Morgunblaðið - 24.09.2006, Page 20
Morgunblaðið/EyþórGrundvallaratriði Ingibjörg Hafstað fer yfir grundvallaratriði í íslensku þannig að menn geti bjargað sér.
Það er þröngt setinn bekkur í gámi á ann-arri hæð við nýbyggingu Eyktar viðBorgartún, þar sem fram fer íslensku-kennsla fyrir iðnaðarmenn og verka-
menn. Þetta er fertugasti tíminn og ákveðin sorg í
hópnum með að þetta sé sá síðasti, þar til fréttist
að vinnuveitandinn hafi framlengt námskeiðið um
tíu tíma.
Og námskeiðið er þegar farið að hafa þýðingu
fyrir samskipti starfsmanna. „Verkstjórinn sagði
að hann hefði aldrei trúað því hvað þetta gerði
mikið gagn,“ segir Ingibjörg Hafstað, sem kennir
hópnum. „Það átta sig ekki allir á því að þetta er
ekki síst erfitt fyrir Íslendinga, því að þeir eru í
minnihluta á vinnusvæðinu og geta ekki talað við
starfsfélaga sína. – Það er hunderfitt!“
Ólíkar þarfir
Alþjóðahúsið hóf að byggja upp starfstengda ís-
lenskukennslu í september árið 2005 og segir Ingi-
björg að einnig sé lögð áhersla á að læra um sam-
félagið í nærmynd. „Ég læt til dæmis hringja í
Alþjóðahúsið úr kennslustundum til að afla upplýs-
inga. Þá er starfsfólkið þar undirbúið og auðveld-
ara að mætast. Það kemur því vel út að Alþjóða-
húsið standi bæði fyrir íslenskukennslu og veiti
upplýsingar.“
Hún segir mikinn straum innflytjenda hafa legið
til landsins á síðasta ári. „Þeir vinna eins og skepn-
ur, margir í vaktavinnu, og það getur verið erfitt
að rífa sig upp í námskeið eftir 12 tíma vinnudag. Á
námskeiðinu hjá Eykt voru allir fullkomlega mál-
lausir þegar við byrjuðum og þannig er staðan hjá
Einingaverksmiðjunni þar sem kennsla er að hefj-
ast. Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera mikið á
fjörutíu tímum, – með góðan kennara,“ segir hún
og hlær.
Og starfstengd íslenskukennsla er mikilvæg að
mati Ingibjargar, því aðstæður geta verið mjög
Starfstengt íslensku-
nám á vegum
Alþjóðahússins
Drög að náminu
lögð á kaffistofunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á áætlun Bergsteinn kennir strætisvagnabílstjórum hjá Hagvögnum sem er mikilvægt fyrir samskipti við farþega.
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
|sunnudagur|24. 9. 2006| mbl.is
daglegtlíf
Sumir hafa náðarvald í ríkum
mæli. Sagt var um Hannes Haf-
stein að hann væri fallegasti
maður hér á landi. » 26
náðarvald
Cliff Burton, bassaleikari
Metallica, var sérvitringur og
séni sem var rokkheiminum
harmdauði. » 32
rokk
Friðrik V á Akureyri er fjöl-
skyldufyrirtæki þar sem ís-
lenskar matarhefðir eru í há-
vegum hafðar. » 28
hefðir
Mary Ellen Mark hefur ljós-
myndað krakka í Safamýrar-
skóla og Lyngási; krakkana sem
stundum gleymast. » 34
mannlíf
Ragnar Bragason er t́víbura-
pabbi og lítur á Börn og næstu
mynd sína, Foreldra, sem eitt
verk og kallar þær tvíbura. » 22
fólk