréttir hafa verið sagðar síðustu ár af vær- ingum í Slökkviliði Akureyrar og þegar Erling er spurður hvort ákvörðun hans um að hætta nú tengist því svarar hann: „Á stórum vinnustað þar sem eru öflugir karlar eins og slökkviliðsmenn verða alltaf væringar. Starfsmannavelta hér er hins vegar undir því sem telst eðlilegt á almenn- um vinnumarkaði þannig að þau skoðanaskipti sem hér hafa átt sér stað hafa ekki haft áhrif á starfsmannaveltu.“ Erling segir að það eigi ekki að hafa áhrif á framgang liðsins þótt hann hætti. „Ég vil ekki að rót komi á mannskapinn vegna þess. Enginn er ómissandi, hvorki ég né aðrir, og slökkviliðið held- ur vonandi áfram á þeirri góðu braut sem við höf- um verið á. Og liðið er vel sett því hér er maður eins og þeir gerast bestir, Ingimar Eydal. Ég hef átt afskaplega gott samstarf við hann.“ Ingimar hefur verið aðstoðarslökkviliðsstjóri og stýrir lið- inu í stað Erlings, a.m.k. fyrst um sinn. Erling segir Slökkvilið Akureyrar hafa náð miklum árangri undanfarin ár. Starfsumhverfið sé orðið óvenjulegt því fjölgað hafi um níu fast- ráðna starfsmenn – þeir séu nú alls um 35, sem sé ákjósanlegur fjöldi að hans mati – og nánast allur tækjakostur liðsins hafi verið endurnýjaður. „Stuðningur bæjaryfirvalda hefur verið af- skaplega góður á meðan ég hef starfað hér og ég kveð því með söknuði. En staðan er góð; hvað er betra fyrir slökkviliðið en að hafa allt til alls?“ „Hvorki ég né aðrir ómissandi“ Erling Þór Júlínusson hættur sem slökkviliðsstjóri eftir þrjú og hálft ár í starfi UM 300 manns sitja ráðstefnu á Ak- ureyri um næstu helgi þar sem fjallað verður um stærðfræði fyrir börn á aldrinum eins til þriggja ára og er aðsókn á ráðstefnuna slík að færri komast að en vilja. Það er skólaþróunarsvið kennara- deildar Háskólans á Akureyri sem stendur fyrir ráðstefnunni, um nám og starf yngstu barnanna í leikskól- anum með sérstaka áherslu á stærð- fræði. Hún er liður í þróunarverkefni HA og fjögurra leikskóla í Kópavogi og Akureyri, um gerð kennsluleið- beininga fyrir svo ung börn. Aðalfyrirlesarar eru sænskir leik- skólakennarar sem fjalla um verk- efni sem unnið var á tuttugu og tveimur deildum yngstu barna, þar sem leikskólakennararnir horfðu á starfið út frá sjónarhorni stærðfræð- innar. Þær munu jafnframt rekja hvernig unnið var með stærðfræði- hugtök með svo ungum börnum. Auk Svíanna fjallar Guðrún Alda Harðardóttir, lektor við leikskóla- braut HA, um stærðfræðinám í leik- skólastarfi með yngri börnum. Morgunblaðið/Skapti 1+1 Jórunn Ósk er tíu mánaða og gæti brátt farið að leggja saman … Reiknað með 300 Mikill áhugi á stærð- fræði fyrir smábörn Landsbankamót Þórs í 4. flokki í fótbolta hófst í gær og lýkur á morgun. A- lið Þórs í kvennaflokki tekur þátt í B-liðakeppni strákanna og hér er Arna Ásgrímsdóttir á fleygiferð með boltann með tvo KR-inga á hælunum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kapphlaup um boltann VON er á hljómplötu í haust þar sem Óskar Pétursson tenór syngur lög eftir Gunnar Þórðarson tónskáld; Gunnar samdi níu lög af þessu tilefni en fimm þeirra eru gömul. Textarnir eru eftir ýmsa höfunda, m.a. Davíð Oddsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, en hann samdi á sín- um tíma texta við lag Gunnars, Við Reykjavíkurtjörn, sem varð mjög vinsælt. „Gunnar hefur verið að semja upp í kjaftinn á mér!“ sagði Óskar í stuttu spjalli við Morgun- blaðið vegna þessarar nýju plötu. Þegar samstarfið hófst, fyrr á árinu, var hugmyndin sú að Óskar syngi gömul lög Gunnars „en svo opnaðist fyrir einhverja æð og það komu níu lög,“ sagði Gunnar í sam- tali við blaðið en hann hafði rödd Óskars sérstaklega í huga við smíði laganna. „Ég geri mér grein fyrir því að ég er semja fyrir hetjutenór. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt verkefni.“ Tvö laganna eru dúettar þar sem Óskar syngur annars vegar með Jó- hanni Friðgeiri Valdimarssyni og hins vegar Regínu Ósk. Hymnodia, sem er blandaður kór á Akureyri, syngur með Óskari á plötunni og karlakórinn Heimir í Skagafirði í einu lagi. Meðal hljóðfæraleikara á plötunni eru Gunnlaugur Briem trommuleik- ari og Jóhann Ásmundsson bassa- leikari. Gunnar sér um útsetningar. Hann semur upp í kjaftinn á mér Óskar Pétursson Gunnar Þórðarson Í HNOTSKURN »Gunnar semur níu lög sér-staklega fyrir Óskar. »Eitt gömlu laganna semÓskar syngur á plötunni er Bláu augun þín, sem Hljómar gerðu vinsælt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.