Morgunblaðið - 24.09.2006, Page 61

Morgunblaðið - 24.09.2006, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 2006 61 Kynning í dag Frábært verð Ármúla 42 sími 895 8966 Opið alla daga frá kl. 10-18 Einstakt tækifæri til þess að eignast kínverska listmuni beint frá framleiðendum LÚXUS GJAFIR OG SÖFNUNARVÖRUR – GÓÐ FJÁRFESTING Úti- eða inniblómapottar - myndir - lampar - skilrúm - matarstell - vasar - skálar og fleira Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Einbýlishús óskast nú þegar Æskileg staðsetning: Garðabær, Seltjarnarnes eða Arnarnes. Rétt eign má kosta allt að 150 millj. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Æskileg stærð 350-400 fm Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir einbýlishúsi í Fossvogi. Staðgreiðsla í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EINBÝLISHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST - STAÐGREIÐSLA Listahátíðar, er sagður með sína bestu mynd í áraraðir og var tilnefnd fyrir skömmu sem Óskarsverðlauna- framlag Finnlands. Aki fæst við gamalkunnugt viðfangsefni, veik- burða stöðu undirmálsmannsins í hörðum heimi. Vonandi notar hann skopskynið sem aðalkrydd í grá- móskuna. Drottningin – The Queen (Steph- ens Frears, England). Spánný mynd um vandann sem blasti við bresku konungsfjölskyldunni þegar Díana prinsessa féll frá. Það gustar af Mir- ren í titilhlutverkinu og á góðum degi er Frears með eftirtektarverðari kvikmyndagerðarmönnum. Sumarhöllin – Yihe yuan (Lou Ye Kína/Frakkland). Gerð af merkasta leikstjóra Kínverja og einum fárra sem þora að gagnrýna þjóðfélagið. Hér tekur hann m.a. á mannréttinda- brotunum sem framin eru eystra. Fékk að launum frábæra dóma um allan heim en bann við að sinna list sinni í heimalandinu. Ómissandi. Allt annað dæmi – Whole New Thing (Amnon Buchbinder, Kanada). Þvílíkt forvitnileg mynd um vand- stigin skref ungs pilts út í lífið, en hann hefur búið heima, hjá afdönk- uðum hippum, foreldrum sínum. Virðist talsvert frábrugðin þroska- saga þar sem söguhetjan þarf að klífa margan múrinn. Vitranir Forvitnileg fyrstu verk höfunda sem keppa um þrenn aðalverðlaun hátíðarinnar. 12:08, austur af Búkarest – A fost sau n-a fost? (Rúmenía). Efnið og umhverfið toga í mann. Sögusviðið smábær í Rúmeníu, 16 árum eftir að Ceaucescu, einn síðasti og illræmd- asti einræðisherra leppríkja sovéts- ins, var hrakinn frá völdum. Hvernig minnast bæjarbúar atburðarins? Fjórar mínútur – Vier Minuten (Þýskaland). Hugsanlega ein merk- asta mynd hátíðarinnar. Segir af sambandi ungrar konu sem situr af sér dóm fyrir manndráp og áttræðs píanókennara sem kennir föngunum. Gamla konan finnur mikla hæfileika hjá fanganum og nú reynir á viljann til að láta rætast úr þeim. Ferskt lloft – Friss levegö (Ung- verjaland). Viðfangsefnið er ung- verskar mæðgur sem virðast í fyrstu eiga fátt sameiginlegt en líklega eru markmiðin svipuð. Tvær gjörólíkar kynslóðir Ungverja túlka tímana tvenna. Sherry, elskan – Sherry baby (Bandaríkin). Eiturlyfjafíkillinn og smákrimminn Sherry (Maggie Gyl- lenhaal) reynir að rækta samband við unga dóttur sína, forðast dópið og standa í fæturna er hún kemur aftur út í lífið. Ómissandi sakir frammi- stöðu