Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
IÐNAÐARSAFNIÐ á Krókeyri
hefur nú verið opið í rúm tvö ár en
átta ár eru liðin frá stofnun þess.
Jón Arnþórsson, stofnandi safnsins,
hefur unnið gríðarmikilvægt starf í
björgun menningarminja um hina
miklu iðnaðarstarfsemi sem þrifist
hefur á Akureyri um langt árabil og
stóð í hvað mestum blóma um miðja
síðustu öld. Hann hefur nú látið af
störfum formlega sem for-
stöðumaður safnsins en situr enn í
stjórn þess sem fulltrúi Hollvina-
félags safnsins.
Leiðsögn Jóns Arnþórssonar er
ómetanlegur hluti af upplifun heim-
sóknar í Iðnaðarsafnið og því ákvað
stjórn safnsins að ráðast í það verk-
efni að hljóðrita leiðsögnina þannig
að gestir framtíðarinnar geti notið
leiðsagnar hans með aðstoð tækn-
innar og gengið um safnið og hlust-
að á frásögnina í heyrnartólum. Í
dag, laugardaginn 16. september kl.
14, verður þessi nýbreytni formlega
tekin í notkun og
stendur gestum safns-
ins til boða eftir það.
Til þessa verkefnis
fékkst höfðinglegur
styrkur bæði frá Safn-
aráði og Samtökum
iðnaðarins og eru þess-
um aðilum færðar
bestu þakkir.
Inn í safnaleiðsögn-
ina eru fléttaðar sögur
og tónlist frá liðnum
árum sem tengjast iðn-
aðarbænum Akureyri.
Lesari með Jóni er
Brynhildur Péturs-
dóttir og um hljóðritun og tækni-
lega úrvinnslu sá Kristján Edel-
stein. Það er von mín og stjórnar
safnsins að þetta muni mælast vel
fyrir hjá safngestum og auka enn
frekar á ánægju þeirra af heimsókn
í Iðnaðarsafnið.
Það er ánægjulegt
að finna vaxandi áhuga
Akureyringa fyrir
safninu sem kemur
fram með marg-
víslegum hætti. Fyr-
irtæki og félagasamtök
hafa stutt dyggilega
við rekstur safnsins í
gegnum árin og er sá
stuðningur mik-
ilvægur. Stöðugt ber-
ast safninu gjafir sem
tengjast sögu iðnaðar-
ins á Akureyri, gömul
áhöld og gripir, eins
má nefna gamlar auglýsingar og
kynningarefni, sveinsstykki og
meistarabréf, ásamt fjölda mynda. Í
sumar var sett upp á safninu lítil
sumarsýning tengd textíliðnaðinum
sem er fróðleg viðbót við hið öfluga
starf sem þar fer fram.
Næsta verkefni sem safnið mun
ráðast í er að hljóðrita viðtöl og frá-
sagnir starfsfólksins sem vann á
þeim vinnustöðum sem kynntir eru í
safninu. Stefnt er að því að flétta
þær frásagnir inn í safnaleiðsögnina
þannig að minningar og þekking
fari ekki forgörðum heldur varðveit-
ist til framtíðar.
Markmið safnsins er að vera
sögulegur grundvöllur iðnþróunar á
Íslandi á liðinni öld. Í safninu eru
saman komnir fjársjóðir upplýsinga
sem bíða frekari rannsókna.
Í safnastarfsemi dagsins í dag er
lykilatriði að auka nýtileika safna og
safnkostsins. Jón Arnþórsson hefur
safnað saman ómetanlegum hlutum
og minningum um líf og starf Ak-
ureyringa á liðinni öld. Það er okkar
sem tökum við kyndlinum úr hendi
hans að kynna þetta safn og þann
fjársjóð minninga sem það hefur að
geyma.
Jón á disk
Sigrún Björk Jakobsdóttir
segir frá hljóðritaðri leiðsögn
Jóns Arnþórssonar um
Iðnaðarsafnið á Krókeyri
» Jón Arnþórsson hefur safnað saman
ómetanlegum hlutum
og minningum um líf og
starf Akureyringa á
liðinni öld.
Sigrún Björk
Jakobsdóttir
Höfundur er stjórnarformaður
Iðnaðarsafnsins.
ALDREI fyrr hafa jafnmargir Ís-
lendingar unnið sjálfboðavinnu fyrir
Rauða kross Íslands eins og síðastlið-
inn laugardag í lands-
söfnuninni ,,Göngum til
góðs“. Tvö þúsund og
sex hundruð sjálf-
boðaliðar gengu í hús
og söfnuðu ríflega þrjá-
tíu og sjö milljónum
króna til styrktar börn-
um í sunnanverðri Afr-
íku sem eiga um sárt að
binda vegna alnæmis.
