Morgunblaðið - 24.09.2006, Page 60
Staðurstund
Ungur og upprennandi söng-
nemi, Herdís Anna Jónasdóttir,
hlýtur verðlaun úr styrkt-
arsjóði Halldórs Hansen » 64
tónlist
Söngkonan Beyoncé og leik-
arinn Robin Williams eiga ekki
sjö dagana sæla um þessar
mundir » 67
fólk
Í listapistli sínum fjallar Hösk-
uldur Ólafsson um ævisögu eins
af fjölmörgum fórnarlömbum
Rauðu khmeranna » 62
bækur
Lars Von Trier líst ekki hætis-
hót á samskipti Íslendinga og
Dana og hefur gert kvikmynd
sem lýsir skoðun hans » 64
kvikmynd
Í sunnudagspistli sínum að
þessu sinni fjallar Árni Matt-
híasson um dönsku hljómsveit-
irnar Mew og Under Byen » 65
tónlist
RIFF 2006 er einkar fjölskrúðug,
eini ókosturinn, ef svo mætti segja,
er fjöldi verkanna sem í boði eru (um
80), því sýningardagarnir eru aðeins
11. Þrátt fyrir þrjá sýningarstaði,
Háskólabíó, Tjarnarbíó og Iðnó,
verða gestir því að velja og hafna og
svo mikið er víst að allir eiga að finna
yfrið nóg við sitt hæfi.
Til að auðvelda valið er hátíða-
myndunum skipt í nokkra efnis-
flokka, eins og fram kemur.
Verkin, sem hér eru kynnt, eru öll
einkar forvitnileg og fara efst í for-
gangsröðina. Þau endurspegla minn
smekk en geta vonandi verið leið-
beinandi fyrir lesendur, þegar borg-
arljósin slokkna og við getum teygt
okkur upp til stjarnanna.
Gestir hátíðarinnar
Sólin – Soltsne (Aleksandr Sok-
urov, Rússland o.fl.). Nýjasta verk
heiðursverðlaunahafa hátíðarinnar í
ár, segir af deginum sem Keisari sól-
arinnar, Hirohito, gafst skilyrð-
islaust upp fyrir Bandamönnum og
gerðist einn af oss dauðlegum. Sok-
urov er sagður fara einkar listræn-
um höndum um lokapunkt hild-
arleiksins og einn af dramatískustu
augnablikum sögunnar.
Tjón – The Adjuster (Atom Ego-
yan, Kanada 2001). Annar góður há-
tíðargestur er kanadíski leikstjórinn
sem mætir með þrjú af verkum sín-
um, þessi er ein óséð. Líkt og flestar
myndir Egoyans er örugglega um að
ræða persónulegt og órætt verk,
gert af listamanni, óböngnum við að
berjast með vindinn í fangið.
Púðurtunnan – The Powder Keg;
Draumur á Þorláksmessunótt –
Midwinter’s Night Dream; Hinir
bjartsýnu – The Optimists
Kvikmyndagerðarmenn frá lönd-
um fyrrum Júgóslavíu hafa heimsótt
og sett mark sitt á íslenskar kvik-
myndahátíðir með forvitnilegum, oft
furðulegum og blessunarlega
skemmtilegum verkum. Í ár varpar
RIFF kastljósinu á gest sinn, Goran
Paskaljevic, sem er meiri bölsýnis-
maður en þeir Makavejev og Kustu-
rica, en enginn vafi leikur á að hann
kemur með ferskt og öðruvísi and-
rúmsloft.
Fyrir opnu hafi
Í þessum flokki er að finna margar
af markverðustu myndunum frá síð-
astliðnu ári.
Ljós í húminu – Laitakaupungin
valot (Aki Kaurismäki, Finnland).
Góðkunningi og gamall gestur
Spáð í hátíðarréttina
Bretadrottning Helen Mirren þykir takast vel upp í hlutverki Elísabetar.
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF)
hefst á fimmtudag og stendur í 11 daga
Eftir Sæbjörn Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is
A
TÓMSTÖÐIN er verk mánaðarins á Gljúfra-
steini í septembermánuði. Í dag kl. 16 ræðir
Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur
um Atómstöðina við gesti í stofunni á
Gljúfrasteini undir yfirskriftinni „At-
ómstöðin: her og bein“. Þetta er liður í dagskrá Gljúfra-
steins um Halldór Laxnes sem verður síðasta sunnudag í
hverjum mánuði. Pétur Gunnarsson fjallar um Brekku-
kotsannál í október og Halldór Guð-
mundsson um Í túninu heima í nóv-
ember.
