Morgunblaðið - 24.09.2006, Qupperneq 33
Kappinn var þá nýgenginn til náða
eftir spilamennsku næturinnar en
staulaðist á fætur, er móðir hans ýtti
við honum. „Auðvitað skal ég árita
bolinn.“ Vinsældir Burtons voru fyrir
vikið miklar.
Hann var líka hógværðin upp-
máluð. Systir hans minnist þess að
hafa einu sinni spurt hann hvernig
það væri að vera rokkstjarna. Brást
Burton þá vondur við og bað hana að
kalla sig því nafni aldrei aftur.
En þessi dagfarsprúði maður hafði
hamskipti þegar hann steig á svið.
Sumir líktu honum við eldfjall, aðrir
við vindmyllu. Rauður makkinn
sveiflaðist í allar áttir og blóðið bull-
sauð í æðum. Allra augu hvíldu ósjálf-
rátt á Burton og þessi ákafi og auð-
þekkjanlegi stíll varð á augabragði
vörumerki Metallica.
Varanleg áhrif
Breska nýbylgjan í þungarokki
hafði gengið á land í Kaliforníu sem
víðar og Metallica gekkst upp í þeirri
ímynd. Burton stakk aftur á móti í
stúf. Félagar hans höfðu áhyggjur af
því að úrelt hippatískan gæti skaðað
hljómsveitina og báðu hann ítrekað
að skipta um stíl. Svarið var alltaf það
sama: „Étið skít!“ Cliff Burton vissi
hvar hann stóð og lét ekki segja sér
fyrir verkum.
Burton var ekki margmáll en þeg-
ar hann opnaði munninn lögðu menn
við hlustir, ekki síst félagar hans í
Metallica. Þeir litu upp til hans og
tóku sér um margt til fyrirmyndar,
ekki síst Hetfield. Burton var best
menntaður Metallica-manna í tónlist
og hafði því margt til málanna að
leggja. Hann sameinaði spuna og til-
raunastarfsemi melódísku innsæi og
teorískri þekkingu og enda þótt Het-
field hefði frá upphafi verið helsti
lagasmiður Metallica gætir áhrifa
Burtons á tónsmíðar sveitarinnar
fram á þennan dag.
Tónlistarsmekkur Burtons var líka
fjölbreyttari en hinna. Hann kynnti
fyrir þeim hljómsveitir á borð við The
Misfits, Pink Floyd og Thin Lizzy, að
ekki sé talað um sjálfan Johann Seb-
astian Bach. Burton hafði mikið dá-
læti á hinum sígilda meistara, ekki
síst flutningi Glenns Goulds á píanó-
verkum hans.
Burton ók um á grænum Volkswa-
gen station á þessum tíma og hafði
víst einstakt lag á því að þvinga far-
þegana til að hlusta á það sem var
honum mest að skapi hverju sinni.
Þannig kynntust félagar hans í Me-
tallica m.a. tónlist The Misfits. „Það
var sumarið 1985. Við vorum að
semja efni á Master of Puppets milli
þess sem við keyrðum á milli mynda-
taka,“ rifjar Ulrich upp. „Cliff tróð
þessu drasli alltaf í tækið og sló takt-
inn með á mælaborðinu. Ekki var á
það bætandi en ég hef kynnst mörg-
um betri bílstjórum en Cliff um dag-
ana. Við vorum að ganga af göflunum.
Þoldum ekki þessa tónlist í upphafi
en smám saman meðtókum við hana.
Cliff vissi hvað hann söng.“
Hammett minnist þess að hafa
kynnst Creedence Clearwater Revi-
val, Simon og Garfunkel, Velvet Un-
derground og Dictators með þessum
sama hætti.
Burton var mikill áhugamaður um
súrrealískar hryllingsbókmenntir og
drakk m.a. í sig verk H.P. Lovekraft.
Þess sér glöggt merki á fyrstu plöt-
um Metallica, bæði í efnistökum í ein-
stökum lögum og myndskreytingum
á umslögum.
Demó-upptakan No Life Til Leat-
her ruddi brautina fyrir Metallica í
undirheimum rokksins og þegar
fyrsta plata sveitarinnar, Kill ’Em
All, kom út síðla árs 1983 átti hún
þegar talsverðu fylgi að fagna. Þarna
kvað við nýjan tón í þungarokki,
keyrslurokkið (Thrash Metal) varð
til. Önnur platan, Ride the Lightning,
kom út ári síðar og styrkti stöðu Me-
tallica ennfrekar. Skífunum var fylgt
eftir með þrotlausu tónleikahaldi,
austan hafs og vestan. Það var svo
með þriðju plötunni, Master of Pup-
pets, sem gefin var út snemma árs
1986, að Metallica varð endanlega að
leiðandi afli í rokkheimum. Það var
síðasta framlag Burtons í hljóðveri.
