Morgunblaðið - 24.09.2006, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 24.09.2006, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 55 AUÐLESIÐ EFNI Á-kall um þjóðar-sátt Ómar Ragnarsson frétta-maður hefur tekið opin-bera af-stöðu í umhverfis-málum. Á fimmtu-daginn kallaði hann eftir þjóðar-sátt um Kárahnjúka-virkjun og að ís-lenska þjóðin stöðvi eyði-leggingu nátt-úru landsins. Ómar mun ekki fjalla um umhverfis-mál hjá Sjón-varpinu. Chavez út-húðar Bush Húgó Chavez, for-seti Venesúela, kallaði George Bush, for-seta Banda-ríkjanna, lygara, djöful og harð-stjóra á allsherjar-þingi Sam-einuðu þjóðanna. Hann sagði heims-valda-stefnu Bush ógn við fram-tíð mann-kynsins. Á fundi í Harlem sagði hann Bush vera sjúkan mann og alkóhól-ista, sem væri bara for-seti því hann væri sonur fyrrum for-seta. Vöru-bíll valt Mikil umferðar-teppa myndaðist í Austur-bænum þegar loka þurfti Miklu-braut til austurs frá Grensás-vegi eftir að vöru-bíll valt á þriðju-daginn. Vegurinn var lokaður í um þrjár klukku-stundir, og á meðan sátu tug-þúsundir bif-reiða fastar. Stutt Á þriðju-daginn framdi taí-lenski herinn valda-rán og tók yfir stjórn landsins. Hópur her-manna um-kringdi þá bú-stað forsætis-ráðherrans í höfuð-borginni Bangkok. Forsætis-ráðherrann, Thaksin Shinawatra, sem er milljarða-mæringur, er mjög um-deildur. Hann hefur oft verið sakaður um vald-níðslu og spillingu. Yfir-lýsingu frá her-foringjanum, Sonthi Boonyaratglin, var sjón-varpað og þar sagði að stjórnar-skráin frá árinu 1997 hefði verið felld úr gildi og að „umbóta-ráð“ hefði tekið við stjórn landsins. Konungurinn Bhumibol Adulyadej lagði blessun sína yfir valda-ránið þannig að Sonthi gegnir embætti forsætis-ráðherra fyrstu vikurnar. Sonthi segir að bráðabirgða-stjórn verði í landinu í ár, en þá verði boðað til kosninga. Á fimmtu-daginn sagðist Thaksin hættur í stjórn-málum. Hann hvatti til þjóðar-sáttar og að efnt yrði til þing-kosninga sem fyrst. Þetta er í 18. sinn frá árinu 1945 sem valda-rán er framið í Taí-landi. ReutersMunkar ganga framhjá her-mönnum í Chiang Mai norður af Bangkok. Valda-rán í Taí-landi Sænska ríkis-stjórnin féll í þing-kosningunum fyrir viku. Stjórnar-andstaðan sigraði naumlega undir forystu hins 41 árs gamla Fredriks Reinfeldts sem verður næsti forsætis-ráðherra Sví-þjóðar. Hann er leið-togi hægri-manna sem kalla sig nú Nýja hóf-sama flokkinn. Reinfeldt kom með ferska vinda inn í stjórn-málin, og tókst að sam-eina sundraða stjórnar-andstöðu og færa flokk sinn inn á miðjuna. Jafnaðar-menn fengu um 35,3% at-kvæða, sem er versta frammi-staða flokksins frá árinu 1914. Úr-slitin eru mikil tíma-mót í sænskum stjórn-málum, því frá árinu 1932 hafa Jafnaðar-menn alltaf setið í stjórn fyrir utan 9 ár. Á þessu kjör-tímabili hafa þeir hins vegar misst traust vegna hneykslis-mála. Reinfeldt hefur rætt um myndun meirihluta-stjórnar við leið-toga þriggja mið- og hægri-flokka – Kristi-legra demó-krata, Þjóðar-flokksins og Mið-flokksins. Ljúka þarf stjórnar-myndun áður en þingið kemur saman 3. október. Borgara-flokkarnir sigra í Sví-þjóð Reuters Nýi for-sætis-ráðherra Sví-þjóðar, Fredrik Reinfeldt. Sykur-molarnir, ein