Morgunblaðið - 24.09.2006, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 55
AUÐLESIÐ EFNI
Á-kall um þjóðar-sátt
Ómar Ragnarsson
frétta-maður hefur tekið
opin-bera af-stöðu í
umhverfis-málum. Á
fimmtu-daginn kallaði hann
eftir þjóðar-sátt um
Kárahnjúka-virkjun og að
ís-lenska þjóðin stöðvi
eyði-leggingu nátt-úru
landsins. Ómar mun ekki
fjalla um umhverfis-mál hjá
Sjón-varpinu.
Chavez út-húðar Bush
Húgó Chavez, for-seti
Venesúela, kallaði George
Bush, for-seta
Banda-ríkjanna, lygara, djöful
og harð-stjóra á
allsherjar-þingi Sam-einuðu
þjóðanna. Hann sagði
heims-valda-stefnu Bush ógn
við fram-tíð mann-kynsins. Á
fundi í Harlem sagði hann
Bush vera sjúkan mann og
alkóhól-ista, sem væri bara
for-seti því hann væri sonur
fyrrum for-seta.
Vöru-bíll valt
Mikil umferðar-teppa
myndaðist í Austur-bænum
þegar loka þurfti Miklu-braut
til austurs frá Grensás-vegi
eftir að vöru-bíll valt á
þriðju-daginn. Vegurinn var
lokaður í um þrjár
klukku-stundir, og á meðan
sátu tug-þúsundir bif-reiða
fastar.
Stutt
Á þriðju-daginn framdi
taí-lenski herinn valda-rán og
tók yfir stjórn landsins. Hópur
her-manna um-kringdi þá
bú-stað forsætis-ráðherrans í
höfuð-borginni Bangkok.
Forsætis-ráðherrann,
Thaksin Shinawatra, sem er
milljarða-mæringur, er mjög
um-deildur. Hann hefur oft
verið sakaður um vald-níðslu
og spillingu.
Yfir-lýsingu frá
her-foringjanum, Sonthi
Boonyaratglin, var
sjón-varpað og þar sagði að
stjórnar-skráin frá árinu 1997
hefði verið felld úr gildi og að
„umbóta-ráð“ hefði tekið við
stjórn landsins. Konungurinn
Bhumibol Adulyadej lagði
blessun sína yfir valda-ránið
þannig að Sonthi gegnir
embætti forsætis-ráðherra
fyrstu vikurnar. Sonthi segir
að bráðabirgða-stjórn verði í
landinu í ár, en þá verði
boðað til kosninga.
Á fimmtu-daginn sagðist
Thaksin hættur í
stjórn-málum. Hann hvatti til
þjóðar-sáttar og að efnt yrði
til þing-kosninga sem fyrst.
Þetta er í 18. sinn frá árinu
1945 sem valda-rán er
framið í Taí-landi.
ReutersMunkar ganga framhjá her-mönnum í Chiang Mai norður af Bangkok.
Valda-rán í Taí-landi
Sænska ríkis-stjórnin féll í
þing-kosningunum fyrir viku.
Stjórnar-andstaðan sigraði
naumlega undir forystu hins
41 árs gamla Fredriks
Reinfeldts sem verður næsti
forsætis-ráðherra Sví-þjóðar.
Hann er leið-togi
hægri-manna sem kalla sig
nú Nýja hóf-sama flokkinn.
Reinfeldt kom með ferska
vinda inn í stjórn-málin, og
tókst að sam-eina sundraða
stjórnar-andstöðu og færa
flokk sinn inn á miðjuna.
Jafnaðar-menn fengu um
35,3% at-kvæða, sem er
versta frammi-staða
flokksins frá árinu 1914.
Úr-slitin eru mikil tíma-mót í
sænskum stjórn-málum, því
frá árinu 1932 hafa
Jafnaðar-menn alltaf setið í
stjórn fyrir utan 9 ár. Á þessu
kjör-tímabili hafa þeir hins
vegar misst traust vegna
hneykslis-mála.
Reinfeldt hefur rætt um
myndun meirihluta-stjórnar
við leið-toga þriggja mið- og
hægri-flokka – Kristi-legra
demó-krata, Þjóðar-flokksins
og Mið-flokksins. Ljúka þarf
stjórnar-myndun áður en
þingið kemur saman 3.
október.
Borgara-flokkarnir sigra í Sví-þjóð
Reuters
Nýi for-sætis-ráðherra Sví-þjóðar, Fredrik Reinfeldt.
