Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 55
menning
STAÐALBÚNAÐUR: 2.0 lítra - 158 hestöfl, fjórhjóladrif,
hiti í speglum, hraðastillir (PLUS), hiti í sætum (PLUS),
hiti í framrúðu (PLUS), sjálfvirk loftkæling (PLUS),
kastarar í stuðara (PLUS), sóllúga (LUX), aðgerðastýri
(LUX) og leðurinnrétting (LUX).www.subaru.is
Forester2.590.000,- Forester PLUS2.790.000,- Forester LUX 3.090.000,-
Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is
Akureyri
461-2960
Njarðvík
421-8808
Höfn í Hornafirði
478-1990
Reyðarfirði
474-1453
Fyrir þennan pening færðu sjálfskiptan jeppling sem stendur sig
betur en aðrir þegar kemur að aksturseiginleikum, afli, öryggi
og endingu. Hann er hvorki of stór né of lítill, situr vel á vegi en hefur
samt meiri veghæð en aðrir jepplingar. Hann er á svipuðu verði
og venjulegir fólksbílar en þrátt fyrir það er vélin í Forester 158
hestöfl sem er meiri kraftur en í flestum dýrari jepplingum.
Umboðsmenn
um land allt
Subaru Forester hefur verið valinn besti jepp-
lingurinn 3 ár í röð af tímaritinu Car and Driver.
2.590.000,-
Subaru Forester er ódýrari en Toyota RAV4,
Honda CR-V og allir hinir jepplingarnir. Samt
stendur hann sig betur. *
HAUSTLÍNAN
ER KOMIN
Það vakti athygli mína í vik-unni að sú mynd sem næst-flestir kvikmynda-
húsagestir hér á landi gerðu sér
ferð til að sjá var íslenska heimild-
armyndin Þetta er ekkert mál. Ég
var ekki hissa á því að fólk gerði
sér ferð í bíó til að sjá þessa
áhugaverðu mynd heldur er það
því miður sjaldgæft að íslenskar
myndir séu þær mest sóttu í kvik-
myndahúsum landsins. Nið-
urstaðan hlýtur að vera sér-
staklega ánægjuleg fyrir
aðstandendur myndarinnar þar
sem nú stendur yfir kvik-
myndahátíð, sem myndin var
reyndar sýnd í tengslum við, og
því framboð í bíóhúsum meira en
venjulega.
Þetta er ekkert mál er heimild-armynd um Jón Pál Sigmars-
son. Myndin hefur að geyma jafnt
minningar samferðamannanna um
manninn sjálfan, upptökur frá
ferli hans sem og leikin atriði frá
ævi og uppvexti Jóns Páls.
Myndin hefur víða mælst vel fyr-
ir og gaf Sæbjörn Valdimarsson,
gagnrýnandi Morgunblaðsins,
myndinni fjórar stjörnur af fimm
mögulegum og sagði myndina
„heiðarlega, fróðlega og yfir höf-
uð bráðskemmtilega“.
Auk þess sem myndin hefurfengið góða umsögn og við-
fangsefnið spennandi gefur að-
sóknin vísbendingar um að ís-
lenska bíógesti langi að sjá innlent
efni í meira mæli.
Allavega er það von mín að sú sé
raunin. Einhverra hluta vegna
hefur aðsókn á margar íslenskar
myndir verið helst til dræm án
þess að ég þori að geta mér til um
ástæður þess. Örlítið hærra miða-
verð getur tæpast verið raunin þar
sem ég á erfitt með að ímynda mér
að kvikmyndaáhugafólk setji 200
króna mismun fyrir sig þegar
áhugaverðar kvikmyndir eru ann-
ars vegar.
Íslenskir kvikmyndagerðarmennhafa í auknum mæli sýnt að
þeir séu vel samkeppnishæfir í al-
þjóðlegu umhverfi. Bara í vikunni
bárust fréttir af því að Little Trip
to Heaven Baltasars Kormáks og
Blóðbönd Árna Ólafs Ásgeirssonar
hafi báðar verið tilnefndar til
Kvikmyndaverðlauna Norð-
urlandaráðs auk þess sem Blóð-
bönd er meðal þeirra 49 mynda
sem Evrópska kvikmyndaaka-
demían hefur valið í forval til Evr-
ópsku kvikmyndaverðlaunanna,
sem veitt verða síðar á árinu.
Önnur íslensk mynd verðurfrumsýnd um helgina. Það er
hin mjög svo vel heppnaða Börn úr
smiðju Ragnars Bragasonar og
leikarahópsins sem kennir sig við
Vesturport. Það er von mín að ís-
lenskir bíógestir láti hana ekki
fram hjá sér fara.
Ekkert mál,
margir
fyrir Jón Pál
»Einhverra hlutavegna hefur aðsókn
á margar íslenskar
myndir verið helst til
dræm án þess að ég
þori að geta mér til um
ástæður þess.
Vinsæll Þetta er ekkert mál, heimildamynd um Jón Pál Sigmarsson, var
næst aðsóknarmesta kvikmyndin í íslenskum bíóhúsum síðustu vikuna.
AF LISTUM
Birta Björnsdóttir
birta@mbl.is