Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afmælistilboð laugardag og sunnudag! Minni samloka 500 kr. Stærri samloka 700 kr Risasamloka 1000 kr Gos úr vél fylgir. Helgarveisla 2 risar og 2 l gos 1800 kr. Kúluís með tveimur kúlum 100 kr. Salat með heitu kjöti og Kristall 550 kr. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag lesbók YFIR SÍÐUSTU FORVÖÐ ÞAU ÞEKKTU EKKI LANDIÐ SEM ÞAU VÖLDU AÐ SÖKKVA OG ÞAU ÞEKKTU EKKI ÁNA SEM ÞAU ÁKVÁÐU AÐ SKRÚFA FYRIR Vinstri grænir eru frjálshyggjuflokkur ! Eða hvað er frjálshyggja? » 16 Tvennt einkennir helst nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar sem kom út í vikunni, skáldskapur og rit- dómar. Nóg er af hvoru tveggju. Í heftinu er meðal annars nýr skáld- skapur eftir Baldur Óskarsson, Steinar Braga, Þórdísi Björns- dóttur, Hauk Má Helgason og Heimi Pálsson. Og svo eru ritdómar um nokkrar þeirra skáldsagna og ævi- sagna sem komu út um síðustu jól en einnig ýtarleg úttekt Ástráðs Ey- steinssonar prófessor á ljóðabókum 2005. Þetta efni minnir nokkuð á tímaritið eins og það var lengst af á síðustu öld. En síðan eru einnig í þessu nýja hefti greinar um menningarástand eða menningarvettvanginn, eins og það er kallað, til dæmis skrifar Jón- as Sen um Sumartónleika í Skál- holti. Einnig er að finna pólitíska um- ræðu í heftinu. Stefán Snævarr heimspekingur skrifar grein með fyrirsögninni „Miðjan harða og hentistefnan mjúka“ en í undirfyr- irsögn spyr hann hvort það geti ver- ið „hugmyndafræði handa Samfylk- ingunni (og kannski fleiri flokkum)“. Og Gísli Sigurðsson íslenskufræð- ingur birtir fyrri hluta greinar um íslenska málpólitík. Að síðustu verður svo að nefna frásögn Sigurðar Pálssonar af því þegar hann mætti Samuel Beckett á götu í París árið 1968, grein með mikinn táknrænan þunga og óvænt- um endi. Vikið er að þessari grein í Neðanmáli Lesbókar í dag. Nýtt hefti TMm komið út Skáldskapur, menning og pólitík T anztheatre Wuppertal, dansleikhús Pinu Bausch, er komið hingað til lands. Frítt föruneyti 50 lista- manna, þar af á þriðja tug framúrskarandi dansara. Hópurinn mun halda fjórar sýn- ingar í Borgarleikhúsinu á verkinu Água dagana 17., 18., 19., og 20. októ- ber. Pina Bausch er einn af jöfrum nú- tíma danslistar og er heimsókn dans- flokks hennar hingað til lands stór- viðburður í íslensku menningarlífi. List Pinu Bausch verður seint flokkuð eftir hefðbundnum leiðum eða krufin til fullnustu, en verk henn- ar einkennast af því að notast við fjölda listmiðla og sækja innblástur úr ólíklegustu áttum. Verkið Água er engin undantekn- ing, en verkið er undir sterkum áhrif- um frá brasilísku borginni São Paulo og er sýningunni lýst sem seiðandi og ögrandi, litríkri og íburðarmikilli. Er sviðsmyndin svo umfangsmikil að þótti fréttnæmt þegar byrjað var að setja hana upp í Borgarleikhúsinu, en þrjá gáma af stærstu gerð þurfti til að flytja umgjörð verksins hingað til lands. „Þrátt fyrir að erlendir gestir flykktust til að sjá sýningar hennar þá voru viðbrögð íbúa Wuppertal allt að því grimmdarleg, en fram á níunda áratuginn var litið á Bausch sem eins- konar framúrstefnulegan antikrist,“ segir Karen María Jónsdóttir fags- tjóri við Listaháskóla Íslands meðal annars í ítarlegri grein um Bausch. Undra- barnið ótta- lausa frá Wuppertal Ljósmynd/Atsushi Iijima Pina Bausch Í verki hennar Aqua gefa rúmba, samba og pálmatré tóninn. H vernig skrifar maður íslenska bókmenntasögu? Til