Morgunblaðið - 24.09.2006, Síða 38
38 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
19. september 1976: „Þessi
þróun mála gefur tilefni til
að rifja upp hvar við værum
á vegi staddir í landhelg-
ismálum, ef ekki hefði verið
fylgt fram þeirri stefnu, sem
bæði Morgunblaðið og Sjálf-
stæðisflokkurinn tóku upp
harða baráttu fyrir sumarið
1973, að fært yrði út í 200
mílur hvað sem störfum ráð-
stefnunnar liði. Eins og
menn muna birtu nokkrir
kunnir forvígismenn í sjáv-
arútvegi þá ávarp, þar sem
hvatt var til útfærslu í 200
sjómílur. Morgunblaðið tók
þegar upp stuðning við
þessa stefnu svo og Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem gerði
útfærslu í 200 mílur eitt
helzta baráttumál sitt í
kosningunum 1974 og í
samningaviðræðum um
stjórnarmyndun í kjölfar
þeirra kosninga. Hins vegar
skorti mjög á skilning á
nauðsyn útfærslu í 200 míl-
urnar sumarið 1973. Enn
eru í minnum höfð þau um-
mæli Lúðvíks Jósepssonar
þá, að við Íslendingar ættum
að einbeita okkur að 40 míl-
unum en 200 mílurnar
kæmu, þegar hafrétt-
arráðstefnan hefði lokið
störfum. Ef stefna Lúðvíks
Jósepssonar hefði fengið að
ráða sætum við enn uppi
með 50 mílurnar einar, og
kannski takmörkuð yfirráð
yfir þeim.“
. . . . . . . . . .
21. september 1986: „Mark-
mið Sameinuðu þjóðanna
eru háleit. Þeim er ætlað
það hlutverk að tryggja frið
í heiminum. Á hinn bóginn
er það staðreynd, að á þing-
um þeirra er meiri tíma var-
ið til að ræða um frið í þeim
hlutum heims, þar sem hann
ríkir, en hinum sem tekist
er á með vopnum. Samtökin
hafa til að mynda ekki getað
bundið enda á átökin milli
Írana og Íraka, sem hafa
staðið í sex ár. Þá eru tæp
sjö ár síðan Sovétmenn réð-
ust inn í Afganistan og þeir
hafa síðan hundsað allar
ályktanir allsherjarþingsins
um að leggja niður vopn í
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
landinu og kalla lið sitt það-
an.“
. . . . . . . . . .
22. september 1996: „Sér-
stök ástæða er til að fagna
endurkjöri Lennarts Meris á
forsetastól í Eistlandi. Þessi
merki stjórnmálaleiðtogi er
Íslendingum að góðu kunn-
ur. Hann kom hér á þeim
dimmu dögum, þegar úr-
slitaorustan var háð um
sjálfstæði Eystrasaltsríkj-
anna og hafði mikil áhrif á
þá, sem honum kynntust.
Lennart Meri hefur háð
harða og erfiða baráttu fyrir
endurkjöri sínu. Það segir
sína sögu um þær leifar af
kommúnískum áhrifum, sem
enn eru fyrir hendi í Eystra-
saltsríkjunum, að þessi
merki maður skuli af póli-
tískum andstæðingum hafa
verið sakaður um tengsl við
KGB! Ungur að árum fylgd-
ist hann með því, þegar sov-
ézka leyniþjónustan handtók
föður hans og sakaði hann
um brot á sovézkum lögum
um „vopnaeign“.“
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
E
f Benedikt páfi XVI. hafði ekki
gert sér grein fyrir því hver
munurinn er á því að vera páfi
og fræðimaður þegar hann
steig í pontu í háskólanum í
Regensburg fyrir rúmri viku
þá gerir hann það nú. Í ræðu
sinni vitnaði hann í býsanskan
keisara, Manuel II. Paleologus: „Sýnið mér hvað
Múhameð færði okkur sem var nýtt, og þar munuð
þér aðeins finna illa hluti og ómennska, á borð við
fyrirmæli hans um að breiða út með brandi trúna
sem hann prédikaði.“
Eldfim orð, sem fóru eins og eldur um heims-
byggðina. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Í
fyrstu virtist sem páfi hefði með orðum sínum leyst
úr læðingi fár á borð við það, sem braust út vegna
skopmyndanna, sem danska dagblaðið Jyllands-
Posten birti af Múhameð spámanni. Frá Marokkó
til Indónesíu voru viðbrögðin á sama veg. Páfinn
hafði með tilvitnuninni sýnt að katólska kirkjan
væri hluti af ofsóknum vestursins á hendur íslam.
