Morgunblaðið - 24.09.2006, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli
Skólavörðustíg 13
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
Reynir Björnsson
lögg. fasteignasali
Glæsileg 146,1 fm sérhæð ásamt innb. bílskúr í fallegri botngötu. 3 góð her-
bergi, 2 stofur og rúmgott eldhús með fallegri eikarinnréttingu og gluggum
á 2 vegu. Suðursvalir með tröppum út í garð/sólpall. Rúmgóður, fullbúinn
bílskúr. Eikarparket á gólfum og nýlegir skápar. Sérinngangur og sérbíla-
stæði f. 2-3 bíla. Fallegur og skjólgóður suðurgarður. Eignin er öll sérlega
falleg og hefur fengið gott viðhald. Verð 32,9 millj.
Ingunn og Guðmundur taka vel á móti gestum í dag milli kl. 15 og 17.
Opið hús milli kl. 14 og 15 í dag
Skipasund 88
Franskir gluggar og mikil lofthæð
Mjög sjarmerandi 3ja herbergja 75 fm
íbúð á 1. hæð í gömlu og virðulegu
húsi. Íbúðin er björt með óvenju mikla lofthæð og skiptist í hol, baðherbergi
með glugga, tvær stofur, eldhús og svefnherbergi. Auðvelt að breyta annarri
stofunni í svefnherbergi. Parket og flísar á gólfum. Fallegir franskir gluggar í
stofu. Íbúðin getur losnað fljótlega. Verð 17,4 millj.
Inga Dóra Kristjánsdóttir, sölumaður Húsavíkur, tekur vel á móti gestum
í dag milli kl. 14 og 15. Teikningar á staðnum.
Opið hús milli kl. 14 og 16 í dag
Framnesvegur 29
Falleg og mikið uppgerð
Falleg 77,1 fm 3ja-4ra herbergja efri
hæð og ris í fallegu húsi. Húsið var
mikið endurnýjað 1998, sbr. lagnir,
innrétt., gólfefni o.fl. Aðalhæð skiptist
í anddyri, baðherbergi með glugga,
eldhús, stofu og svefnherbergi. Í risi eru tvö herbergi sem nýlega hafa verið
uppgerð með nýjum Veluxgluggum. Ris mælist aðeins sem ca 11 fm en
gólfflötur er í raun stærri. Verð 21,5 millj.
Linda og Sigurjón taka vel á móti gestum í dag milli kl. 14 og 16.
Bjalla merkt Linda og Sigurjón. Teikningar á staðnum.
Opið hús milli kl. 15 og 17 í dag
Hjallabrekka 16
Stórglæsileg sérhæð með bílskúr
Bjóðum til sölu nýjar
íbúðir í fjölbýlishúsi við
Fossveg 10 á Selfossi.
Húsið er 4 hæða
fjölbýlishús með 6
íbúðum á hæð, nema á
jarðhæð þar eru 4
íbúðir. Íbúðum er
skilað fullbúnum án gólfefna, þó er baðherbergi flísalagt bæði gólf og
veggir upp í hurðarhæð. Lyfta er í húsinu og lóð verður tyrfð. Bílastæði
malbikuð, gangstígar hellulagðir. Afhending er 01.12.2006.
Fasteignasalan Bakki
Sigtún 2 Selfossi
Sími 482-4000
www.bakki.com
bakki@bakki.com
Þröstur Árnason lögg.fasteignasali
Skógarhlíð - Þóroddsstaðir í Reykjavík
Eignin nr. 22 við Skógarhlíð (Þóroddsstaðir) í Reykjavík.
Hér er um að ræða þrílyft steinhús sem er skráð fm hjá
Fasteignamati ríkisins en er um 400 fm að stærð skv.
upplýsingum eigenda. Húsið var upphaflega gamalt býli,
steinsteypt 1927. Húsið hefur verið mikið endurnýjað og
virðist vera í góðu ásigkomulagi. Lóðin er 1.397 fm að
stærð og eru á henni mörg bílastæði. Húsnæðinu hefur
verið breytt í skrifstofuhúsnæði, m.a. hefur lýsing verið
stórbætt, lagnastokkar settir meðfram veggjum, raflagnir
hafa verið endurnýjaðar o.fl. Nýtt öryggis- og bruna-
varnakerfi er í húsinu. Fjöldi skrifstofa er u.þ.b. 12 auk 3ja
stórra vinnurýma. Frábær eign sem höfuðstöðvar fyrir
t.d. arkitekta, lögfræðistofur, endurskoðendur o.fl.
6116
Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.
