Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 21
Su›urlandsbraut 22,
108 Reykjavík
Sími 540 1500
www.lysing.is
Við viljum að þú náir árangri
H
in
rik
P
ét
ur
ss
on
l
w
w
w
.m
m
ed
ia
.is
/h
ip
“Vi› vitum a› me› réttum tækjum og tólum
eiga vi›skiptavinir okkar meiri möguleika a›
ná árangri í sinni starfsemi. Okkar markmi›
er a› a›sto›a flá til gó›ra verka enda vitum
vi› a› velgengni okkar byggist á velgengni
vi›skiptavinanna.“
Gu›rí›ur Ólafsdóttir
Yfirma›ur fyrirtækjasvi›sólíkar og þar af leiðandi þarfir
manna. „Það er fátt sameiginlegt
með býtibúrinu á Landspítalanum,
byggingarvinnunni hér eða nám-
skeiðinu hjá Hagvögnum, þar sem
bílstjórarnir eru flestir pólskir og
kunna að keyra en geta ekki átt í
samskiptum við farþega.“
Hlustar eftir húmornum
Til að byrja með sest Ingibjörg á
kaffistofuna og fylgist með sam-
skiptunum. „Ég reyni að taka eftir
því hvernig Íslendingarnir eru að
stríða þeim, hverskonar mál er talað
og hvaða húmor er ríkjandi. Menn-
ingin er svo ólík milli vinnustaða. Ég
var að gera þarfagreiningu hjá CCP
og það er heimur sem ég þekki ekki
– gekk inn á 120 tölvunirði,“ segir
hún og hlær.
Og það er langt í frá ómögulegt að
kenna íslensku. „Okkar hug-
myndafræði er sú að kenna það sem
þarf að kenna með eins lítilli mál-
fræði og hægt er,“ segir Ingibjörg.
„Þess vegna er vinnustaður gott
verkfæri, því að menn þekkja sig þar
og vita um hvað þeir eru að tala, þó
að þeir þekki ekki orðið. Það er góð-
ur útgangspunktur.
Einnig er mikilvægt að starfs-
mennirnir þekkjast innbyrðis. Þá
þurfum við ekki að yfirstíga þann
þröskuld að fólk kynnist og byggi
upp sjálfsmynd áður en það þorir að
tjá sig. Það er jafningjastemmning
frá upphafi, sem sparar tíma. Hér
eru til dæmis allir iðnaðarmenn og
með svipaða skólagöngu að baki.“
Hringlandaháttur Íslendinga
Viðmiðið er að eftir 150 tíma ís-
lenskunám fái menn skírteini sem
þeir sýni Útlendingastofnun til þess
að fá búsetuleyfi. En Ingibjörg seg-
ist meta kunnáttuna hverju sinni,
samkvæmt samningi við dóms-
málaráðuneytið, og búa til munnlegt
próf ef menn hafi lært íslensku með
öðrum hætti, eigi til dæmis íslenska
kærustu eða séu í vinnu.
„En það gildir ekki sami mæli-
kvarðinn á alla, því Asíubúar eru
lengur að tileinka sér málið. Taílend-
ingar eiga oft erfitt með framburð-
inn og 40 tímar duga tæpast til að
læra að segja l og r. Pólverjar og
Lettar eiga að geta lært meira á
mun skemmri tíma. Ef við notuðum
sama mælikvarða þá kæmust As-
íubúar aldrei í gegn. Það ruglar þá
til dæmis í ríminu að ég heiti stund-
um Imba og stundum Imbu. „Í Taí-
landi heitirðu eitt,“ segja þeir og
hafa engar forsendur til að breyta
orðum, eins og fjalli eða fjöllum.
Þeim finnst þetta hálfgerður hringl-
andaháttur í okkur, að við getum
ekki ákveðið okkur.“
Ábyrgðinni velt á innflytjendur
Ingibjörg segir að það vanti „auð-
vitað“ stefnumótun á þessu sviði. Í
fyrsta lagi þurfi að endurskoða skil-
yrði um 150 tíma íslenskunám með
tilliti til frjáls flæðis vinnuafls innan
Evrópu. Þá gagnrýnir hún að ríkið
geri kröfu um 150 tíma íslenskunám
án þess að veita kennslu eða gera
námið aðgengilegt. Ábyrgðinni sé
velt yfir á innflytjendur.
„Úti á landi er ekki til 150 tíma
samfellt íslenskunám heldur aðeins
byrjendanámskeið. Þetta ætti að
vera tvíhliða ábyrgð. Í stað þess eru
dæmi um að fólk sæki sama byrjend-
anámskeiðið þrisvar til fjórum sinn-
um til að verða sér úti um nægilegan
tímafjölda.“
Þá segir Ingibjörg ekki sjálfgefið
að innflytjendur eigi að greiða fyrir
námið. „Að vísu er það í sumum til-
fellum styrkt af stéttarfélögum og
vinnuveitendur greiða starfstengt
nám, en innflytjendur þurfa sjálfir
að greiða nám sem þeir sækja á
kvöldin.“
Lengra í skotgrafirnar
Aðstæður innflytjenda á íslensk-
um vinnumarkaði eru misjafnar.
„Langflestir Austur-Evrópubúar
stefna heim aftur til fjölskyldu og
vina,“ segir Ingibjörg. „En veruleik-
inn er sá að þar eru lífskjör mun
síðri og þeir ílengjast hér. Hvatinn
er því ekki mikill til að læra íslensku
til að byrja með og þeir hafa engan
áhuga á þjóðfélaginu, en eftir
nokkra mánuði breytist það. Þá flyt-
ur fjölskyldan jafnvel til landsins og
áhuginn kviknar.“
Ingibjörg segist telja það stór-
hættulegt ef sá áhugi sé ekki virkj-
aður og innflytjendum þannig auð-
veldað að aðlagast samfélaginu. „Þá
skapast hætta á misskilningi og
sundrungu. Ég nefni sem dæmi að
það þykir ruddalegt af Íslendingum
þegar þeir segja: „Ha?“ Og margir
halda því að Íslendingar séu viljandi
ruddalegir í garð útlendinga, þannig
að ég hef þurft að útskýra að þetta
þyki í lagi á Íslandi. Ef fólk samlag-
ast, þá er lengra í skotgrafirnar.“
Morgunblaðið/Eyþór
Að morgni Nám er auðveldara á morgnana en eftir 12 tíma vinnudag.
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Morgunblaðið/Eyþór
Námið að hefjast Starfsmenn Einingaverksmiðjunnar fylgjast með.