dæmis þegar heil öld er undir, öld sem flestir lesendanna muna? Þrennt er í boði. Að skrifa sögu bókmenntanna út frá þróun þjóðfélagsins. Að skrifa sögu bókmennta- fræðinnar, hvernig bækur hér hafa verið túlk- aðar, lesnar og metnar. Eða, smíða eins konar höfundatal sem myndar samfellda sögu. Nei, annars, fjórði kosturinn er til; að vinna grunn- rannsóknir á ákveðnum verkum, höfundum eða tímabilum og endurskoða þannig það sem áður hefur verið um þau skrifað. Þar með verður til ný bókmenntasaga, okkar tíma túlkun – nýtt mat. Þetta er sett hér fram á þessum einfölduðu nótum til þess að árétta hvað það er í raun flókið að skrifa bókmenntasögu lands. Allir þessir kostir, og margir fleiri, koma til greina, ekki síst samtímis. Fjórða og fimmta bindi Íslenskrar bókmenntasögu eru komin út hjá Máli og menn- ingu, í ritstjórn Guðmundar Andra Thorssonar með köflum eftir tíu höfunda, sérfróða um hin ýmsu svið bókmenntanna. Hér er lagt til atlögu við allar bókmenntir 20. aldarinnar og litið í fjöl- skrúðug horn þeirra. Bindin fylla tómarúm sem orðið var hrópandi. Og nú leikur fólki forvitni á að vita: hvaða leiðir voru farnar við ritunina og hvað er yfir höfuð að gerast? Fánabláu bindin Öll fimm bindi Íslenskrar bókmenntasögu eru í samræmdum, bláum búningi og passa í þar til gerða safnöskju. „Stefnt var að bókmenntasögu í aðgengilegu formi, sem væri um leið markvert, fræðilegt innlegg. Henni er beint að öllum, hún ætti að vera til á hverju heimili,“ segir ritstjór- inn. Hátt í 1500 hundruð síður eru teknar undir bókmenntir 20. aldar í IV. og V. bindi. Stíllinn er oftast aðgengilegur og upplýsandi og virðist ekki krefjast sérfræðimenntunar af lesanda. Litaðir rammar brjóta textann upp, þar er m.a. að finna brot úr viðtölum við höfunda, fréttir af þjóðfélagsástandi, bókagagnrýni og aðrar við- tökur. Bækurnar eru myndskreyttar í svart- hvítu, myndir af bókakápum endurspegla tíð- aranda og minnt er á tengsl skáldskapar við myndlist. Raunar prýða málverk sjálfar káp- urnar. Olíumálverk Georgs Guðna á kápu V. bindis má kannski túlka á þann veg að (bók- mennta)landslagið sem við erum stödd í núna sé enn svo þokukennt að erfitt sé að henda á því reiður – en um leið það heillandi að menn megi til að reyna. Hvernig á sagan að hljóma? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bókmenntasaga Á kápu V. bindis er þoku- kennt landslag eftir Georg Guðna. Laugardagur 16. 9. 2006 81. árg. laugardagur 16. 9. 2006 PALLAR OG POLLAR HRESSIR HJÓLREIÐAGARPAR FINNST SKEMMTILEGAST AÐ HJÓLA Í POLLUM „Hjóla á milli mömmu og pabba,“ segir Birgir Viðar » 3 Hjólreiðakappar Birgir Viðar og Stefán Karl hjóla og stökkva á stökkpöllum í Laugardal. Strákurinn á myndinni hér að of- anverðu ætlar út að hjóla en hann vantar sitthvað til að vera öruggur í umferðinni. Áður en farið er út að hjóla þarf að passa upp á að hjólið sé í lagi. Ýmislegt annað verður líka að hafa á hreinu. Hjálmur og olnbogapúðar veita öryggi. Púðana er sérstaklega gott að hafa þegar verið er að læra að hjóla. Hjólalukt og glitaugu eru nauðsynleg þegar hjólað er í myrkri. Eins gott er að lásinn sé líka með. Umfram allt þarf þó að passa sig í umferðinni og fara eftir umferðareglum. Veistu hvað strákinn vantar? Reyndu að finna þá hluti í barna- blaðinu. Öryggi á hjóli Allir sem kunna að hjóla vita hvað það er gaman að fara út að hjóla. Um leið og þú stígur upp á hjólið ertu að fara í óvissuferð. Þú