Morgunblaðið - 16.09.2006, Side 27

Morgunblaðið - 16.09.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 27 „ÞEGAR KR sport kynnti fyrst hugmyndir sínar að Akademíu fyr- ir nokkrum árum sat ég í unglinga- ráði félagsins og hef síðan beðið spenntur eftir því að þeim yrði hrint í framkvæmd,“ segir Friðrik H. Jónasson faðir Steins, sem nú æfir með Akademíunni. „Ég er mjög ánægður með að KR sport sé að gefa drengjum þetta tækifæri. Það er þroskandi að leggja hart að sér í glímu við erfið verkefni. Drengir sem fá þetta tækifæri munu örugglega eflast. Þeir verða öflugri knattspyrnumenn og sem skiptir ekki minna máli, betur í stakk búnir til þess að takast á við lífið.“ Samtvinna nám og áhugamál Friðrik er jafnframt dósent í sál- fræði við Háskóla og hefur m.a. set- ið í námsmatsnefnd framhaldskól- anna. Það er því ekki úr vegi að spyrja hann hver sýn hans sé á aka- demíu sem þessa út frá faglegu sjónarhorni? „Framhaldsskólar hérlendis hafa margir lengi tekið tillit til tónlistarnáms nemenda, enda viðurkennt að þrotlausar æf- ingar þarf til að ná árangri á því sviði. Í Menntaskólanum í Hamra- hlíð hefur tónlistarbrautin t.d. ver- ið mjög vinsæl hjá þeim sem leggja stund á tónlist. Til þess að ná ár- angri í íþróttum þarf sömuleiðis aga og ástundum og á allra síðustu árum hafa einstaka framhalds- skólar verið að koma til móts við nemendur sem líklegir eru til af- reka á því sviði og leggja mikið á sig við æfingar og keppni. Má þar t.d. nefna Fjölbrautarskóla Suður- lands og nemendur sem eru í af- rekshópi í körfubolta. Tónlistar- nám á efri stigum hefur sem sagt verið metið til eininga og það væri sanngjarnt að sama gilti um afreks- þjálfun íþróttafólks.“ Friðrik segir að bandarískir framhaldsskólar samtvinni iðulega markvisst hefðbundið nám við ann- að sem ungt fólk vill taka sér fyrir hendur. „Áfangakerfið, sem flestir íslenskir framhaldsskólar starfa samkvæmt, býður upp á tvinna saman nám og áhugamál. Þau ljón sem almennt virðast hafa staðið í veginum eru viðhorf og afstaða skólastjórnenda og svo aðstaða til iðkenda.“ Enska deildin draumurinn Steinn Friðriksson er 18 ára og hefur æft fóbolta svo lengi sem hann man eftir sér enda býr hann í næsta nágrenni við herbúðir KR, á Meistaravöllum. „Mig langar auð- vitað að reyna mig í atvinnu- mennsku erlendis, enska deildin væri draumurinn,“ segir Steinn sem áttar sig þó vel á mikilvægi hefðbundna námsins. „Ég er á nátt- úrufræðibraut í Menntaskólanum í Reykjavík og þó ég sé ekki enn búin að ákveða hvað ég myndi vilja gera í framtíðinni kemur margt til greina,“ segir hann og sennilega mun það líka ráðast af því hvaða stefnu boltinn mun taka í lífi Steins. Hann æfir nú 7-10 sinnum í viku í Akademíunni. Færðu ekki leikfim- ina metna í skólanum? „Nei, því miður ekki, ekki ennþá en það er verið að skoða þann möguleika. Leikfimitímarnir myndu þá nýtast til annars náms.“ En er þetta ekki mikið álag í lífi ungs manns? „Jú, vissulega og stundum er þetta erfitt en þetta er líka gaman og lærdómsríkt. Teitur er strangur þjálfari en góður og fé- lagsskapurinn er skemmtilegur. Það er líka heiður að komast í Aka- demíuna og ég hef trú á því að hún skili árangri.“ Þroskandi glíma Morgunblaðið/ÞÖK Ánægðir Feðgarnir Friðrik og Steinn eru ánægðir með Akademíuna. Hámarks þægindi, stærðin skiptir máli Það er okkur mikilvægt að þú njótir hámarksþæginda í nýja Stressless® stólnum þínum. Þess vegna höfum við framleitt sama stólinn í mörgum stærðum svo að stóllinn passi þér fullkomlega. Reynslan hefur kennt okkur að pör sem kaupa sér Stressless® þurfa oftar en ekki sitt hvora stærðina. Sjálfvirk hnakkapúðastilling, aðeins í Stressless - Þú getur lesið eða horft á sjónvarp í hall- andi stöðu. Ótrúleg þægindi. Sérstakur mjóbaksstuðningur samtengdur hnakkapúða- stillingu. Þú nýtur fullkomins stuðnings hvort sem þú situr í hallandi eða uppréttri stöðu. Svefnstillingin er gerð virk með einni einfaldri hreyfingu. Ármúla 44 - 108 Rvk. S: 553 2035 www.lifoglist.isÞú sérð varla muninn - þetta er spurning um fullkomin þægindi. Haustferðir fyrir eldri borgara 5. eða 12. okt. Costa del Sol – nokkur sæti laus Frá 39.990 kr. Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó á Aquamarina, 5. eða 12. okt. í viku Innifalið í verði: Flug, gisting, skattar og íslensk fararstjórn. Aukavika í boði. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Hafnarfjörður sími 510 9500 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Hotel Mediterraneo – fjögurra stjörnu hótel með hálfu fæði. Frá 84.990 kr. Netverð á mann í tvíbýli með hálfu fæði, 3 vikur á Hotel Mediterraneo, 5. eða 12. okt. Innifalið í verði: Flug, skattar, gisting með hálfu fæði og íslensk fararstjórn. Aukavika í boði. Aquamarina – góð staðsetning og góðar íbúðir. Tryggðu þér sæti í glæsilega haustferð Benidorm – viðbótargisting! AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.