Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 250. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is EFTIRSÓTT HELENA SVERRISDÓTTIR HÆTTIR MEÐ HAUKUM Í VOR OG HELDUR TIL TEXAS „GEGGJAГ FIMM BINDA BÓKMENNTASAGA ER FRAMTAK >> LESBÓK GÍFURLEG reiði hefur brotist út í múslímaheiminum vegna ræðu Benedikts XVI. páfa á þriðjudag, þar sem hann tengdi saman ísl- amstrú og ofbeldi. Óttast er að ræðan kunni að leiða til mótmæla- öldu líkrar þeirri sem náði hámarki í upphafi þessa árs í kjölfar birt- ingar danska dagblaðsins Jyllands- Posten á skopmyndum af Múham- eð spámanni fyrir um ári. Þannig lýsti Mohammed Mahdi Akef, leiðtogi Bræðralags músl- íma, helsta flokks stjórnarand- stæðinga í Egyptalandi, því yfir að ummælin „sýndu ekki fram á rétt- an skilning á íslam“. Abdel Mo- neim Abul Futuh, flokksbróðir Akefs, tók í sama streng og sagðist eiga von á „öfgafullum viðbrögð- um“ við ummælunum. Jafnframt sagði Futuh þau „meira móðgandi fyrir íslam en skopmyndirnar vegna þess að þau hefðu komið frá leiðtoga milljóna manna en ekki blaðamanni“. Ræddi um heilagt stríð Má rekja þessa reiði fyrst og fremst til tilvitnunar páfa í Manuel II. Paleologus, keisara austróm- verska ríkisins á 14. öld, um að eina framlag Múhameðs til sögunnar væri „illir hlutir og ómennskir“. Lét páfi þessi orð falla í ræðu við Regensburg-háskóla í Þýskalandi á þriðjudag, þar sem hann gerði heilagt stríð íslamskra öfgamanna að umtalsefni. Talsmaður Vatík- ansins sagði í yfirlýsingu í gær að páfi hefði ekki ætlað sér að móðga múslíma. Reuters Reiði Pakistanskir múslímar hrópa slagorð í mótmælaskyni við ummæli páfa, sem þeir segja vera níð um íslam. Fordæma ræðu páfa Hefur kallað á hörð viðbrögð Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is  18 | Mikil reiði Boða skurði umhverfis Bagdad Bagdad. AFP. | Íraska innanríkisráðuneytið tilkynnti í gær áætlun um að grafa um- fangsmikla skurði umhverfis Bagdad, í því skyni að takmarka umferð uppreisnar- manna um höfuðborgina. Jafnframt verður tugum aðleiða að Bagdad lokað og aðgengi að borginni takmarkað við 28 akstursleiðir undir ströngu eftirliti öryggisvarða. „Við munum umkringja borgina með skurðum,“ sagði Abdel Karim Khalaf, her- foringi og talsmaður innanríkisráðuneytis- ins, í gær. Tilkynningin kemur í kjölfar mikillar of- beldisöldu í borginni, en á annað hundrað manns hafa fallið í árásum vígamanna á síð- ustu þremur dögum. Mörk Bagdads eru um 80 km löng og er talið að nokkra mánuði muni taka að grafa skurðina. GERT er ráð fyrir að blönduð skrifstofu-, þjónustu- og íbúðarbyggð rísi á svæðinu við Köllunarklettsveg og Héðinsgötu gangi eftir skipulagstillaga sem kynnt var á fundi hafnarstjórnar Faxaflóahafna í síð- ustu viku. Svæðið sem um ræðir er alls 62.000 m2 að stærð. Samkvæmt skipulags- tillögunni sem kynnt var í síðustu viku á að reisa á svæðinu sex tíu til fjórtán hæða skrifstofu- og þjónustubyggingar og fjögur 17 hæða íbúðarhús, sem gætu rúmað 260 íbúðir. Í dag eru þarna lagerbyggingar af ýms- um formum og gerðum sem er misjafnlega vel við haldið og segir í tillögunni að svæð- ið sé til verulegra lýta fyrir aðliggjandi byggð. Markmiðið sé að skapa heildstætt svæði með „skrifstofu-, þjónustu- og íbúð- arbyggingum með glæsilegu yfirbragði af háum