Morgunblaðið - 24.09.2006, Page 27

Morgunblaðið - 24.09.2006, Page 27
eiginlega“. Sigurjón kvaðst síðar hafa reynt að gera sér grein fyrir því í hverju þetta gæti legið og komst að niðurstöðu: „Það voru augun.“ Sumir kalla það ugglaust útgeisl- un, en Sigurjón var viss um að augu skáldsins höfðu þetta vald. Samt sagði hann ekki neitt; þess þurfti ekki. Þeir sjást betur úr fjarlægðinni Hægt væri að nefna heilan hóp stjórnmálamanna sem höfðu mikil áhrif og bjuggu við vinsældir í sínum flokkum og höfðu að minnsta kosti eitthvað af þessu valdi meðal fylgis- manna sinna. Um þetta gildir eins og margt annað að það sést betur úr vissri fjarlægð. Í þessum hópi voru til dæmis Ein- ar Olgeirsson og Hermann Jónasson, en einn allra áhrifamesta stjórnmála- mann aldarinnar, Jónas frá Hriflu, er alls ekki hægt að setja á þann bekk. Þrátt fyrir hugsjónahita vantaði hann margt af því sem náðarvald krefst. Aftur á móti gizka ég á að Ólafur Thors hafi bæði með útliti sínu, höfðingsbrag og orðheppni, haft af miklum karisma að ausa og hann var að minnsta kosti með aðra höndina á náðarvaldinu. Af þeim stjórnmálamönnum sem nú eru á lífi er ég ekki í vafa um að Jón Baldvin Hannibalsson er sá sem mest hefur fengið úthlutað frá for- sjóninni af náðarvaldi og skiptir þá engu máli hvort hann er alveg hætt- ur í pólitík eða ekki. Davíð Oddsson kemur næstur Jóni, en Davíð er víst líka hættur í pólitík, nema stund og stund í sjónvarpsviðtölum. Meðan hann var uppá sitt bezta gat hann ausið af náðarvaldi sínu; að minnsta kosti verkaði það á eigin flokksmenn. Sá austur verkaði aftur á móti eins og köld sturta á andstæðingana. Eft- ir þeim mælikvarða sem mér sýnist vera lagður á orðið karisma í erlend- um blöðum má gera ráð fyrir að for- seti vor sé einnig þessum kosti búinn. Þess vegna veit maður að Ólafur bjargar sér með snilld frá hverju sem uppá kemur. En náðarvald er alls ekki nauðsynlegt í þessu háa emb- ætti; það sjáum við af Kristjáni Eld- járn, sem komst prýðilega af án þess og var þó hinn mætasti forseti. Meðal kirkjunnar manna ber Sig- urbjörn Einarsson af á tíræðisaldri og heldur þeim hæfileika að menn leggja við hlustir þegar hann talar. Fæst ekki nema með aldri og reynslu Gæfa og gjörvileiki fara ekki alltaf saman; það þekkjum við úr sögunni. Hitt er svo annað mál að útlitið eitt skiptir líklega mun meira máli nú en áður þegar til þess kemur að hljóta hylli fjöldans. Mestan þátt í því á sjónvarpið, sem fegrar þá ungu, en gömlu fólki er sjónvarpið oftast óhagstætt. Þar fyr- ir utan hefur gegndarlaus æskudýrk- un fylgt sjónvarpi. En eitt er það sem hina ungu og fögru vantar: Þeir hafa af eðlilegum ástæðum næstum aldrei vott af náðarvaldi; sá eiginleiki fer varla að gera vart við sig fyrr en upp- úr fertugu eða fimmtugu og er þá ná- tengdur þeirri reynslu sem menn hafa áunnið sér. Frá Björgúlfi til Kára Sá stjórnmálamaður sem kemur illa út í sjónvarpi á erfitt uppdráttar og ekki er vafi þegar sótt er um þýð- ingarmiklar stöður að glæsilegt útlit hjálpar. Sá sem er illa hirtur og lítur út eins og lúði á litla möguleika þegar hann sækir um starf á móti mönnum með glæsisbrag Loga Bergmanns Eiðssonar og Sigmundar Ernis Rún- arssonar, svo tveir alþekktir sjón- varpsmenn séu nefndir. Flestir framámenn og eigendur stórfyrirtækja eru stæðilegir menn á velli og gera sér far um að líta vel út. Enda þótt þeir ungu hafi þar alltaf vissa forgjöf, er eftirtektarvert að Jóhannes í Bónus gefur þeim ekkert eftir og þegar fríð fylking Baugs- manna var í sjónvarpsfréttum á leið í réttarsal, bar sá gamli af. Hjá sum- um er aldurinn jafnvel uppbót, ef út- lit þeirra er gott. Vel má orða Björg- ólf