Árekstur siðmenninganna var orðinn að árekstri
trúarbragðanna. Ummæli páfans voru hörmuð.
Þau voru sögð jafnast á við „tilræði við virðingu
spámannsins“. Salih Kapusuz, talsmaður flokks
Tayyips Erdogans, forsætisráðherra Tyrklands,
talaði um myrka afstöðu páfa, sem væri sprottin úr
myrkri miðalda. Með orðum sínum væri páfinn að
reyna að „endurlífga hugarfar krossferðanna“.
Kapusuz líkti páfa við Hitler og Mussolini. Flokks-
systkin hans spurðu hvaða erindi þessi páfi, sem
hvort sem eð var væri andvígur Tyrkjum, vegna
þess að hann væri á móti inngöngu þeirra í Evrópu-
sambandið, ætti til Tyrklands í næsta nóvember.
Grafið undan áhrifum
hófsamra múslíma?
Meira að segja Bill Clinton, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, gagnrýndi páfann og sagði að hann
hefði með tilvitnuninni grafið undan áhrifum hóf-
samra andans manna í röðum múslíma.
George Bush Bandaríkjaforseti tók hins vegar í
annan streng og varði páfann. Hann kynni að meta
að páfi hefði reynt að skýra orð sín. „Þessi barátta
snýst ekki um trúarbrögð,“ sagði Bush í samtali við
sjónvarpsfréttastöðina CNN. „Þessi barátta er
milli manna, sem nota trúarbrögð til að myrða, og
þeirra á meðal okkar, sem eru hlynnt friði.“ Hér
væri ekki um að ræða bardaga milli siðmenninga,
heldur „bardaga um siðmenningu“. Þetta hefði páf-
inn gert ljóst.
Talsmaður Evrópusambandsins sagði að páfinn
mætti segja það sem honum byggi í huga, en það
væri annað mál hvað væri ráðlegt í þeim efnum.
Frá Páfagarði bárust brátt viðbrögð. Á sunnu-
dag lýsti páfi því yfir að hann iðraðist ummælanna.
Í vikulegu ávarpi sínu á Péturstorginu í Róm á mið-
vikudag sagði Benedikt XVI. að reiði múslíma
vegna orða hans væri afleiðing „óheppilegs mis-
skilnings“ og kvaðst hann bera virðingu fyrir fylg-
ismönnum allra trúarbragða, sérstaklega múslím-
um. Tilvitnunin hefði ekki verið hans eigin orð,
heldur til marks um sambandið milli trúar og of-
beldis.
Nú var deilt um það hvort hann hefði gengið
nógu langt með iðrun sinni, hvort hann hefði í raun
beðist afsökunar. Hann hefði harmað viðbrögðin,
en ekki dregið ummæli sín tilbaka.
Viðbrögð páfagarðs virtust þó hafa slegið á
mestu ólguna. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Ír-
ans, kom páfanum til varnar, öndvert við Ali
Khamenei erkiklerk, sem sagði að ræðan væri „nýj-
asti hlekkurinn í krossferðasamsærinu“. Ahmad-
inejad sagði að páfinn hefði skýrt orð sín með full-
nægjandi hætti. „Við berum virðingu fyrir páfanum
og öllum þeim, sem eru hlynntir friði og réttlæti,“
sagði hann.
