Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.09.2006, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UM MIÐJAN síðasta áratug mátti heyra að bækur væru hverf- andi miðill, skrifstofur yrðu papp- írslausar og nú má helst skilja á fólki að fréttablöðin séu að hverfa líka. Fréttir af hvarfi bóka af markaðnum hafa greinilega verið eitthvað orðum aukn- ar. Við getum illa án þeirra verið. Umræð- an hefur oft snúist um að tæknin standi gegn bókunum. Það er þó ekki þannig að engin tækni standi að baki bókum. Þvert á móti eru prentaðar bækur afurð af mikilli tækni- vinnu og sjálfar eru þær tæknilega afar vel sniðnar. Þessi bráðum sex hundruð ára gamla tækni hefur með öðrum orðum staðið af sér ýmsa strauma og sýnir lítinn bilbug. Notandinn sér bók sem lítur út líkt og þær sem voru prentaðar fyrir þrjátíu árum, en það sem liggur á bak við er ger- ólíkt. Í sumar var rætt um skort á bók- um á Landsbókasafni-Háskóla- bókasafni. Það sjónarmið hefur komið fram að tæknilega þættinum hafi verið gert of hátt undir höfði og bókakaup þurft að líða fyrir það. Í framhaldi af því var vakin athygli á að bækur væru ekki það eina sem bókasöfn landsmanna bjóða upp á. Fyrir utan myndefni og hljóðefni á bókasöfnunum eru rafræn gögn í að- gangi hvar sem er á landinu, hvenær sem er sólarhringsins. Þetta er einstök þjónusta sem ekki finnst í löndum nærri okkur. Stór hluti vísinda- og fræðafólks notar nú nær eingöngu rafræn tímarit til upp- lýsinga, annaðhvort í landsaðgangi (hvar.is) eða í gegnum sérá- skriftir utan hans. Það er ljóst að þeir sem fást við sagnfræði, bók- menntafræði og önnur hugvísindi þurfa að reiða sig á góðan kost prentaðra bóka og aðgang að handrituðu efni. Það er þó ekki þannig að þetta fólk hafi ekkert af rafrænum gögnum að segja. Á tima- rit.is er þegar komið mikið safn ís- lensks efnis frá liðnum öldum. Stefnt er að því að koma sem mestu af ís- lensku efni utan höfundaréttar á stafrænt form. Það eykur aðgengi að þessu efni til muna og minnkar slit á frumgögnunum. Það væri slæmt ef fólk ætlaði að stilla þessu tvennu, prentuðu efni og rafrænum gögnum, sem andstæðum kostum. Á öllum fræðasviðum eru þeir notaðir sam- hliða og verður um næstu framtíð. Það er fljótgert að sjá hvaða efni er í landsaðgangi á hvar.is en sein- legra að fara yfir það allt til hlítar, enda er aðgangur að yfir 8.700 tíma- ritum í fullum texta og 12 gagna- söfnum fyrir alla sem tengjast gegn- um íslenska netveitu á Íslandi. Hversu mikið er þarna? Ef það ætti að koma fyrir 10 árgöngum af 8.700 tímaritum þyrfti að fylla allar hæðir Þjóðarbókhlöðunnar. Þá er eftir það efni sem er í gagnasöfnunum og það sem er gert aðgengilegt í opnum að- gangi á hvar.is. Auk þess hefur fólk á háskólabókasöfnum, heilbrigð- isbókasöfnum og nokkrum rann- sóknabókasöfnum aðgang að enn meira efni sem er keypt í séráskrift- Bækur eða hvar.is? Sveinn Ólafsson skrifar um gagnasöfn » Fólk fer einfaldlegaá hvar.is og getur ratað þaðan inn í hvert tímarit fyrir sig, inn í hvert gagnasafn fyrir sig eða leitað í öllum gagnasöfnunum sam- tímis. Sveinn Ólafsson ÆGISÍÐA Vorum að fá í einkasölu 261,4 fm einbýlishús við Ægisíðu. Íbúðar- rými er skráð 231,5 fm og bílskúr 29,9 fm. Húsið stendur á 797 fm glæsilegri hornlóð á eftirsóttum útsýnisstað. Arkitekt er Aðalsteinn Richter. Á aðalhæð hússins eru 2 glæsilegar stofur sem gengið er í niður af palli, borðstofa, eldhús, snyrting, rúmgott hol og forstofa. Gengið er út í garð úr stofu og borðstofu. Á efri hæð eru 3-4 herb., baðh. og hol. Rúmgóðar svalir útaf hjónah. Í kjallara eru herbergi, baðh., þvottahús, búr og hol. Mikil lofthæð er í húsinu. Húsinu hefur verið mjög vel viðhaldið. Húsið er laust til afh. fljótlega. #6005 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúli Rentus kynnir til leigu mjög gott 605,8 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð við Síðumúla í Reykjavík. Eignin skiptist í 14 skrifstofurými, rúmgóða móttöku, stóran sal, fjórar snyrtingar, ræstikompu og geymslur. Vínildúkur á gólfum. Tveir inngangar. Möguleiki á að skipta í tvær einingar. Næg bílastæði. Halldór Jensson halldor@domus.is S. 440 6014/840 2100 Laugavegi 97 101 Reykjavík Sími 440 6100 Fax 440 6101 www.rentus.is FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Mjög glæsilegt 190 fm tvílyft parhús ásamt 28,0 fm bílskúr í Suðurhlíðum Kópavogs. Á neðri hæð eru m.a. forstofa, þvotta- herbergi, 3 parketlögð svefnher- bergi, flísalagt baðherbergi og 1 gluggalaust herbergi. Uppi eru góðar parketlagðar stofur og borðstofa með útgengi á svalir, eldhús með góðum innrétt., 1 her- bergi/sjónvarpsherbergi og flísalagt baðherbergi. Gert er ráð fyrir arni í stofu. Ræktuð lóð. Verð 45,9 millj. Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16. Verið velkomin. Skógarhjalli 19 - suðurhlíðar Kópavogs Opið hús í dag frá kl. 14-16 Sími 575 8500 Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasali Í einkasölu glæsileg 3ja-4ra herb. hæð við Víðimel í Reykjavík. Íbúðin er mikið endurnýjuð á smekklegan hátt, öll gólfefni ný ásamt eldhúsinnrétt- ingu, raflögnum, baðherbergi, fata- skápum o.fl. Að utan er nýlega búið að endurnýja þak hússins ásamt rennum og þakkanti. Íbúðin skiptist í 2 stofur, 2 herb., baðherbergi og eld- hús. Í kjallara eru geymslur og sam- eiginlegt þvottaherbergi. OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-18 VÍÐIMELUR - EINSTAKT TÆKIFÆRI Á eigninni hvíla: Frá Íbúðalánasjóði ca . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kr. 10.450.000 Frá SPRON ca . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kr. 3.800.000 Seljandi er reiðubúinn að lána verðtryggt lán til 20 ára með föstum 6,9% vöxtum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kr. 8.160.000 Útborgun er því aðeins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kr. 2.490.000 Kaupverð samtals . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kr. 24.900.000 Greiðslubyrði lána á mánuði er ca . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . kr. 127.000 Fáðu úrslitin send í símann þinn HJARTADAG- URINN er haldinn á heimsvísu af rúmlega hundrað aðild- arfélögum Al- þjóðahjartasamtak- anna (World Heart Federation) og er Hjartavernd eitt af þeim. Viðburðir þennan dag eru margvíslegir í lönd- unum, allt frá heilsumælingum, göngum, leikfimi, almennum fyr- irlestrum, ráðstefnum, vísindasýn- ingum og tónleikum til stórra íþróttamóta. Markmið Hjartadags- ins er að auka vitund og þekkingu almennings á ógnum hjarta- og æða- sjúkdóma og leggja áherslu á heilbrigða lífshætti svo að börn, unglingar og fullorðnir um allan heim öðlist betra og lengra líf. Hjartadagurinn var fyrst haldinn árið 2000 og hefur hver dagur ákveðið þema. Í ár er þemað orðað með spurningunni „Hve ungt er þitt hjarta?“ sem felur í sér áskorun til fólks um að huga að hjarta sínu og reyna að halda því ungu eins lengi og hægt er. Hjarta- og æðasjúkdómar eru al- gengasta dánarorsök Íslendinga og valda um 40% dauðsfalla á Íslandi. Margir áhættuþátta hjarta- og æða- sjúkdóma eru þekktir og hægt er að hafa áhrif á marga þeirra. Aðrir áhættuþættir eru þess eðlis að þeim verður ekki breytt. Dæmi um þetta eru erfðaþættir eða aldur. Áhættu- þættirnir spila saman hjá hverjum einstaklingi. Hafi einstaklingur marga áhættuþætti magna þeir hver annan upp. Áhætta einstaklings með marga tiltölulega væga áhættuþætti getur því verið meiri en einstaklings með einn slæman áhættuþátt. Vegna þessa er mikilvægt að skoða áhættu- þættina í heild sinni fyrir hvern og einn. Reiknivél Hjartaverndar á www.hjarta.is er mikilvægt hjálp- artæki til að átta sig á samspili áhættuþátta á einstaklingsgrunni. Helstu áhættuþættir eru slegnir inn í reiknivél sem reiknar út áhættu á kransæðasjúkdómi á næstu 10 árum og ber áhættuna saman við meðaltal fyrir hvern aldur. Meðferð við áhættuþáttum miðast við að draga úr heildaráhættu. Þannig getur ver- ið hentugt að meðhöndla t.d. kólest- eról hjá einstaklingi með mikla áhættu á kransæðasjúkdómi þótt Hve ungt er þitt hjarta? Bolli Þórsson fjallar um hjarta- og æða- sjúkdóma í tilefni af Alþjóðlega hjarta- deginum »Hjarta- og æða-sjúkdómar eru algengasta dánarorsök Íslendinga og valda um 40% dauðsfalla á Íslandi. Bolli Þórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.