Morgunblaðið - 16.09.2006, Síða 19

Morgunblaðið - 16.09.2006, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2006 19 OFANLEITI 2 • KRINGLAN 1 • HÖFÐABAKKA 9 SÍMI: 599 6200 www.hr.is F A B R IK A N 2 0 0 6 Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík býður upp á námsbrautir í matstækni MATSTÆKNI er hagnýtt og sérhæft nám sem er sniðið fyrir sérfræðinga og þá sem hafa hug á að starfa á sviði eignamats, svo sem tjónamats fasteigna, fast- eignamats vegna viðhalds, lánshæfismats vegna fasteignaviðskipta, o.fl. Grunnnámskeið hefjast 25. september. Umsóknarfrestur er til 21. september. Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Borgþórsson, gudmb@ru.is og í síma 599-6444. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á slóðinni www.hr.is/matstaekni París. AFP, AP. | Hálfri annarri öld eftir að bein Neanderdalsmanns voru grafin upp í fyrsta skipti í Þýskalandi hafa komið fram vís- bendingar um að Neanderdalsmað- urinn hafi lifað miklu lengur en talið var. Talið hefur verið að Neanderdals- maðurinn hafi dáið út fyrir 30.000– 33.000 árum en þeir útreikningar hafa verið mjög umdeildir. Ný rann- sókn, sem skýrt er frá í vísinda- tímaritinu Nature, bendir hins vegar til þess að Neanderdalsmaðurinn hafi lifað fyrir 28.000 árum og „hugs- anlega jafnvel fyrir 24.000 árum“. Þessi niðurstaða byggist á rann- sókn á viðarkolum sem fundust í Gorhamshelli á Gíbraltar. Stein- áhöld, sem rakin voru til Neander- dalsmannsins, fundust í hellinum fyrir hálfri öld. „Ef til vill voru þetta síðustu Neanderdalsmennirnir,“ sagði Clive Finlayson, vísindamaður við Gíbralt- ar-safnið. Hvers vegna dó hann út? Vísindamenn eru þó ekki á einu máli um rannsóknina. Nokkrir sér- fræðingar á þessu sviði hafa látið í ljósi efasemdir um að niðurstöður vísindamannanna séu nákvæmar. Á Gíbraltarhöfða hafa fundist sjö aðrir staðir þar sem talið er að Neanderdalsmenn hafi dvalið. Vísindamennirnir, sem tóku þátt í rannsókninni, véfengja þá kenningu að nútímamaðurinn hafi tortímt Neanderdalsmanninum í samkeppni um fæðu og landsvæði. Rannsókn á steináhöldum sem fundust í Malaga, um 100 km austan við Gíbraltar, bendir til þess að nútímamaðurinn hafi verið kominn á þetta svæði þeg- ar Neanderdalsmaðurinn bjó í Gor- hamshellinum. Vísindamennirnir telja að í nokkur þúsund ár hafi Neanderdalsmaðurinn deilt svæðinu með nútímamanninum. Talið er að Neanderdalsmaðurinn hafi flakkað um stórt svæði og notað hellinn öðru hverju til að elda, borða og sofa. Í hellinum hafa fundist bein dýra á borð við villta geit og hjartar- dýr og leifar af kræklingi og skel- fiski. Vísindamenn hafa lengi reynt að svara þeirri spurningu hvað varð til þess að Neanderdalsmaðurinn dó út. Auk kenningarinnar um að hann hafi orðið undir í samkeppninni við nútímamanninn um fæðu og land- svæði er hugsanlegt að hann hafi dá- ið út af völdum sýkla sem hann hafi fengið frá nútímamanninum eða vegna loftslagsbreytinga. Lifði lengur en talið var N0 ")(3 = 67 N0 ')& 1&O10 "?3110 )' )0!10       3(> ")&10 .)0(> > ') ')0 3= < >10('' " &( 3(& > I .0N21 9 0 (3 '7I< < >10('' ! < &0 < &E0(0 1< # ?01<# D@ 0 ''N!'