Guðmundsson Landsbankaeiganda við náðarvald. Eins og nærri má geta er suma fríðustu syni og dætur þjóðarinnar að finna í leiklistinni; þar er beinlínis hægt að gera út á glæsimennsku og alla þá þætti sem flokkast undir kar- isma. Þar höfum við stólpagripi eins og Hilmi Snæ og Baltasar Kormák, sem tekið er eftir, þó að þeir séu kannski ekki með glæsimennsku á borð við Jón Sigurðsson forseta og Hannes Hafstein. Meðal annarra nútíma skemmti- krafta ber Bubbi Morthens höfuð og herðar yfir keppinautana og afmælistónleikar hans duga til að sýna náðarvald hans. Næst á eftir honum kemur Páll Óskar Hjálmtýs- son söngvari sem oftsinnis bjargaði Idol-þáttunum með snilli sinni og húmor, en um þá Bubba má báða segja að drýgst dregur að þeir eru báðir hörkugreindir menn. Til eru þeir menn sem öðlast hafa náðarvald í krafti óvenjulegra vits- muna og árangurs í starfi. Ég nefni bara Kára Stefánsson hjá Íslenzkri erfðagreiningu hér, en ævinlega legg ég við hlustir þegar hann talar. Hjá samvinnuhreyfingunni í gamla daga voru tveir menn með augljóst náð- arvald. Annar þeirra, Vilhjálmur þór, Sambandsforseti og síðar banka- stjóri, hafði lag á að halda lægra sett- um mönnum í sífelldum ótta, en hinn; Egill Thorarensen, „jarl“ í Sigtúnum á Selfossi, var sannur aristókrat að upplagi og gat ausið á báða bóga af sjarma sínum og glæsimennsku. Af þeim sem ég hef haft persónuleg kynni af á hálfrar aldar blaða- mennskuferli finnst mér hann rísa hæst að þessu leyti ásamt Sigurði Nordal prófessor. Niðurstaðan verður sú að hvort sem menn hafa náðarvald samhliða frábæru útliti, eða einhverja hluta þess, sem ef til vill er þó stórum betra en ekki neitt, þá bliknar þetta vald og verður máttlítið ef skarpa greind vantar. Höfundur hefur verið blaðamaður í 51 ár. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 27 ha gb an n ha gb ar ðu rh ag be it ha gb or in n ha gf ár ha gl ít ill ha gf e l ld ur ha gf el li ha gf ræ ði ha gf ræ ði ng ur ha gf æ ri ng ur ha gf æ ri ng s l am bh ag ih ag ke rf ih ag kv eð lin ga há tt ur ha gk vi st ih ag kv æ m ni ha gk væ m ur ha gl ha gl au s h ag lei ku rha glen dihag leysahaglítill haglýsinghagm æ lskahagm æ lturhagnahagnaðurhagnýtaha gný tin gh ag ný tu rh ag or ðh agþ róunhagvöxturhaggþróun sve iflurhagræðahagræ ðihagræðing ha gr æ nn hagsam ur st ef nah agstjórn hagstjórn ar tæ ki sb ót ha gs ka rp th ags keytturhagskiptihagskýrslahagsmiður sm íð ur ha gsmunir Greiningardeild Landsbankans býður til morgunverðarfundar mánudaginn 25. september kl. 8:00 til 9:40 á Hótel Nordica. Á fundinum verður leitað svara við spurningum sem eru ofarlega á baugi í efnahagsmálum. • Hvert stefnir hagkerfið? • Hvert stefnir fasteignamarkaðurinn? • Hvert stefnir krónan? • Hvert stefnir Seðlabankinn? Dagskrá: 8:00 Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri, setur fundinn 8:05 Höldum til hafs á ný Björn Rúnar Guðmundsson og Lúðvík Elíasson kynna hagspá Landsbankans 2006-2015. 8:45 Hentar núverandi fyrirkomulag peningamála? Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs, fjallar um stjórn peningamála við skilyrði stórfjárfestinga og opins fjármagnsmarkaðar. 9:20 Umræður og fyrirspurnir 9:40 Fundarlok Fundarstjóri: Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Boðið verður upp á morgunverðarhlaðborð frá kl. 7:45. Vinsamlega skráið þátttöku á vef Landsbankans fyrir kl. 16, sunnudaginn 24. september. Hagspá Landsbankans 2006–2015 Hvert stefnir? Laugavegi 44 • Sími 561 4000 • www.diza.is Ekki bara efni og garn! Líka peysur, bolir og úlpur. Diza Gæðafatnaður á flottu verði fyrir flottar konur!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.