Morgunblaðið - 24.09.2006, Side 35
Mary Ellen lítur á Martin:
– Ef Pétur væri ekki fatlaður, væri hann þá
ekki svalasti náungi í heiminum?
Sóley stelur senunni
Samfélagið er heillandi sem Mary Ellen
Mark hefur fundið á þessum stað og allt iðar af
lífi. Sóley í grænni treyju togar í fléttu á Kol-
brúnu þroskaþjálfa – það liggur vel á henni.
Mary Ellen klappar og Bjössi slær sér á lær í
hjólastólnum, horfir hugfanginn á hana og tenn-
urnar gægjast út um brosandi munninn. Sóley
togar aftur, að þessu sinni í hárið á sænska
starfsmanninum Marie. Elberg lætur fara lítið
fyrir sér; Mary Ellen kallar hann „flóttalista-
manninn“ af því að hann er svo „slægur“. Sjálf
er hún slægur myndasmiður. Jafnvel á uppstill-
ingum er fólk ekki uppstillt.
Skyndilega tekur Sóley upp á því að ganga til
blaðamanns og setjast í fangið á honum. Ekki
laust við að hann verði pínulítið upp með sér.
Mary Ellen undrast þetta af því að Sóley hefur
lítið haft sig í frammi. Það má segja að Sóley
verði senuþjófur, því þennan síðasta dag beinist
myndavélin að henni. Hún gengur næst til
Martins sem tekur hana í fangið.
– Hversu þung er hún? spyr hann undrandi.
– Hún er sterkari og þyngri en hún lítur út
fyrir að vera, svarar Anna hlæjandi.
Þannig er Sóley, hún velur fólk þegar hún gengur
inn í herbergi og engin leið er að fá hana ofan af því.
– Þetta er ákveðin stúlka, segir Erla skóla-
stjóri. Fyrir fjórum árum gat hún ekki gengið
sjálf. Hún var í stöðugri gönguþjálfun, án þess
að við vissum hvort það skilaði árangri. En allt í
einu sleppti hún okkur, gekk allan ganginn sjálf
og aftur til baka. Við stóðum bara og horfðum á.
Þetta var eins og kraftaverk eftir öll þessi ár.
En það er dæmigert fyrir hana. Þegar hún er
tilbúin, þá gerir hún það með stæl.
Mary Ellen Mark reynir að fá Bjössa til að
horfa í myndavél Ragnars Axelssonar ljós-
myndara, en það gengur illa af því að hann vill
bara horfa á hana. Hún kallar Bjössa „bangsa“,
dreng sem getur sagt ýmislegt, svo sem já, nei
og hvað ertu að gera.
– Bangsi verður stundum dapur, segir Mary
Ellen. Ég held að hann viti að hann er frábrugð-
inn og vilji geta það sama og aðrir.
Ragna Sif situr í hjólastólnum hinumegin í
herberginu með töfrakassa og hringir, óljóst
hvert, þó að mynd á kassanum af Hildi Völu gefi
ákveðna vísbendingu.
Halli er uppgefinn, enda deginum á Lyngási
að ljúka. Hann er alltaf fínn í tauinu, setur á sig
rakspíra og er bráðmyndarlegur. Leitun að sex-
tán ára strákum sem eru jafn vel til hafðir. Sól-
ey er sest og leikur sér með gula miða. Hana
vantar aðeins penna, þá væri hún blaðamaður á
grænni treyju.
– Þú komst mér á óvart í dag, sýndir á þér
nýja hlið, segir Mary Ellen ljúflega við hana,
svo lítur hún á blaðamann og bætir við:
– Við eigum að bera virðingu fyrir þessum
krökkum, sem eru iðulega hamingjusöm og
ánægð, þrátt fyrir fötlunina.
Alma og Pétur hafa fléttað saman fæturna í
næsta herbergi og knúsast. Alma er með stutt
hár í blárri peysu.
– Eins og fallegur strákur, segir Mary Ellen.
Svo stendur Alma upp og röltir í næsta her-
bergi sönglandi lag úr Grease; hún getur sungið
án þess að hreyfa varirnar – eins og búktalari.
– Allir þessir hæfileikar, segir Mary Ellen og
dæsir.
Fatlaðir eru einstaklingar
Fjölskylda stendur þétt saman við Laugalæk.
Augnaráð táninganna er dreymið. Mary Ellen
myndar og Martin sér um lýsinguna. Honum
verður litið upp í laxárbláan himininn og segir:
– Við ættum að vera að veiða núna.
Hann áttar sig ekki á því að Mary Ellen er að
veiða, nostrar við myndatökuna eins og veiði-
maður á árbakka, fær fjölskylduna til að bíta á
agnið og háfar hana inn á polaroid-mynd.
– One, two, smile, kallar strákur sem hjólar
framhjá og stelpurnar sem hjóla með honum
skríkja af aðdáun.
Um kvöldið heldur Margrét Hallgrímsdóttir
matarboð fyrir Mary Ellen og Martin, en hún
hefur fylgst náið með framgangi verkefnisins og
segir mikilvægt að opna safnið fyrir straumum
samfélagsins, þannig að það snerti við fólki og
kalli eftir viðbrögðum.
– Sumum kann að finnast undarlegt að Þjóð-
minjasafnið snerti á eldfimum málum, en við
teljum nauðsynlegt að endurspegla samfélagið
og opna augu fólks fyrir því sem þar gerist. Það
er hollt fyrir fólk að velta fyrir sér aðstæðum og
lífi fatlaðra barna á Íslandi, sem öll eru sérstök,
hvert á sinn hátt, eins og öll börn. Ég held að ljós-
myndirnar og heimildarmyndin eigi eftir að vekja
fólk til umhugsunar um það og þetta er liður í
markmiðum safnsins um aðgengi fyrir alla.
Og hún er hrifin af vinnuaðferðum Mary Ell-
en Mark.
Morgunblaðið/RAXAðra vini sína kallar hún meðal annars „spörfuglinn“ og „guðföðurinn“.
Morgunblaðið/RAX
Heimildarmynd Martin Bell vinnur að heimildarmynd um Alexander og lífið í Öskjuhlíðarskóla.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 35