Abdullah Ahmad Badawi, forsætisráðherra Mal-
asíu, kvaðst einnig taka iðrun páfa til greina, en
framvegis ætti hann þó að forðast ummæli, sem
gætu sært múslíma.
En hvað lá páfanum á hjarta? Reyndar vakti fyr-
ir honum að harma hvernig nútíminn daufheyrist
við trúarbrögðunum, sérstaklega í föðurlandi hans,
Þýskalandi. Hann talaði um sigur hins veraldlega
yfir hinu guðlega og hvernig hinir kaldhæðnu litu á
það sem rétt sinn að hæða og spotta allt sem heilagt
er. Í þessum efnum á hann sennilega merkilega
mikið sammerkt með íslömskum trúfræðingum,
sem hafa gagnrýnt hina veraldlegu ásjónu vesturs-
ins og trúleysi.
„… þar munuð þér aðeins
finna illa hluti og ómennska“
Í kafla úr ræðunni fjallar Benedikt hins vegar um
heilagt stríð: „Ég var minntur á þetta nýlega þegar
ég las ... hluta úr samtali, sem kannski fór fram
1391 í vetrarbúðum nærri Ankara, milli hins lærða
býsanska keisara Manuels II. Paleologusar og
menntaðs Persa um viðfangsefnið kristindóm og
íslam og sannleikann í hvoru tveggja.
Í sjöunda samtalinu ... nefnir keisarinn efnið heil-
agt stríð. Án þess að farið sé út í smáatriði á borð
við muninn á því hvernig fara eigi með þá sem hafa
„Bókina“ og „trúleysingjana“ ávarpar hann við-
mælanda sinn svo hranalega að furðu vekur þegar
hann fjallar um lykilspurninguna um sambandið á
milli trúarbragða og ofbeldis almennt og segir:
„Sýnið mér hvað Múhameð færði okkur sem var
nýtt, og þar munuð þér aðeins finna illa hluti og
ómennska, á borð við fyrirmæli hans um að breiða
út með brandi trúna sem hann prédikaði.“
Eftir að keisarinn hefur tjáð sig af þessum krafti
heldur hann áfram og útskýrir í smáatriðum ástæð-
urnar fyrir því að órökrétt er að breiða út trú með
ofbeldi. Ofbeldi er ósamræmanlegt eðli Guðs og eðli
sálarinnar. „Guði,“ segir hann, „er ekki þóknun í
blóði, og óskynsamleg hegðun er andstæð náttúru
Guðs. Trúin fæðist í sálinni, ekki líkamanum. Hver
sá, sem vill leiða annan til trúar, verður að hafa
hæfileikann til að mæla vel og rökræða af skyn-
semi, án ofbeldis og hótana.“
Að skynsemi og trú fari saman
Ætlun páfa var að færa rök að því að enginn mætti
beita valdi til að breiða út trú. Í samtali í Lesbók
Morgunblaðsins í dag, laugardag, segir dr. Sigur-
jón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur og stundakenn-
ari við guðfræðideild Háskóla íslands, að kjarninn í
erindi Benedikts XVI. hafi verið sá að trú og vald
færi ekki saman, heldur væri trúin samofin skyn-
semi og opinni umræðu. „Þegar orðin eru rifin úr
samhengi dettur inntak erindisins um sjálft sig, en
boðskapur Benedikts var sá, að það væri kristin-
dómnum eðlilegt að skynsemi og trú fari saman, og
að slíkt væri nauðsynlegt í öllum samræðum á milli
menningarheima,“ segir Sigurjón í samtalinu.
Erfitt er að mótmæla þessum boðskap, en hins
vegar kemur páfinn honum á framfæri með ákaf-
lega klaufalegum hætti, ekki aðeins vegna orðanna,
sem hann notar, heldur vegna þess, sem hann segir
ekki.
