Morgunblaðið - 24.09.2006, Page 11
Börn
síns tíma
Er Ísland
barnvænt samfélag?
Grein I
Gera má því skóna að vægi fjölskyldunnar hafi minnkað með breytt-
um samfélagsháttum á Íslandi. Fyrirvinnurnar á flestum heimilum
eru nú tvær í stað einnar áður og vinnudagurinn að jafnaði langur.
Fyrir vikið hafa foreldrar minni tíma til að sinna börnum sínum. Á
móti kemur að efnahagslegar aðstæður fjölskyldna hafa líklega aldrei
verið betri. Hvað finnst foreldrum um þessa breyttu mynd? Hvaða
áhrif hefur þetta á börnin? Þurfa þau að finna sér nýjar fyrirmyndir?
Leita þau í þeim tilgangi á náðir fjölmiðla og jafnaldra? Hneigjast þau
í auknum mæli til agaleysis? Hvernig bregðast skólarnir við þessu?
Morgunblaðið mun með þessari grein og fleiri greinum á næstunni
leita svara við spurningunni: Er Ísland barnvænt samfélag?|12
Morgunblaðið/ÞÖK
í stjórnsýslunni en svo virðist ekki
vera, a.m.k. ekki í þessu efni.“
Ástandið minnir, að áliti Eyjólfs,
helst á franska lénsskipulagið.
„Kerfið er yfirfullt af hertogum og
barónum og boðin komast aldrei
alla leið í gegn. Kerfið er m.ö.o. allt-
of stirt. Þetta á við víðar en í skóla-
kerfinu. Og á hverjum bitnar þetta?
Auðvitað þeim sem minnst mega
sín, börnunum. Ég er ekki hrifinn
af þessu.“
Kennsla er list
Hann segir að vandinn liggi í því
að alltof margir séu í greiningu og
skipulagningu í skólakerfinu. Skrif-
finnskan sé yfirþyrmandi. „Kennsla
er list og besta fólkið verður að
vera á gólfinu. Ekki í einhverjum
greiningadeildum. Það er ekki nóg
að hafa her manna í að greina vand-
ann ef enginn er eftir til að leysa
hann. Það er nefnilega mun erfiðara
að leysa vandann en greina hann.
Tökum samlíkingu úr læknisfræð-
inni. Ef ég er með heilaæxli þá
kemur greiningin yfirleitt fljótt.
Það er minnsti vandinn. Það er hins
vegar flóknara mál að lækna mein-
ið.“
Eyjólfur segir að skólarnir séu
mun lakari vinnustaður fyrir kenn-
ara í dag en fyrir fjörutíu árum.
„Það gerir flatneskjan. Það eiga all-
ir kennarar að vera eins. Kennarinn
hefur ekki lengur frelsi til að vera
hann sjálfur, iðka sína list. Þetta
kemur niður á nemandanum. Hann
fær á tilfinninguna að hann sé
staddur í verksmiðju en ekki skóla.
Boðin koma að ofan. Kennarinn er
aldrei spurður álits og þaðan af síð-
ur nemandinn.“
Kynjahlutföllin
hafa breyst mikið
Kynjahlutföllin hafa breyst mikið
í grunnskólum landsins á und-
anförnum áratugum. Þegar Eyjólf-
ur steig sín fyrstu skref í kennslu
voru karlmenn í meirihluta. Nú er
yfirgnæfandi meirihluti grunnskóla-
kennara konur. „Þessi þróun er
óheppileg. Börn þurfa að kynnast
báðum kynjum jafnt. Nú er svo
komið að börn geta hæglega farið í
gegnum grunnskóla án þess að
sækja nokkru sinni í tíma hjá karl-
manni, nema kannski í smíðum eða
leikfimi. Það segir sig sjálft að þetta
er ekki æskilegt. Ekkert frekar en
að allir kennarar séu karlmenn.“
Eyjólfur segir þetta verra fyrir
drengi en stúlkur. „Ég veit að
mörgum drengjum líður illa í skól-
anum enda sýna flestar kannanir að
þeir séu að dragast aftur úr stúlk-
unum í námi. Þá vantar föður-
ímyndina sem þeir höfðu áður.
Drengir þurfa öðruvísi aga en stúlk-
ur. Börn eru fljót að finna veikleika
kennarans og nýta sér hann til hins
ýtrasta. Fyrir vikið gefast margir
upp á kennslu. Afföll eru óvíða
meiri en hjá kennarastéttinni.“
vandann – það þarf að leysa hann líka
Morgunblaðið/ÞÖK
Kennarinn „Kennsla er list og besta fólkið verður að vera á gólfinu. Ekki í einhverjum greiningadeildum,“ segir
Eyjólfur Magnússon Scheving kennari í Landakotsskóla.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 11
Texti | Orri Páll Ormarsson | orri@mbl.is