Morgunblaðið - 24.09.2006, Síða 54

Morgunblaðið - 24.09.2006, Síða 54
54 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VIKA símenntunar hefst á morgun. Mímir-símenntun tekur virkan þátt í vikunni og verður með fjölbreytta dag- skrá sem lesa má um á www.mimir.is/ Eitt af námstilboðum Mímis er jarð- lagnatækni. Fræðslu- miðstöð atvinnulífsins hefur gert námskrá fyrir námið sem gef- ur nemendum tæki- færi til þess að nýta það til styttingar náms í framhalds- skóla. Með aðkomu ríkisins hefur þátt- tökugjald lækkað og jarðlagnatæknar eru eftirsóttir á vinnu- markaði. Námið er því gott dæmi um það hvernig má bæta þekkingu og færni fólks á vinnumarkaði með samstarfi aðila vinnumarkaðarins, fyrirtækja, fræðslu- aðila og nú einnig ríkisins. Upphafið Þetta fag, að leggja lagnir í jörð, er ekki kennt í neinum iðnskóla á Íslandi. Það er eigi að síður mik- ilvægt eins og hver sá sem hefur upplifað hitavatnslausan morgun getur vitnað um. Í upphafi voru það einkum starfsmenn veitufyrirtækja og sambærilegra stofnana sem sóttu námið. Nú hefur færst í vöxt að verktakar leggi allar lagnir. Starfsmenn verktakafyrirtækja eru því orðnir í meirihluta nem- enda. Eftirspurnin eftir jarð- lagnatæknum hefur vaxið enda gera æ fleiri aðilar þær kröfur að verktakar sem taka að sér jarð- lagnir hafi jarðlagnatækni í sínum röðum. Hvað felst í jarðlagnatækninám- inu? Meta má jarðlagnatækninámið til allt að tuttugu og fjögurra ein- inga sem er meira en ein önn í framhaldsskóla. Þarna er bæði metið sjálft námskeiðið og sú færni og þekking sem námsmað- urinn hefur aflað sér í gegnum nám og starf á ævinni eða svokölluð raun- færni hans. Nokkrir þeirra sem lokið hafa náminu hafa haldið áfram, t.d. í rafvirkjun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti sem hefur tekið vel á móti nem- endum sem koma í námið eftir þessari óvenjulegu leið. Jarðlagnanámið er 300 stundir og kemur ekki í staðinn fyrir heilt iðnnám. Hins vegar fá nemendurnir innsýn í vinnubrögð, prufa að sjóða, að setja saman rafmagns- strengi og læra sam- setningu röra. Nem- endurnir læra efnis-, tæringar- og raf- magnsfræði og áhersla er lögð á öryggismál. Farið er í samskipti og samstarf á vinnu- stað, kenndar almenn- ar greinar eins og ís- lenska, stærðfræði og tölvur og nemendur læra verk- og verkefnastjórn, verkbókhald og gæðastjórnun. Í jarðlagnaþættinum er svo fjallað um flestar gerðir jarðlagna, efni, lagnaaðferðir, lagnastaðla og fleira. Nemendur í jarðlagnatækni eru almennt mjög áhugasamir um námið enda veitir það þeim dýpri skilning á því sem þeir fást við í starfi sínu. Það að sitja námskeið með mönnum frá ólíkum vinnu- veitendum er lærdómur í sjálfu sér enda gera nemendurnir mikið af því að bera saman bækur sínar. Hverjir eru jarðlagnatæknarnir? Frá árinu 1998, þegar fyrst var boðið upp á nám fyrir jarð- lagnatækna, hafa 126 manns lokið náminu, langmest karlmenn. Þeir starfa allir við jarðlagnir eða eitt- hvað sem þeim tengist. Nemendur í jarðlagnatækni eru kröfuharðir og þeir vita hvað þeir vilja. Flestir þeirra vilja verklega þjálfun, meiri verklega þjálfun og enn meiri verklega þjálfun. Fæstir þeirra hafa lagt fyrir sig bóklegt nám, hafa ekki talið það henta sér. Þeg- ar námið tengist svo einhverju sem þeir sjálfir þekkja og geta jafnvel frætt kennarann um gegn- ir öðru máli. Ég hef séð hvernig nemendur virðast hreinlega hækka um nokkra sentímetra við það að ljúka náminu og komast að því að víst gátu þeir