Sykur-molarnir, ein frægasta
hljóm-sveit Íslands-sögunnar,
ætlar að leika saman á
stór-tónleikum í
Laugardals-höll 17.
nóvember. Þá verða liðin 20
ár frá því smá-skífan þeirra
„Ammæli“ kom út.
Á tón-leikunum koma
Sykur-molarnir fram í þeirri
mynd sem þekktust varð og
starfaði lengst: Björk
Guðmundsdóttir, Sigtryggur
Baldursson, Einar Örn
Benediktsson, Þór Eldon,
Bragi Ólafsson og Margrét
Örnólfsdóttir. Sykur-molarnir
ætla að leika öll sín
þekktustu lög, auk þess sem
hinn ágæti fél-agi þeirra
Johnny Triumph mun koma
og taka „Luft-gitar“.
Sykur-molarnir hættu að
spila saman árið 1992 og
fóru hver í sína áttina, en
hafa unnið mikið saman, oft
innan Smekk-leysu, en
Smekk-leysa fær að njóta
þess fjár sem aflast með
miða-sölu. Til-kynnt verður
um fyrir-komulag
miða-sölunnar þegar nær
dregur tón-leikunum.
Hljóm-sveitin Sykur-molarnir
í gamla daga.
Sykur-molarnir
saman á ný
Vísir að ís-lenskri
leyni-þjónustu var
starf-ræktur hér á landi frá
því skömmu fyrir seinni
heims-styrjöldina. Þá höfðu
ráða-menn áhyggjur af
upp-gangi nas-ista og
kommún-ista og því var
þjón-ustan stofnuð.
Þetta kemur fram í grein
eftir Þór Whitehead,
prófessor, í nýju tölu-blaði
af Þjóð-málum. Í greininni
fjallar hann um við-brögð
ís-lenska ríkisins við
hættunni sem lýð-ræðinu
stafaði af byltingum og
of-beldi á tímum kreppu,
heims-styrjaldar og kalda
stríðsins.
Það var Bjarni
Benediktsson, þá-verandi
dómsmála-ráðherra, sem
stofnaði strang-leynilega
öryggis-þjónustu-deild hjá
lögreglu-stjóra-embættinu.
Þjón-ustan aflaði
upp-lýsinga um
grun-samlega menn og
ýmsa starf-semi sem laut
að öryggi landsins.
Öll gögn um
leyni-þjónustuna voru
brennd árið 1976.
Ís-lensk
leyni-
þjónusta
Breiðablik mætir Arsenal
Kvenna-lið Breiða-bliks í
knatt-spyrnu mætir enska
liðinu Arsenal í 8 liða
úr-slitum Evrópu-keppninnar.
Fyrri leikurinn verður hér á
landi 12. október og hinn
viku síðar ytra.
Ó-lög-legar greiðslur?
Enska
knattspyrnu-sambandið
rann-sakar nú hvort
ó-lög-legar greiðslur eigi sér
stað í ensku knatt-spyrnunni.
Leik-menn eru seldir og
keyptir fyrir tugi milljarða á
hverju ári og er Sam
Allardyce, knattspyrnu-stjóri
Bolton, sagður hafa þegið
mútur.
FH er Íslands-meistari
FH fékk Íslands-bikar karla í
knatt-spyrnu í hendur um
síðustu helgi eftir 4:0 sigur á
Víkingi í næstsíðustu um-ferð
Íslands-mótsins.
Þetta er þriðja árið í röð
sem FH verður
Íslands-meistari.
Hand-knattleikur á fullt
Hand-knattleiks-vertíðin er
hafin. Haukar unnu ÍBV
33:24 í Meistara-keppni
kvenna og Stjarnan lagði
Fram 29:25 í
Meistara-keppni karla.
Íþrótta-molar
Mörg hundruð manns brutust
inn í höfuð-stöðvar
ríkis-sjónvarpsins í mið-borg
Búdapest á mánudags-kvöld.
Ung-verska lög-reglan beitti
tára-gasi á múginn sem
sigraði lög-regluna.
Mót-mælendurnir eru æfir út í
Ferenc Gyurcsany
forsætis-ráðherra sem
viður-kenndi að hafa sagt
ó-satt um stöðu
efnahags-mála í
þing-kosningunum í apríl til
að sigra and-stæðinga sína.
Til er hljóð-upptaka af ræðu
hans sem spiluð hefur verið í
fjöl-miðlum og þess hefur
verið krafist að hann láti af
embætti. Stjórnin lýsti yfir
stuðningi við Gyurcsany sem
hefur neitað að segja af sér.
Lygum mót-mælt