Sjálfboðaliðar í deild-
um Rauða krossins um
land allt sáu um fram-
kvæmd söfnunarinnar
á sínu heimasvæði en
söfnunarstöðvar voru
alls 71. Hver deild skipulagði starfið
með sínum hætti, enda aðstæður og
hefðir mismunandi eftir byggð-
arlögum og landshlutum. Nú í fyrsta
sinn náðist að fullmanna allar söfn-
unarstöðvar í Reykjavík.
Ég vil koma á framfæri þakklæti til
landsmanna fyrir mikinn samhug og
traust í garð Rauða krossins og
þeirra verkefna sem hann sinnir. Með
þessum stuðningi geta heimamenn í
Malaví, Mósambík og Suður-Afríku
aðstoðað hjálparvana börn svo um
munar, linað þjáningar þúsunda og
gefið mörgum mögu-
leika á betra lífi og
bjartari framtíð.
Enn og aftur sannast
að kraftur Rauðakross-
hreyfingarinnar er fólg-
inn í öllu því fólki sem
gefur vinnu sína og fjár-
muni í þágu mann-
úðarstarfa. Máttur
fjöldans og samhugur
hans sýndi sig í söfn-
uninni á laugardaginn
var.
Allt söfnunarféð mun
renna óskert til verk-
efna Rauða krossins í
ofangreindum löndum. Landsfélögin
þar sjá um framkvæmd verkefna og
búa yfir gríðarlegu neti sjálfboðaliða
sem starfa af miklum eldmóði og
leggja sitt af mörkum til að vinna
gegn þeim vanda sem alnæmið veldur
samfélaginu. Rauði kross Íslands hef-
ur nú þegar hafist handa við að styðja
við þetta starf. Þegar liggur fyrir
áætlun um að byggja þrjú barna-
heimili í Malaví.
Ég hvet alla sem áhuga hafa á öðr-
um sjálfboðastörfum hjá Rauða
krossinum til að kynna sér þau fjöl-
breytilegu verkefni sem félagið vinn-
ur að hér innanlands. Sjálfboðastörf
eru unnin á vettvangi deilda Rauða
kross Íslands en þær eru 51 um allt
land. Þeim sem hafa hug á að koma
að slíkum verkefnum er bent á að
hafa samband við Rauðakrossdeild-
ina á sínu svæði. Hver og einn ætti að
geta fundið verkefni við sitt hæfi. Hér
má m.a. benda á heimsóknarþjón-
ustu, hjálparsímann 1717, starf með
geðfötluðum, aðstoð við flóttamenn
og starf með börnum og ungmennum.
Nánari upplýsingar um þessi sjálf-
boðaverkefni og önnur á vegum
Rauða kross Íslands má fá á heima-
síðu félagins, www.redcross.is.
Þakkir til íslensku
þjóðarinnar
Ómar H. Kristmundsson
fjallar um starfsemi Rauða
kross Íslands og landssöfnunina
Göngum til góðs
»Ég vil koma á fram-færi þakklæti til
landsmanna fyrir mik-
inn samhug og traust í
garð Rauða krossins og
þeirra verkefna sem
hann sinnir.
Ómar H.
Kristmundsson
Höfundur er formaður Rauða kross
Íslands.
HAUSTLÆGÐIR ganga yfir
landið. Baugsmál enn komin á
kreik. Íslenska skammdegið lætur
ekki að sér hæða. Jóhannes í Bónus
kvað á dögunum upp
grimman dóm yfir
sjálfum sér á eigin
sjónvarpsstöð í sorg-
legu viðtali. Auðjöf-
urinn kvaðst vakna að
næturlagi og vilja snúa
menn úr hálslið. Að
venju voru sökudólgar
hinir sömu í dell-
umokstri Baugs. Mér
þó blandað í málið.
Kaupmaðurinn kveður
mig leigupenna í þjón-
ustu krullhærða
náungans í stjórn-
arráðinu. Samsærið
vindur upp á sig. Nú
ætla ég ekki að gera lít-
ið úr hugarangri þeirra
sem komast í kast við
lögin. Það er áreið-
anlega djöfullegt, eins
og Jói í Bónus hefur
sagt. En þráhyggja um
samsæri hefur valdið
íslensku samfélagi ómældu tjóni.
Baugsmál hófust í eigin ranni í Am-
eríku þegar kastaðist í kekki milli
feðganna og Jóns Geralds Sullen-
bergers. Hin hörmulegu Baugsmál
eru sjálfskaparvíti feðganna. Þeir
eiga að vera menn til þess að horf-
ast í augu við eigið klúður.