lært. Hvað verður um nemendurna að námi loknu? Flestir halda áfram á sama vinnustað. Vinnuveitendurnir greiða enda í flestum tilfellum nemendunum laun á meðan á náminu stendur. Margir fá aukna ábyrgð, eru verkstjórar, eftirlits- menn eða í öðru stjórnunarstarfi. Aðrir hafa fengið aðra vinnu eða stunda nám með vinnu. Að loknu jarðlagnatæknináminu hafa nem- endurnir meiri möguleika og fleiri tækifæri bæði hvað varðar nám og starf enda hefur vinnumarkaður- inn viðurkennt jarðlagnatækna sem fagmenn sem verktakar þurfi að hafa í sínum röðum þegar unn- ið er við jarðlagnir. Nánar verður fjallað um jarð- lagnatæknina á Orkuþingi 12. 13 okt. næstkomandi. Að leggja rör í jörð Ingibjörg Stefánsdóttir fjallar um jarðlagnatækni í tilefni af viku símenntunar Ingibjörg Stefánsdóttir »Ég hef séðhvernig nemendur hreinlega hækka um nokkra sentí- metra við það að ljúka náminu og komast að því að víst gátu þeir lært. Höfundur er verkefnastjóri hjá Mími- símenntun. FYRIR skömmu las ég í minn- ingargrein um góðan dreng sem fallið hafði frá fyrir aldur fram: „Hann barðist mjög við þennan skæða óvin sinn og þráði að sigr- ast á honum, þessu böli sem skemmir allt og eyðir öllu.“ Óvinurinn var Bakkus og sannleiks- orðin bitur um bölið sem skemmir allt, eyðir öllu. Þegar ég var að lesa þetta aftur um kvöldið flögraði yfir skjáinn auglýsing um bjór sem umfram allt átti að sýna virðingu, hátíðleiki raddarinnar og andi hinnar freyð- andi auglýsingar í hrópandi mótsögn við orð minningargrein- arinnar og enn og aft- ur sótti á hugann sá hræðilegi fag- urgali sem hafður er uppi í æ ríkari mæli um ágæti áfengra drykkja, án alls fyrirvara um af- leiðingar, án allra aðvarana um það böl sem „skemmir allt, eyðir öllu“. Þessi fagurgali hvort sem er í auglýsingum eða umfjöllun fjöl- miðla er þar ofan í kaupið ólögleg- ur samkvæmt íslenzkum lögum, en látið viðgangast af þeim sem fylgja eiga eftir þar sem fjármagnið á bak við, áfengisauðvaldið eins og það er réttilega kallað, er óspart á ríkulega umbun. Á nær sama tíma er í fregn Morgunblaðsins á heilsusíðu sagt að áfengissala á árabilinu 1993 til 2005 hafi aukist mest á Íslandi af Norðurlöndunum. Þar er frá því greint að selt áfengi á mann, 14 ára og eldri, hafi verið 4,5 lítrar ár- ið 1993, en árið 2005 voru það 7 lítrar. Ekki nóg með það að aukningin sé mest hér heldur erum við með meiri neyzlu en Færeyingar, Svíar, Norðmenn og Álands- eyingar, aðeins vanda- málaþjóðirnar Finnar og Danir eru með meiri neyzlu, en hins vegar nálgumst við þessar þjóðir ískyggilega mikið. Þessa þróun sáum við bindind- ismenn fyrir við lögleiðingu bjórs- ins, en við vorum hrópaðir niður af þeim sem sögðu blákalt að einmitt yrði bjórviðbótin til að draga úr neyzlu, kannski ekki alveg strax var sagt, en svo myndi allt fara á bezta veg. Og áfengisauðvaldið hrósaði enn einum sigrinum og þjónar þess geta nú í dag glaðzt yfir árangr- inum, nær 60% aukningu áfeng- isneyzlu á þeim árum sem þeir sjálfir prédikuðu einmitt um að allt myndi færast til betra horfs. Auðvitað áttu allir skyni bornir menn að vita að þetta voru falsrök ein, en „frelsis“-áróðurinn var þungur og hver vildi svo sem fá á sig það að vera á móti sjálfu frels- inu, því frelsi sem ég vil kalla gæsalappafrelsi og útilokað er að kenna við hið raunverulega frelsi. Rétt þegar ég er að hugsa um efni þessa greinarkorns þá les ég viðtal við Þórarin Tyrfingsson um vaxandi fjölda fullorðins fólks í áfengismeðferð, enn ein