Hefði hann hitt Simpson?
Sagan eftir það er flestum kunn en
frá og með Svörtu plötunni, fimmtu
plötu Metallica með frumsömdu efni,
hefur sveitin gnæft yfir aðrar þunga-
rokkssveitir. Meira en níutíu milljónir
platna hafa selst gegnum tíðina sem
er sjöunda mesta sala bandarísks
flytjanda frá upphafi. Metallica hefur
um árabil verið ein stærsta tónleika-
sveit heims.
Margir eru þeirrar skoðunar að
Jason Newsted hafi reist sér hurð-
arás um öxl þegar hann fetaði í fót-
spor Burtons. Hann rakst heldur
aldrei vel í hljómsveitinni. Skuggi
Burtons hvíldi alltaf á honum. Það
var ekki síst Hetfield sem gat ekki lit-
ið á hann sem jafnoka forverans.
Newsted hvarf á endanum á braut
snemma árs 2001. Robert Trujillo tók
við bassanum. Hann hefur fallið mun
betur að Metallica enda gæddur
meiri persónutöfrum en Newsted,
auk þess að vera vitaskuld tæknilegt
undur á hljóðfærið, eins og Burton.
Raunar eru líka til menn sem eru
sannfærðir um að Newsted hafi hent-
að Metallica betur en Burton. Nóg
hafi verið að horfa upp á öfgaegóin,
Hetfield og Ulrich, takast á gegnum
tíðina, þótt Burton væri ekki til stað-
ar líka. Newsted var þeirrar gerðar
að hann kunni best við sig í bak-
grunninum.
Á síðari árum hafa umsvif Metal-
lica margfaldast. Markaðssetningin
verið algjör. Mikil velta er á öllum
sviðum, ekki bara í plötuútgáfu og
tónleikahaldi heldur líka í minja-
gripasölu og öðru. James Hetfield er
til í formi brúðu og tindáta. Þá hafa
liðsmenn í seinni tíð verið óþreytandi
við að koma fram við furðulegustu
tækifæri, m.a. léðu þeir eigin eftirlík-
ingum rödd í þáttunum um Simpson-
fjölskylduna. En þannig snúast hjólin
hjá risavöxnu fyrirtæki.
Margir hafa í áranna rás velt því
fyrir sér hvaða stefnu Metallica hefði
tekið hefði Cliff Burton lifað. Hljóm-
sveitin gerði t.a.m. ekki sitt fyrsta
myndband fyrr en að honum gengn-
um, One árið 1988, en Burton hafði
ekki smekk fyrir slíkan hégóma.
Að vísu er önnur hlið á því máli því
við andlát Burtons söknuðu eftirlif-
andi liðsmenn Metallica þess að eiga
engar upptökur af honum á sviði.
Fyrir vikið var lýst eftir ólöglegum
upptökum frá tónleikum sem skiluðu
sér í trukkaförmum. Útkoman var
minningarmyndbandið Cliff ’Em All
sem gefið var út 1987.
Með gildum rökum má gera því
skóna að þessar kerlingafleytingar
hefðu ekki verið Burton að skapi.
Hann var maður grasrótarinnar.
Listamaður sem kærði sig kollóttan
um prjál og glingur. Maður sér hann
hvorki fyrir sér í tindátaútgáfu né í
samræðum við Hómer gamla Simp-
son – og seint hefði hann gefið kost á
sér til þátttöku í tónsápunni okkar
hjartfólgnu, Rock Star: Supernova.
Á uppleið Metallica árið 1986. Að ofan Cliff Burton og James Hetfield. Að
neðan Kirk Hammett og Lars Ulrich. orri@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 33
„Heilinn er dásamlegt líffæri.
Hann byrjar að virka um leið og þú vaknar
og slekkur ekki á sér fyrr en þú mætir í vinnuna.“
Passaðu að næra toppstykkið í morgunsárið og hlustaðu
á Morgunhanann Jóhann Hauksson milli kl. 7 og 9 alla virka daga
á Útvarpi Sögu á fm 99,4 og utvarpsaga.is.
Viðtöl við þekkta einstaklinga, hárbeittar fréttaskýringar
og mikilsverð mál krufin á gagnrýninn hátt.
Vaknaðu við Morgunhanann
á Útvarpi Sögu
milli 7 og 9 alla virka daga!Robert Frost
Haukur Þór Hauksson
GSM 893 9855
Sigurbjörn Magnússon hrl.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Investis
Við höfum til sölumeðferðar veitingastaðinn Salthúsið í Grindavík
ásamt fasteignum fyrirtækisins
VEITINGASTAÐURINN
SALTHÚSIÐ TIL SÖLU
Aukum verðmæti eigna þinna!
Lágmúla 7 - 108 Reykjavík - Sími 590 7660 - www.investis.is