Í þýska vikuritinu Die Zeit birtist á fimmtudag
grein eftir Thomas Assauer, þar sem hann segir að
vitaskuld megi páfinn fjalla um valdbeitingu í nafni
íslams. Það sé meira að segja skylda hans, enda
þekki enginn betur sambandið milli trúar og vald-
beitingar en fulltrúi katólsku kirkjunnar. „En það
hefði ekki verið í andstöðu við það að nálgast sann-
leikann hefði páfinn nefnt að það hefðu verið stríðs-
menn Guðs, sem breyttu krossum sínum í sverð,
knúðir áfram af haturspredikaranum Bernharði frá
Clairvaux: „Riddari Krists drepur með góðri sam-
visku; rólegri deyr hann. Þegar hann deyr gagnast
hann sjálfum sér, þegar hann drepur gagnast hann
Kristi.“ Það hefði hjálpað til hefði páfinn eytt orði á
rómversk-katólsku útlegginguna á drápsbanninu,
ofsóknir á hendur gyðingum á miðöldum, slátrun
trúleysingja og nornabrennurnar, einnig hefði
hann mátt nefna helgun pyntinga, örkumlunar og
drekkinga, ávallt með Biblíuna á lofti. Gagnvart
fasistum Francos skreið katólska kirkjan undir
stein og barðist gegn frelsunarguðfræðinni eins og
hún væri djöfullinn sjálfur. Vísun til dauðasynda
eigin kirkju, örlítill iðrunarvilji, hefði gefið erki-
klerkunum vísbendingu og hún hefði ekki þurft að
vera innblásnari en þessi setning: „Kirkjunnar
menn hafa í nafni trúarinnar og siðferðisins gripið
til aðferða, sem ekki samræmast fagnaðarer-
indinu.“ Meðal annarra orða er setning þessi ekki
höfð eftir villutrúarmanni. Hana sagði Joseph
Ratzinger kardináli [og núverandi páfi].“
Forvera Benedikts XVI., Jóhannesi Páli páfa II.,
tókst í embættistíð sinni með undraverðum hætti
að sneiða hjá því að katólska kirkjan yrði dregin inn
í þau átök, sem nú fara fram í heiminum, hvort sem
þau nefnast stríð gegn hryðjuverkum eða heilagt
stríð á hendur Vesturlöndum.
Samræðum trúar-
bragðanna hafnað?
Eins og segir í fréttaskýringu í nýjasta tölublaði
tímaritsins The Economist skildi Jóhannes Páll að
róttækir múslímar fyrirlíta ekki vestrið vegna
kristninnar, heldur stjórnlauss veraldleika:
„Osama bin Laden kann að hafa haldið fram að inn-
rásirnar í Afganistan og Írak væru nýjar „kross-
ferðir“. En þótt George Bush hafi eitt sinn fært
honum vopn í hendurnar með því að nota það orð
gáleysislega, var ógerningur að halda því fram að
múslímar væru fórnarlömb nýs heilags stríðs á
meðan áhrifamesti leiðtogi kristinna manna gagn-
rýndi innrásirnar opinskátt. Með því að leggjast
bæði gegn sprengjuárásunum á Afganistan og inn-
rásinni í Írak tryggði Jóhannes Páll páfi að stærsta
Laugardagur 24. september
Reykjavíkur
ÞRÓUN
FJÖLMIÐLAMARKAÐARINS
Magn upplýsinga, sem berst tilfólks með einum eða öðrumhætti dag hvern, er gífurlegt.
Nú er dreift um 260 þúsund eintökum
af dagblöðum flesta daga vikunnar,
sem flytja fólki fréttir og annað efni.
Útvarpsstöðvum hefur fjölgað mjög
og sjónvarpsstöðvum sömuleiðis. Net-
miðlar eru mikið notaðir og tímaritum
hefur frekar fjölgað en fækkað. Við
þetta bætist svo það upplýsingamagn,
sem berst með erlendum útvarps-
stöðvum, sjónvarpsstöðvum, dagblöð-
um og tímaritum.