birting- armynd gæsalappafrelsisins. Nú um stundir er rætt um hin hræðilegu umferðarslys og hlut ofsaaksturs þar sem kallaður hef- ur verið tilræði við lífið og ekki að ástæðulausu. Þessi tilræði og hörmulegar af- leiðingar þeirra eru sannkallað sorgarefni og aldrei of brýnt fyrir fólki að varast slík víti, verst er að það fólk sem mest hætta er á að gjörist sekt um ofsaakstur hlustar ekki á alvöruþætti eða aðra um- fjöllun þar sem við hættunum er varað og hinn skelfilegi sannleikur er dreginn í dagsljós fram. En í framhaldi af þessu er líka óhjákvæmilegt að fara í annan þátt, oft samofinn raunar, en það er akstur undir áhrifum áfengis. Skal þá heils hugar tekið undir með henni Ragnheiði Davíðsdóttur að á því er nauðsyn rík að færa mörk alkóhólmagns í blóði niður í núll, svo enginn vafi eigi að geta verið hjá neinum um hæfni sína til aksturs eftir að hafa neytt áfengis, enda ekkert sem skerðir sjálfs- myndina meira en áfengið s.s. menn vita. En til umhugsunar ætti það að vera þeim sem málum stjórna, hve aukning áfengisneyzlu er hér gíf- urleg og gjarnan mættu þeir þá huga um leið að orðum minning- argreinarinnar um bölið sem allt skemmir og öllu eyðir. Bölið sem skemmir allt, eyðir öllu Helgi Seljan fjallar um áfengisbölið »En til umhugsunarætti það að vera þeim sem málum stjórna, hve aukning áfengisneyzlu er hér gíf- urleg og gjarnan mættu þeir þá huga um leið að orðum minningargrein- arinnar um bölið sem allt skemmir og öllu eyðir. Helgi Seljan Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar IOGT. AÐ FRAMKVÆMD eins og Kárahnjúkavirkjun skuli hafa átt sér stað með þeim hætti sem raun ber vitni og svo mjög hefur verið gagnrýnt, er afleiðing þess að leikreglum lýð- ræðisins er ekki fylgt af hálfu þeirrar rík- isstjórnar sem nú hefur setið við völd á tólfta ár. Alþingismenn virð- ast margir svo vanir að dansa eftir flokkslínum síns flokks, án þess að huga að eigin sannfær- ingu, að þeir láta valta yfir sig og niðurlægja eins og dæmin sanna. Maður gæti haldið að flestum þeirra þyki ástandið því bara eðlilegt. Þjóðin þarf því að spyrja sig að því hvort hún búi í raun og veru í lýðræð- isríki í ljósi þess að stjórnarhættir núverandi ríkisstjórnar minna frekar á þá sem tíðkast í einræð- isríkjum. Nægir að nefna í því sambandi hvernig staðið var að ákvarðanatöku varðandi stuðning við Íraksstríðið, tilraun til að keyra í gegn um Alþingi nýtt fjöl- miðlafrumvarp og hvernig staðið hefur verið að Kárahnjúkavirkjun. Má vera að því sé um að kenna hversu lengi núverandi stjórn- arflokkar hafa setið við völd. Framkoman við þá sem minna mega sín í samfélaginu er svo kap- ítuli út af fyrir sig, sem mér liggur við að flokka undir mannvonsku, en kannski er það frekar skortur á skilningi og samúð sem veldur. Það er því mjög brýnt fyrir þjóð- ina að endurnýja skilning sinn á lýðræðinu fyrir næstu kosningar til að geta veitt næstu ríkisstjórn það aðhald sem nauðsynlegt er. Núverandi ríkisstjórn virðist hins vegar hafa tapað sambandinu við fólkið í landinu, hlustar ekki lengur á það. Þegar veigamiklar ákvarðanir, sem hafa varanleg áhrif fyrir land og þjóð, eru teknar með þeim hætti að leynt er fyrir alþingismönnum, sem eiga að vera eins vel upplýstir og mögulegt er um málefnið til að geta greitt at- kvæði samkvæmt bestu samvisku, þýðingarmiklum upplýsingum er haft gætu veruleg áhrif á af- greiðslu málsins, er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að leikreglur