Morgunblaðið - 16.09.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 16.09.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 19 OFANLEITI 2 • KRINGLAN 1 • HÖFÐABAKKA 9 SÍMI: 599 6200 www.hr.is F A B R IK A N 2 0 0 6 Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík býður upp á námsbrautir í matstækni MATSTÆKNI er hagnýtt og sérhæft nám sem er sniðið fyrir sérfræðinga og þá sem hafa hug á að starfa á sviði eignamats, svo sem tjónamats fasteigna, fast- eignamats vegna viðhalds, lánshæfismats vegna fasteignaviðskipta, o.fl. Grunnnámskeið hefjast 25. september. Umsóknarfrestur er til 21. september. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Borgþórsson, gudmb@ru.is og í síma 599-6444. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á slóðinni www.hr.is/matstaekni París. AFP, AP. | Hálfri annarri öld eftir að bein Neanderdalsmanns voru grafin upp í fyrsta skipti í Þýskalandi hafa komið fram vís- bendingar um að Neanderdalsmað- urinn hafi lifað miklu lengur en talið var. Talið hefur verið að Neanderdals- maðurinn hafi dáið út fyrir 30.000– 33.000 árum en þeir útreikningar hafa verið mjög umdeildir. Ný rann- sókn, sem skýrt er frá í vísinda- tímaritinu Nature, bendir hins vegar til þess að Neanderdalsmaðurinn hafi lifað fyrir 28.000 árum og „hugs- anlega jafnvel fyrir 24.000 árum“. Þessi niðurstaða byggist á rann- sókn á viðarkolum sem fundust í Gorhamshelli á Gíbraltar. Stein- áhöld, sem rakin voru til Neander- dalsmannsins, fundust í hellinum fyrir hálfri öld. „Ef til vill voru þetta síðustu Neanderdalsmennirnir,“ sagði Clive Finlayson, vísindamaður við Gíbralt- ar-safnið. Hvers vegna dó hann út? Vísindamenn eru þó ekki á einu máli um rannsóknina. Nokkrir sér- fræðingar á þessu sviði hafa látið í ljósi efasemdir um að niðurstöður vísindamannanna séu nákvæmar. Á Gíbraltarhöfða hafa fundist sjö aðrir staðir þar sem talið er að Neanderdalsmenn hafi dvalið. Vísindamennirnir, sem tóku þátt í rannsókninni, véfengja þá kenningu að nútímamaðurinn hafi tortímt Neanderdalsmanninum í samkeppni um fæðu og landsvæði. Rannsókn á steináhöldum sem fundust í Malaga, um 100 km austan við Gíbraltar, bendir til þess að nútímamaðurinn hafi verið kominn á þetta svæði þeg- ar Neanderdalsmaðurinn bjó í Gor- hamshellinum. Vísindamennirnir telja að í nokkur þúsund ár hafi Neanderdalsmaðurinn deilt svæðinu með nútímamanninum. Talið er að Neanderdalsmaðurinn hafi flakkað um stórt svæði og notað hellinn öðru hverju til að elda, borða og sofa. Í hellinum hafa fundist bein dýra á borð við villta geit og hjartar- dýr og leifar af kræklingi og skel- fiski. Vísindamenn hafa lengi reynt að svara þeirri spurningu hvað varð til þess að Neanderdalsmaðurinn dó út. Auk kenningarinnar um að hann hafi orðið undir í samkeppninni við nútímamanninn um fæðu og land- svæði er hugsanlegt að hann hafi dá- ið út af völdum sýkla sem hann hafi fengið frá nútímamanninum eða vegna loftslagsbreytinga. Lifði lengur en talið var N0 ")(3 = 67 N0 ')& 1&O10 "?3110 )' )0!10       3(> ")&10 .)0(> > ') ')0 3= < >10('' " &( 3(& > I .0N21 9 0 (3 '7I< < >10('' ! < &0 < &E0(0 1< # ?01<# D@ 0 ''N!'