frægasta hljóm-sveit Íslands-sögunnar, ætlar að leika saman á stór-tónleikum í Laugardals-höll 17. nóvember. Þá verða liðin 20 ár frá því smá-skífan þeirra „Ammæli“ kom út. Á tón-leikunum koma Sykur-molarnir fram í þeirri mynd sem þekktust varð og starfaði lengst: Björk Guðmundsdóttir, Sigtryggur Baldursson, Einar Örn Benediktsson, Þór Eldon, Bragi Ólafsson og Margrét Örnólfsdóttir. Sykur-molarnir ætla að leika öll sín þekktustu lög, auk þess sem hinn ágæti fél-agi þeirra Johnny Triumph mun koma og taka „Luft-gitar“. Sykur-molarnir hættu að spila saman árið 1992 og fóru hver í sína áttina, en hafa unnið mikið saman, oft innan Smekk-leysu, en Smekk-leysa fær að njóta þess fjár sem aflast með miða-sölu. Til-kynnt verður um fyrir-komulag miða-sölunnar þegar nær dregur tón-leikunum. Hljóm-sveitin Sykur-molarnir í gamla daga. Sykur-molarnir saman á ný Vísir að ís-lenskri leyni-þjónustu var starf-ræktur hér á landi frá því skömmu fyrir seinni heims-styrjöldina. Þá höfðu ráða-menn áhyggjur af upp-gangi nas-ista og kommún-ista og því var þjón-ustan stofnuð. Þetta kemur fram í grein eftir Þór Whitehead, prófessor, í nýju tölu-blaði af Þjóð-málum. Í greininni fjallar hann um við-brögð ís-lenska ríkisins við hættunni sem lýð-ræðinu stafaði af byltingum og of-beldi á tímum kreppu, heims-styrjaldar og kalda stríðsins. Það var Bjarni Benediktsson, þá-verandi dómsmála-ráðherra, sem stofnaði strang-leynilega öryggis-þjónustu-deild hjá lögreglu-stjóra-embættinu. Þjón-ustan aflaði upp-lýsinga um grun-samlega menn og ýmsa starf-semi sem laut að öryggi landsins. Öll gögn um leyni-þjónustuna voru brennd árið 1976. Ís-lensk leyni- þjónusta Breiðablik mætir Arsenal Kvenna-lið Breiða-bliks í knatt-spyrnu mætir enska liðinu Arsenal í 8 liða úr-slitum Evrópu-keppninnar. Fyrri leikurinn verður hér á landi 12. október og hinn viku síðar ytra. Ó-lög-legar greiðslur? Enska knattspyrnu-sambandið rann-sakar nú hvort ó-lög-legar greiðslur eigi sér stað í ensku knatt-spyrnunni. Leik-menn eru seldir og keyptir fyrir tugi milljarða á hverju ári og er Sam Allardyce, knattspyrnu-stjóri Bolton, sagður hafa þegið mútur. FH er Íslands-meistari FH fékk Íslands-bikar karla í knatt-spyrnu í hendur um síðustu helgi eftir 4:0 sigur á Víkingi í næstsíðustu um-ferð Íslands-mótsins. Þetta er þriðja árið í röð sem FH verður Íslands-meistari. Hand-knattleikur á fullt Hand-knattleiks-vertíðin er hafin. Haukar unnu ÍBV 33:24 í Meistara-keppni kvenna og Stjarnan lagði Fram 29:25 í Meistara-keppni karla. Íþrótta-molar Mörg hundruð manns brutust inn í höfuð-stöðvar ríkis-sjónvarpsins í mið-borg Búdapest á mánudags-kvöld. Ung-verska lög-reglan beitti tára-gasi á múginn sem sigraði lög-regluna. Mót-mælendurnir eru æfir út í Ferenc Gyurcsany forsætis-ráðherra sem viður-kenndi að hafa sagt ó-satt um stöðu efnahags-mála í þing-kosningunum í apríl til að sigra and-stæðinga sína. Til er hljóð-upptaka af ræðu hans sem spiluð hefur verið í fjöl-miðlum og þess hefur verið krafist að hann láti af embætti. Stjórnin lýsti yfir stuðningi við Gyurcsany sem hefur neitað að segja af sér. Lygum mót-mælt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.