lýð- ræðisins séu þver- brotnar og fótum troðnar. Hverjar eru leikreglur l ýðræðis? Okkur væri kannski hollt að líta til þjóða þar sem lýðræðið er á hærra þroskastigi til að átta okkur á hvernig það á að virka. Þar sem fólk almennt gerir sér betur grein fyrir hversu þýðingarmikið það er að þekkja leikreglur sem eiga að gilda og að standa vörð um þær. Sunnudaginn 3. sept. var viðtal við Andra Snæ Magnason rithöfund í þættinum Framtíð lýðræðis: (http:// dagskra.ruv.is/streaming/ras1/ ?file=4329872 ) sem ég ætla að leyfa mér að vitna í. Eftir upphafs- spjall þar sem Andri Snær lýsir því hvenær hann hafi byrjað að velta fyrir sér lýðræðinu og hvern- ig hann upplifir að orðið hefur hér í raun litla merkingu í „praxis“. Hann talar um að menn geti farið í gegn um allt menntakerfið; skóla- kerfið, háskóla og doktorsnám án þess að þekkja eða hafa tileinkað sér þau gildi sem lýðræðið byggist á og að samfélagslegur skilningur á lýðræði byggist á mjög veikri skynjun. Hann nefnir sem dæmi um grundvallaratriði, eins og upp- lýsing; hvaða upplýsingar við fáum til þess að taka síðan ákvarðanir. Hvað er talið eðlilegt að stjórn- málamenn mati okkur á upplýs- ingum eða haldi upplýsingum frá okkur og nefnir í því sambandi sem dæmi einn af okkar fremstu sérfræðingum í forðafræði jarð- skorpunnar sem var allt í einu múlbundinn. Andri nefnir að hann hafi verið í viðtali við franska blaðakonu frá Libération sem hafði átt að eiga viðtal við sérfræðinginn en svo stóð viðtalið ekki lengur til boða því allt í einu mátti hann ekki lengur tala. Og blaðakonan spurði Andra, „ Er þetta ekki eitthvað sem blaðamenn verða brjálaðir yf- ir?“ Og Andri svarar: „Athugaðu það bara.“ „Slá ekki allir fjölmiðlar skjaldborg í kring um hann og kreista út úr honum þær upplýs- ingar sem mega þá ekki koma til almennings?“ Og Andri svarar: „Við skulum sjá – með hverjum standa fjölmiðlar?“ „En ef ég skrifa um það að vísindamanni á Íslandi var meinað að tjá sig um eitt stærsta mál á Íslandi á sama tíma og haldinn var blaðamanna- fundur þar sem fyrirtækið velur sér vísindamenn til að tala, þá lítur þetta ekki út sem lýðræðisríki. Þá lítur þetta út sem einræðisríki.“ Síðasti séns ríkisstjórnarinnar Alþingismenn bera ábyrgð gagn- vart þjóðinni á framkvæmdum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Því væri það eðlileg krafa þeirra að fá óheftan aðgang að gögnum um virkjunina og álverið, ásamt því að fara fram á að óháðir aðilar verði fengnir til að fara yfir málið í heild. Þegar niðurstöður liggja fyr- ir ættu alþingismenn rétt á að taka ákvörðun um framtíð Kára- hnjúkavirkjunar með atkvæða- greiðslu. Þar til ætti að bíða með að hleypa vatni á Hálslónssvæðið. Að verða við slíkri kröfu alþing- ismanna yrði líklega síðasti séns ríkisstjórnarinnar til að sýna leik- reglum lýðræðisins í þessu máli smá virðingarvott. En þar sem fæstir hafa líklega trú á að slíkt gerist úr þessu þá ætti almenn- ingur að láta til sín taka með því að hefja undirskriftasöfnun með áskorun til ríkisstjórnarinnar um að virða leikreglur lýðræðisins í verki og láta kjósa um framtíð Kárahnjúkavirkjunar í næstu al- þingiskosningum. Með þökk fyrir birtinguna. Síðasti séns ríkisstjórnarinnar Jóhann G. Jóhannsson fjallar um lýðræði og Kárahnjúka- virkjun » Alþingismenn beraábyrgð gagnvart þjóðinni á framkvæmd- um vegna Kárahnjúka- virkjunar. Höfundur er tónlistar- og myndlistarmaður. Jóhann G. Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.