Morgunblaðið - 24.09.2006, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi, sonur, bróðir og mágur,
MAGNÚS MAGNÚSSON
pípulagningameistari,
Hallanda,
Árnessýslu,
sem lést af slysförum laugardaginn 16. september,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn
26. september kl. 13.00.
Sigríður Harðardóttir,
Magnús St. Magnússon, Ingunn Jónsdóttir,
Sigurjón Magnússon, Vigdís Birna Hólmgeirsdóttir,
Ólafur Björn Magnússon,
Jónatan Mikael og Benjamín Magnús,
Guðrún E. Guðmundsdóttir, Magnús St. Magnússon,
Margrét Magnúsdóttir,
Sigríður Magnúsdóttir, Einar Gylfason,
Guðmundur Magnússon, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir.
Systir mín,
KRISTÍN EGGERTSDÓTTIR
frá Haukagili í Vatnsdal,
lést mánudaginn 11. september sl.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Svava Eggertsdóttir.
Bróðir minn og mágur.
KOLBEINN G. ÓSKARSSON,
Keldulandi 11,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudag-
inn 12. september.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Ástþór Óskarsson, Sigrún Pétursdóttir.
Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur,
HELGI HALLGRÍMSSON,
til heimilis í
Norðurbyggð 1c,
Akureyri,
lést mánudaginn 18. september.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn
28. september kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast
hans er bent á minningarsjóð Geðhjálpar, sími 570 1700.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga G. Erlingsdóttir,
Steinþór Helgason,
Sigríður Svana Helgadóttir,
Arnar Helgason,
Sigríður J. Helgadóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GYÐA EINARSDÓTTIR,
Miðvangi 41,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
þriðjudaginn 26. september kl. 15.00.
Ólafur Guðbjörnsson,
Guðbjörn Steinþór Ólafsson, Ásta María Janthanam,
Anna Elísabet Ólafsdóttir, Kristján Sigurmundsson,
Ólafur Rúnar Ólafsson, Oddný Kristinsdóttir,
Helgi Þór Ólafsson, Ingibjörg Jóhannesdóttir,
Einar Örn Kristinsson, Áslaug Stefánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÁSLAUG ODDSDÓTTIR,
Álfhólsvegi 12,
Kópavogi,
lést aðfaranótt þriðjudagsins 19. september.
Útför fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
25. september kl. 13.00.
Aðstandendur.
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
Hann pabbi okkar
er dáinn. Þetta er lík-
lega sú erfiðasta
staðreynd sem ég og systkini mín
höfum þurft að sætta okkur við.
Við eigum börn sem við þurftum
að segja að afi þeirra væri dáinn,
móður sem horfði á eftir sínum
betri helmingi á brott úr lífi sínu.
Þrátt fyrir allan sársaukann, sorg-
ina og tárin vakna minningar,
brosið kviknar á vörum. Hver man
ekki eftir stríðnislegu glotti á and-
liti hans þegar eitthvert prakkara-
strikið var í uppsiglingu. Fyrsti
Kjartan Pálsson
✝ Kjartan Pálssonfæddist í
Reykjavík 28. júlí
1918. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 13. sept-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Selfoss-
kirkju 23. sept-
ember.
apríl er tengdur ótal
gabbhlaupum. Við
vorum að borða
morgunmat, þegar
allt í einu kom í ljós
að vasahnífurinn eða
tóbaksdósin höfðu
gleymst úti í fjósi eða
höfðu dottið undir
tröppurnar á leið
hans inn úr fjósinu
kvöldið áður. Auðvit-
að trúðum við honum
alltaf og hlupum yfir
þröskuldana þrjá.
Kaldavatnsslangan í
mjólkurhúsinu átti það líka ótrú-
lega oft til að taka völdin af honum
á furðulegan hátt og endaði bunan
á okkur. Honum fannst það nú
ekki leiðinlegt er við supum hvelj-
ur og hlupum æjandi burt með
stríðnishlátur hans í eyrunum. Svo
var það er við trúðum því að hann
sæi í gegnum holt og hæðir. Hlöðu-
þakið var óspart notað sem renni-
braut og rifnar buxur komu upp
um okkur. Við reyndum að segja
mömmu að þær hefðu bara rifnað
svona sjálfar, en hann sagðist hafa
séð okkur á hlöðuþakinu. Auðvitað
trúðum við honum og fylltumst
lotningu yfir þessum hæfileika
hans. Þetta voru ekki einu hæfi-
leikar hans, honum voru gefnir
sönghæfileikar sem fjallmenn er
honum voru samtíða á fjalli muna.
Sögur sem hann sagði voru ungum
áheyrendum líka minnisstæðar
vegna þess að hann gæddi þær lífi.
Pabbi lét okkur ung að árum fara
að vinna, öll störf okkar áttum við
að vinna vel og skilja að verkin
tala. Hvernig þau eru unnin segir
til um hvernig manneskjan sem
vann þau er og hvað hún hefur til
brunns að bera. Þannig leit hann á
fólkið í kringum sig, mannkosti
dæmdi hann út frá verkum hvers
og eins. Hann mátti ekki vita af
neinum í vanda án þess að bjóða
aðstoð sína áður en um hana var
beðið, þannig var hann bara.
Barnabörnin áttu hvert sitt pláss í
lífi hans, þau sakna nú öll afa og
hvert um sig á sínar minningar um
hann. Sumar tengjast atvikum úr
sveitadvöl, aðrar heimsóknum sem
voru mislangar, en öll eiga þau eft-
ir að sakna þess að vera réttur
súkkulaðimoli úr afastól. Það er
okkar sem eldri erum að sjá til
þess að hann lifi áfram í minn-
ingum og sögum af uppátækjum
hans í gleði og sorg. Pabbi bjó yfir
þeim eiginleikum að reynast vinur
í raun, vera hlýr, ljúfur, en umfram
allt trúr sjálfum sér. Honum tókst
flest það sem hann ætlaði sér og
var stoltur af, á honum sannaðist
að margur er knár þó hann sé
smár. En í okkar huga er hann
bara pabbi sem við elskuðum, dáð-
um og virtum, við erum betri fyrir
það að hafa kynnst honum. Elsku
pabbi, við kveðjum þig og þökkum
samveruna.
Til þín, elsku pabbi. Hinsta
kveðja.
Brúney og systkinin
frá Vaðnesi.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞORBJÖRG BJARNADÓTTIR
sjúkraliði,
andaðist á Droplaugarstöðum fimmtudaginn
21. september.
Elsa Þ. Axelsdóttir, Pálmi Ólason,
Björk Axelsdóttir, Jón S. Pálsson,
Þyri Axelsdóttir, Ásgeir Guðnason,
Davíð Axelsson, Selma K. Albertsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.