veist ekki hvað bíður þín handan við hornið. Kannski er besti vinur þinn þar. Þú leggur af stað og finnur lyktina af gróðrinum. Þú tekur vel eftir umhverfinu. Þú stígur fastar á pedalana og vindurinn feykir hárinu þínu. Frelsistilfinning hellist yfir þig. Þú getur farið hvert sem er. Þér líður vel, hvernig sem þér leið áður en þú lagðir af stað. Smám saman skríður bros fram á varir þínar og áður en þú veist af ertu skælbrosandi á leið um fjöll og firnindi. Með frelsið í fanginu þeys- ir þú um holt og hæðir á hjólafákn- um þínum. Gaman að hjóla b n laugardagur 16. 9. 2006 íþróttir mbl.isíþróttir Landslið kvenna í körfu brýtur í blað í Keflavík>> 2 LOGI SPÁIR Í SPILIN „FH-INGAR HLJÓTA AÐ LEGGJA ALLT KAPP Á AÐ TRYGGJA SÉR TITILINN Á HEIMAVELLI“ Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „Ég er gríðarlega spennt enda hef ég komið tvisvar í heimsókn í skól- ann. Það var eitthvað sem heillaði mig við staðinn, þjálfarateymið og skólann,“ sagði Helena en skólalið- ið heitir TCU og er í Texas. Skól- inn er lítill á bandarískan mæli- kvarða en þrátt fyrir það eru nemendur 7.000. Þetta er því að- eins stærra en maður á að venjast úr Flensborgarskólanum.“ Hefur stefnt lengi að því að komast út Helena telur að hún hafi valið rétt umhverfi en fleiri skólalið vildu fá hana í sínar raðir. „Ég veit að hverju ég geng í þessum skóla. Liðið er gott og var í 25. sæti á styrkleikalistanum í fyrra. Skólinn er í NCAA deildinni eða efstu deild og það verður spennandi að sjá hvernig maður stendur sig í samanburði við aðra leikmenn. Ég hef stefnt að þessu lengi, að kom- ast í háskólanám samhliða körfu- boltanum, og núna er þetta allt klappað og klárt. Tímabilið með Haukum verður því það síðasta hjá mér í bili og það verður bara gam- an að verja titilinn.“ Kynnist örugglega mörgu nýju Helena telur að hún muni bæta sig mikið sem leikmaður í Banda- ríkjunum enda er samkeppnin mikil. „Það verður eflaust margt nýtt sem ég þarf að tileinka mér sem leikmaður og ekki síst utan vallar. Það tekur allt sinn tíma og ég geri mér alveg grein fyrir því. Þjálfarinn verður eflaust með eitt- hvað meira af „línuhlaupum“ en ég hef átt að venjast hér heima en það er bara hluti af „pakkanum“ að kynnast einhverju nýju. Ég hef reyndar hitt þjálfarann tvívegis og rætt við leikmenn liðsins um að- ferðir hans. Mér líst vel á það sem ég sá og hef heyrt og hlakka mikið til að takast á við þetta verkefni sem stendur yfir í fjögur ár.“ Lengi vakið athygli Helena er hávaxinn bakvörður en það eru afar fáir leikmenn sem eru jafnhávaxnir í þeirri stöðu. Á undanförnum árum hefur hún vak- ið mikla athygli með yngri lands- liðum Íslands og í Evrópukeppn- inni með Haukum. Íslenskar knattspyrnukonur hafa leikið með TCU skólaliðinu og má þar nefna Báru Gunnars- dóttur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á förum Helena Sverrisdóttir landsliðskona í körfuknattleik úr Haukum. Helena fer frá Haukum Hefur tekið tilboði frá háskóla í Texas og heldur utan næsta vor HELENA Sverrisdóttir, landsliðs- kona í körfuknattleik, mun leika sitt síðasta tímabil í vetur með Ís- landsmeistaraliði Hauka. Helena, sem leikur sem leikstjórnandi, lýkur stúdentsprófi frá Flens- borgarskóla næsta vor og hefur hún þegið boð frá bandarískum háskóla um að leika með liði skól- ans samhliða háskólanámi næstu fjögur árin. Íslenska kvenna- landsliðið í knattspyrnu fell- ur niður