Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.09.2006, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Hvaðan komu landnámsmenn? Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞETTA SKILTI Á EKKI VIÐ MIG... ...EN MÉR FINNST GAMAN AÐ STANDA HÉRNA FÓLK HRÆÐIST MIG VEGNA ÞESS AÐ ÉG ÞEKKI RÉTTA FÓLKIÐ VARIST KÖTTINN VARIST KÖTTINN ÉG ÆTLA AÐ FARA AÐ HEIMAN MAÐUR NOKKUR ER Á GANGI, ÞEGAR HANN SÉR LÍTINN STRÁK SITJA Á GANGSTÉTTINNI. HANN SPYR HVAÐ HANN SÉ AÐ GERA STRÁKURINN SVARAR. ÉG ÆTLAÐI AÐ FARA AÐ HEIMAN EN ÉG MÁ EKKI FARA YFIR GÖTUNA VOÐA FYNDIÐÉG KANN GÓÐAN BRAN- DARA UM STRÁK SEM FÓR AÐ HEIMAN ÉG VIL EKKI BORÐA ÞETTA. LÆKNIR- INN MINN SEGIR AÐ ÉG EIGI BARA AÐ BORÐA HAMBOR- GARA ÞÁ SKAL ÉG HRINGJA Í LÆKNINN ÞINN HJÁLP! HÚN VISSI AÐ ÉG VÆRI AÐ LJÚGA, VIÐ ERUM Í LJÓTUM MÁLUM! VIÐ? ÉG ER AÐ HRINGJA NÚNA SÆLL LÆKNIR, MIG LANGAR AÐ SPURJA ÞIG UM KALVIN KLUKKAN ER NÚNA 18:30 BÍB! LÆKNIRINN ÞINN SAGÐI AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ FÁ TESKEIÐ AF LAXEROLÍU OG LEGGJAST SVO UPP Í RÚM HANN SAGÐI ÞAÐ EKKI? HVAÐ ER LAXER- OLÍA? EN EF ÞÚ ERT ÓHEPPIN... ...ÞÁ KYNNISTU MANNI SEM VEIT EKKI HVAÐ HÚSVERK ERU EF ÞÚ ERT HEPPIN ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ KYNNAST MANNI SEM GENGUR Í HÚSVERKIN ERUM VIÐ KOMIN? ERUM VIÐ KOMIN? ERUM VIÐ KOMIN? EF ÞIÐ HÆTTIÐ EKKI AÐ SPYRJA ÞÁ FER ÉG EKKI MEÐ YKKUR Í FLÓASIRKUSINN! ÞÁ ER ÉG BÚIN AÐ ELDA FÖSTUHÁTÍÐARMATINN Í FYRSTA SKIPTI ÞAÐ ER FREKAR SKRÍTIÐ, ÉG HEF ALLTAF TENGT ÞAÐ VIÐ MÖMMU MÍNA EÐA ÖMMU EN NÚ ER ÞAÐ MÍN ÁBYRGÐ AÐ SJÁ UM FÖSTUHÁTÍÐINA HÚN ER Í GÓÐUM HÖNDUM ALLAVE- GA ÞVÖLUM HÖNDUM HVAR Á ÉG AÐ STANDA Á MEÐAN BARDAGANUM STENDUR? HVERGI, ÞÚ LEIKUR EKKI Í ÞESSU ATRIÐI ÁHÆTTULEIKARINN OKKAR SÉR UM ÞETTA HVAÐ ÆTLI HANN SEGI ÞEGAR HANN KEMST AÐ ÞVI AÐ ÉG ER EKKI LEIKARI? Hátíðarstemning verður íGrindavík á sunnudag.Þá er réttardagur ogbæjarbúar og gestir koma saman til að eiga góða stund. Björn Haraldsson er versl- unarmaður í bænum: „Þetta er mikill hátíðisdagur hjá Grindvíkingum og koma menn að langar leiðir til að upp- lifa stemninguna,“ segir Björn. „Réttin er sú eina á Reykjanesi sem enn er notuð, og hefur verið á þessum stað í 400 ár eða lengur. Réttin er mjög falleg og vel hlaðin og einn af hornsteinum Grindavíkur.“ Safnið er rekið til Þórkötlustað- arréttar í Grindavík um kl. 19 í dag, laugardag, og verður þá settur í al- menninginn, en byrjað verður að draga í dilka kl. 13 á sunnudag: „Það er mikið fjör þegar menn eru að bisa við þetta, bæði börn og fullorðnir. Stemningin er einstök, og þessi nota- lega haustlykt liggur í loftinu; ilm- urinn af fénu, grasinu og jörðinni. Sumir eru líka með vasapela, enda þykir það tilheyra, og mjög sennilegt að einhver á staðnum taki sig til og þenji nikkuna.“ Björn segir veðurspána góða á sunnudag og ítrekar að allir séu vel- komnir að fylgjast með réttunum: „Búið er að koma fyrir útsýnispalli svo gestir geta nánast horft ofan í réttina, og einnig er hægt að standa á réttarveggjunum og fylgjast með.