(' 6)'(0 (3 9) > ') ')0 3= < >10('' 5 '7I< < >10('' " &( 3(& >  < ' I # ?0 )> 3)'510 F(> 12250%& I / 0" <")33( ? ?01'1<  &1'1 3)(& 0 & .)0!&O01< (''1. 2'1< )('= 5)0.('5 0 5 )3!%10 310?!.%0>1' <)> 5)(3 ! 31< 3)(( I 3@N > 1< ! 3(' 70 ")33('1< . 01  # ?0 5%<13# () )!      * '+   ,  !-%+    !-! .%  & +  % / '  ".   - !" .! '"!"0    (     7I< < >10('' ! < &0 < &E0(0 1< # ?01< 5 ? 0O10 > 0)!@ (3 &0I!1# ) ')0 3= < >10('' 3(&>( &E0(0 1#9#6#  # ?01< 1" ) ) ! 1"   !! 345(( 345((  6 $# 7   2 % 7 %! % 7$8696 !"!"#$%&'!( )&       !" # $%   Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is BAN Ki-Moon, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, hefur nú tvívegis feng- ið afgerandi stuðning í óformlegri at- kvæðagreiðslu í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna um það hver skuli taka við starfi framkvæmdastjóra SÞ þegar Kofi Annan lætur af embætti í árslok. Um eins konar leynilega skoðanakönnun á fylgi frambjóð- enda er að ræða og niðurstaðan er ekki bindandi. Engu að síður þykir staða Bans nú sterk, á meðan telja má víst að Jayantha Dhanapala frá Sri Lanka heltist senn úr lestinni, en hann varð neðstur í kjörinu. Fimmtán ríki eiga sæti í örygg- isráðinu og í atkvæðagreiðslunni í fyrradag fékk Ban fjórtán „hvetj- andi“ atkvæði, en eitt letjandi. Í fyrri skoðanakönnun, sem framkvæmd var í júlí, fékk hann tólf „hvetjandi“ atkvæði, eitt „letjandi“ og tvö ríki lýstu engri skoðun. Næstur á eftir Ban núna, eins og í júlí, kom Indverj- inn Shashi Tharoor, aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá SÞ, og síðan Su- rakiart Sathirathai, aðstoðarfor- sætisráðherra Taílands. Í fjórða sæti var Zeid al Hussein, sendiherra Jórdaníu hjá SÞ, en skammt er síðan hann lýsti yfir framboði sínu. Hafði því verið spáð að hann fengi meiri stuðning í örygg- isráðinu – en Zeid fékk sex „hvetj- andi“ atkvæði, fjögur „letjandi“ en fimm lýstu engri skoðun – en hann nýtur mik- illar virðingar og margir hafa bent á að jákvætt væri að velja múslíma til verksins; en það yrði þá í fyrsta sinn í sögu samtakanna. Allir fimm yfirlýstir frambjóðend- ur koma frá Asíu og víðtæk samstaða er um að næsti framkvæmdastjóri eigi að koma þaðan, en Asíumaður hefur ekki setið í stóli framkvæmda- stjóra SÞ síðan U Thant frá Burma lét af störfum 1971. Bandaríkin hafa þó lagt áherslu á að aðeins hæfni manna eigi að ráða niðurstöðunni. Ekki er vitað hvaða ríki greiddi Ban Ki-Moon „letjandi“ atkvæði í fyrradag en sé þar um eitthvert fastaríkjanna fimm að ræða gæti það ráðið úrslitum; einkum ef um væri að ræða Kína eða Bandaríkin, en rætt er um að enginn geti hreppt þetta hnoss nema vera í náðinni í bæði Washington og Peking. Fréttaskýr- endur segja að þrátt fyrir góða kosn- ingu Bans séu áhrifamenn ekki ýkja spenntir fyrir honum eða öðrum frambjóðendum og því gæti svo far- ið, að fleiri vænlegir kandídatar kæmu fram á sjónarsviðið á næstu dögum eða vikum. Fleiri gætu enn tilkynnt framboð Ban Ki-Moon stendur best að vígi í keppni um starf framkvæmdastjóra SÞ Ban Ki-Moon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.