um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knatt- spyrnu- sambandsins sem gefinn var út í gær. Ísland er í 21. sæti á listanum en sem fyrr eru heimsmeistarar Þýska- lands í efsta sæti og Bandaríkin í öðru sæti. Íslenska liðið á eftir að leika tvo leiki á þessu ári. 28. sept- ember mætir liðið Portúgal á úti- velli í lokaleik sínum í und- ankeppni HM og þann 8. október leikur íslenska liðið æfingaleik gegn Bandaríkjunum ytra. Ísland fellur um þrjú sæti Jörundur Áki Sveinsson. Willum Þór Þórsson þjálfari karla- liðs Vals í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við Hlíð- arendaliðið um tvö ár. Willum átti eitt ár eftir af samningi sínum við Val en er nú bundinn Vals- mönnum til næstu þriggja ára. Willum tók við þjálfun Vals fyrir síðasta tímabil og náði frábærum árangri með liðið sem var þá ný- liði í Landsbankadeildinni. Vals- menn höfnuðu í öðru sæti í deild- inni og urðu bikarmeistarar. Valur missti marga leikmenn fyrir yfirstandandi tímabil og þurfti Willum að byggja upp svo til nýtt lið. Eðlilega fóru Valsmenn hægt af stað á tímabilinu vegna mikilla mannabreytinga en hafa sótt í sig veðrið jafnt og þétt og eru í 2. sæti deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið. Willum hjá Val til 2009 Thomas Gravesen hefur leikið sinn síðasta landsleik fyrir Danmörku. Þessi mikli jaxl til- kynnti í gær að landsliðsferli sínum væri lokið og hann ætlaði að beina öllum kröftum sínum að Celtic sem hann gekk til liðs við frá Real Madrid á dögunum. Gravesen lauk því keppni fyrir danska landsliðið í leiknum gegn Íslend- ingum á Laugardalsvelli fyrr í mánuðinum en þar lagði hann upp síðara mark Dana í 2:0 sigri. Það var 66. landsleikur Gravesens sem stendur á þrítugu og gekk á dögunum til liðs við Celtic frá Real Madrid á Spáni. ,,Ég skil sáttur við landsliðið. Ég spilaði í úr- slitakeppni HM og á EM og öðlaðist gríðarlega með því að spila með landsliðinu. En nú finnst mér tímabært þegar ég er kominn til Celtic að hætta með landsliðinu. Ég er afar þakklátur fyrir þann tíma sem ég átti með landsliðinu og ég vil þakka Morten Olsen landsliðsþjálfara, öllum samherjum mínum, stuðningsmönnum landsliðsins og öllum þeim sem að liðinu koma,“ sagði Gravesen þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína. Hefur tekið þátt í þremur stórmótum Gravesen lék sinn fyrsta landsleik fyrir Dani gegn Tékkum í ágúst 1998. Hann var í liði Dana sem lék í úrslitakeppni EM 2000 og 2004 og var með liðinu í úrslitakeppni HM í S-Kóreu og Japan 2002. ,,Gravesens verður sárt saknað í leikjunum sem við eigum eftir að spila í undankeppni EM enda hefur hann verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í liði okkar,“ segir Morten Olsen lands- liðsþjálfari Dana. ,,Ég hef vitað það í nokkurn tíma að hann ætlaði að hætta. Ég reyndi að fá hann til að skipta um skoðun en því miður gekk það ekki. Ég ber hins vegar virðingu fyrir ákvörðun hans og óska honum alls hins besta hjá Celtic,“ sagði Olsen. Gravesen lauk keppni á Íslandi Hefur ákveðið að hætta að leika með danska landsliðinu og einbeita sér alfarið að félagsliði sínu Yf ir l i t                                  ! " # $ %       &         '() * +,,,                   Í dag Sigmund 8 Bréf 41 Veður 8 Minningar 42/46 Staksteinar 8 Skák 46 Viðskipti 16 Kirkjustarf 47/50 Erlent 18/19 Staðurstund 52/59 Menning 20/21 Leikhús 58 Akureyri 25 Myndasögur 60 Árborg 25 Dægradvöl 61 Suðurnes 26 Dagbók 