Morgunblaðið - 24.09.2006, Side 24

Morgunblaðið - 24.09.2006, Side 24
fólk 24 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Munið Mastercard ferðaávísunina Frábærar helgarferðir Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara þang- að í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Haustið er frábær tími til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heims- ferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heill- andi menningu. Góð hótel í hjarta Búdapest auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Búdapest 6. eða 13. október frá kr. 44.990 Verð kr.44.990 - 6. okt. *** Netverð á mann m.v. 2 í herbergi 6. okt. í 4 nætur á Hotel Mercure Duna *** með morgunmat. Verð kr.49.990 - 13. okt. **** Netverð á mann m.v. 2 í herbergi 13. okt. í 4 nætur á Hotel Novotel Centrum **** með morgunmat. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is árunum lauk. Það eru ekki nema svona þrjú ár síðan ég fór í túr á togaranum. Vinna við kvikmynda- gerð er sveiflukennd, ég hef tekjur hluta af árinu, sem oft eru ágætis tekjur, en síðan koma heilu árin sem ég sé ekki krónu.“ Ragnar er kvæntur Helgu Rós Hannam og árið 1999 eignuðust þau tvíburastrákana Alvin Huga og Bjart Elí. „Ég kynntist konunni minni ungur að árum og man fyrst eftir henni þegar ég var í gagn- fræðaskóla. Hún er úr Mosfells- bænum og er þremur árum eldri en ég þannig að við vorum ekki saman í skóla. Ung byrjaði hún að vinna í félagsmiðstöðinni í Mosfellsbænum og sá um tómstundastarf bæjarins. Þegar ég var í síðasta bekk í gaggó var ég í keppnisliði í spurn- ingakeppni og hún var spyrillinn. Við kynntumst fyrst eitthvað að ráði í leikfélaginu í Mosfellsbæ þar sem við vorum bæði viðloðandi. Ég byrjaði sextán eða sautján ára að leika, vera á bak við tjöldin og að- stoða leikstjórana. Við Helga Rós vorum saman í leikfélaginu í nokk- ur ár. Hún réð mig í vinnu í fé- lagsmiðstöðinni nokkur kvöld í viku þegar ég var í menntaskóla þannig að við þekktumst vel og vorum orð- in bestu vinir þegar við byrjuðum að draga okkur saman. Þetta var sem sagt engin skyndiákvörðun,“ segir Ragnar brosandi. Ragnar segir að Helga Rós sé sátt við að búa við sveiflukenndar tekjur. Sjálf sé hún mjög list- hneigð, vinni við kvikmyndagerð og búningahönnun bæði í sjónvarpi og kvikmyndum, og þau búi því bæði við sömu fjárhagslegu kvaðirnar. Þau hafi ekki unnið mikið saman en það komi þó fyrir. „Þegar ég var að gera myndirnar Börn og Foreldra höfðum við ekki efni á því að ráða búningahönnuð og þá var Helga Rós leikurunum til ráðgjafar og að- stoðar. Í myndunum voru engir sérstakir búningar, engin leikmynd og fylgihlutir og leikararnir sáu um sig sjálfir. Við hjónin unnum síðast saman í Stelpunum á Stöð 2, þar sem hún sá um búningana.