gæðaflokki, sem nýta til fullnustu þau gæði sem svæðið hefur upp á að bjóða. Þar vegur mest einstakt útsýni til norðurs, vesturs og austurs,“ segir í tillögunni. Þá sé svæðið nálægt Laugarnesinu og mið- borginni, auk þess sem tenging sé við Sæ- braut. Í tillögunni segir að með því að blanda saman íbúðum og atvinnuhúsnæði náist fram það sem sé eftirsóknarverðast í öllum borgum, en bæjarhlutinn verður lif- andi allan sólarhringinn alla daga. Þar kemur jafnframt fram að lega bygging- anna hafi í för með sér að skerðing útsýnis frá íbúðarhúsum sunnan Kleppsvegar verði eins lítil og hægt er. | 6 Blönduð byggð rísi við Köllunarklettsveg Tillaga um sex 10 til 14 hæða skrifstofu- og þjónustubyggingar og fjögur 17 hæða íbúðarhús Ljósmynd/GP Arkitektar 17 hæða íbúðahús Samkvæmt tillögunni á að reisa fjögur slík hús í nýja hverfinu. „Gæti orðið vatn á myllu öfgamanna“ MAGNÚS Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að múslímar gætu túlkað ummæli páfa á þriðjudag sem enn eina atlöguna að trú þeirra og því sem þeim þykir vera heilagt. „Mér finnast ummæli páfa mjög óheppileg, einkum ef tíma- setning þeirra er höfð í huga. Þau eiga óhjákvæmilega eftir að vekja deilur og verða umdeild. Þótt svo páfi hafi ef til vill ekki meint orð sín á þann hátt sem þau hafa verið túlkuð álíta marg- ir múslímar hann andlegan leiðtoga kristinna manna. Þetta kann því að staðfesta í hugum margra íslamstrúarmanna, að Vest- urlandabúar séu ekki að leita sátta, heldur séu þeir þvert á móti í vígahug. Föstudagurinn í dag [í gær] var helgidagur múslíma og þetta hefur án efa verið helsta umræðuefnið í samkomuhúsum múslíma.“ Magnús, sem vildi taka fram að hann hefði enn ekki lesið ræðu páfa, úti- lokar ekki að öfgamenn muni færa sér ummælin í nyt. „Þetta mál kemur upp í aðdraganda Ramadan-mánaðar, þegar samheldni múslíma er mikil. Þá er andrúmsloftið öðruvísi en í öðrum mánuðum ársins. Það er því hætt við því, að þetta geti orðið vatn á myllu öfgamanna. Páfi hefði átt að huga betur að því hvernig hann kom boðskap sínum á framfæri.“ Í HNOTSKURN »Tilvitnunin í orðManuel II. keisara var sótt í rit líbanska fræðimannsins Theo- dore Khoury. »Keisarinn er sagð-ur hafa látið þessi orð falla er Konst- antínópel var undir umsátri í lok 14. ald- ar. »Benedikt XVI. páfivar eitt sinn fræði- maður við Regens- burg-háskólann þar sem ræðan var haldin. Kaupmannahöfn. AFP. | Sumir kalla hana ofmetnasta við- komustað ferðamanna í heiminum, aðrir segja hana ómissandi fyrir sjálfs- mynd Dana. Eitt er þó víst: eitt þekktasta einkenni Danmerkur, styttan af litlu hafmeyjunni, hefur eignast litla systur. Sá munur er þó á að framúrstefnulegt útlit litlu systur er frábrugðið klassískum útlínum þeirrar eldri, en þær standa skammt frá hvor ann- ari við Löngulínu. „Þetta er ekki eftirlíking, heldur systir sem lítur allt öðruvísi út en er engu síður aðlaðandi og mun vonandi laða að marga ferðamenn,“ sagði myndhöggvarinn Bjørn Nørregaard um hugarfóstur sitt sem var afhjúpað í gær. Nýja hafmeyjan er öðruvísi en styttan af hinni frægu sögupersónu Hans Christians Andersens á fleiri vegu því ólíkt eldri systur sinni er hún ekki í seiling- arfjarlægð ákafra ferðamanna. Hafmeyjan eignast „systur“ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.