62/63 Landið 26 Víkverji 64 Daglegt líf 24/33 Velvakandi 64 Forystugrein 34 Bíó 62/65 Umræðan 36/41 Ljósvakamiðlar 66 * * * Innlent  Gert er ráð fyrir að blönduð skrif- stofu-, þjónustu- og íbúðarbyggð rísi á svæðinu við Köllunarklettsveg og Héðinsgötu gangi eftir skipulagstil- laga sem kynnt var á fundi hafn- arstjórnar Faxaflóahafna í síðustu viku. Reisa á sex tíu til fjórtán hæða skrifstofu- og þjónustubyggingar og fjögur 17 hæða íbúðarhús, sem gætu rúmað 260 íbúðir. »6  Síðustu bakvakt við björg- unarþyrlur varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli lauk í gærmorgun og geta nú Íslendingar eða sjófarendur við landið engrar aðstoðar vænst úr þessari átt. Þyrlunum verður pakkað saman og þær fluttar úr landi. Landhelgisgæslan á að fá tvær nýjar þyrlur afhentar 1. okt. nk. »miðopna Erlent  Gífurleg reiði hefur brotist út í múslímaheiminum vegna ræðu Bene- dikts XVI. páfa á þriðjudag, þar sem hann tengdi saman íslamstrú og of- beldi. Óttast er að ræðan kunni að leiða til mótmælaöldu líkrar þeirri sem náði hámarki í upphafi þessa árs í kjölfar birtingar danska dag- blaðsins Jyllands-Posten á skop- myndum af Múhameð spámanni fyrir um ári. »1  Íraska innanríkisráðuneytið til- kynnti í gær áætlun um að grafa um- fangsmikla skurði umhverfis Bagdad, í því skyni að takmarka umferð upp- reisnarmanna um höfuðborgina. Jafnframt verður tugum aðleiða að Bagdad lokað og aðgengi að borginni takmarkað við 28 akstursleiðir undir ströngu eftirliti öryggisvarða. » 1 Viðskipti  Hagstofa Íslands gaf í gær út Hagtíðindi þar sem segir að hag- vöxtur á öðrum ársfjórðungi hafi ver- ið 2,75% að raungildi frá sama tíma í fyrra, og sé hagvöxtur það sem af er árinu mun minni en í fyrra. Meg- inástæðan er mikill samdráttur í vexti einkaneyslu. Einkaneysla jókst um 4,6% frá því í fyrra, en árið áður jókst hún um 12,3%. Mjög hefur dregið úr innflutningi ökutækja. Þá hefur vöxtur fjármunamyndunar dregist saman. » 16 LÆGRI VEXTIR LÆGRA LÁNTÖKUGJALD Stjórn enska úr- valsdeildarliðs- ins Arsenal vísar á bug öllum fregnum um að það eigi í eða hafi átt í við- ræðum við er- lenda frjárfesta um kaup þeirra á félaginu. Nokkr- ir enskir fjöl- miðlar greindu frá fregnum í þessa veruna í gærmorgun og að rússneskur auð- jöfur hefði m.a. átt í viðræðum við stjórn Arsenal um kaup á félaginu, þar á meðal nýjum leikvelli Arsen- al, Emirates Stadium, sem tekinn var í notkun í sumar. „Stjórn Arsenal vill taka það sér- staklega fram að ekki hefur borist tilboð í félagið né hefur stjórnin átt í viðræðum um hugsanlega sölu fé- lagsins. Allar vangaveltur í þessa veruna er fullkomlega úr lausu lofti gripnar,“ sagði í yfirlýsingu sem stjórnin sá ástæðu til að senda frá sér um hádegisbilið í gær. Arsenal er ekki til sölu Jens Lehmann. Portsmouth hefur enn ekki fengið á sig mark í ensku úrvalsdeildinni og takist liðinu að forða því að Charl- ton skori í dag þegar liðin eigast við á heimavelli Charlton á The Walley mun Portsmouth hafa haldið marki sínu hreinu í sjö og hálfa klukku- stund. David James stendur á milli stanganna hjá Portsmouth en þessi litríki markvörður gekk í raðir Portsmouth frá Manchester City. Margir telja sig sjá handbragð Tony Adams á varnarleik Portsmo- uth en Adams, sem er aðstoð- armaður Harrys Redknapps, var um árabil kjölfestan í vörn Arsenal og enska landsliðsins. ,,Ég veit að einhverjir þakka mér fyrir þennan góða varnarleik sem liðið hefur sýnt