“ Samstarfið við Vesturport Ragnar kynntist leikurunum sem síðar áttu eftir að stofna Vest- urport þegar hann vann að kvik- myndunum Fíaskó 1999 og Villiljósi sumarið 2000. „Fyrst kynntist ég Ólafi Darra Ólafssyni og síðan Ingvari Sigurðssyni. Þegar ég gerði Villiljós vantaði mig ungt par í þann hluta myndarinnar sem sneri að mér og ég fann Gísla Örn Garð- arsson og Nínu Dögg Filipp- usdóttur uppi í Leiklistarskóla. Nanna Kristín Magnúsdóttir lék einnig í myndinni og þannig kynnt- ist ég fólkinu í þessum hópi og við höfum haldið góðu sambandi síðan. Vesturport er mjög skapandi hópur fólks og þegar ég vildi gera myndir sem byggðar væru upp á frjálsan hátt, eins og Börn og Foreldrar, var einhvern veginn eðlilegt að ég hefði með mér þetta fólk sem ég þekki og treysti og veit að hefur metnað til þess að gera eitthvað öðruvísi og án þess að fá mikið greitt fyrir það. Nú er Vesturport þeirrar nátt- úru að allt sem fólkið þar kemur nálægt verður að gulli í höndunum á því.“ Heldur þú að það sé vegna þess að það eru frjálst og ekki bundið í klafa stóru leikhúsanna? „Já, mín skoðun er sú að allir hlutir eigi sinn líftíma. Akkiles- arhæll leikhússins í dag er það kerfi sem viðgengst í atvinnuleik- húsunum, Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Leikararnir eru fastráðnir og þeim er hent inn í hlutverk án þess að þeir hafi sér- stakan áhuga á þeim. Ef maður er í listsköpun er grunnhvötin sú að búa til eitthvað nýtt og persónulegt og frumsköpun er grundvöllur góðra hluta. Leikhússtjórar stóru leikhúsanna ættu að velta því fyrir sér hvort ekki væri hollara að hafa leikarana lausráðna og ráða þá í sérstök verkefni. Þeir nota þá af- sökun að það gæti haft í för með sér flótta úr stéttinni og að fólk myndi búa við ótryggt starfsöryggi. En listamanni er ekki hollt að búa við öryggi. Hvötin verður að vera sú að skapa eitthvað. Ég vorkenni ekki fólki að þurfa að berjast fyrir hlutunum og fyrir þá sem telja sig vera listamenn er þetta falskt ör- yggi. Í leikarastarfinu, eins og í öll- um öðrum störfum, er þetta spurn- ingin um að þeir hæfustu lifi af, góðir leikarar fá vinnu, þeir sem leggja sig fram og vinna verkefnin af ástríðu.“ Samstarf sem vatt upp á sig Kristín Ólafsdóttir er meðfram- leiðandi Barna og Fullorðinna og hefur yfirumsjón með framleiðsl- unni. „Samstarf hennar við Vest- urport hófst þegar ég var byrjaður að vinna að myndunum en síðan var ákveðið að leikhópurinn færi til London til þess að setja upp Róm- eó og Júlíu í Oldwick. Mér fannst svolítið súrt í brotið að þurfa að fresta tökunum og stakk upp á því í hálfgerðu bríaríi að ég færi út með hópnum og gerði heimild- armynd um þessa uppákomu. Kristín, sem rekur fyrirtæki sem heitir Klikk Productions, sýndi áhuga á því að koma að því verk- efni sem framleiðandi. Það var ekki mikill tími til þess að leita að fjár- magni þannig að ég valdi bara tvo Æskuheimilið Ragnar fyrir utan æskuheimilið í Súðavík árið 1975. Bræður Ragnar og Bragi heima í Súðavík 1979. Fermingarmyndin Ragnar glerfínn á fermingardaginn sinn. Synirnir Alvin Hugi og Bjartur Elí í Hnausakoti.Bangsapabbi Ragnar með bangsann sinn. Ættarlaukar Ragnar og Jóhann Helgason, móðurafi hans, með tvíbura- bræðurna Alvin Huga og Bjart Elí. Með afa Ragnar og Ragnar föðurafi hans í Hafnarfirði árið 1974. Morgunblaðið/ÞÖK Fjölskyldan Ragnar og Helga Rós með tvíburana Alvin Huga og Bjart Elí. » Þegar ég hef komið mér í skuldir vegna kvikmyndagerðar hefur hann getað bjargað mér um pláss á togaranum og ég hef líklega varið svona tveimur árum af ævinni á sjónum eftir að menntaskólaárunum lauk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.