Samsærissmiðir á kreik
Í Ameríku upphófust grimmar
deilur. Spæjarar voru gerðir út til
höfuðs Jóni Geraldi sem kvað Baug
skulda sér háar fjárhæðir. Mála-
ferlum Baugs var kastað út úr am-
erískum dómsölum. Jón Gerald
kom til Íslands með kröfur á hend-
ur Baugi. Feðgarnir greiddu strák
háar fjárhæðir. Jón Gerald fór bón-
leiður til búða íslenskra fjölmiðla
með harm sinn. Enginn fékkst til
þess að birta Ameríkusögur sem
þóttu of gassalegar fyrir viðkvæma
íslenska alþýðu. Styrmir ritstjóri
neitaði að birta fréttir frá Ameríku.
Það er öll óvildin. Fáðu þér lög-
mann, sagði ritstjórinn. Hann
nefndi þann besta. Það var auðvit-
að Jón Steinar. Samsærið varð til.
Þjóðin þekkir eftirmála. Héraðs-
dómur kvað mark ekki takandi á
Jóni Gerald vegna
hefndarþorsta.
Samt er endalaust
tuðað um samsæri
stjórnarráðsins. Bók-
un stjórnar Baugs var
lögð fram ásamt frá-
sögn af dæmalausum
fundi í Lundúnum.
Tveimur stjórn-
armönnum misbauð
svo mjög að þeir
sögðu af sér. Nú segir
Jói í Bónus að ég sé
leigupenni stjórn-
arráðsins. Þú ert ann-
aðhvort með mér eða
á móti mér, sagði
Bush. Jói er við sama
heygarðshorn. Und-
anfarna daga hafa
nokkrir samsær-
issmiðir stungið nið-
ur penna. Þar fer
fremstur Hallgrímur
„blá-hönd“ Helgason
sem gengur fram af hengiflugi slef-
burðar. Starfsmenn Símans töldu
þrjátíu símtöl úr forsætisráðuneyt-
inu til ríkislögreglustjóra. Gróa á
Leiti sagði mér, sagði rithöfund-
urinn. Síminn mótmælti sem raka-
lausu slúðri.
30 símtöl –
30 silfurpeningar
Í samræmi við hugarheim Jóa í
Bónus hlýtur Hallgrímur að teljast
leigupenni Baugs. Sjálfsagt er rit-
höfundurinn að skrifa handrit að
bíómynd. Jói í Bónus kveðst ætla
að leika sjálfan sig. Rithöfundurinn
nefnir þrjátíu símtöl. Tengsl við
þrjátíu silfurpeninga Júdasar?
Skyldi Jói í Bónus ganga á vatni í
myndinni eins og frelsarinn forð-
um?
Að kveða upp dóm
yfir sjálfum sér
Hallur Hallsson fjallar um
Baugsmálið
» Þráhyggjaum samsæri
hefur valdið ís-
lensku sam-
félagi ómældu
tjóni.
Hallur Hallsson
Höfundur er rithöfundur og
fréttamaður.
vaxtaauki!
10%
WWW.EBK.DK
Dagverdarness 76, Skorradal
Glæsileg dönsk hönnun með fallegum úthugsuðum smáatriðum. Stórir útsýnisgluggar, háar
framhliðar, hátt upp í mæni i öllu húsinu, sem hleypa inn mikilli birtu og skapa gott loft og vellíðan.
EBK býður 4 tegundir húsa og 35 útfœrslur. Möguleiki er á sérútfœrslum á innréttingum og að fá húsin
á mismunandi byggingarstigum. Við höfum verið hluti af sumar húsalífi á Íslandi og í Danmörku i 30 ár.
Sölumenn okkar og ráðgjafar Morten Eistorp GSM + 45 21 61 58 56 eða Trine Lundgaard Olsen
GSM +45 61 62 05 25 gefa allar upplýsingar á dönsku/ensku og senda sölubœklinga (á dönsku).
Nýtt: OPIÐ HÚS laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. sept. kl. 13-16
Aðalskriftstofa: +45-58 56 04 00
Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse
Mán.- fös.: 8-16.30
Sun. og helgidaga: 13-17
BELLA CENTER: +45-32 52 46 54
C.F. Møllers Allé, Ørestaden, København
Mán.- mið. og lau. 13-17
Sun. og helgidaga: 11-17
6
4
37
EBK SØHOLM 108, bebygget areal 94 kvm, overdækket terrasseareal 13 kvm.
Á heimasíðu okkar er hægt að sjá husin sem við bjóðum. Sýningahús eru staðsett við
aðalskrifstofu okkar og við Bella Center:
OPIÐ HÚS Í SKORRADAL