Morgunblaðið - 24.09.2006, Side 42
42 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FULLTRÚAR
Samfylkingarinnar í
nýju leikskólaráði
Reykjavíkurborgar
skrifuðu grein í
Morgunblaðið sl.
fimmtudag undir fyr-
irsögninni „Draumur
Björns Inga“ þar sem
fjallað var um hug-
myndir um fjöl-
skyldugreiðslur til
foreldra barna á aldr-
inum 9 til 18 mánaða.
Finna fulltrúarnir,
þær Oddný Sturlu-
dóttir og Bryndís Ís-
fold Hlöðversdóttir, áformum um
valkvæðar greiðslur til foreldra
allt til foráttu og lýsa andstöðu
Samfylkingarinnar í borginni við
slík áform, sem gætu eyðilagt ára-
langa uppbyggingu í jafnrétt-
ismálum á einni nóttu, eins og það
er orðað í greininni.
Af þessu tilefni má minna á, að
Kópavogur samþykkti nýlega
umönnunargreiðslur til foreldra
barna á þessum aldri.
Bæjarfulltrúar Sam-
fylkingarinnar í
Kópavogi studdu þær
greiðslur með atkvæði
sínu og óskuðu jafn-
framt eftir því að
verða meðflutnings-
menn tillögunnar!
Samfylkingin studdi
s.k. „au-pair“ heima-
greiðslur í Reykjavík,
en leggst síðan gegn
valkvæðum fjöl-
skyldugreiðslum. Fyr-
ir ári síðan tók Stefán
Jón Hafstein, þáver-
andi formaður menntaráðs
Reykjavíkur, undir hugmyndir um
að brúa bilið frá fæðingarorlofi til
leikskóla og aðgerðir til þess að
koma til móts við foreldra barna á
þessum aldri hafa verið til skoð-
unar hjá mörgum bæjarfélögum
að undanförnu, undir forystu
margra stjórnmálaflokka.
Af hverju skyldi Samfylkingin
styðja svo gott mál í Kópavogi en
leggjast gegn því í Reykjavík?
Getur verið að flokkurinn sé enn í
sárum yfir því að vera ekki lengur
í meirihluta og átti sig ekki á gildi
þess að styðja góð og brýn mál í
stað þess að vera bara á móti?
Nýr meirihluti í borginni hefur
það að leiðarljósi að brúa bil for-
eldra frá því fæðingarorlofi lýkur
og þar til leikskóli hefst. Með því
m.a. að byggja smábarnaleikskóla
fyrir börn á aldrinum 9 til 12 mán-
aða. En það eru engin svör við
foreldra barna á þessum aldri í
dag að staðan verði orðin góð eftir
einhver ár. Það bætir ekki stöð-
una eins og hún er í dag. Þess
vegna er brýnt að nýtt leik-
skólaráð fjalli um þessi mál af yf-
irvegun og án fordóma Samfylk-
ingarinnar, til þess að borgin sinni
forystuhlutverki sínu þegar kemur
að málefnum barnafjölskyldna.
Samfylkingin segir já í
Kópavogi en nei í Reykjavík
Björn Ingi Hrafnsson svarar
grein Oddnýjar Sturludóttur og
Bryndísar Ísfoldar Hlöðvers-
dóttur varðandi hugmyndir um
fjölskyldugreiðslur
»Nýr meirihluti íborginni hefur það
að leiðarljósi að brúa bil
foreldra frá því fæðing-
arorlofi lýkur og þar til
leikskóli hefst.
Björn Ingi
Hrafnsson
Höfundur er formaður borgarráðs.
Nýjar og glæsilegar 2ja herb. íbúðir í nýju og vönduðu lyftuhúsi í miðborginni. Um er að ræða tvær
íbúðir: 2ja herb. 70 fm íbúð á 3. hæð, verð 24.500.000, 2ja herb. 78 fm útsýnisíbúð á tveimur
hæðum, 4. og 5. hæð, verð 27.335.000 og 2ja herb. 83 fm útsýnisíbúð á tveimur hæðum 4. og
5. hæð, verð 28.875.000.