(' 6)'(0 (3 9) > ') ')0 3= < >10('' 5 '7I< < >10('' " &( 3(& >  < ' I # ?0 )> 3)'510 F(> 12250%& I / 0" <")33( ? ?01'1<  &1'1 3)(& 0 & .)0!&O01< (''1. 2'1< )('= 5)0.('5 0 5 )3!%10 310?!.%0>1' <)> 5)(3 ! 31< 3)(( I 3@N > 1< ! 3(' 70 ")33('1< . 01  # ?0 5%<13# () )!      * '+   ,  !-%+    !-! .%  & +  % / '  ".   - !" .! '"!"0    (     7I< < >10('' ! < &0 < &E0(0 1< # ?01< 5 ? 0O10 > 0)!@ (3 &0I!1# ) ')0 3= < >10('' 3(&>( &E0(0 1#9#6#  # ?01< 1" ) ) ! 1"   !! 345(( 345((  6 $# 7   2 % 7 %! % 7$8696 !"!"#$%&'!( )&       !" # $%   Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is BAN Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, hefur nú tvívegis feng- ið afgerandi stuðning í óformlegri at- kvæðagreiðslu í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna um það hver skuli taka við starfi framkvæmdastjóra SÞ þegar Kofi Annan lætur af embætti í árslok. Um eins konar leynilega skoðanakönnun á fylgi frambjóð- enda er að ræða og niðurstaðan er ekki bindandi. Engu að síður þykir staða Bans nú sterk, á meðan telja má víst að Jayantha Dhanapala frá Sri Lanka heltist senn úr lestinni, en hann varð neðstur í kjörinu. Fimmtán ríki eiga sæti í örygg- isráðinu og í atkvæðagreiðslunni í fyrradag fékk Ban fjórtán „hvetj- andi“ atkvæði, en eitt letjandi. Í fyrri skoðanakönnun, sem framkvæmd var í júlí, fékk hann tólf „hvetjandi“ atkvæði, eitt „letjandi“ og tvö ríki lýstu engri skoðun. Næstur á eftir Ban núna, eins og í júlí, kom Indverj- inn Shashi Tharoor, aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá SÞ, og síðan Su- rakiart Sathirathai, aðstoðarfor- sætisráðherra Taílands. Í fjórða sæti var Zeid al Hussein, sendiherra Jórdaníu hjá SÞ, en skammt er síðan hann lýsti yfir framboði sínu. Hafði því verið spáð að hann fengi meiri stuðning í örygg- isráðinu – en Zeid fékk sex „hvetj- andi“ atkvæði, fjögur „letjandi“ en fimm lýstu engri skoðun – en hann nýtur mik- illar virðingar og margir hafa bent á að jákvætt væri að velja múslíma til verksins; en það yrði þá í fyrsta sinn í sögu samtakanna. Allir fimm yfirlýstir frambjóðend- ur koma frá Asíu og víðtæk samstaða er um að næsti framkvæmdastjóri eigi að koma þaðan, en Asíumaður hefur ekki setið í stóli framkvæmda- stjóra SÞ síðan U Thant frá Burma lét af störfum 1971. Bandaríkin hafa þó lagt áherslu á að aðeins hæfni manna eigi að ráða niðurstöðunni. Ekki er vitað hvaða ríki greiddi Ban Ki-Moon „letjandi“ atkvæði í fyrradag en sé þar um eitthvert fastaríkjanna fimm að ræða gæti það ráðið úrslitum; einkum ef um væri að ræða Kína eða Bandaríkin, en rætt er um að enginn geti hreppt þetta hnoss nema vera í náðinni í bæði Washington og Peking. Fréttaskýr- endur segja að þrátt fyrir góða kosn- ingu Bans séu áhrifamenn ekki ýkja spenntir fyrir honum eða öðrum frambjóðendum og því gæti svo far- ið, að fleiri vænlegir kandídatar kæmu fram á sjónarsviðið á næstu dögum eða vikum. Fleiri gætu enn tilkynnt framboð Ban Ki-Moon stendur best að vígi í keppni um starf framkvæmdastjóra SÞ Ban Ki-Moon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.