Í einkasölu vandað, vel viðhaldið og mikið endurn. raðhús, samt. ca 175
fm m. innb. 26,6 fm bílsk. Nýl. eldhús, baðherb., hluti gólfefna o.fl. Góður
garður m. skjólg. verönd. Glæsilegt útsýni á Esjuna, Akrafjallið o.fl.
Verð 49,9 millj.
Ingibjörg tekur á móti áhugasömum í dag, sunnudag, frá kl. 18-20.
Sími 588 4477
Opið hús í dag!
Látraströnd 22 – Glæsil. raðhús
á Seltjarnarnesi
Opið hús frá kl. 18-20 í dag sunnudag.
Í einkasölu mjög góð íbúð
á 2. hæð í góðu, vel
staðs. fjölb. Stutt í góða
þjónustu. Nýl. innrétt. í
eldhúsi og nýl. parket á
gólfum. V. 12,1 m. Áhv.
hagst lán ca 9,7 m.
Gísli Baldur tekur á móti
áhugasömum í dag,
sunnudag, frá kl. 14-16.
Torfufell 29 - íbúð 0202
Opið hús frá kl. 14-16 í dag sunnudag
Í einkasölu mjög vel skipul. 4ra herb. neðri sérh í nýl. fráb. vel staðs. tvíb.
innst á Álfhólsvegi, rétt við grunnsk. og aðra góða þjónustu. Sérinng. 3
herb. Sérverönd til suðurs. Góðar innrétt. V. 23,5 millj.
Reynir og Þórunn taka á móti áhugasömum
í dag, sunnudag, frá kl. 11-12.
Álfhólsvegur 116 – Kópavogi
Neðri sérhæð
Opið hús frá kl. 11-12 í dag sunnudag.
GLÖGGT er gests augað segir
gamalt máltæki. Undirrituð er ein
af þeim fjölmörgu Íslendingum,
sem hafa búið erlendis í áratugi og
verða alltaf jafn undrandi á þeim
miklu breytingum, sem hafa orðið á
efnahag þjóðarinnar, hugarfari
hennar og jafnvel náttúrufari
landsins. Engin eftirsjón er í fá-
tæktinni, en það er eftirsjón í sam-
hjálpinni, sem ríkti í þessu landi
fyrir fimmtíu árum og því hug-
arfari manna, sem fóstraði hana.
„Þetta er ekki mitt mál,“ er setn-
ing sem ég heyri undarlega oft,
einhverskonar þjóðráð til þess að
frelsa nútíma Íslendinginn frá því
að gæta bróður síns.
En margt er samt mannanna
bölið og alltaf spretta vandamálin
upp eins og höfuðin á marghöfða
þursa; þegar eitt hefur fokið vaxa
upp önnur enn ljótari og verri. Nú
hefur nýfengið ríkidæmi fært þjóð-
inni auðmenn, sem eiga við sérstök
vandamál að etja, sem engin for-
dæmi eru fyrir að leysa enn sem
komið er. Menn með ofurlaun er ís-
lensk nútímastaðreynd. Af viðtölum
og játningum þeirra að dæma, sem
hafa orðið fyrir þessum ósköpum,
skapast flókinn vandi bæði á heim-
ilum þessara manna sem og á op-
inberum vettvangi. Menn eru í
vandræðum með sjálfsmyndina,
konuna, krakkana, nágrannana og
ekki hvað síst ömmu gömlu, sem
passar ekki lengur í kramið. Óttinn
er sammannleg kennd. Óttinn og
efinn um eigið ágæti, dugnað og
sköpunarkraft andar ofan í háls-
málið á bestu og ríkustu mönnum –
oft ómeðvitað. Svo er óttinn við að
missa allan þennan auð – og hvað
þá? Fátæktin hefur mörg birting-
arform!
Á öllum tímum hafa verið til frá-
bærlega gáfaðir og duglegir menn
og konur, sem hafa tekið til hend-
inni á þessari jörð og fengið ýmsu
til leiðar komið, jafnvel breytt
gangi mannkynssögunnar án þess
að vera á föstum launum – hvað þá
á ofurlaunum. Tökum t.d. Jesú
Krist. Honum tókst að setja fram
siðferðilega mælikvarða og breyta
hugarfari manna – ekki þó allra – í
mörgum heimsálfum til langframa.
Slíkt verkefni er eitt það erfiðasta,
sem nokkur maður getur ráðist í.
Hvað hefði hann átt að fá í kaup?
Svari nú hver fyrir sig.
DR. VILBORG AUÐUR
ÍSLEIFSDÓTTIR,
sagnfræðingur.
Um launa-
réttlæti
og annað
Frá Vilborgu Auði Ísleifsdóttur:
Fáðu úrslitin
send í símann þinn