Framboð frétta og annarra upplýs-
inga er einfaldlega meira en eftir-
spurn. Í þessu samhengi kemur ekki á
óvart að útsendingum NFS hafi verið
hætt. Það var ekki og er ekki mark-
aður fyrir svona mikið magn upplýs-
inga. Fólk hefur ekki tíma til að ein-
beita sér að móttöku alls þessa mikla
upplýsingamagns. Og ákvörðun for-
ráðamanna 365 miðla því eðlileg.
En jafnframt er full ástæða til að
hafa áhyggjur af því að upplýsinga-
flóðið verði til þess að gæði upplýs-
inga, sem bornar eru fyrir fólk, séu
ekki viðunandi.
Auðvitað er lengi hægt að tala um
hvað sé rétt og hvað sé rangt. Og það
er hægt að túlka upplýsingar með
ýmsum hætti. Eftir sem áður skiptir
mestu að almenningur hafi aðgang að
staðreyndum. Svo getur hver og einn
dregið sínar ályktanir af þeim stað-
reyndum.
Í þjóðfélagsumræðum hér er farið
mjög frjálslega með staðreyndir. Þeir
sem það gera skaða þær opnu umræð-
ur, sem fram fara í samfélagi okkar.
Það er tímabært að gera meiri kröfur
og a.m.k. draga fram í dagsljósið þær
vitleysur, sem á borð eru bornar í al-
mennum umræðum.
Það hefur mikla þýðingu fyrir sam-
félagið að fjölmiðlun sé sem fjöl-
breyttust og að upplýsingar berist úr
mörgum áttum en ekki einni átt eða
fáum.
Hins vegar er tímabært að almenn-
ingur, sem fær þessar upplýsingar í
hendur geri meiri kröfur til þeirra,
sem dreifa þeim. Raunar ber nú þegar
á því. Morgunblaðinu berast dag
hvern mikill fjöldi tölvupósta. Í mörg-
um tilvikum er verið að gera athuga-
semdir bæði við meðferð staðreynda á
síðum blaðsins en ekki síður um mál-
far.
Þetta aðhald lesenda er blaðinu
mikilvægt. Það sýnir að lesendum er
ekki sama um Morgunblaðið. Slíkt að-
hald lesenda dagblaða eða notenda
annarra fjölmiðla er bezta aðhaldið,
sem þessir fjölmiðlar geta fengið.
Með sama hætti og útsendingum
NFS hefur verið hætt – og reyndar út-
gáfu DV sem dagblaðs – má gera ráð
fyrir að smátt og smátt síist út aðrir
fjölmiðlar, sem ná einfaldlega ekki at-
hygli fólks vegna þess mikla upplýs-
ingamagns, sem hér er á ferðinni.
Ekki er ósennilegt að það muni eiga
við um einhverjar útvarpsstöðvar og
einhver tímarit. Fjárfestar verða ekki
til lengdar tilbúnir til að standa undir
rekstri, sem ekki gengur.
Slík hagræðing á fjölmiðlamarkaðn-
um af markaðsástæðum mun styrkja
þá fjölmiðla, sem eftir standa og þar
með auka möguleika þeirra á að halda
viðunandi gæðum á þeim upplýsing-
um, sem þeir senda frá sér.
Segja má, að ákvörðun 365 miðla
varðandi DV og NFS – þótt ólíkar
ástæður liggi þeim til grundvallar – sé
til marks um að fjölmiðlaþróunin hér
sé að snúast við. Danir virðast hins
vegar standa á byrjunarreit í því þró-
unarferli og verður fróðlegt að sjá
hvað þar gerist að 2–3 árum liðnum.
Sumir halda því fram, að markaður-
inn sjálfur rétti af ýmiss konar frávik.
Kannski er það að gerast á fjölmiðla-
markaðnum hér.