Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 23
vinna í góðum hópi. Kvikmynda-
leikstjórn og kvikmyndagerð er
mjög fjölbreytt og skemmtileg
vinna.“
Rithöfundadraumurinn rætist
Ragnar skrifar öll sín kvik-
myndahandrit sjálfur. „Það er í
rauninni rithöfundurinn í mér því
þegar allt kemur til alls er þetta
sami hluturinn. Þörfin fyrir að
segja sögur er það sem drífur mig
áfram í kvikmyndagerðinni. Ég fór
ekki í kvikmyndagerð til þess að
græða peninga eða verða frægur. Í
henni fann ég farveg sem er
kannski nútímalegri en skáldsagan,
því að mínu mati er kvikmyndin
skáldsaga nútímans. Ég nýtti mér
þennan farveg til þess að uppfylla
þörfina til að segja eitthvað, þörf
sem ég hef haft síðan á barnsaldri.“
Eins og margir kvikmyndaleik-
stjórar er Ragnar ómenntaður í
faginu, hann byrjaði einfaldlega á
því að vinna við kvikmyndagerð.
„Mín reynsla kemur í gegnum
vinnu og ég hef aldrei farið í form-
legt kvikmyndanám. Fljótlega eftir
að við gerðum stuttmyndina í
menntaskólanum gerðum við aðra
mynd og lærðum heilmikið af því.
Við fengum lánuð tæki hjá fag-
mönnum og réðum atvinnuleikara
því við nenntum ekki að vera með
einhverja vídeóstemningu í mynd-
unum okkar. Síðan leiddi eitt af
öðru og við fórum fljótlega að
framleiða efni fyrir sjónvarp. Við
Ingi R. stofnuðum fyrirtækið Plú-
ton ásamt Frey Einarssyni og
störfuðum í fimm ár við að fram-
leiða sjónvarpsefni fyrir Stöð 2.
Eftir að ég byrjaði að gera kvik-
myndir gafst minni tími til að fram-
leiða efni fyrir sjónvarp og auðvitað
vildi ég fyrst og fremst gera kvik-
myndir.“
Ragnar hefur fengið ótal verð-
laun og viðurkenningar fyrir störf
sín, bæði hér heima og erlendis.
Hann vill ekki gera mikið úr því.
„Jú, verðlaun eru vissulega við-
urkenning á því að maður hafi gert
eitthvað rétt en þau eru ekki endi-
lega rétt viðmið. Verðlaun geta
vissulega greitt leiðina að næsta
verkefni. Ef maður hefur gert fimm
kvikmyndir sem vekja enga athygli
og fá hvorki verðlaun né viðurkenn-
ingar er ekki auðvelt að fá fjár-
magn til þess að gera fleiri myndir.
Í sjálfstæðum kvikmyndaheimi,
eins og í Evrópu, lifum við svolítið
við það að sölumarkaðsmöguleik-
arnir tengjast oft verðlaunum, þátt-
töku á kvikmyndahátíðum og öðru
slíku. Þetta er öðruvísi í Bandaríkj-
unum þar sem kvikmyndagerð er
meira sjálfbær, þú gerir bara mynd
og áhorfendafjöldinn er eina við-
miðið um það hvort hún er góð eða
slæm. Sem betur fer lifum við ekki
við það í Evrópu þótt það myndi
vissulega ekki saka að fá fleiri
áhorfendur á evrópskar myndir.“
Skilningsríkir
foreldrar og eiginkona
Aðspurður segir Ragnar að for-
eldrum hans, Braga Ragnarssyni
og Bryndísi Jóhannsdóttur, lítist
bara vel á starfsvalið og hann seg-
ist vera svo heppinn að eiga góða
foreldra sem hafi stutt þá bræð-
urna í öllu sem þeir hafi viljað
gera. „Þau voru samt voða glöð yfir
því að ég skyldi ná að taka stúd-
entspróf áður en ég leiddist út
þessa vitleysu. En auðvitað er þetta
oft erfitt. Í þessum geira er lítið
um fjárhagslegt öryggi og ég bý að
því þegar í harðbakkann slær að
faðir minn er vélstjóri á togara.
Þegar ég hef komið mér í skuldir
vegna kvikmyndagerðar hefur hann
getað bjargað mér um pláss á
togaranum og ég hef líklega varið
svona tveimur árum af ævinni á
sjónum eftir að menntaskóla-Morgunblaðið/ÞÖK