Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 52
HINGAÐ til lands er kominn jap- anski leikhópurinn Theatre du Sygne. Hópurinn mun frumsýna Snegla tamin (e. Taming of the Schrew) eftir William Shakespeare á Stóra sviði Þjóðleikhússins í dag, laugardag, kl. 20. Theatre du Sygne hefur sýnt verk Shakespeares víða um heim og hefur hópurinn áður sett upp m.a. Kaupmanninn í Feneyjum, Makbeð og Óþelló. Ísland er fyrsti áfangastaður hópsins í leikför um Evrópu þar sem Snegla tamin verður flutt. Heimsókn leikhópsins hingað til lands er í tilefni þess að liðin eru 50 ár frá því Japan og Ísland tóku upp stjórnmálasamband. Leiksýningin er flutt á japönsku með enskum skýringartextum. Leikstjóri er Hisao Takase en leik- mynd er eftir Izumi Matsuoka og tónlist eftir Shihoko Miyaki. Leikarar eru Shiro Arai, Hiro- kazu Hayashi, Yohei Matsukado, Atsuko Ogawa, Gouki Ogawa, Motonobu Hoshino, Kazuro Yano, Seiko Tano, Mitsutaka Tachikawa, Ken Hojo, Yasuhiro Wakita og Iz- umi Matsuoka. Einn af fyrstu gamanleikjum Shakespeares Snegla tamin er eitt af fyrstu verkum Shakespeares. Talið er lík- legt að verkið, sem er gamanleikur, hafi verið skrifað árið 1594. Snegla sú sem um ræðir heitir Katherina og er eldri dóttir Bapt- ista Minola, kaupmanns frá Padua. Hún er svo hviklynd mjög að það Japanskur Shakespeare í Þjóðleikhúsinu virðist engum manni hent að hafa á henni hemil. Bianca, systir hennar, er hins vegar andstæða Katherinu hvað geðslag varðar og þykir hún mikill kvenkostur sem ófáir að- alsmenn ganga á eftir með grasið í skónum. Faðir þeirra systra hefur hins vegar svarið þess eið að gifta ekki Biöncu fyrr en Katherina er gengin út. Tveir af aðdáend- um yngri systurinnar taka því höndum sam- an og véla um að koma Biöncu í hnapphelduna hið snarasta. Sagan fer svo að flækj- ast þegar tveir ferðlangar koma í bæinn. |laugardagur|16. 9. 2006| mbl.is Staðurstund Þýsku myndlistarmennirnir Baumgartel og Kobe sýna í Safni fígúratíf verk sem sækja í þýska málverkshefð. » 54 Kammermúsíkklúbburinn fagn- ar í ár hálfrar aldar afmæli sínu. Dagskrá afmælisárins hefst á morgun. » 54 Ljósmyndakeppni mbl.is og Hans Petersen hefur staðið yfir í allt sumar. Í vikunni voru úr- slitin kunngerð. » 56 ljósmyndir Ríkarður Ö. Pálsson brá sér á sinfóníutónleika. Hann segir hvern einasta mann hafa skilað sínu ýtrasta. » 56 dómur Birta Björnsdóttir veltir fyrir sér íslenskri kvikmyndagerð og dræmri aðsókn að hérlendri framleiðslu. » 55 af listum M or gu nb la ði ð/ B ry nj ar G au ti Í sýningarskrá sem fylgir sýningu Hall- steins Sigurðssonar í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar, Hjól – Plógur – Væng- ir, kemst listfræðingurinn Jón Proppé svo að orði að verk listamannsins séu „nokkuð sér á parti í jurtagarði íslenskrar högg- myndalistar þar sem þó er allfjölbreytt flóra“. Sjálfur vill Hallsteinn lítið gera út af orðum Jóns um sérstöðu sína enda hógværðin uppmáluð þeg- ar talið berst að listsköpun hans. Það er viðeig- andi að nota sama lýsingarorð um létt og tær listaverkin. Verk sín vinnur Hallsteinn í málm, oftast járn en stundum ál. Formbyggingin er naum og segir Jón Proppé að það láti nærri að flokka þau til eins konar minimalisma fyrir vikið. Verkin eru þrívíð – „hugsuð frá öllum hliðum,“ með orðum Hallsteins. Öfugt við landslagsmálara sem leitar sér að mótívum til að vinna með segist hann sífellt vera á höttunum eftir viðfangsefnum í ljósi forms þeirra, eitthvað sem höfði til sín út frá hinni þrí- víðu hugsun. Það er því við hæfi að segja að hann stundi form- stúdíur. DNA, vængir og plógur „Ég sá t.d. mynd í blaði af DNA-hringstiga. Ég fór eitthvað að gera út frá því og það endaði með fjórum myndum sem eru hér á sýningunni,“ segir Hallsteinn um viðfangsefni sín. „Svo sá ég teikningu eftir Leonardo da Vinci af væng. Ég fór að skoða hvort ég gæti ekki gert vængi og úr urðu sjö verk.“ Hann tekur þó fram að ekki sé um stælingu á teikningu Da Vincis að ræða heldur sé nær að tala um að hann notfæri sér viðfangsefnið hverju sinni. „Svo sá ég eldgamlan, ryðgaðan, skakkan og skældan plóg uppi við Elliðaár- vatnsbæinn. Hann varð kveikjan að tveimur myndum,“ bætir Hallsteinn við. Spurður út í vinnuferlið segist hann byrja á að gera skissur að verkum sínum í vír og að í raun eyði hann sífellt meiri tíma í þá vinnu í seinni tíð. „Þá veit ég meira hvað ég er að gera og vil fá út úr vinnunni. Það er í raun minni- hlutinn sem ég geri svo á endanum stærri.“ Sýningin opnar klukkan 15 í dag. Hógværar formstúdíur »Hallsteinn Sig-urðsson vinnur verk sín í málm, oftast járn en stundum ál. Verkin eru þrívíð, eða eins og listamaðurinn segir sjálfur: „hugsuð frá öllum hliðum.“ myndlist tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.