Íbúðirnar eru innréttaðar á afar vandaðan og smekklegan hátt með sérsmíðuðum innréttingum og
vönduðum tækjum. Parket á gólfum, nema baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf og mósaiklagt í
veggi að hluta. Íbúðunum fylgir sérgeymsla/þvottaherb. í kj. Sérþakgarður með hvorri íbúð fyrir sig
til suðurs og með heitum potti. Einnig svalir út
af hvorri íbúð sem snúa út að Laugavegi.
Glæsilegar íbúðir í hjarta miðborgarinnar.
Íbúðirnar verða til sýnis í dag, sunnudag,
frá kl. 13-15. Sölumaður verður á staðnum,
s. 822 3737.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Laugavegur 40
Glæsilegar 2ja herb. íbúðir í nýju húsi
Sölusýning í dag frá kl. 13-15
Verið velkomin.
Suðurlandsbraut 54,
við Faxafen, 108 Reykjavík,
sími 568 2444, fax 568 2446.
Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali.
Voru að fá í einkasölu fallega, nýlega mikið standsetta 4ra herb. 106,2 fm end-
aíbúð á 3. hæð í góðu fjölbýlishúsi ásamt 20,5 fm bílskúr. Íbúðin skiptist m.a. í
3 góð svefnherbergi, eldhús með borðkrók, búr innaf eldhúsi, baðherbergi
með glugga og stóra stofu. Tvennar svalir. Íbúðin er mikið endurnýjuð, m.a.
innrétting í eldhúsi, parket, hurðir, skápur í hjónaherb. og flísalagt baðher-
bergi. Sameiginlegt þvottaherb. í kjallara. Fullbúinn bílskúr.
Steinunn tekur á móti áhugasömum milli kl. 17.00 og 19.00.
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 17 TIL 19
SAFAMÝRI 50 - 3. HÆÐ MEÐ BÍLSKÚR
Laugavegi 170, 2. hæð.
Opið virka daga kl. 8-17.
Sími 552 1400 ● Fax 552 1405
www.fold.is ● fold@fold.is
Þjónustusími eftir lokun er 694 1401.
Til sölu jörðin Enni á Kjalarnesi. Jörðin er 6,92 hekt-
arar að stærð og nær frá þjóðvegi niður að sjó. Vel
byggt einbýlishús og bílskúr, alls 179,6 fm, eru á
jörðinni og í mjög góðu ásigkomulagi. Skipti á eign á
höfuðborgarsvæðinu koma til greina. Með tilkomu
Sundabrautar er um mjög áhugaverðan
fjárfestingarkost að ræða. Óska eftir tilboðum.
Enni – Kjalarnesi
Áhugaverð fjárfesting
– Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! –
Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Sími 533 4800
Mjög góð 180,5 fm efri sérhæð við Tjarnarból á Seltjarnarnesi, þar af er sér 2ja herbergja íbúð í
kjallara, auk 51,5 fm bílskúrs, alls 232,0 fm. Hæðin skiptist í stigagang, hol, stofu, eldhús með
borðkrók, þvottahús, fjögur svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara er stór geymsla og sér 2ja
herbergja íbúð. Bílskúrinn er sérstæður framan við húsið. Íbúð í kjallara gefur góðar leigutekjur.
Eign sem vert er skoða. Laust fljótlega. Verð 45,5 millj.
Friðþjófur, sími 897 4630, sýnir í dag milli kl. 14.00 og 16.00.
Tjarnarból 15 – OPIÐ HÚS
Katrínarlind 7 – Grafarholti
Stórglæsileg ný íbúð m. stæði í þriggja bíla bílskúr
Opið hús í dag sunnudag kl. 15-18.
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Nýkomin í
einkasölu
glæsileg, ný,
119 fm íb. á 2.
hæð (jarðhæð
baka til) í litlu
lyftuhúsi á ró-
legum stað
innst í lokaðri
götu. Mjög gott
skipulag, vand-
aðar eikarinnréttingar, parket, hurðir og skáp-
ar, 3 góð svefnherbergi, baðherbergi með
sturtu, baðkari, innréttingu og glugga. Þvotta-
herb. í íbúð. Sjónvarpshol, góð stofa og
glæsilegt eldhús. Útgengt á suðvesturverönd.
Verð 27,9 millj. Eigendur sýna íbúðina í dag
sunnudag milli kl. 15 og 18. Íbúð 0102.
Sími 588 4477
Fréttir
í tölvupósti