þar sem ég spilaði með Arsenal í mörg ár og varn- arleikurinn var oftar en ekki að- alsmerki liðsins. Auðvitað gleðst ég yfir því þegar liðið fær ekki á sig mörk en ég vil ekki þakka mér það. Í nútímafótbolta er það allt liðið sem sinnir varnarleiknum og það hefur tekist vel hjá okkur,“ segir Adams. Handbragð Tony Adams Reuters Sigurreifir Louis Saha fagnar marki með Manchester United gegn Celtic í Meistaradeildinni í vikunni ásamt Wayne Rooney og Ole Gunnari Solskjær. Þeir verða væntanlega allir í sviðsljósinu á morgun þegar United tekur á móti Arsenal á Old Trafford. Tveir stórleikir eru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á morgun þegar „stóru liðin“ fjögur mætast innbyrðis. Manchester Unit- ed fær Arsenal í heimsókn og Chelsea tekur á móti Liverpool. Wayne Rooney fær tækifæri til að láta ljós sitt skína en hann hefur, eins og Paul Scholes, afplánað þriggja leikja bann. Alex Ferguson, stjóri United, hef- ur tröllatrú á að Rooney komi sterkur til leiks en hann þótti ekki ná sér á strik í Evrópuleiknum gegn Celtic í vikunni. ,,Hann verður betri í leiknum við Arsenal. Rooney er eins og hver ann- ar knattspyrnumaður í heiminum. Hann þarf leiki til að komast í æf- ingu,“ sagði Ferguson en Rooney tók ekki bara út leikbann í úrvalsdeild- inni heldur var hann líka í banni í tveimur leikjum í undankeppni EM með Englendingum fyrr í mánuðin- um vegna brottrekstursins í leiknum gegn Portúgal á HM í sumar. ,,Þetta verður hörkuleikur eins og ávallt þegar þessi lið mætast. Það verða fjölmargir frábærir fótbolta- menn inni á vellinum svo þetta ætti að geta orðið fínn leikur.“  Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, segist gera sér grein fyrir mikilvægi leiksins við Liverpool. ,,Tímabilið er rétt að byrja en stig- in eru afar mikilvæg og þá sérstak- lega fyrir liðin sem hafa tapað stig- um. Ég vil ekki afskrifa Liverpool í baráttunni ef það tapar fyrir okkur en það verður erfitt fyrir Liverpool ef það gerist, sem ég auðvitað vonast eftir,“ segir Mourinho sem hefur fagnað sigri í öllum fjórum deildar- leikjunum á móti Liverpool. Rooney verður öflugur enski boltinn Andrew Johnson er strax orðinn kóngur á Goodison » 4 MÆTAST STÁLIN STINN „ÉG GET EKKI SAGT HVER KASTAÐI PITSUNNI, EN HANN VAR HVORKI ENSKUR OG NÉ FRANSKUR“ laugardagur 16. 9. 2006 íþróttir mbl.is AÐALMEÐFERÐ í máli lögreglu- stjórans á Selfossi gegn tveim bif- hjólamönnum fyrir meintan utan- vegaakstur við Hagavatn í sumar fer fram 9. nóvember við Héraðsdóm Suðurlands. Í gær var farið í vett- vangsferð þar sem dómari og sak- flytjendur ásamt ákærðu sjálfum skoðuðu umrædd svæði þar sem lög- reglan á þyrlu Landhelgisgæslunnar hafði afskipti af mönnunum. Ákærðu neita sök í málinu og hafa fengið sér verjendur til að flytja mál- ið fyrir dómi. Í þyrlueftirliti í júníbyrjun voru níu torfærumenn á bifhjólum kærðir fyrir utanvegaakstur við Hengilinn og Hagavatn og hafa þegar tveir þeirra hlotið sektardóma í héraði upp á samtals 145 þúsund krónur fyrir brot á 17. grein náttúruvernd- arlaga. Lögreglan er á því að þyrlueftirlit- ið hafi haft mjög mikil áhrif á ut- anvegaakstur í sumar og að slík hátt- semi hafi snarminnkað þegar samstarf við þyrlusveit Landhelgis- gæslunnar hófst. Boðar lögreglan áframhaldandi eftirlit úr lofti í sam- starfi við Landhelgisgæsluna. Réttað yfir bifhjólamönnum Teknir fyrir utanvegaakstur við Hagavatn í þyrlueftirliti fyrr í sumar