Jón Karl hefur í bókinni Ferðalok
fjallað um örlög beina Jónasar Hall-
grímssonar í skáldskap og veruleika,
þ. á m. í Atómstöðinni. Beinin blönd-
uðust óvænt í deiluna um Keflavík-
ursamninginn þar sem þau komu til
landsins frá Danmörku einmitt þegar
umræður um veru hersins hér á landi
stóðu sem hæst á Alþingi. Undir eins
urðu jarðneskar leifar skáldsins að bitbeini stjórn-
málaaflanna sem tókust á. Atómstöðin fjallar öðrum
þræði um þessi tvö viðkvæmu samtímamál, Keflavík-
ursamninginn og beinamálið. Í Atómstöðinni er látið að
því liggja að beinin hafi verið flutt til Íslands beinlínis í
þeim tilgangi að leiða athygli almennings frá samninga-
viðræðum ríkisstjórnarinnar við Bandaríkjamenn.
Ein af umdeildari bókum Halldórs
„Þetta er hugsað sem sambland af spjalli og um-
ræðum. Hugmyndin er sú að menn geti rifjað upp við-
komandi verk þannig að þeir hafi eitthvað fram að færa
sjálfir,“ segir Jón Karl.
Jón Karl kveðst hafa farið að skoða Atómstöðina sér-
staklega í framhaldi af skrifum sínum um bein Jónasar
Hallgrímssonar. „Mér fannst gaman að sjá hvernig hann
vinnur úr því máli í bókinni. En líklega er þetta ein af
umdeildari bókum hans og varð það strax. Hann nýtir
sér samtímaatburði og margir litu á
bókina sem pólitískt níðrit. Amma
mín, sem man þessa tíma, segir
að margir hafi lesið þetta verk
eins og revíu. Í revíum þessa
tíma var stöðugt verið að vísa í
samtímafréttir. Hún segir að allir hafi
vitað á þeim tíma hver hafi verið hver í
bókinni. Margir hafa eflaust lesið bók-
ina út frá hugsanlegum fyrirmyndum
persónanna í bókinni. Halldór leikur
sér reyndar talsvert að því að steypa
saman persónum eða kljúfa fyrirmyndir
í tvennt. Menn voru alltaf að reyna bera
kennsl á persónur Halldórs. Þetta hefur
verið kallað hinn íslenski lesháttur og er
kannski arfleifð frá því hvernig Íslendingasögurnar
voru lesnar,“ segir Jón Karl.
Jón Karl segir að Halldór hafi farið afar nærri
staðreyndum beinamálsins svonefnda í Atómstöð-
inni sem seinni tíma heimildir hafi leitt í ljós.
„Beinamálið er kannski heldur skáldlegra í veru-
leikanum ef eitthvað er.“
Inn í erindi Jón Karls kemur líka umfjöllun
um deilurnar um Keflavíkursamning-
inn. „Þessi tvö mál voru tengd saman
af vinstri mönnum á sínum tíma og
Halldór hnykkir á því í bókinni. Það
lítur út fyrir að viss óheppni hafi
ráðið því að bein Jónasar skyldu
koma til Íslands nákvæmlega
sömu daga og Keflavíkursamn-
ingurinn var til umræðu á Al-
þingi.
Jónas missti af skipi til
Íslands og þetta mál varð
allt mjög óheppilegt og
farsakennt fyrir vikið.“
Bein Jónasar og
varnarsamningurinn
Bókmenntir | Fjallað um Atómstöðina á Gljúfrasteini
Jón Karl Helgason
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
» Beinin blönd-uðust óvænt í
deiluna um Keflavík-
ursamninginn þar
sem þau komu til
landsins frá Dan-
mörku einmitt þegar
umræður um veru
hersins hér á landi
stóðu sem hæst
á Alþingi
Skáldið á Gljúfrasteini
Halldór Kiljan Laxness.
|sunnudagur|24. 9. 2006| mbl.is