leikkonunnar. Rauður vegur – Red Road (Dan- mörk/England). Gamalt samband milli öryggisgæslukonu og glæpa- manns blossar óvænt upp í öngstræt- um Glasgow. Hljómar fersk og for- vitnileg. Bless, Falkenberg – Farväl Fal- kenberg (Svíþjóð). Þroskasaga af fimm vinum í smábæ er áhugaverð, þó ekki væri fyrir annað en að sjá hvernig Svíar taka á þessu gjörnýtta umfjöllunarefni. Ísland í brennidepli Frumsýningar á nýjum, íslenskum myndum. Vertu eðlilegur – Act Normal (Ólafur de Fleur, Ísland). Skoðað er undarlegt lífshlaup Englendingsins Roberts T. Edison, sem gerðist búd- damunkur. Dvaldi í Taílandi uns hann kom hingað og stofnaði trúfélag Búddista. Kastaði kuflinum, giftist, skildi og gekk aftur guði sínum á vald. Reiði guðanna – Wrath of Gods (Jón Gústafsson, Ísland). Hnýsileg heimildarmynd um hvað gerðist á bak við tjöldin undir erfiðu og ill- viðrasömu tökuferli Bjólfskviðu. Þrjár þrennur Hér eru kynnt þrjú verk þriggja úrvalsleikstjóra. Bahman Ghobadi (Kúrdistan): Tími drukknu hestanna – A Time for Drunken Horses ~ Zamani barayé masti asbha (Íran). Fimm mun- aðarlaus systkini búa við kröpp kjör hátt uppi í fjöllum Kúrdistan. Þau gera það sem þau geta til að bjarga því yngsta, sem er fársjúkt. Lodge H. Kerrigan (Bandaríkin): Keane (Bandaríkin). Titilpersónan er faðir vanheill á geði, sem leitar dóttur sinnar mánuðum saman eftir að hún hvarf á umferðarmiðstöð í New York. Heimildarmyndir Áður en flogið er aftur til jarðar – Pries parskrendant i Zeme (Arunas Matelis. Litháen). Leikstjórinn á barn sem læknaðist af hvítblæði, í framhaldinu dvaldi hann á sjúkra- húsinu og ræddi við litlar hetjur og mæður þeirra um sjúkdóminn, lífið og dauðann. Umsátur – Blokada (Sergei Loz- nitsa, Rússland). Einkar forvitnileg og óhefðbundin um umsátrið um Leníngrad í síðari heimsstyrjöldinni. Kettirnir hans Mirikitani – The Cats of Mirikitani (Linda Hatten- dorf, Bandaríkin). Segir af kynnum kvikmyndagerðarkonunnar og landa hennar af japönskum ættum. Hann er háaldraður utangarðsmaður í New York og hefur frá mörgu að segja þegar hann fer að opna sig. Af engum – No nadie (Tin Dirda- mal, Mexíkó). María er frá Mið- Ameríku á leið norður í leit að betra lífi í Bandaríkjunum. Lendir í óvæntri martröð í Mexíkó, flökku- fólkið er landlaust og traðkað á því. Lífið í lykkjum – Life in Loops (Timo Novotny, Austurríki). Mynda- vélin skannar undir yfirborð skugga- hliða ýmissa stórborga. Leiðin til Guantanamo – The Road to Guantanamo (Michael Winterbot- tom og Mat Whitecross, England). Leikin saga Tipton-þremenning- anna, píslargöngu þeirra um Afgan- istan til Guantanamo, vítisholunnar á Kúbu, og heim aftur. Sjónarrönd: Danmörk Forstjóri heila klabbsins – Di- rektören for det hele (Lars von Trier). Nýjasta mynd leikstjórans er til tilbreytingar í gamansömum ádeilutón um tilbúið skálkaskjól for- stjóra auglýsingastofu. Miðnæturmyndir El topo (Alejandro Jodorowsky, Mexíkó). Nú verður gripið tækifærið og endurnýjuð kynnin við einn af byltingarmönnum kvikmyndarinnar á 8. áratugnum og geggjaðar sögu- hetjur hans. Leiðin til Guantanamo Leikin saga Tipton þremenninganna, píslargöngu þeirra til Guantanamo.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.