Ljósmynd/Kristján Árnason Á vettvangi Þyrla Landhelgisgæsl- unnar með lögregluna innanborðs . MARGOFT lá við árekstrum á Vest- urgötu eftir að umferð um hana var breytt á fimmtudag en fyrir slembi- lukku varð aðeins einn árekstur, að sögn varðstjóra umferðardeildar lög- reglunnar í Reykjavík. Ökumenn átt- uðu sig sumir alls ekki á breyting- unum fyrr en um seinan og þær virðast hafa komið þeim algjörlega í opna skjöldu. Auglýsing um breyt- ingarnar birtist á einum stað – í Stjórnartíðindum. Til þess að leiðbeina ökumönnum setti lögreglan í Reykjavík upp skilti og í gærmorgun setti Reykjavík- urborg einnig upp fleiri skilti. Rúnar Sigþórsson, varðstjóri umferð- ardeildar, segir að margir þeirra sem hafi ekið um götuna áratugum saman hafi átt í mestu vandræðum með að átta sig á breytingunum. Hann telur að það hefði þurft að kynna breyting- arnar áður en þær gengu í gildi. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er ástæðan fyrir breytingunum sú að íbúar við Vest- urgötu og Ægisgötu óskuðu eftir þeim. Til að styrkja þá ósk var safnað undirskriftum meðal íbúa og söfn- uðust 156 undirskriftir. Morgunblaðið/ÞÖK Einstefna veldur vanda ELDUR kviknaði í þaki yngri deildar Varmárskóla í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær og var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Stórrýmingu þurfti að framkvæma þar sem eldurinn kom upp á kennslutíma en engan sakaði. Að sögn varðstjóra hjá SHS var mikill reykur í húsinu en lítill eldur sem var bundinn við nokkur smá- svæði á afmörkuðum hluta hússins. Þurftu slökkviliðsmenn að rífa klæðningar af húsinu til að upp- ræta eldinn og var notuð sérhönn- uð hitamyndavél slökkviliðsins til verksins. Slökkviliðið var um tvær og hálfa klukkustund á vettvangi og tók reykræsting talsverðan tíma. Að sögn Viktors S. Guðlaugs- sonar skólastjóra tókst að rýma skólann á örfáum mínútum en áætlanir um útgönguleiðir eru í hverri kennslustofu og brunaæfing- ar haldnar reglulega. Kemur atvik- ið ekki til með að hafa áhrif á áframhaldandi skólastarf og verður hægt að byrja kennslu aftur á mánudag. Um 400 nemendur voru í húsinu þegar eldurinn kom upp og telur slökkviliðið að rýmingin hafi gengið eins og best verður á kosið. Grunur er um íkveikju og er lögreglan í Reykjavík með málið í rannsókn. Eldur í þaki skóla Tókst að rýma 400 manna bygginguna á örfáum mínútum Bruni Á vettvangi við Varmárskóla HVERFISLÖGREGLUMENN í Reykjavík upplýstu tvö skemmd- arverk í vikunni þar sem ungmenni komu við sögu. Í fyrra málinu höfðu nokkrir piltar á framhaldsskólaaldri kveikt í grindverki en könnuðust ekki við verknaðinn þegar á þá var gengið. Lögreglumennirnir sáu hins vegar við þeim og þegar yfir lauk höfðu piltarnir viðurkennt verkn- aðinn og héldu síðan mjög skömm- ustulegir heim á leið að sögn lög- reglunnar. Í seinna málinu komu við sögu yngri drengir sem hentu grjóthnull- ungum í grunnskóla. Einn steinninn braut rúðu og hafnaði inni í skóla- stofu. Myndir náðust af athæfinu en erfitt var að þekkja piltana af upp- tökunni. Hverfislögreglumaður taldi að hægt væri að þekkja þá á klæðnaðinum og spurðist því fyrir. Svo fór að hann fann piltana en þeir játuðu á sig sök. Fastlega er búist við að þeim verði gert að bæta tjónið. Að sögn lögreglu er lykilatriði við lausn svona mála að hverfislöggæsl- an þekki til aðstæðna á hverjum stað. Játuðu skemmdir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.