“ Fyrir aðkomumenn sem ekki eru kunnugir staðarháttum má finna réttina með því að aka inn í Grinda- vík, framhjá verslunarmiðstöðinni, og beygt í áttina til Krísuvíkur. Réttin er um 2 km fyrir utan bæinn, til austurs. Í tilefni réttardagsins mun Frjáls- lyndi flokkurinn í Grindavík reisa tjald við bæinn Auðsholt fyrir ofan réttina og bjóða gestum upp á kjöt- súpu. Á Auðsholti er veflistakonan Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir með vinnustofu sína, og verður hún opin gestum og gangandi. „Í réttunum í Grindavík er iðulega meira fólk en fé, og ógleymanleg upp- lifun að taka þátt í fjörinu. Ég verð var við að eldra fólk vill gjarnan að yngri kynslóðir fái að kynnast þessari íslensku hefð, enda hluti af sögu þjóð- arinnar, en kjörið tækifæri gefst til þess nú á sunnudag,“ segir Björn. Þeir sem sækja Grindavík heim til að fylgjast með réttunum geta einnig fundið sér margt annað til dundurs: „Við erum ákaflega stolt af Salt- fisksetri Íslands, sem við opnuðum fyrir fimm árum. Grindavík er mið- stöð saltfisksverkunar á Íslandi, en í setrinu er sögð saga saltfisksins, sem um leið er veigamikill kafli í sögu landsins og verslunar við útlönd,“ segir Björn en Saltfisksetrið er opið alla daga frá kl. 11 til 18. Grindvík- ingar eiga einnig ágæta sundlaug og áhugaverða veitingastaði og versl- anir, og stutt er að fara í Bláa lónið. Nánari upplýsingar um réttirnar á sunnudag má finna á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.Grindavik- .is. Þar eru einnig upplýsingar um þá þjónustu sem í boði er í bænum. Mannlíf | Dregið í dilka á sunnudag kl. 13 Réttardagur í Grindavík  Björn Haralds- son fæddist í Reykjavík 1943. Hann lærði hús- gagnasmíði og nam við Harry Luneberg School of Seamanship í Bandaríkjunum. Björn starfaði sem smiður, og á árunum 1965– 1970 sem sjómaður og sigldi mest á Kyrrahafssvæðinu. Frá árinu 1970 hefur Björn rekið verslunina Báruna í Grindavík en hann var einnig meðhjálpari við Grindavík- urkirkju í áratug. Í vor var Björn kosinn í bæjarstjórn Grindavíkur sem fulltrúi Frjálslyndra. Björn er kvæntur Guðnýju Hallgrímsdóttur verslunarmanni og eiga þau fjögur börn og átta barnabörn. Breski rithöfundurinn J.K. Rowl-ing lenti í útistöðum við starfs- fólk flugvallar í Bandaríkjunum og komst með naumindum um borð í flugvél, þar sem hún neitaði að láta af hendi handritið að síðustu Harry Potter bókinni, sem hún vinnur nú að. Strangar reglur gilda um hand- farangur í flugi til og frá Bandaríkj- unum eftir að komið var í veg fyrir hryðjuverk í flugvélum á leið til Bandaríkjanna fyrir skömmu. Höfundurinn fékk að lokum að taka með sér handritið, vafið í teygjur. Hún segist þó hafa íhugað að fara með skipi ef hún fengi ekki að taka handritið með sér í handfarangri, en margt var þar handskrifað að sögn höfundarins auk þess sem hún átti engin afrit af því sem hún hafði unnið meðan hún dvaldi í Bandaríkjunum. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.